Vikan


Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 24, 1952 Krisy var úttútin af reiði þegar hún opnaði hurðina fyrir þeim: „Lögreglan hefur ai'tur verið hér. Þeir hafa leitað allan eftirmiðdaginn í hús- inu, gripahúsunum og geymslunni. Ég gat ekk- ert gert. Það var Henley lögregluforingi og þessi með viðbjóðslega andlitið. Sue leit skelfd á Fitz. „Var það Wilkins lög- regluforingi?“ spurði Krisy. Krisy kinkaði reiðilega kolli: „Já, það var Wilkins lögregluforingi." 22. KAFLI. Þau gátu ekkert gert. Krisy hélt að þeir héfðu ekkert fundið. Hún vissi ekki heldur að hveriu þeir voru að leita. „Farðu á veiðidansleikinn, eins og ekkert hafi ískorizt,“ sagði Fitz um leið og hann fór. „Reyndu að aftra Kamillu ef þú getur. Ég vil ógjarnan að hún dragi alla þessa vitleysu fram í dagsljósið nú. Hér finnst ekki að Karólína þurfi að vita að lögreglan var hér,“ bætti hann við og sneri sér að Krisy. „Nei, það er engin ástæða til að gera henni gramt í geði,“ sagði Krisy. „Hvaða kjól ætlarðu að vera í, Sue?“ Fitz fór heim og Sue tók fram kjólinn, sem hún vildi láta slétta. Fitz mundi annað hvort tala við Wat sjálfur eða gera lögreglunni aðvart. Hana grunaði að hann færi ekki fyrst til lög- reglunnar. En það var einhver ógnun í þessari nýafstöðu heimsókn Wilkins. Karólina og Woody komu seint heim. Þau voru þreytt og hamingjusöm. Þau voru lengi úti í hesthúsinu og gáfu hestunum, struku þeim og skófu hófa þeirra áður en þau komu inn. Þau höfðu lítinn tíma til að skipta um föt, svo húsið bergmálaði af hlaupum og köllum. Woody kall- aði skemmtilega sögu frá veiðunum ofan úr bað- herberginu og Krisy gleymdi Wilkins um stund og hljóp upp og niður stigann fyrir Woody og aðstoðaði Karólínu. Loks kom hún þeim öllum út í vagninn, og ljómaði af hreykni. Woody var glæsilegur í einkennisbúningnum með svart bindi. Karólina leit út eins og hertogafrú i svört- um kniplingakjól með eina skartgripinn sem hún átti, perlufesti með demantameni, sem móðir liennar hafði átt. Sue var hvítklædd, í kjól með þröngu mitti og víðu pilsi, sem hún hafði keypt fyrir sparifé sitt í New York. Rauð síð kvöld- iíápa íylgdi með. Woody blístraði þegar hún kom niður og bauð dömunum arminn á of kurteisan hátt, og leiddi þær hreykinn út i vagninn: kven- iólkið hans var honum til sóma. Alla leiðina töl- uðu þau Karólina áköf um veiðarnar. Þau höfðu véitt því athygli að Sue var þar ekki, en hugsuðu ekkert frekar um það. Sue hafði aldrei haft gaman af veiðum. Refurinn hafði sloppið frá þeim, fundist aftur og þau höfðu fengið væna spretti milli þess sem þau stönsuðu til að skála. Sue hlustaði ekki á þau. Þau komu í klúbb- inn, sem var lýstur upp vegna hátiðarinnar. Létt danslög bárust fram, eins og morð og ótti væri alls ekki til. Þegar þau komu inn fundu þau aftur þetta hlýlega andrúmsloft. Þunglyndi vetrarins var horfið. Vinir heilsuðu hver öðrum með sérstakri hiýju og allir heilsuðu Karólínu, Woody og Sue, eins og þau væru nýkomin úr hættulegri ferð. Venjulega hófst veiðidansleikurinn með borð- haldi, en í þetta skipti var komið fyrir köldum réttum og bar í stóra borösalnum. Klúbbhúsið var engin höll, en það var hlýlegt og virðulegt. Karólína var leidd í burtu af veiðistjóranum, sem enn gegndi sínu starfi. Woody hreyfði sig ekki fxá Sue og henni fannst að þar myndi hann vera, þar til hann væri viss um að hún mætti ekki öðru ■en vinsemd og ástúð á þessum fyrsta dansleik eftir morðið. Hún varð viss um þetta þegar Jed kom hnakkakertur í rauða jakkanum sínum og Woody sagði að hún mætti ekki dansa við hann. „Það er engin ástæða til að minna alla á það,“ .sagði hann. Augu Jeds leiftruðu: „Það lítur þvert á móti einkennilega út ef við ekki gerum það.“ „Það er einkennilegra ef þið gerið það.“ Jed lét alveg óvænt undan. „Ef til vill hefirðu rétt fyrir þér, en ég hef ekki haft tækifæri til að tala við þig eina, Sue, síðan Bronson fannst." Woody hristi höfuðið. „Allir munu taka eftir því.“ „Aðeins augnablik — út á svölunum." En Woody var ákveðinn. „Ekki eitt einasta augnablik. Mér sýnist líka að Kamilla ætli að tala við þig. Þau litu við og Kamilla kom í átt- ina til þeirra í gulum kjól. Gult hafði verið uppáhaldslitur Ernestínu og rauða hálsmenið lá nú um háls Kamillu. Reyndu að aftra henni hafði Fitz sagt, en hvernig ? Höfðu ekki þessar nýju kringumstæður, að Bronson var álitinn morðinginn, eyðilagt hótun Kamillu? Auðvitað hafði hótunin enn sitt gildi, en það gat Kamilla ekki vitað. Augnaráð Kamillu var kuldalegt þegar hún spurði Sue: „Hefirðu séð Fitz?“ „Já, hann er kominn," svaraði Woody. „Hann kom inn í anddyrið fyrir nokkrum mínútum en einhver kallaði á hann.“ „Jæja,“ sagði Kamilla, en áttaði sig svo og gerði nýja árás. „Þú vilt auðvitað dansa við Jed, Sue. Ég ætla að biða eftir Fitz.“ Einhver ýtti við öxlina á Woody. Það var þjónn: „Afsakið, Poore. Wilson biður yður að koma með systur yðar — nú skal ég vísa yður leiðina. Það eru einhverjir — herrar með honum." Litli hópurinn þagnaði augnablik. Hljómsveit- in spilaði fjörugt og létt. „Herrar,“ endurtók Jed og þjðnninn svaraði alvarlegur á svipinn ‘ „Lögreglan.“ Kamilla varð hvít eins og marmari. Jed þreif í handlegginn á þjóninum: „Hvað eigið þér við?“ „Biddu svolítið, Jed . . . Woody var líka fölur. Hann leit á Sue og hún sagði „Við komum, þakka yður fyrir,“ og hún fór á eftir þjóninum. „Ég kem með ykkur,“ sagði Kamilla, en Woody hvíslaði reiður: „Þið verðið bæði eftir. Þið getið komið á eftir ef þið viljið. Fólk er farið að horfa á okkur.“ Kamilla hugsaði sig um augnablik, beit svo á vörina og sneri sér að Jed. Þau dönsuðu úti á gólfið. Woody hvíslaði i eyra Sue: „Brostu, segðu eitthvað hlægilegt við mig . . .“ Hún gerði það, án þess að hafa nokkurn grun um hvað hún var að segja. Einhver stöðvaði hana í anddyrinu og hún sagði eitthvað, án þess að vita hvernig henni tókst að sleppa. Þjónninn gekk á undan þeim gegnum anddyrið inn á skrif- stofu umsjónarmannsins. Fitz opnaði hurðina. Hann var glæsilegur og hátíðlegur i rauða veiðijakkanum með hvitt bindi. Það var festa í framkomu hans og í hand- leggnum sem hann lagði yfir axlir henni, en hvað gat hann gert? Því Henley lögregluforingi stóð við hliðina á honum og Wilkins reis stirðlega og ófús upp. af stólnum. Sýslumaðurinn var þar ekki. Um leið og Fitz sagði eitthvað við hana, komu Wat og Ruby inn. Danslögin og fótatak dansendanna barst greini- iega að eyrum þeirra. Ruby stóð þarna falleg og stirð eins og stytta í ljósbláum kjól með demanta um hálsinn. Fitz rétti út handlegginn og lokaði hurðinni. Nú heyrðist ekki lengur fótatakið, en dans- lögin bárust gegnum gluggann af svölunum, sem lágu kringum húsið. „Sue,“ sagði Fitz, „þessir herrar komu heim til þin þegar þið voruð ný- farin og komu svo hingað. Krisy hringdi til mín, svo ég tók á móti þeim, þegar þeir komu. Þeir vilja helzt framkvæma það sem þeir ætla að gera í kyrrþey. Það lítur út fyrir að þeim finnist þeir hafa nýjar sannanir." Henley ætlaði að segja eitthvað, en Fitz hélt fljótt áfram: „Ég er nýbúinn að útskýra dálítið sem ég veit af tilviljun og þeir hafa verið svo elskulegir að hlusta á mig. Og nú . . . „Ég álít að þessi reim, sefn þér sýnduð okkur, sé af sama uppruna og hin margumtöluðu skot “ tók Wilkins fram í. „Þér verðið að útskýra þetta fyrir ungfrú Poore, Henley." Til vinstri: Trommur eru í Indlandi notaðar i stað kirkjuklukkna: að kalla rétttrúaða til bæna- gerðar í musterunum. — Efst til hægri: Hattberinn er kvæntur, ef barðið er undið upp að framan, ekkill, ef það er undið upp að aftan, piparsveinn, ef það er undið upp í hliðunum. (Franskur siður). — Neðst til hægri: Hvaða áhrif hefur menntun á hjónabandið? Svar: Hjónaskilnaðir eru ekki eins tíðir meðal menntaðs fólks.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.