Vikan - 21.08.1952, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 32, 1952
Konkvest. „Því í andskotanum eyðum við hér
tímanum til einskis ?“ öskraði hann grimmdar-
lega.
XVI. KAPlTULI.
Buppy fœr makleg málagjöld.
Norman Konkvest hló hátt.
„Þetta líkar mér!“ sagði hann þurrlega. „Það
ert þú, sem hefur verið að tefja tímann, og nú
veitistu að mér eins og reiður nashyrningur af
þeirri ástæðu."
Vfirforinginn anzaði þessu ekki.
„Hvar er konan þín?“
„1 vopnasalnum.“
„Fylgdu mér þangað.“
„Þú þarft ekki að snúast í því. Ég get . .
„Fylgdu mér þangað!“ öskraði Williams.
„Ef þér skyldi létta við það — þá það,“ sagði
Konkvest til að stilla hann. „En ég aðvara þig;
að það mun taka talsvert lengri tima ef þú kem-
ur líka.“
Þeir fóru út í forsalinn og sáu að allir gest-
irnir voru þar með tölu; óróleiki þeirra var aug-
ljós. Nokkrar stúlknanna sátu í stiganum með
pjönkur sínar og yfirhafnir í kringum sig. Karl-
mennirnir voru einnig tygjaðir til burtférðar
fyrirvaralaust.
„C, yfirforingi,“ hrópaði ein stúlkan og hljóp
í áttina til Williams, „er verið að gera eitthvað?“
„Mikið ungfrú. Ef þér leyfið mér að halda
áfram . . /‘
„Hávaðinn og ólætin úti fyrir eru hreint og
beint voðaleg,“ hélt hún áfram hálfkjökrandi. „Á
hverju augnabliki getur þetta ögurlega fólk ruðst
inn hingað og ráðist á okkur. Ég veit að við verð-
um öll drepin, eins og vesliligs Buppy.“
„Veslings Buppy yðar var ekki drepinn, ung-
frú . . .“
„En þeir gerðu það samt. Þeir hljóta að hafa
náð honum eftir að Rudy skildi við hann. Nokkrir
þessara hræðilegu manna úti fyrir hrópa að þeir
hafi hengt Buppy, og þeir skuli fara eins með
okkur.“
Williams ýtti stúlkunni til hliðar og hélt áfram,
þótt hann ætti á hættu að vera talinn ókurteis.
Slík tímaeyðsla, er svona stóð á, var hreint og
beint glæpsamleg. Hann gaf Davidson merki um
að vera kyrr; það myndi hughreysta þá kjark-
minnstu. Það má þó segja þessu unga fólki til
afsökunar, að það hafði fulla ástæðu til ótta.
Hávaðinn af ósköpunum úti fyrir barst inn gegn-
um hina þykku múrveggi hallarinnar, eins og
dunur i áskellandi ofviðri. Það var auðheyrt að
sesing skrílsins hafði aukizt um allan helming.
Williams fylgdist með Konkvest út um hliðar-
dyr; voru þeir þá komnir út í hallargarðinn. Við
að lita fljótlega kringum sig í hálfskímunni —
bjarminn frá blysunum utan við hallarmúrinn
gerði vel ratbjart — sannfærðist Konkvest um
að allt var enn tryggt innan við hallarsíkið. Fleiri
höfðu ekki freistað að synda yfir . . . Vígreifi
ofurhuginn hefði ekki verið svo öruggur, ef hann
hefði vitað að milli fimmtán og tuttugu ung-
æðislegir angurgapar voru á því augnabliki á
leiðinni gegnum trjágarðinn með birgðir af
háskalegu sprengiefni frá grjótnámunni í ná-
grenninu . . .
„Hérna er það,“ sagði Norman fjörlega.
Hann opnaði dyrnar að vopnasalnum og þeir
gengu inn. Þarna var niðamyrkur. Williams hik-
aði tortryggnislega.
„Ef þetta er eitt af uppátækjum þínum . .
„Hvaða heimskingi ertu, Bill, að gruna mig
um græsku," andmælti Konkvest. „Þú ert búinn
að fá þetta á heilann. Það erum bara við, Fía
min. Þetta er Bill Williams, þó þú þekkir hann
víst ekki í þessu dulargerfi. Hann er armæðan
sjálf í eigin persónu.“
Það var kveikt á litlu vasaljósi í einu horni
salsins.
„Það var svei mér kominn timi til að þú
birtist, drengur minn,“ sagði Joy önuglega. „Ég
býst við að þér sé kunnugt um að hitinn hér
inni er ekki langt frá frostmarki. Hvaða hávaði
er þetta fyrir utan? Líkist mest áhlaupinu á
Bastilluna.“
„En hvað þú kemst rétt að orði, elskan mín.
Þetta lýsir einmitt ástandinu ágætlega. Piltarn-
ir hérna í nágrenninu eru dálitið óstýrilátir í
kvöld og ef við erum ekki fljót að skakka leik-
inn, þá sprengja þeir allt upp á gátt.“
„Talsvert örðugra en þú bjóst við, ha?“ ,sagði
Joy, með ánægjuhreim í röddinni. „Jæja, það er
gaman að heyra, að þér getur stundum skjátl-
azt, Norman. Við tækifæri eins og þetta verð-
urðu næstum eins og aðrir mennskir menn.“
„Heyrðu nú, kæra frú, fyrir alla muni farðu
ekki að Jitja upp á neinni fyndni,“ bað Williams.
„Ég er svei mér glaður yfir að hitta þig hérna
heila á húfi. Þessi herjans heimskingi, maður-
inn þinn, hefði getað unnið þér mein með þeirri
vitfirring að kasta þér í hallarsíkið . . .“
Úr augum heunar skein sú sérstæða glóð, sem
unga stúlkan eignast, þá hún lítur fyrsta bið-
ilinn sinn, eða kötturinn, þegar hann sér mús í
fyrsta skipti.
— O. Henry.
„Hverjum — mér?“ tók hún fram í háðslega.
„Meiðast af því að detta i síki ? Ég skal láta þig
vita, hr. Williams, að ég hef unnið verðlaun
fyrir dýfingar. Það, að láta sig falla út um glugg-
ann og leika einhvern skrípaleik í því sambandi,
var barnaleikur fyrir mig. Ég er að jagast út af
því að hafa verið skilin hér eftir svona lengi.“
Hún kleip glettnislega i handlegg hans. „Það
var samt fallegt af þér að hugsa til mín.“
„Allt í lagi, taktu þetta eins og þér þóknast.
En við megum ekki standa hérna og masa. Við
þörfnumst þín. Þú ein ert fær um að bjarga
málinu við.“
Stjörnuaugu Joy stækkuðu.
„Segðu mér aðra fyndni,“ sagði hún. „Hvern
skollann áttu við, Bill? Hvað get ég svo sem
gert?“
„Sýnt þig í einum glugganum á efri hæðinni."
„Einmitt — og láta henda steini i augað á
mér ?“
„Ef til vill áttu það á hættu . . . “
„Þú segir að ef til vill eigi ég það á hættu,“
sagði Joy þurrlega. „Ég segi, að það sé full
vissa fýrir þvi. Hversvegna getur þú ekki alveg
eins sýnt sjálfan þig? Þú ert stærri og sést því
betur. Og þótt þeir hitti þig í augað með steini,
þá mundi það ekki gera svo mikið til. Við kon-
urnar verðum að hugsa um útlit okkar.“
Williams átti erfitt með að stilla sig.
„Þið eruð bæði alveg eins — lítið á alla hluti
af alvöruleysi,“ sagði hann gremjulega. „Getið
ekki verið alvarleg eitt augnablik."
„Láttu mig útskýra þetta, Bill,“ sagði Kon-
kvest. „Þú ert of langorður . . . Heyrðu, Fía
mín. Þetta er ósköp blátt áfram. Fólkið, sem
stendur hérna æpandi fyrir utan, heldur að Ever-
don lávarður hafi drepið þig af ásetningi með
því að hrinda þér i hallarsíkið, og vill hefna þín
með þvi að vinna skemmdarverk á höllinni. Ef
þú sýnir þig í glugganum og sannar með þvi að
þú sért bráðlifandi, þá mun fólkið stillast og
hætta öllum óspektum."
„En ég hélt, að þú óskaðir að ég héldi áfram
að vera ,,dauð“? Ef það var ekki vilji þinn,
hversvegna þá að halda mér innilokaðri i þessu
svartholi ?“
„Nú er enginn tími til að koma með spurningar,
bjarteyg mín? Já, þetta var upphaflega hug-
myndin, — og hún hefur gert sitt gagn, því að
Everdon hefur stokkið í felur, alveg eins og ég
vildi . . ." Konkvest þagnaði. „En hugsum ekki
um það . . . Núverandi vandræði hafa skapast
af því að æsingin, sem gripið hefur fólkið er
meiri en ég bjóst við, og ef ég stöðva ekki þessa
vitleysu, ætlar Williams að koma ábyrgð á hend-
ur mér fyrir að stofna til óeirða. Líttu framan
í hann — hann getur ekki leynt tilhlökkun sinni.
Ekkert myndi gleðja hann meira en að sjá mig
í svartholinu."
„Ef þetta er rétt — hversvegna þá að bíða?“
spurði Joy fjörlega. „Ef þú ætlar að koma Nor-
man í steininn, Bill, þá muntu sannarlega verða
fyrir vonbrigðum. Við skulum koma!“
„Bíddu við. Fólkið þekkir þig ekki í þessu
gerfi. Þú verður að taka aftur á þig gerfi „Maríu
matselju"."
„Búningurinn er ennþá rennblautur . . . Allt
i lagi. Snúðu bakinu að mér, hr. Williams."
„Það er óþarfi að fara í búninginn," tók Kon-
kvest fram í. „Kjóllinn, sem þú ert í, er dökkur;
það er nóg að setja á sig svuntuna og höfuð-
búnaðinn. Og svo auðvitað lika rauða hárskraut-
ið . . . Ágætt! Nú skulum við koma.“
Þau fóru búrt úr vopnasalnum, og þegar þau
skunduðu yfir hallargarðinn heyrðu þau að allt
var i uppnámi úti fyrir. Skríllinn var auðheyr-
Nýtt lœknisráð: GDNGUFERÐIN
N t hefur það verið vísindalega sannað
að heilinn í mönnum starfi aldrei betur en
þegar þeir standa. Það er semsé ekki alger-
lega út í biáinn, þegar við rísum á fætur og
göngum um gólf, þá við erum að glíma við
óvenjuerfið viðfangsefni. Svona gólfgöngu-
ferðir — segja vísindamennirnir — skerpa
hugsunina, og þessvegna er hugsuðum ekkert
hollara en langir og góðir göngutúrar.
En ekki nóg með það. Gönguferðir — lengri
eða skemmri — eru líka feykilega upp-
byggjandi fyrir líkamann. Frægur skurðlækn-
ir hefur meir að segja lýst yfir því, að liann
teljl hln heilnæmu áhrif göngunnar „eina
merkustu læknisfræðilegu uppgötvun aidar-
innar. Þessl uppgötvun,“ segir læknlrinn enn-
fremur, „hefur orsakað gerbyltingu."
Nú er allur þorri lækna til dæmis mjög
hlyntur því, að sjúklingar, sem gengið hafa
undir smærri skurðaðgerðir, reyni að fara á
fætur á öðrum eða þriðja degi, eða jafnvel
fyrr. Til skamms tíma þótti það hreinasta
firra að hleypa svona fólki úr rúmum sínum
fyrr en eftir tvær til þrjár vikur.
Nú er líka svo komið, að læknar hafa á-
hyggjur af þvi, hve menn eru orðnir spor-
latir, einkum f borgunum. Einn merkilegur
læknir segir í þessu sambandi: „Sé það satt,
að við séum hætt að kunna að borða, þá er
ástæðan einfaldlega sú, að við kunnum ekki
að ganga."
Skýrslur, sem ná til síðustu fimmtíu ára,
sýna, að póstar sveitanna eru og hafa verið
hraustari og langlífari en flestir menn áðrir.
Og af þessu og öðru þvUíku þykjast sérfræð-
ingamir hiklaust geta slegið því föstu, að
tveggja stunda dagleg ganga sé alger nauð-
syn, ef menn ætti sér að halda góðri heUsu.
G ÖNGIJFERDIR — og það má gjaman
taka þessa tvo tíma i smáskömmtum —
auka matarlystina, auðvelda meltinguna og
hvíla taugakerfið. Það er ákaflega sjaldgæft
að mikiir göngugarpar þjálst af tiðum höfuð-
verbjum. Gönguferðir stæla líka fjöldan allan
af vöðvum — ekki einasta í fótunum. Konum
kemur ekkert betur en svona líkamshreyf-
ing, enda staðreynd, að það af kvenfólkinu,
sem iðkar göngu kerfisbundlð, á óvenjulega
auðvelt með að eignast böm.
Sérfræðingamir segja, að hæfUegur göngu-
hraði sé 120 skref á mínútu — eða því sem
næst.