Vikan


Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 24, 1952 Hinn æruverðugi meistari Albrecht Diirer frá Nurnberg. Heilagur Jóhannes skrifar guðspjallið. Hús- búnaður allur er eins og á þýzku heimili á 16. öld — auk þess hið táknræna ljón guðspjallsins. tréskerana, og hann varð leturgrafari. Óteljandi eru þeir tréskurðir, sem hann hefur annaðhvort teiknað eða skorið, eða hvorutveggja. Á sama hátt og prentaða bókin nú varð almenningseign, þannig varð listin það í formi tréskurðarmynda. Furstinn, kirkjan og auðmaðurinn fengu olíu- málverkið, en borgararnir gátu skreytt veggi sína með tréskurðar- og koparstungumyndum. 1 hinni síðastnefndu listgrein var Albrecht Diirer líka sá fyrsti, er notaði ætingu serri hjálparmeðal. Á Italíu haíði hann séð, að vopnasmiðir notuðu vissar sýrur, þegar þeir grófu nöfn, skraut og skjaldarmerki á herklæði. Nú tók hann einnig sýrurnar í þjónustu sína, þegar hann gróf á koparplötuna. Að undanskilinni ferð til suðurþýzku og ílæmsku bæjanna, hélt meistari Albrecht nú kyrru fyrir í fæðingarborg sinni til dauðans, og hann naut hylli keisarans, furstanna og páfans. En ennþá meiri gleði hafði hann af hinni miklu virðingu, er samborgarar hans sýndu hon- um. Á þessum tíma var slík lotning borin fyrir listamanninum og listiðnaðarmanninum, að nú- tímamenn eiga örðugt með að gera sér grein fyrir því, og þeir höfðu með gildum sínum afar mikil áhrif á stjórn borganna. Þegar Albrecht Diirer kom fram með alveg nýjar tillögur um vörn Nilrnberg, var ekki hlegið af honum, held- ur voru tillögur hans athugaðar vandlega, og einungis það, að þær hefðu orðið of dýrar I framkvæmd, kom í veg fyrir, að þeim væri fylgt. Síðar kom í ljós, að þær voru réttar, og í mörg hundruð ár voru byggingar virkisverkfræðing- anna í samræmi við hugmyndir hans. Rétt hjá Ntirnbergskastala og virki, við kirkj- una, má enn sjá aldagamalt, lítið veitingahús, sem heitir „Zum Bratwurstglocklein". Sagnir segja, að þar hafi meistari Albrecht Diirer löngum setið á kvöldin meðal listamanna og hándiðnaðarmanna ásamt hinum ríka Jeron- imus Holzschuher og hinum glaða meistarasöngv- ara og skósmið Hans Sachs, Jakob Muffels, og hinum trygga vini sínum, Pirckheimer, og að- stoðarmanni sínum tréskeranum Jeronimus Andrea. Heljarmiklar stein- og trékrúsir stóðu á borðinu, það var bjór í krúsunum, þar var talað hátt og djarft, og gestgjafinn varð að hafa sterk- ar borðplötur fyrir hin þungu högg, sem undir- strikuðu einbeittar skoðanir. Þetta var sönn mynd af miðaldakjarna og krafti, ærlegri hrifningu fyrir heiðarlegum og vel unnum verkum. Þetta litla veitingahús er ennþá til minja um list þeirra. Nokkur skref frá, í St. Jóhannesarkirkjugarði, má enn sjá legsteininn á leiði Albrechts Dúrers. ÆRLEGUR og dyggur sveinn í gullsmíðagild- inu, Albrecht Dúrer, kom með sinn snúna göngu- staf i hendinni gangandi frá þorpinu Eytas, langt inni í Ungverjalandi, til Núrnberg. Þetta var árið 1455, og þá var Núrnberg það stóra, bjarta ljós, sem dró að sér iðnaðarmenn- ina. Hann fékk vinnu hjá meistara Holper, hann var duglegur og listfengur sveinn, sem meistar- anum þótti gott að hafa, og svo fór það eins og það fór svo oft á þessum tímum. Hann kvænt- ist hinni fallegu dóttur meistarans, Barböru Halper, hann eignaðist gullsmiðavinnustofuna og hann eignaðist átján hraust og myndarleg börn. Það þriðja í þessum stóra hóp hét Albrecht eins og faðirinn, og það varð síðar hinn æruverðugi meistari Albrecht, sem keisari og páfi sýndu margháttaða virðingu, meistari Albrecht Dúrer frá Núrnberg: gullsmiður, málari, teiknari, tré- skeri, einn mesti og fjölhæfasti listamaður allra tima. Frá því hann gat gengið, tók hann að sýsla í vinnustofu föður síns og hjálpa til, og þegar hann var tólf ára, hóf hann nám. Hann lærði að hamra silfur, en gegnt vinnuborði hans hékk spegill, hann sá sig í honum og svo lagði hann hamarinn frá sér og teiknaði á bókfell framan við forna biblíu, mynd af sjálfum sér. Faðirinn sá bæði hana og vanrækt verkefnið, hann gaf syni sínum löðrung, tók hann síðan við hönd sér og leiddi hann til meistara Michael Wohlgemuth, sem málaði dýrlingamyndir fyrir kirkjurnar, svo hann gæti lært „málverkaiðnina", eins og það var kallað á þeim tíma. Hér var hann í fjögur ár, og hann segir í sjálfsævisögu sinni, að það hafi verið ströng og hroðaleg ár með höggum og slögum, stríðni og hrellingum frá hinum vinnu- sveinunum. En nú hafði hann lært að blanda liti og gera tréskurð af teikningum, og nú gerði hann það, sem faðir hans hafði gert á undan honum, og allir iðnaðarsveinar gerðu á þessum tímum. Hann tók sér í hönd snúna göngustaf- inn, móðir hans tróð í malinn með tárum, og með sex silfurdali í vasanum og föðurlegar hvatningar lagði hann af stað út í víða veröld, fyrst til Basel. Þá var hann 19 ára, árið 1490. Nú voru umbrotatímar miklir, nýir straumar fóru um vísindi, trúarbrögð og öll lífsviðhorf fólks. Prentlistin hafði verið fundin upp, og fólk Samson og Ijónið. Einhver útbreiddasta mynd Dúrers og prýðir veggina á óteljandi heimilum. Borgin á myndinni er þýzk og kastali á hæðinni. Hvar sem Dúrer fór á hugmyndaflugi sínu, hafði hann jafnan fasta jörð föðurlandsins undir fót- unum. hafði fengið óstjórnlega löngun til að lesa. Hing- að til höfðu menn einungis haft handskrifaðar bækur með handmáluðum myndum, nú fengu menn prentaða bók með tréskurðarmyndum. Al- brecht frá Núrnberg gekk inn til prentara í Basel, hann teiknaði og skar tréskurðarmyndir í gamla gamanleikjabók og biblíu fyrir hann, og menn sáu nú allt i einu, í staðinn fyrir gömlu, klunnalegu skurðmyndirnar, fullkomin listavei'k á síðum bókanna. Það var bylting í bókaprent- un. Eftir tvö ár hélt Albrecht aftur heim til Núrnberg, hann kvongaðist fagurri og ríkri borg- aradóttur, Agnes Frey, og hálfum mánuði eftir brúðkaupið lagði hann aftur af stað. Af því staf- ar sú sögusögn, að Agnes hafi verið kvenskass, en það mun ekki rétt. Það var ferðalöngunin sem rak hann af stað. Hann kom til Feneyja, og aldrei hafði hann séð jafn stórbrotna list og „Greftrunin“. Fólkið er búið eftir samtíma tízku. hér mátti líta í verkum Mantegna, Tizian og Giorgione. I Feneyjum urðu nokkrar af fyrstu helgimyndum hans til. Eina þeirra keypti Rudólf keisari siðar, og myndin var svo dýrmæt og hug- fólgin keisaranum, að hann trúði engum vagni til að flytja hana, heldur lét fjóra menn bera hana alla leið frá Italíu til Prag. Aftur kemur meistari Albrecht heim, hann kaupir vinnustofu meistara Wholgemuths, og nú getur hann látið vendina dansa á bökum sinna fornu kvalara. Hann málar svo orðstír hans berst um heiminn, hann málar altaristöflur og keisara- myndir, táknrænar myndir og myndir úr lífi helgra manna, og hann málar það allt þannig, að maður hlýtur að dást að þessum djarfa, mið- aldaþrótti og kýmni. Eins og þá var tízka, lætur hann einatt gamlatestamentispersónur sínar ganga í nýtízku fötum, og hann er ekki smeyk- ur við að láta fötin vera bæði stagbætt og óhrein. Jafnvel þegar hann málar Krist á leiðinni til Emaus með lærisveinunum tveimur, lætur hann þá alla þrjá vera með kápur á herðunum og pípuhatta á höfðinu. En hve mikill listamaður sem hann er, gleymir hann aldrei, að hann er einnig iðnaðarmaður. Reyndar voru engin glögg skil milli listar og iðnaðar í þeirra tíma Núrn- berg. Hann smíðaði úr silfri, hann teiknaði fyrir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.