Vikan


Vikan - 21.08.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 21.08.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 32, 1952 5 Framhaldssaga: 6 Elizabeth Peterson „Það er ómögulegt annað, þú getur sjálfur litið fram af klettunum." Það var lágsjávað nú og Mikael vissi að það sem þeir sœju væri enn óhugnanlegra en það hafði verið í gærkveldi. Þeir héldu áfram að spyrja Mikael. Hann sýndi þeim allt húsið til að róa þá, og á eftir rannsökuðu þeir hverja holu á allri eyjunni. Að lokum fóru þeir. Mikael opnaði ekki hlemm- inn fyrr en þeir voru komnir í land. Anna kom upp. „Skilurðu nú, að þú verður að vera hér róleg í nokkra daga?“ sagði hann dálítið ánægður. „Þú verður að vera hér til öryggis. Nú græð- irðu ekkert á því að reyna að flýja.“ Hún hafði aðeins verið hér i einn eða tvo daga, hugsaði hann. Ekki nógu lengi til að endurgjalda Lárusi Fielding það illa sem hann hafði gert. Hann vildi kvelja hann enn lengur. Hann leit á hana djöfullegu augnaráði. Hann fann að blóðið fór að ólga í æðum hans, en hann sagði kuldalegri röddu. „Og hvað þér viðvíkur, þá hefi ég engan áhuga fyrir þér. Þú ert ekki við mitt hæfi, þegar allt kémur til alls.“ Háðsglott lék um andlit hans. „Það er bezt að þú fáir að vita þetta, ef þér líður þá betur. En þú verður kyrr hér. Skilurðu það?" Anna skildi það — hann vildi að Lárus kveld- ist í óvissu. En hún mótmælti ekki. Hún sá enga undan- komuleið. Hún óttaðist lögregluna. En hvorki henni né Mikael datt í hug að þessi afskekkta eyja hans væri ekki lengur afskekkt. Þau vissu ekki að skýrsla Mikaels um dauða bróðurs síns var í öllum blöðum, ásamt ná- kvæmri lýsingu á eynni. Næsta dag meðan lágsjávað var, stanzaði bíll við eiðið og einhver gekk út f eyna. Einhver, sem ekki vildi hætta á neitt og hafði tekið með sér litla skammbyssu. Anna stóð fyrir utan húsið þegar maðurinn nálgaðist. „Lárus,“ hrópaði hún og hljóp á móti honum. „Lárus.“ Lárus — maðurinn hennar var kominn. Þau voru nú aftur saman, eftir þessa hræðilegu daga. Anna greip í handlegg hans. Hún reyndi að segja eitthvað, en gat það ekki. Andardráttur hennar var óreglulegur og hún snökkti. En hann var einkennilega strangur á svipinn og allt i einu veitti hún því athygli. „Hvar er Killikk?" spurði hann aðeins. Hún stirðnaði við að heyra röddina og sleppti honum. Augnablik vissi hún ekki hvað hún átti að gera, svo greip hún aftur í handlegg hans. „Lárus, segðu eitthvað við mig,“ sagði hún biðjandi. En hann ýtti henni frá sér án nokkurrar með- aumkunar. „Eg vil tala við Mikael Killikk." „Hann er hér,“ það vottaði fyrir hlátri i rödd- inni. „Komdu inn, Fielding.“ Lákrus öskraði villimgnnslega og stökk áfram, en því næst rak hann upp sársaukaóp. Velmiðað högg á úlnlið hans hafði lamað hendina i nokk- ur augnablik og skammbyssan féll til jarðar. Mikael beygði sig niður, tók hana upp og kast- aði henni langt út á sjóinn. „Við skulum ekki leika okkur að svona hlut- um," sagði hann meinlega. „Þó ég efist um að þú hefðir haft hugrekki til að nota byssu, ef til þess hefði komið. Hún hefur sjálfsagt verið ætl- uð til að gera komu þína áhrifameiri." Nú voru þau komin inn i húsíð. Lárus hélt enn um úlnliðinn, en reiðin, sem glampaði í augum hans, ýfirgnæfði hræðsluna. „Svo hérna hafið þið falið ykkur ?“ hvæsti hann. „Ef ég hefði ekki séð nafnið þitt og lýs- inguna á þessum stað i blöðunum, vissi ég ekki enn hvar ég ætti að leita ykkar.“ „Já, mér heppnaðist mjög vel að halda því leyndu,“ sagði Mikael. „Það var leiðinlegt að það skyldi koma i blöðunum." „Að fela sig á þessum eyðilega stað . . .“ „En ég á heima hér,“ hann glotti stríðnislega „Og ég varð að hafa einhvern stað, þar sem ég gat verið ótruflaður eða er það ekki?“ „Þú . . .“ rödd Lárusar varð að öskri. Hann var algerlega á valdi hinnar æðislegu afbrýðis- ★ ★★★ ★★★★★ ★★★ BARMASKAPUR Kalli — þriggja ára hnokki — var óskaplega hrifinn af flugvélum. Þegar hann heyrði til flug- vélar, var hann samstundis þotinn út, og úti stóð hann þar til flugvélin var orðin að örlitlunt depli í loftinu. Það er því ekki að furða, þótt mikið gengi á, þegar foreldrar hans buðu honum í fyrstu flug- ferðina. TJm. tíu mínútum eftir að flugvélin hóf sig á loft, sneri hann sér að móður sinni og spurði fullur eftirvæntingar: Mamma, hvenær byrjum við að minnka? Palli litli var tíu ára, þegar hann hringdi til kennara síns: — Fröken Ingibjörg, hann Palli er voðaiega veikur og hann getur ekki komið I skólann í dag. — En hvað það var leiðinlegt, sagði kennarinn. Og mætti ég spyrja, hver það er, se.m talar? — Þetta er hann pabbi. Fjölskyldan var sest að snæðingi og gesturinn tU hægri handar húsmóðurinni. — Hanna min, sagði frúin, hversvegna settirðu engin hnífapör hjá gestinum okkar? — Hann þarf engin hnífapör, mamma, svar- aði Hanna. Þú sagðir sjálf, að hann borðaði eins og svín. ★ ★ ★ ★ ★★★★★★★ ★ semi sirrnar. ,,Eg beið eftir henni allar vikurnar sem við vorum trúlofuð. Beið dag og nótt. Og sama daginn og hún varð konan mín, stalstu henni. Eyðilagðir hana, dróst hana niður í svaðið. Ég gæti myrt þig.“ „Eg hafði meiri ástæðu til að myrða þig fyrir það sem þú gerðir Jóhönnu, en ég vildi heldur hafa þetta svona,“ sagði Mikael heiftarlega. Við að sjá þau saman var hann aftur orðinn óður af bræði. Þau tvö höfðu rekið Jóhönnu út i opinn dauðann. „Þú tókst hana frá mér og rændir öllu því sem ég girntist," sagði Lárus. „Og nú . . .“ Mikael hló háðslegum, miskunnarlausum hlátri. „Er hún nú ekki jafn góð?“ spurði hann. Anna horfði ráðvillt frá einum til annars. „En, Lárus,“ sagði hún, ,,það hefur ekkert gerzt.“ „Heldurðu að hann trúi því?“ greip Mikael frammí fyrir henni. „Maðurinn er ekkert fífl. Hann veit að við höfum verið hér saman í þrjá daga og þrjár nætur.“ Anna starði á hann eins og hún skildi ekki hvað hann væri að segja. „Hamingjan góða, Anna,“ sagði Lárus og skalf eins og hrísla. „Heldurðu að ég viti það ekki? Heldurðu að ég viti ekki hvers vegna hann fór með þig hingað? Til að ræna þig öllu.“ Nú starði hún á hann. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að þetta gæti ekki verið 'satt — þetta gat ekki verið maðurinn hennar, sem aðeins hugsaði um að dæmá hana og ekki hugs- aði neitt um tilfinningar hennar . . . „Þú átt við, að þannig hugsir þú um mig — er þetta það eina, sem þú hugsar um?“ hvíslaði hún. „Þetta gengur enn betur en ég hafði gert mér vonir um,“ sagði Mikael og hallaði sér makinda- lega upp að arinhyllunni og stakk höndunum í buxnavasana. „Þetta er eins og gott leikrit." Það gladdi hann að honum hafði tekizt að gera þau ósátt. Bara að láta þau byrja að rífast og særa hvert annað — það var einmitt það sem hann vildi. „Þú verður ef til vill ekki eins hrifinn af leik- ritinu, þegar lögreglan tekur þig,“ æpti Lárus framan i hann. Lögreglan — Anna hrökk við þegar hún heyrði þetta orð. I augnablikinu hafði hún alveg gleymt. „Nei, ekki lögregluna," sagði hún æst. „Lög- reglan má ekki vita að ég hef verið hér. Þeir munu yfirheyra mig og fá að vita ..." Hún sá undrunarsvipinn á Lárusi og hélt í skyndi áfram. „Þú hefur lesið í blöðunum um — um slysið, sem bróðir hans varð fyrir,“ hún kinkaði kolli í áttina til Mikaels. „Það var slys, en ég . . . ég átti þátt í því. Ég hrinti honum og . . .“ Hún gat ekki haldið áfram. Lárus greip and- ann á lofti og lét sig falla niður í stól. Hann átti erfitt með að segja nokkuð. „Svo þú . . .“ Hann var alvarlega skelfdur. Þetta hafði ef til vill verið slys, eins og Anna sagði, en það gat orðið alvarlegt mál, einkum þar sem það hafði verið falið. Það liti mjög grunsamlega út. Morð — hvílíkur blettur á nafn hans. Eftir langa þögn leit Lárus upp og horfði fyrst lengi á Önnu og svo á Mikael, sem auðsjáan- lega hafði gaman af öllu saman. „Svo ég get ekki einu sinni hefnt min á þér á þann hátt,“ muldraði hann. „Við getum ekki einu sinni sent lögregluna á þig. Þú getur hrósað sigri og nú get ég ekkert annað gert en að fara með hana héðan. Það er að segja — augu hans skutu gneistum — ef þú hefur ekki í hyggju að hafa hana hér?“ „Alls ekki,“ sagði Mikael og sendi reykjastrók út í loftið. „Eftir að hafa séð hvernig þú tekur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.