Vikan


Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 24, 1952 11 __ Æ veiðum SAKAMÁLASAGA Framhaldssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 24 íara lengra. Hann prjónaði og Fitz varð að lok- um að fara með hann hinumegin við húsið, þar sem hann gat ekki séð staðinn, þar sem Sue hafði bundið hann. Þar batt Fitz hann ásamt sínum eigin hesti. Þegar þau gengu upp að húsinu, sagði Sue allt í einu: „Fitz, finnst þér nokkuð gaman að veiðum ?“ „Mér finnst gaman á hestbaki. Mér finnst líka gaman að því, að ala upp hesta og hunda. En ég vil helzt ekki hafa refinn með . . .“ „Finnst þér nauðsynlegt . . .“ „Að veiða refinn? Það er ég ekki viss um. Annars eiga villidýr ekki trygga tilveru. Það er að minnsta kosti ekki miskunnarlaust að deyja á þennan hátt. Og auk þess eru refir plága fyrir bændurna. Við skulum koma inn um bakdyrnar.“ Hann barði að dyrum, en Lissy Jenkins var far- in heim. Hann tók í hurðina og hún var opin að Dobberly sið. Eldhúsið var hreint og fágað og það hafði róandi áhrif á Sue. „Mér þykir það leiðinlegt, að biðja þig um að koma inn,“ sagði Fitz, „en . . .“ „Hvað viltu að ég geri?“ „Ég veit það ekki vel. En — þú getur sýnt mér hvar þú stóðst og hvað þú gerðir til að byrja með.“ Það er ekki auðvelt, og heldur ekki eins erfitt og hún hafði haldið. Dagsljósið fyllti lækna- stofuna og biðstofuna*. Hún stóð við skrifborðið og horfði á verkfærin, sem skinu í sólinni og sagði frá öllu sem hún mundi. .Svo lagði Fitz spurningar fyrir hana. Um Jed og hvað hann hefði sagt, nákvæmlega. Hvað hafði hún sagt? „Hvers vegna kemurðu aftur.“ Og hvað sagði Jed þá og hvers vegna vildi hann að hún færi undir eins. „Af sömu ástæðu og ég vildi að hann færi.“ „Það hefði verið það versta, sem þið gátuð gert, bæði tvö.“ „Hann vildi ekki að mér yrði blandað í þetta. Símahringingin — hann sagði að ég vissi ekki hve nauðsynlegt . . . og svo kom Ruby.“ „Fannst þér hún vera tortryggin?" „Nei, alls ekki. Ég held að hún hefði fallizt á að segja lögreglunni ekki að ég var þar. Með- an við vorúm að tala um þetta kom lögreglan og . . .“ „Bíddu svolítið. Hvernig tók Ruby þessu? Var hún taugaóstyrk ? “ „Já, það held ég. En hún lætur ekki á því bera. Hún . . . ég man að hún stóð í biðstof- unni og sagði eitthvað á þá leið, að burkninn þyrfíi vátn og þá gerði ég mér grein fyrir þvi, að hún vissi ekki um hvað hún var að tala.“ „Burkninn —,“ sagði Fitz, „burkninn." Hún gat ekki trúað því, jafnvel þegar Fitz stakk hendinni niður í blómsturpottinn, sem burkninn var í og dró upp litla skínandi öskju. Hann þurrkaði mosann og moldina af henni — það var vindlingaveski Rubyar. Nafn hennar var grafið á hana öðru megin, en hinu megin stóð: Til hamingju, frá lækninum. Þetta var lítið vindlingaveski með spegli öðru- megin. Fitz opnaði það og í því voru þrir vindl- ingar og örlítið af lausu tóbaki. „Svo hún hefur notað það. Hvenær á hún af- mæli, Sue?“ „1 október — annan október." Ernestína var drepin þann níunda. Fitz stakk veskinu í vasann: „Allt í lagi, ég ætla út í Veiðihornið. Viltu koma með mér?“ „Hvers vegna? Jú, ég vil koma með þér, á ég við. En hvers vegna . . .“ „Það skaltu fá að sjá þegar við komum þang- að. Ef ég hefi rétt fyrir mér, vil ég að þú heyr- ir það með þínum eigin eyrum.“ Þau fóru út um bakdyrnar og til hestanna, sem stóðu kyrrir og rólegir. Fitz hjálpaði henni á bak og fór á bak sjálfur. „Við borðum morgun- verð þar,“ sagði hann. Hann hugsaði sig um eitt augnablik, svo bætti hann við. „Við förum yfir akrana. Það er engin ástæða til að vekja forvitni lögreglunnar." En hann sagði ekkert meira og var svo alvarlegur á svipinn að Sue þorði ekki að spyrja hann. Hversvegna hafði Ruby falið veskið? Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því. Þau riðu nú yfir engin, milli nokkurra hæða, framhjá afskekktum húsum og komu á annan veg í litlum dal. Veiðihornið var afskekktur staður, en ekki mjög langt í burtu. Sue hafði einu sinni komið þangað. Henni fannst óljóst, að hún hefði séð það áður. Þetta var lítið gamalt hús með blómum í gluggakössum. „Þessi staður er frægur fyrir stefnumót," sagði Fitz hranalega. „Stefnumót!“ hugsaði hún. Ernestína hafði hitt Woody hérna. Fitz sá hræðslusvipinn á and- liti hennar og sagði: Ernestína kom ekki hingað til að hitta Woody, ekki oftar en einu sinni, að minnsta kosti. Komdu nú, Sue.“ Hestasveinn kom og tók hestana. Það var augljóst að Veiðihornið var rekið fyrir gesti, sem komu þar ríðandi af tilviljun. Þau gengu inn í lága stofu, með byssum á veggjunum, lágum borðum og stólum og gljáfægðum bar. Ung stúlka stóð bak við hann og brosti: „Góðan daginn, Wilson, ég bjóst ekki við yður svona snemma." Hún brosti til Sue. „Hvað ætlið þér að fá?“ „Ég ætla að fá morgunverð eftir svolitla stund, en fyrst . . .“ Fitz tók upp dagblað, Sue sá að það var dagblað frá Bedford. Hann opnaði það og rétti þjónustustúlkunni og nú brosti hún ekki. „Er þetta hann?“ spurði Fitz. Brosið var horfið af vörum hennar: „Já, það er hann og nú verð ég að sverja það — það er hræðilegt, en þetta er hann.“ Sue reyndi að sjá myndina, sem sneri öfugt fyrir henni. „Það er Wat,“ sagði Fitz. „Hann og Erne- stína voru vön að hittast hér.“ „Ég get ekki,“ Sue dró andann djúpt, „ég get ekki trúað því.“ „Þú trúir því þegar þú hefur hlustað á það, sem unga stúlkan segir.“ Hún trúði því tveim tímum seinna, þegar þau riðu burt. Engir aðrir gestir höfðu verið þar, svo þau voru ein í stofunni. Þjónustustúlkan var langorð, því hún skaut alltaf við og við inn upp- hrópunum, kvörtunum og spurningum um, hvort hún mundi verða fyrir óþægindum af því, að hafa þagað svo lengi. „Hversvegna sögðuð þér ekki frá þessu um leið og þér sögðuð frá Woody — unga manninum, sem hitti hana hérna daginn áður en hún var drep- in?“ spurði Sue forvitin. Unga stúlkan roðnaði og það kom þrjózku- legur glampi í augu hennar: „Af því ég gat ekki þolað manninn.“ „Hvaða mann?" „Hénley,“ sagði Fitz og deplaði augunum. „Hann var viðbjóðslegur," sagði unga stúlkan. „Hann hegðaði sér eins og hann tryði mér ekki. Ég vissi um morðið, en ég var þá í Kaliforníu. Ég vann á veitingahúsi i litlum bæ og það voru engar myndir í blöðunum sem ég sá og ég vissi ekki að hún hét frú Baily. En sama daginn og ég kom aftur hingar var hr. Baily látinn laus og þá komu myndirnar af öllum í blöðunum og ég fékk að vita að það var frú Baily, sem kom svo oft hingað. Ég þekkti líka unga manninn ■— það er víst Woody — það var mynd af honum og mér fannst ég verða að segja lögreglunni, að þau hefðu verið hér daginn fyrir morðið. 1 hin skiptin var það þessi,“ hún benti á myndina. „Ég ætlaði að segja lögreglunni allt, en ég byrjaði á deginum áður en hún var myrt, því mér fannst það þýðingarmest. Svo gerði lögreglufor- inginn mig reiða og ég vildi ekki segja honum fleira. En ég hafði slæma samvizku, svo ég varð reglulega ánægð, þegar hr. Wilson kom hingað í gær og spurði, hvort frú Baily hefði komið hér oftar og með hverjum. Og,“ lauk hún máli sínu, „ég vona að Henley gremjist það.“ Sagan hljóðaði svona í stuttu máli: Ernestina og Wat Luddington höfðu hitzt í Veiðihorninu í langan tima — ekki mjög oft, en reglulega. Stundum komu þau saman, en oftar hvort fyrir sig. „Og hún var að elta hann,“ sagði unga stúlk- an. „Það skildi ég vel af því hvernig hún horfði á hann og stundum heyrði ég nokkur orð.“ En það eina, sem var einhvers virði af því sem hún hafði heyrt, voru nokkur orð sem Erne- stina sagði einum eða tveim dögum fyrir morð- ið. Þegar þjónustustúlkan kom með annað glas- ið til þeirra hafði hún heyrt greinilega að Eme- stina sagði: „Og þegar við komum til Washing- ton leggjum við heiminn að fótum okkar. Enginn getur stöðvað þig, þegar ég hjálpa þér.“ „Hún laut yfir borðið og heyrði ekki þegar ég kom. Ég er viss um að það var hún sem vildi þetta. En ég held að hann hafi verið farinn að trúa því, að hann vildi þetta líka.“ Það sem fólk heyrir af tilviljun sannar auð- vitað ekkert, en þetta sannfærði Fitz og Sue al- gjörlega. „Wat,“ sagði Sue. Fitz kinkaði kolli. „Og mikil framtíð." ' Unga stúlkan horfði spyrjandi ‘á þau og Sue sagði: „En peningarnir . . .“ „Ruby á næga peninga." „Hún hefði aldrei gefið Wat þá, svo hann gæti náð frægð á stjórnmálasviðinu, eins og Erne- stína vildi, með peningum Rubyar og viljastyrk hennar sjálfrar.“ „Ég veit það ekki,“ sagði Fitz, „ég veit það ekki.“ Síðdegis lögðu þau af stað heimleiðis. Fitz lof- aði að tala við Henley. „Mér er í raun og veru alveg sama,“ sagði stúlkan, „hann hefur gott af þessu." Fitz talaði lítið á leiðinni heim. Þegar Sue spurði hann hvað hann ætlaðist fyrir sagðist hann ekki vita það. „En, úr þvi að Ruby var heima með höfuð- verk,“ byrjaði Sue eftir langa þögn, sem aðeins var rofin af brakinu i hnökkunum og fótataki hestanna: Jafnvel þó hún hefði komizt að þessu um Ernestínu." „Ernestína beið eftir einhverjum sem hún bjóst við að lenda í harðri deilu við. Þó ég sé þeirrar skoðunar, að hún hafi aðeins ætlað að hóta með skammbyssunni." Þau riðu gegnum Luddington-engin á leiðinni heim. Woody og Karólína voru ekki enn komin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.