Vikan


Vikan - 21.08.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 21.08.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 32, 1952 - HEIMILIÐ - Farðu vel með ísskápinn Settu ekki of mikið í lmnn og liafðu Utla poka til að geyma í. 1. Láttu ekki of mikið í ísskápinn. Loftið þarf að eiga greiðan að- gang að matvælunum, til að halda þeim köldum. 2. Breiddu ekki pappír eða vaxborna klúta yfir skálarnar, eins og um- hyggjusömum húsmæðrum hættir til að gera. Það hindrar kalda loftið i að leika um matvælin. 3. Bíddu eftir því að heitir réttir kólni, áður en þú setur þá inn i ísskápinn. Með þvi spararður raf- magn. 4. Láttu ekki ísskápinn vera stöðugt í sambandi, nema þú þurfir á ís- molum að halda i kokteil eða sért að búa til ís í ábæti. Vissar matvælategundir geta ofþornað við svo mikinn kulda og auk þess er það óþarfa rafmagnseyðsla. 5. Geymdu matvæli, sem hafa mikið vatn (súpur, fisk, soðið grænmeti, músaðar kartöflur o. fl.) í lokuð- um ílátum eða plastikpokum. Ef þú hefur sérstakt hólf fyrir græn- meti, gleymdu þá ekki að nota það sem grænmetisgeymslu. — Hreina og raka loftið í þessu hólfi getur jafnvel hresst upp á fölnuð salatblöð. En gættu þess að geymá aldrei banana eða sitrón- ur í skápnum. fi. Pakkaðu matvælum sem lykta (t. d. osti) vel inn, og eins þeim mat- vælum, sem taka auðveldlegá, i sig lykt t. d. smjör. Það er mjög þægilegt að hafa plastikpoka af ýmsum stærðum til þeirra hluta, einkum ef grænmetisskúffan er full. 7. Gættu þéss vel, að skápurinn lykti ekki. Notaðu tækifærið, þegar þú þarft ekki sérstaklega á skápn- um að halda og tæmdu hann. — Þvoðu hólfin og grænmetisskúff- una úr volgu sápuvatni með bursta. Þurrkaðu skápinn vel og láttu hann standa opinn dálitla stund áður en þú raðar aftur inn í hann. Ef þú notar skápinn ekki í langan tima, t. d. meðan þú ert í sumarfríi, skyldu hann þá eftir opinn. 8. Ef þú skilur hvernig loftið hring- sölar um skápinn, geturðu betur raðað í hann. Kælirinn er efst i skápnum. Við að snerta hann kólnar loftið og leitar niður í skápinn. Þar hitnar það við að snerta heitari fleti og leitar aft- ur upp á við. I flestum ísskápum eru þessi kuldabelti: Efst eru venjulega 0—5°. Þar er bezt að geyma ósoðið kjöt og fisk. 1 riæsta hólfi er kuldinn 0—2“. Það er hæfilegur kuldi fyrir mjólk og rjóma. I næsta hólfi fyrir neðan, sem hef- ur venjulega 2—4,5°, er geymt soð- ið kjöt, kökur, matarleifar, smjör, egg og ostur. Neðst er svo 3—6° köld skúffa, sem í er hæfilega rakt loft til að geyma þar grænmeti og ávexti. ROYAL heitir Búðingur er þægileg- ur og góður eftirmat- ur. BOYAL búðingur fæst nú með Vanilla, Hindberja, Karamellu, eða Súkkulaði bragði. Einnig sagó búðingar, Vanilla, Butterscotch og Banana. Einn pakki af búðingi notist i % líter af mjólk. Berið búðinginn fram kald- ann og skreytið eftir vild, með rjóma, berjum, hnetum, appelsinusneiðum eða rúsínum. BOYAL BCTÐINGAB MEÐ MABGS- KONAB BBAGÐI: Súkkulaði, Kara- v mellu, Vanilla, Hindberja, Banana, og Butterscotch. • bragðgóði búðingurinn Húsmœður: Reynið þessa ágætu búðinga Það sést á svip bínum, hve vel þú hirðir fæturna Fæturnir eru vængir þinir. Á þeim svifurðu í léttum dansi og það eru þeir sem sína að þú sért í góðu skapi: þeir hlaupa, stökkva og trítla. Allan daginn bera fæturnir þig. En hvað gerir þú fyrir þá? Næst þegar þú segir „Ég get ekki staðið á fótunum fyrir þreytu," spurðu þá sjálfa þig hve langt sé siðan þú hefur hlynnt almennilega að þeim. Frá upphafi var ætlazt til þess að aðal- þungi líkamans hvíli aftan við stóru tána. Ef skórnir eru svo illa gerðir að þunginn fær- ist niður á tærnar, sem ekki eru nægilega sterkbyggðar til að bera líkamann, hefur það allskonar, vanlíðan í för með sér (krepptar tær með líkþornum, blöðrum o. fl.), eyðilegg- ur skap þitt og gerir þig mædda á svipinn. Fætur, sem alltaf eru lokaðir inni í heilum hörðum skóm anda illa og eru oft þurrir og harðir: Þess vegna þarf alltaf að fara í létta og opna inniskó, þegar komið er inn. Neglurnar verða alltaf fyrir núningi af skón- um. Þær ýtast því oft inn i holdið. Neglurnar vaxa mjög hratt og sjúkdómurinn er kvala- fullur. Þegar svo er komið er nauðsynlegt að láta lækni skera í tána. Klipptu því neglurn- ar oft. Þegar þú kemur þreytt heim á kvöldin, byrjaðu þá á því að taka volgt fótabað með mikilli sápu I. Nuddaðu fæturna vel og burst- aðu þá, leggðu þig þvi næst upp í rúm í 10 mínútur með fæturna hærra en höfuðið. Auk þess þarftu að láta fram fara eftirfarandi hreingerningu á fótunum minnst einu sinni í viku: 1. Byrjaðu á því að taka naglalakkið af með bómull vættri í acetoni. 2. Klipptu neglurnar, sem aldrei ættu að ná fram fyrir tærnar. Jafnaðu rendurnar með ' Þjöl. 3. Dýfðu fótunum í 5 mínútur í volgt sápu- vatn, sem í er örlítið af glyserini. 4. Berðu vasilín kringum neglurnar og ýttu því undir naglaböndin með þar til gerðri tréstöng. 5. Klipptu varlega með beittum skærum skinnið, sem er í kringum neglurnar. 6. Nuddaðu tærnar, hælana og iljarnar með votum grófum klút. 7. Nuddaðu mjúku kremi á fæturna. Byrj- aðu á tánum og strjúktu upp eftir fætin- um. 8. Nú geturðu lakkað neglurnar. Berðu tvisvar á þær naglalakk og skildu eftir „tungl" á stóru tánni. Þið vitið allar hvernig kýr eru skapi farnar. Þannig eru karlmenn, sem líta svont út, líka!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.