Vikan


Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 38, 1952 í FRASÖGUR FÆRAIMDI JÞaB hefur engin fegurðar- drottning verið valin á Islandi í ár, hver sem ástæðan kann að vera. Maður heyrði í fyrra, að þetta hefði verið komið í hálfgert óefni í Beykjavík, að nefndin, sem sá um undirbúning keppninnar, hefði átt erf- itt með að ná nægilega mörgum drottningarefnum saman á einn stað. En svo færðist víst fjör í leikinn á síðustu stundu, og þann 19. ágúst var Elín Sigurbjörns- dóttir, gullfalleg, gullinhærð menntaskólastúlka, kjörin fegurð- ardrottning Reykjavíkur 1951. En þó að fegurðarsamkeppn- irnar hafi farið forgörðum hérna heima þetta árið, þá er ekki sömu sögu að segja frá útlandinu. I>ar hafa verið háðir kappleikir í allt sumar, meir að segja einn alþjóða- leikur suður á Florida, þar sem finnsk stúlka var kosin fegurðar- drottning ailrar jarðkringlunnar. Og svo var efnt til annarrar feg- urðarkeppni (var það um Evrópu- titilinn?) fyrir skemmstu, þar sem aJlt fór í háaloft, því að franska fegurðardisin (sem vann ekki) sagði, að þetta væri bara svindl, og tyrkneska fegurðardís- in (sem vann) hefði imnið á svindli. Eg man ekki hvernig þetta endaði, en menn voru voðalega æstir. AnNARS var tilefnið með þessum línum að segja lesendum VIKUNNAR frá því, að tæknin er farin að spila mikla rullu í fegurðarsamkeppnum sem öðru. Keppendur í fegurðarsamkeppn- um hafa nefnilega orðið uppvísir að því imnvörpum í sumar, að hressa upp á vaxtarlag sitt með kænlcga saumuðum púðum, og auk þess hefur fleiri en einn kepp- andi verið staðinn að því að Iauma teygjubeltum um tæknilega mis- heppnaða líkamshluta og lagfæra þannig verstu axarsköft náttúr- unnar. I>að segir frá þessu meðal annars í brezku blaði, sem mór barst nýlega í hendur, og í þeirri lteppni, sem þar segir frá, reynd- ust hvorki 'meira né minna en níu stúlkur vera ýmist með púða eða belti. En þessar stúlkur voru auð- vitað reknar frá keppnl með skömm, og þá er ég loksins kom- inn að merg málsins, sem er að vara islenzkar stúlkur við að taka tæknina í þjónustu sína á fegurð- arkappleikum. Fað er nefnilega bannað og bannsett svindl. ÞegAR menn eru ekki að halda fegurðarkappleiki í útlönd- um, þá virðast þeir vera að stökkva út úr flugvélum. Svo er að minnsta kosti að sjá á þessu blaði, sem ég var svo lánsamur að eignast, því auk sögunnar um stúlkurnar og púðana, er löng frásögn af Bernard nokkrum Mac- fadden, sem lét flugvél flytja sig skýjum ofar bara til þess að geta svifið til jarðar í fallhlíf. MACFADDEN þessi hlýtur að hafa alveg einstaklega gaman af að svífa til jarðar í fallhlíf, þvi hann er búinn að gera það á af- mælisdeginum sínum núna í þrjú ár í röð. Raunar segist hann fyrst og fremst gera þetta til þess að sanna, að hann sé ungur, en það er alveg augljóslega eintómur fyrirsláttur. Macfadden er nefni- lega 84 ára, og þó hann hoppi út úr flugvél oft á dag fram að ára- mótum, þá heldur hann áfram að vera 84 ára. Þeirri staðreynd verður ekki þokað, nó heldur hinni, að 84 ára gamall maður er ekki beinlínis einn af nýgræðingum þessa heims. MACFADDEN er auðvitað Bandaríkjamaður, og auk þess er hann vist hálfgerður náttúrulækn- ingamaður og greinilega mikill líkamsræktarmaður. Hann hefur fundið upp æfingakerfi, sem hann kennir við sjálfan sig, eitthvað í líkingu við Atlas-kerfið almátt- uga. Hann segir að menn, sem noti Macfadden-kerfið, geti ekki orðið gamlir. Og hann segist ætla að halda áfram að hoppa út úr flugvélum, til þess að sanna þetta, fram í rauðan dauðann. HaNN hoppaði í Frakklandi í ár, frönskum til sárra leiðinda. Fyrst bönnuðu þeir honum að hoppa, en þegar engu tauti var við hann kom- andi, létu þeir hann hoppa. Þcir höfðu viðbúnað til þess að taka á móti lion- um, m. a. tvo brunabíla, ef hann skyldi koma niður í tré, og fjóra lögreglubáta, ef hann skyldi koma niður í Signu. En Macfadden lék á allt þetta lið með því að hafna á grasi. Fleira er eiginlega ekki í frá- sögur færandi af þessum merki- lega manni, nema ef vera skyldi það, að hann á dollaramilljón, 46 ára gamla konu og nokkur bama- börn. Auk þess er hann í rauðum ullamærbuxum yst fata, þegar hann hoppar út úr flugvélum. LlSTAMENN hafa verið tals- vert á ferðinni í Reykjavík að undanförnu, sér i lagi myndlistar- menn. J>að hafa verið haldnar nokkrar málverkasýningar (með- al annars i sambandi við Iðnsýn- inguna) og Gerður Helgadóttir sýndi höggmyndir í Listamanna- skálanum. Gerður er 24 ára og dóttir Helga Pálssonar tónskálds. I>að var alls eltki meining- in að raíða hér kosti og lesti á íslenzkum listamönnum (frá þessum bæjardymm séð). Aðeins langaði mig að vara lista- mcnnina við því að van- treysta um of listamati almennings. Almenn- ingur veit hvað hann syngiu-, og ef hann kann ekki alveg að meta liti og form, þá kann hann að minnsta kosti að meta dugnað og afköst. Eg fann þetta út um daginn. I»á benti húsmóðir mér upp á vegg í stofunni sinni, þar sem hékk gríðarstórt glansmál- verk, og sagði: „Hann er víst alveg einstakur þessi. Mér er sagt að hann máli stundum eina stóra mynd og búti hana svo niður í þrjár f jórar smærri.“ G. J. Á. Pósturinn Kœra Vika! 1. Hvar og hvenœr er söngkonan Kirsten Flagstad fœdd? Er hún gift og þá hverjutn? 2. Hvemig á að þvo ullarföt, svo að þau þófni ekki? 3. Bg er 39 ára gömúl, 163 cm á hœð, live þung á ég að vera? Adda Sigga. 1. Kirsten Flagstad er fædd í Osló. Líklega heldur hún aldri sínum leynd- um, því hans er hvergi getið í er- lendum lexikonum, en hún er orðin gömul kona. Hún var gift Henry Johansen, sem var ákærður fyrir samvinnu við nazista á striðsárunum og dó 1946, meðan hann beið þess að mál hans yrði tekið fyrir. Frú Flagstad mótmælir því harðlega að maður hennar hafi verið nazisti og einnig að hún sjálf hafi verið nazist- um vinveitt en hefur ekki sungið í Noregi í mörg ár. Síðastliðið vor kom hún í síðasta sinn fram í New York, en í vetur syngur hún í „Dito og Aenas" eftir 'Pursell í Osló. 2. Ullarföt er bezt að þvo úr að- eins ylvolgu sápuvatni. Ef þau eru mjög óhrein er gott að leggja þau í bleyti í saltvatn. Ullarföt má ekki nudda og það er ágætt að vinda þau í vindu. Þurrkaðu þau svo inni. 3. 60.90 kg. Norge — ísland 1 Noregi, innan- lands eða öðrum löndum, getur hver valið sér í gegnum Islandia, bréfavin við sitt hæfi. Skrif- ið eftir upplýsingum. BafFAK.lÚBBURlNN IUANDIA Reykjavík MENN OG MINJAR (sendibréf frægra Islendinga), þáttur Finns Sigmundssonar landsbókavarðar í SAMTlÐINNI vekur athygli. 10 hefti (320 bls.) árlega fyrir aðeins 35 kr. Pantið tímaritið strax, og þér fáið það frá síðustu áramótum. Árgjald fylgi pöntun. Nýtt! Nýtt! Pride, Johanson’s PRIDE HÚSGAGNAÁBURÐUR Borinná — látinn þorna — strokinn af — ekkert nudd — ekkert erfiði PPHRÍNN Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.