Vikan


Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 29.05.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 21, 1952 11 Á. veiðuwn SAKAMÁLASAGA Framhaídssaga: eftir MIGNON G. EBERHARI 21 „Það var sjúklingur." „Ég fullvissa þig um, að ég skil hvernig þetta hefur viljað til." „Kamilla, reyndu að hugsa þér að ég segði þetta við þig. Ef ég segði, að ég áliti að þú hefðir gert það. Hvaða áhrif heldurðu að það hefði á þig?" Kamilla yppti öxlum og sló keyrinu hirðuleys- islega í dyrakarminn. Sue gat ekki að sér gert að hugsa „Kamilla hefði getað gert það". Hún og Ernestína höfðu oft rifizt. Segjum svo, að hún hafi orðið ofsareið við Ernestínu. Hún hafði enga fjarverusönnun haft, þegar dr. Luddington var myrtur. Hún sagðist hafa verið ein uppi í herbergi sínu. Hafði hún í raun og veru nokkra f jarverusönnun um það leyti sem Ernestína var myrt? Gat hún ekki á einhvern hátt hafa skotið Ernestínu og yfirgefið húsið án þess að verða séð? Þangað var hún kolrnin í þessari nýju kenningu sinni, þegar Kamilla sagði rólega: „Það álítur enginn að ég hafi gert það. En allir halda að ef til vill hafir þú gert það. Sérstaklega lögreglan. En ég skal aldrei segja frá því, ef þú lætur Fitz í friði. Hann — ég ætla að' giftast honum, Sue. Það getur þú ekki hindrað. Hann hefur oft kom- ið hingað í vetur, af því að hann kennir í brjósti um þig og vill gjarnan hjálpa þér. Mér datt aldrei í hug, að þér litist á hann — ég hélt, að þú elskaðir Jed. Ég hélt, að það væri einasta skýringin á því, að þú sagðir frá stefnu- mótinu í kabananum, þegar þú þurftir ekki ann- að en að fara heim, eins og dr. Luddington sagði, til að sleppa frá öllu saman. Þá hefði enginn fengið að vita, að þú hafðir verið þar. Dr. Ludd- ington og Jed hefðu aldrei sagt frá því. En nú hegðar þú þér eins og . . . Ja, mér sýnist helzt, að þú eltir Fitz Wilson og þú segist ekki vilja giftast Jed. Þetta skil ég ekki. Hamingjan góða," sagði hún allt í einu uppgefin og hreinskilnislega. „Hversvegna giftist þú ekki Jed, fyrst allir vænta þess, þá get ég gifzt Fitz, og við getum öll orðið hamingjusöm og gleymt öllu." Þetta var mjög skynsamlegt, hehtugt og mjög líkt Kamillu. Það var barnalegt, snjallt, -— og ákaflega tillitslaust. Sue reyndi að víkja talinu aftur að spurning- unni, þessari mikilvægu spurningu: „Já, en Kam- illa, heldur þú í raun og veru, að Ernestína hafi ætlað að skilja við Jed ? Það er að segja — hvert hefði hún getað farið?" Hún sagði þetta síðasta eins hirðuleysislega og hún gat. Hún virti Kamillu fyrir sér — það var kominn i augu hennar einhver íhugull og dá- litið hræðslulegur glampi, sem hún strax faldi. Hún sneri sér að nokkru leyti frá henni, ef til vill til að fela grun sinn. Hún starði gegnum cpnar dyrnar niður yfir engið. Hún sagði, eins og henni dytti það í hug núna, en það var áreið- anlega framhald af þvl, sem hún hafði hugsað sér að segja. „Ernestína var afbrýðissöm við mig, af þvi Fitz féll vel við mig. Hún var af- brýðisöm af því Fitz er betri en Jed. Hún tók Jed frá mér og giftist honum, en svo kom Fitz. Hann hefði getað gefið Ernestínu það sem hún vildi." „Og hvað var það?" spurði Sue varlega. „Washington, ferðalög og þýðingarmikið fólk. Þú skilur. Allan þann ljóma og fínheit, sem Ernestína sóttist alltaf eftir. Jed var ánægður með að vera hér. Hann er ánægður með lífið, ef hann aðeins hefur næga peninga til að fara á hestbak og veiðar. En Fitz . . ." hún dró djúpt andann og sagði dreymin: „Fitz kom ókyrrð á líf henn- ar — þ. e. s. Fitz og ég. Hún gat ekki þolað, að ég giftist betur en hún, og öfundaði mig af, að geta ef til vill lifað með Fitz lífi, sem hún hafði alltaf viljað. Það lítur að vísu svo út, að Fitz kæri sig ekki um að lifa slíku lífi, en hann gæti það ef hann vildi. Og svo gat hún ekki held- ur þolað Ruby . . ." „Ruby . . ." „Já, hún átti nóga peninga," sagði Kamilla og gerði sig líklega til að fara. „Bíddu svolítið," Kamilla ætlaði alltof fljótt að fara, „Kamilla, hvað gerðir þú svo? Ég á við, eftir að þú heyrðir hana hringja i mig?" Undrunarsvipur kom á Kamillu og hún varð að hugsa sig um. „Ég — hélt hurðinni opinni, þang- að til hún hafði Iokið simtalinu við þig. Svo fór hún inn í garðstofuna aftur — en þar stopp- aði hún — og seinna skildi ég, að húni hafði opn- að vopnaskápinn í anddyrinu. Ég heyrði lítinn smell, þegar hún lokaði honum, en þá datt mér ekki í hug, að hún hefði tekið byssuna fram. Ég hélt aðeins, að skáphurðin hefði hrokkið upp, eins og hún gerir oft, og að hún hefði skellt henni aftur um leið og hún gekk framhjá. En seinna rann það upp fyrir mér, að hún hlaut að hafa tekið byssuna fram til að ógna þér með henni. Hún var ákaflega taugaveikluð. Og þú þekkir skaplyndi hennar." „Og hvað svo . . ." „Svo bjó ég mig til að fara." „Já, en . . ." „Jed fór upp áður en hún hringdi. Hann var að skipta um föt meðan hún talaði við þig. Ég heyrði vatnið renna í baðkarið. Ruby átti líka að vera hjá Fitz . . ." Þetta var í fyrsta skiptið sem Sue heyrði þetta, þrátt fyrir þau býsn af eiðsvörnum og vélrituð- um framburði vitna, sem lesinn var við réttar- höldin. „Voru þau líka hjá Fitz?" sagði hún. „Nei, en þau ætluðu þangað. Þau höfðu lofað að sækja mig. Þess vegna beið ég. Ég heyrði Jed fara niður. Ernestína hafði skipt um föt snemma, mjög snemma," endurtók Kamilla skyndilega hugsandi, ,,en ég heyrði engan hávaða úr garðstofunni, eftir að hún hringdi í þig og fór þangað inn. Jed þaut niður gangstíginn ¦— herbergið mitt er á. þeirri hliðinni. Ég sá hann hitta þig við hliðið. Ég varð undrandi, þegar ég sá þig fara með honum inn í kabanann, Sue. Það vissir þú ekki?" Sue hristi höfuðið og Kamilla sagði: „En ég sagði ekkert. Mér fannst það ekki skipta máli. En svo kom Wat að sækja mig og ég lagði af stað." „Kom Wat? En við heyrðum ekki í bílnum hans." Kamilla hló kuldalega. „Þú varst í kabananum með Jed." Sue datt í hug setning, sem hún hafði heyrt. Illkvittin athugasemd Krisýar um, að Duval stúlkurnar væru ekki vandaðar. Hún sagði: „Svo Wat kom að sækja þig. Og svo fóruð þið sam- an til Fitz?" Kamilla kinkaði koili. Þ6 hún feldi eitthvað, gat Sue ekki séð það í svip hennar. Þá datt henni í hug, hvað þetta væri einkennilegur leikur. Hér sátu þær og ásökuðu hvor aðra um morð, um leið og þær töluðu rólega og eðlilega saman. Kamilla ásakaði með orðum, Sue í huga sér. En hún varð að halda áfram. Hún varð að finna villu í staðhæfingum Kamillu. „Hvar var Ruby?" ,,Wat sagði að hún væri heima. Hún sagðist hafa höfuðverk. Hann ók mér til Fitz, en kom ekki inn. Ég held, að Fitz hafi ekki einu sinni séð hann. Wat sagðist ætla heim, til að vitja um líðan Ruby og sjá um að hún fengi höfuðverkja- töflu, svo hún gæti komið í miðdaginn. Enginn hefur spurt mig hvernig ég komst til Fitz og þessvegna hefi ég ekkert sagt. Ég fór inn og við Fitz . . ." hún andvarpaði svolitið og sagði hrein- skilnislega, ,,ég hélt, að ef til vill myndi Fitz segja eitthvað um kvöldið, fyrst Wat og Ruby voru þar ekki og við vorum ein, en það gerði hann ekki. Seinna var svo hringt í klúbbinn og síðan hefur þetta allt breyzt. Ég hélt, að hann ætlaði að bíða þangað til réttarhöldin væru af- staðin, en mig grunaði ekki . . ." Svipur hennar varð aftur reiður og ákveðinn. ,,Mig grunaði ekki að það væri þin sök Ekki fyrr en í kvöld, þegar hann . . . þegar þú horfð- ir þannig á hann. Mér er alvara, Sue. Nú segir þú Jed, að þú elskir hann og ætlir að giftast honum og segir Fitz það líka. Ef þú ekki gerir það . . . Sue, við höfum þekkzt í mörg ár, en mér er alvara með það sem ég segi. Ég hefi aldrei minnzt á þig og Ernestínu. Lögreglan hefur spurt mig aftur hvort þið hafið rifizt, en ég hefi aldrei komið upp um þig og ég geri það aldrei ef þú . . ." hún þagnaði augnablik og horfði beint í augu Sue, „mér er alvara. Ég á Fitz." Sue gekk út að hurðinni. Hún var hrædd og cróleg meðan hún stóð og virti fyrir sérrunn- ana, sem glömpuðu í sólinni og skyggðu á Furu- skóg. Kamillu var alvara. Yfirlýsing hennar mundi verða lokasönnunin, sem lögreglan leitaði svo ákaft að, til að geta tekið hana fasta. Vopna- skápurinn, smellurinn í lásnum og deilan milli Ernestínu og Jed um hana. Jed hafði aldrei minnzt á þessa deilu, og hann mundi heldur ekkert segja nú, þvi það mundi styrkja þennan hræðilega grun á henni. Allt í einu datt henni í hug, að hið hræðslulega og ihugandi augnaráð Kamillu, þegar Sue spurði, hvað Ernestína hefði ætlað að gera, líktist augnaráði Jeds — morgun- inn eftir að hann var látinn laus, þegar þau höfðu 'öll fjögur, Karólína, Fitz, hún sjálf og Jed, setið við morguriverðarborðið og reynt að finna ráð til að verja hana. Jed hafði, eins og Kamilla, litið út fyrir að vera dálítið hræddur, en hugsandi, þegar þau spurðu hann nákvæmlega um Erne- stínu. En svo hafði Fitz orðið óþolinmóður og Jed ákveðnari. Hafði hann verið að hugsa um deiluna við Ernestinu? Hann hafði ekki trúað fullyrðingu Woodys um, að Ernestína ætlaði að yfirgefa hann, en hafði hann á þessu augnabliki verið óvins um það? Hún ætlaði að spyrja hann. Hún ætlaði að segja honum frá heimsókn Kamillu. Hún tók símann, en Jed var ekki heima og Kamilla ekki heldur, sagði stúlkan. Skyndilega hugkvæmdist Sue dálítið merkilegt. „En er Sam Bronson kom- inn aftur?" „Nei, ungfrú, það held ég ekki," svaraði stúlk- an áhugalaust, „ungfrú Kamilla tók bílinn og ég veit ekki hvenær hún kemur heim. Hr. Jed vakn- aði fyrir stuttri stundu — hann svaf ekki mikið í nótt. Hann ætlaði að taka bílinn en Kamilla var-á honum, svo hann fór ríðandi. Ég held, að hann hafi farið til dr. Luddingtons. Hann sagði ekki, hvenær hann kæmi aftur. A ég að segja honum að þér hafið hringt?"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.