Vikan


Vikan - 21.08.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 21.08.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 32, 1952 13 ÞAÐ ERU nú liðin allmörg ár síðan húsið var rifið í New York, sem hýsti einn undarlegasta meðlim einnar undarlegustu fjölskyldunnar, sem nokkru sinni hefur verið uppi í Bandaríkjunum. Húsið hét Wendel- hús og var í eigu milljónamæringsins og sérvitringsins John Gottlieh Wendel. Wendel-systkinin — John Gottlieb og sjö systur hans — voru forrík. En það átti fyrir þeim að liggja að verða lifandi staðfesting þeirrar kenningar, að sönn lífshamingja verði ekki keypt fyrir peninga. Enda voru Wendel-systkinin sennilegast ein- hverjar giftusnauðustu og furðuleg- ustu mannverurnar, sem um getur í bandarískúm annálum 20. aldarinn- ar. Hamingjuleysi þeirra átti alveg vafalaust rætur sínar að rekja til auð- æfanna, sem að systkinunum hlóðust.. Wendel og systur hans urðu snemma sannfærð um, að allur heimurinn væri staðráðinn í stela frá þeim hverj- um einasta eyri auðæfa þeirra; árangurinn varð ofsóknarbrjálæði, tortryggni og yfirnáttúruleg sér- I NÆSTU VIKU: 'Jo/xn CáOW^DáA. WEMDEL FJOLSKYLDAIM Sérviska og tortryggni auðkenndi allt hennar líf viska, sífelldur flótti, sem hlýtur að hafa breytt lífi þessa skrítna fólks i hálfgerða martröð. 1,000 dollara dagleiga. Wendel-hús var byggt löngu fyrir bandarísku borgarastyrjöldina. í>ar bjó John Wendel, sjálfur ættarhöfð- inginn. Það átti meðal annars fyrir honum að liggja að búa til dauða- dags í 6,000 dollara húsi — fyrir um 1,000 dollara á dag. Tugir lögfræð- inga reyndu árum saman að fá hann til að flytjast í annað hús. Svo var mál með vexti, að Wendel-hús stóð á lóð, sem virt var á tæplega fjórar milljónir dollara, og rentur af þeirri upphæð, fasteignagjöld o. fl. námu samtals um 1,000 dollurum á dag. En Wendel sat fast við sinn keip. Hann var eins og fyrri daginn sannfærður um, að vondir menn væru að reyna að hafa af honum peninga. Og í hús- inu bjó hann, þar til hann fór þaðan liðið lík, á lóð, sem hefði verið hægt að selja fyrir 66 milljónir íslenzkra króna. Wendel karlinn átti til fleiri skringileg uppátæki. Hann notaði til dæmis æfilangt gas til ljósa, af því hann taldi rafljós fara illa með aug- un í sér. Útvarpið vildi hann heldur ekkert hafa með að gera og þaðan af síður bifreiðar. Og það herjans uppá- tæki, símann, bannaði hann algerlega i sínum húsum. Begnhlífamaður. Sannleikurinn var sá, að John Wendel og systur hans „lifðu í for- tíðinni". John Wendel fannst það hentugt og þægilegt að láta sníða öll föt sín eftir einum fjári merki- legum fötum, sem hann hafði keypt sér í kringum 1870! Nítjándu aldar fötin geymdi hann kyrfilega í þei*n hinum sama kassanum, sem hann hafði fengið þau í úr verzluninni, og eitt sinn er mælt hann léti taka af þeim hvorki meira né minna en 18 kopíur! Ennfremur aftók hann með öllu að nota lituð efni í fatnað sinn; ef hann ætlaði að fá sér svartan frakka, pantaði hann persónulega svarta ull beint frá Skotlandi, Wendel var regnhlífamaður. Hann var svarinn regnhlífamaður. Það er fullyrt, að hann hafi aldrei sést úti i egnhlífarlaus — og þar skipti veðrið ekki minnsta máli. Einn stráhatt átti þessi milljóna- mæringur, og hattinn notaði hann, þar til svo mátti heita, að hann rotn- aði á kollinum á honum. En hann lét lakkbera þennan hatt árlega á með- an hann entist. Hann stóð á því fastar en fótun- um, að allskyns dularfullir sjúkdóm- ar ættu rætur sínar að rekja til sýkla, sem einungis kæmust í mannslíkam- ann upp um iljarnar. Og hann kunni ráð við því. Hann lét setja tommu- þykka gúmmísóla á skóna sína — og þá var það í lagi. Biðlar bannaðir. En þessi maður var fyrst og fremst harðstjóri, sem ekki einungis eyðilagði sitt eigið líf, heldur einnig systra sinna. Hann óttaðist það all- ar stundir, að þær tækju upp á því að giftast, en þá mundi ættarauður- inn tvístrast. Honum tókst líka með klókindum að koma i veg fyrir gift- ingu þeirra allra að einni undanskil- inni; en hún var samt orðin sextug, áður en hún komst í hjónabandið. Auðvitað öró þessi einsetustefna þó dilk á eftir sér: systurnar urðu jafnvel ruglaðri en bróðir þeirra. Ein reyndi að brjóta af sér hlekkina og lifa sjálfstæðu lífi. Hún vildi sumsé fá að umgangast annað fólk — eins VIKAIM birtir hér í örstuttu máli „sögu“ Wendel-ættarinnar bandarísku. Það mætti kanski kalla þetta fimm minútna æfi- sögu. Wendel er látinn og allt hans lið. En liann var frægur í Bandarikjunum á sinum tima — fyrir vitleysu að vísu, en það út af fyrir sig er nógu laglega af sér vikið. VIKAN mun nú i næstu tölublöðum segja sögur annarra frægra manna, flestra raimar heims- frægra. Sumir eru látnir, en margir eru enn við góða heilsu. Nokkur nöfn: Mary Pickford, John D. Rockefeller, Ely Cul- bertson, Somerset Maugham, Enrico Caruso, A1 Jolson, Eddie Rickenbacker, Katherina Hepburn. og annað fólk. En baráttu hennar við bróður sinn lyktaði svo, að hún missti vitið. Hún dvaldist í 20 ár á geðveikrahæli, en þegar hún lést 1930, lét hún eftir sig fimm milljónir dollara. Jósephína hét önnur systir; hún bjó í einu sveitasetra Wendel-fjöl- skyldunnar. Hún bjó þarna alein með miklu þjónustuliði og gæzlufólki. Einhverntíma hefur hana víst langað til að öðlast þessháttar líf sem jafn- vel fátækasta fólki er ©ftsinnis gefið. Hún fór nefnilega allt í einu að ímynda sér, að húsið sitt vœri fullt af glaðværum, litlum börnum, og við þessi ,,börn“ talaði hún oft tímunum saman. Einnig kom það ekki ósjaldan fyrir, að hún léti leggja á borð fyrir sex, og svo sat hún ein við borðið, en flutti sig um set eftir hvern rétt; hún var að leika gesti sína. Ella hét þriðja systirin. Hún var lika einbúi. Hún átti sér kjölturakka og honum gaf hún alla ást sína. Hann svaf i pínulitlu rúmi, sem var nákvæm eftirlíking af rúmi húsmóð- ur hans. Og þjónar báru honum góm- -sæta rétti á flauelsklæddum bakka. Auðurinn og „ættingjarnir“. Ella lifði bróður sinn og systur. Hún hélt til hins síðasta, að hún ætti alls enga ættingja á lífi. En þegar hún dó, komu fram 2,300 ,,ættingjar“ og gerðu kröfu til arfs eftir hana. 1 þessum hóp voru m. a. 400 Þjóð- verjar, sem báru Wendel nafnið! Það tókst þó að sanna svik á nærri allt þetta fólk. En til þess þurfti marga lögfræðinga. Um 250 lögfræð- ingar munu hafa þegið einhverja þóknun fyrir afskipti sín af málinu. Þar hafði John Gottlieb Wendel mis- reiknað sig herfilega. Hann fékkst nefnilega aldrei tii að semja erfða- skrá, sagði jafnan, að engir bann- settir lögfræðingar skyldu hagnast á peningunum sínum. Litla flugan og aðrir kunningjar Það er nýjast af Litlu flugunni hans Sigfúsar Halldórssonar, að hú» hafi hitt kunningja sinn uppi undir lofti í einni af flottari íbúðum bæjar- ins og sagt: — Skrítið er það annars, hvað mennirnir geta verið dásamlega vit- lausir. — Nú, hvað áttu við ? spurði kunningjaflugan. — Líttu bara i kringum þig, sagði Litla flugan. Þarna eyða þeir sandi af peningum í að smíða loft í hús- in sín, — og svo ganga þeir á gólfinu. ! ! ! 1 stuttri ræðu um ráðvendni skýrði Mark Twain áheyrendum sínum svo frá, að sem strákur hefði hann eitt sinn fallið í mikla freistni, þegar hann sá vagn fullan af melónum — og eigandann hvergi nærri: „Ég lædd- ist að vagninum og stal melónu. Ég hljóp inn í húsasund til þess að borða hana, en ég var ekki fyrr búinn að taka fyrstu munnfyllina en undar- leg tilfinning greip mig. Ég áttaði mig þó fljótlega. Ég gekk hiklaust að vagninum, skilaði melónunni — og tók aðra, sem ekki var trénuð." ! ! ! Við munum öll eftir sandpoka- virkjunum, sem Bretar reistu á göt- unum í Reykjavik og út um allar sveitir. Að sjálfsögðu voru svona virki líka mjög i tísku í Bretlandi sjálfu. Nú segir í ensku blaði, að eftirfarandi áletrun hafi fundist á leifunum af einu slíku virki: „Hitler er búinn að leggja undir sig Pólland. Hitler er búinn að leggja undir sig Danmörku, Noreg, Holland, Belgíu og Frakkland. En honum mun ekki takast að leggja undir sig þetta sandpokavígi. — L. Smith liðþjálfi."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.