Vikan


Vikan - 21.08.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 21.08.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 32, 1952 11 Framhaldssaga: Konkvest 24 skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY glugga og hjálpfúsar hendur seildust niður og drógu þá inn um gluggann. Þeim var tekið feginsamlega og með mikilli orðmœlgi; einfeldn- ingamir gripu óðfúsir hvert hálmstrá til björg- unar sér — og Williams var langt frá þvi að vera nokkurt hálmstrá. Hann var eitt af stór- mennum Scotland Yard. Við hinn fyrri fund þeirra höfðu þessir sömu, ungu menn hlegið og hæðst að Williams og óskað þess að hann yrði fórnar- lamb hins heimskulega skemmtunaruppátækis Everdons . . . Nú snerust þeir við honum eins og þreyttur ferðamaður í ölpunum við St. Bemhards-hundi. „Jæja, við erum komnir inn,“ sagði Williams hörkulega um leið og hann leit í kringum sig á áköf, rjóð andlitin. „Hefur nokkuð alvarlegt komið fyrir ennþá? Verið kveikt í nokkru eða nokkur meiðzt ?“ „Einn eða tveir okkar hafa orðið fyrir stein- um, en ekki alvarlega," svaraði einn ungu mann- anna. „Þrjótamir reyndu að kasta logandi blys- um inn um gluggana, en mistókst. Mér sýnist samt útlitið vera að verða alvarlegra. Það er svei mér gott að við höfum síkið til varnar . . ." „Síkið hefur bjargað ykkur hingað til,“ tók yfirforinginn fram í. „Er enginn ráðandi maður hér? Ég veit að Everdon er farinn. Hvar er hann þessi Kon------þessi van Haupt?" „Ég skil ekkert í því," sagði imgi maðurinn sem áður hafði talað, vandræðalega. „Hann komst hingað inn aftur, eftir að hann hafði hjálpað Buppy að komast undan, en virðist vera horfinn aftur." Williams og Davidson sáu að þeir voru í knatt- borðsstofunni. Þeir gengu þaðan út í rúmgóðan gang og héldu áfram yfir í stóra forsalinn. Um leið og þeir gengu inn frá annarri hlið, kom Norman Konkvest og með honum sex holdvotir og óhreinir menn inn um aðrar dyr. Báðir flokk- amir stönzuðu og gláptu hvor á annan. „Svo þú ert þarna!" sagði Williams ruddalega. „Hverjir eru þessir rnenn?" „Kunningjar rnínir," svaraði Konkvest og veif- aði hendinni. „Má ég kynna þér Will Preeman — Sam Hogers — Joe Turtle . . .“ Hann þuldi upp nöfnin í einni lotu. „Við höfum verið að ræðast við í bróðerni og komizt að fyllsta samkomulagi. Ég er einmitt að fylgja þeim fram í eldhúsið, svo þeir geti þurrkað fötin sín. Þau eru dálítið rök.“ „En Rudy!" hrópaði ein stúlkan og glápti á hann, „þú talar ekki eins og þú átt að þér! Þú lítur líka öðru vísi út!‘‘ „Hvað sem útliti hans eða málfari líður," tók yfirforinginn fram í, „þá vil ég fá að vita hvaða menn þetta eru.“ „Þér er óhætt að trúa því sem ég segi, Bill, þetta eru heiðursmenn," sagði Norman. „Þeir syntu yfir hallarsíkið og höfðu í huga að fella vindubrúna. En ég . . . latti þá þess." Hann veifaði hendinni í áttina til Williams. „Þetta er Williams yfirforingi frá Scotland Yard, piltar. Það var eins gott að þið hélduð ekki áfram með fyrirætlan ykkar." Will Freeman og félagar hans horfðu á Will- iams stórum undrunaraugum, og þótt Konkvest. héldi áfram að líkjast von Haupt baróni — nema hvað við og við brá fyrir glettnisglampa í aug- unum, — virtust þeir skoða hann sem vin sinn. Þessar bróðurlegu samræður, sem hann hafði minnzt á, hlutu að hafa verið áhrifarikar. Norman gaf einum ungu gestanna, sem les- endur hafa kynnzt undir nafninu Fruity, bend- ingu og bað hann að fylgja sexmenningunum yfir í vinnuhjúaíbúðina og uppfylla þarfir þeirra. Þetta eru allt meinleysismenn, Bill,“ sagði hann og sneri sér að Williams. „Þeir ei-u ekki mis- endismenn, eins og sumir hinna. Aðeins dálítið æstir í svipinn, — það er allt og sumt." „Komdu með mér hérna inn!“ sagði Williams stuttlega. Hann opnaði næstu dyr og sá að herbergið var mannlaust. Hann hafði óbeit á forvitnisaug- um gesta Everdons. „Nú erum við einjir, Konkvest," hélt hann áfram um leið og hann lokaði hurðinni á eftir Davidson. „Ég býst við að þér sé ljóst, að ástand- ið hérna er eins og við stæðum á eldfjalli. Ef múgurinn kemst hingað inn ..." „Þú þarft ekki að segja mér það,“ tók Norman fram í. „Og þú þarft ekki að vera svona kvíð- inn á svipinn. Okkur mun takast að halda öllu í skefjum. Þessir sex menn ætluðu að setja niður vindubrúna, en ég stöðvaði þá. Mér hefur kom- ið annað ráð i hug . . „Betra að það sé að gagni," sagði yfirforing- inn stuttlega. „Á meðan við stöndum hér og töl- um, geta aðrir sex — eða tylft manna — synt yfir síkið." „Það er heldur ólíklegt.“ ★ ★★★★★★★★★★★ Sjómaðurinn færði komrnni sinni páfagauk að gjöf. — Mikið er hann fallegur, sagði hún, en hvers- vegna eru þessir snærisspottar á fótunum á hon- um? — Togaðu i þá, sagði sjómaðurinn, og þegar hún tók í spottann á vinstri fæti, hrópaði páfa- gaukurinn: Góðan daginn, frú! Þá tók hún i spöttann á hægri fæti og páfa- gaukurinn sagði vingjarnlega: Það gleður mig að kynnast yður, frú. Konan var stórhrlfin og sagði við manninn sinn: Hvað ætli hann segi, ef ég kippi í báða spottana í einu? — Auðvitað ekkert, asninn þinn, því þá mundi ég detta af prikinu, svaraði páfagaukurinn. ★ ★★★★★★★★★★★ „Ef þú hugsar að þessi iðandi þvaga haturs- fullra og æstra manna láti lengi halda sér úti, þá ert þú á rangri skoðun," hélt Williams áfram hörkulega. „Þeir ætla sér illt og munu ganga eins langt og þeir geta. Þú hefur stöðvað þá í svipinn — en, drottinn minn dýri, hve langt á þetta að gangá?" „Það hefði ekki haldið eins lengi áfram og orðið er, ef þú hefðir ekki tafið mig,“ sagði Kon- kvest snaggaralega. „Ég ætlaði einmitt að fara að gera dálítið, sem hefði kæft hatursbálið, svo aðeins hefðu verið eftir kulnaðar glæður." „1 raun og sannleika?" Hæðnisblærinn í rödd Williams var alláberandi. „Þetta eru fjandi skemmtilegar fréttir. Svo þú ætlar, einn þíns liðs, að spekja þrjú, fjögur hundruð öskrandi æsinga- seggi og skipa þeim að hypja sig heim með friði og spekt? Haltu áfram — segðu okkur meira! Þetta eru svei mér engar smáfréttir!“ „Ég sagði ekki einn míns liðs, Bill Williams." ,Þú átt við, að þú óskir eftir hjálp minni?" „Ég meinti það alls ekki." „Hvern fjandann þá . . .“ „Enginn getur hjálpað mér nema Fía mín,“ sagði Konkvest glaðlega. „I raun réttri mun hún gera þetta næstum að öllu leyti sjálf.“ „Ertu orðinn hringavitlaus?" hrópaði Williams, og tvísté af æsingi. „Hamingjan góða! Keyndu ekki of mjög á langlundargeð mitt, Konkvest. Ég er í engu skapi til að hlusta á fíflaskap þinn núna. Þú hefur komið af stað verstu múgæsingu sem ég hef séð og ég ætla að sjá um að þú lendir í steininum fyrir þennan verknað. 1 þetta sinn hef ég náð tangarhaldi á þér, kunningi . . .“ „Þú ert æstur, Bill, annars mundirðu ekki spilla tímanum á þennan hátt,“ tók Norman fram í. „Ég segi þér hreinan sannleika. Fía mín er sú sem bjargar öllu. Ef þú hugsar málið aðeins ör- litla stund, í stað þess að rjúka upp, þá sérðu strax að þetta er það einasta rétta." Williams greip um höfuð sitt báðum höndum. „Haltu áfram,“ sagði hann vonleysislega. „Joy, konan þín, sama sem einsömul, á að spekja múg- inn, ha? Jæja, Jæja þá — segðu mér hvernig. Það er það eina sem ég beiðist. Segðu mér bara hvernig!" „Með því að sýna sig í einum glugganum á efri hæðinni. Það er allt og sumt, Bill. Svona ein- falt og blátt áfram." 1 þetta sinn stundi yfirforinginn hátt. „Ég vissi það!“ sagði hann dapurlega. „Ég vissi, að þú varst að reyna að vera skemmti- legur." Málrómur hans varð hás og þyrrkings- legur. „Guð skal vera vitni þess, Konkvest, að ef þú reynir á þolinmæði mína minútu lengur, þá skal ég . . . þá skal ég!“ „Þú færð slag, Bill, ef þú gætir þín ekki,“ að- varaði Konkvest. „Mikli, stóri, sljói drumbur! Kemurðu ekki auga á hlut sem er eins áberandi og Empire State höllin? Hvað var það sem fyrst og fremst orsakaði þessi vandræði?" „Þú sjálfur!" anzaði Williams hvatskeytlega. „Að fráskildum mér, á ég við. Joy, i gerfi þjónustustúlkunnar hrapar út um glugga og bíð- ur að því er virðist bana í hallarsíkinu. Hugsaðu þig um, Bill! Af þessari ástæðu er þetta fólk hérna — og þess vegna sækist það eftir lífi Ever- dons og ætlar að brenna höllina." Dálitil skíma af meiningu Normans síjaðist inn í blóðimettaðan heila yfirforingjans. „Þú átt við . . . hún er lifandi . . . og ef hún sýnir sig í glugganum þá sé það sönnun þess að hún hafi ekki verið myrt . . . Já, auðvitað." Williams dæsti. „Drottinn minn! Já, auðvitað!" „Svo þetta komzt þá loksins inn í kol'linn ’á þér ?“ „Já, ég skil hvað þú meinar," sagði Williame þurrlega. „Þegar búið er að koma skrílnum í skilning um að þernan sé á lífi og líði vel .. .“ Hann þagnaði og hvessti allt i einu augun á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.