Vikan


Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 38, 1952 Rósa og RÓSA reikaði frá upplýstri götunni niður á milli vöru- húsanna við höfnina. Nú stanz- aði hún undir luktarstaur, svo Ijósið féll á hana: Andlitið var alltof hvítt og varirnar of rauð- ar. Þunn dragtin sýndi vel vaxt- arlag hennar, en fallegt hárið féll niður undan afkáralegum hattinum. Það var enginn vafi á stöðu hennar í þjóðfélaginu. Við opinn glug-ga stóðu tveir menn og töluðu eitthvert óskiljanlegt mál. Þegar hún kom nær, sá hún að ann- ar þeirra var Japani. „Good ev’ning, sailors”. „No, go away.“ Rósa gretti sig, svo annar maður- inn fór að hlægja, síðan hélt hún göngunni áfram meðfram skipshlið- unum. Öðru hvoru ávarpaði hún ein- hvern og samtalinu lauk alltaf með stuttum hæðnishlátri eða að káetu- hurðinni var skellt á nefið á henni. Á þilfarinu á einu skipinu stóðu nokkrir menn og töluðu æstir saman. Hún skildi ekki hvað þeir sögðu, þeir hlutu að vera Finnar. Rósa hafði lengi heyrt eitthvert hljóð, sem likt- ist barnsgráti, en hún hafði haldið að það væri bara köttur. Nú heyrði hún greinilega að þetta var kröftugur barnsgrátur og barnið hlaut að vera einhvers staðar í nánd við mennina, sem töluðu einkennilega málið. Rósa hafði engan áhuga fyrir öskrandi barni. Ef barn grét, átti móðirin að sjá um að það þagnaði. En hún reyndi að vekja athygli mannanna á sér. Þeir litu ekki einu sinni við. Einn þeirra kepptist við að berja í hurðina og kalla eitthvað á barnamáli. En hvers vegna fóru þeir ekki inn? Hvað var eiginlega að þarna? Rekin áfram af forvitninni, staul- aðist Rósa um borð á háhæluðu skón- um sínum. Einn mannanna var að reyna að dýrka upp lásinn á hurðinni, en hínir tveir rifust ákaft. Um leið og Rósa kom upp á þilfarið, opnað- ist hurðin og mennirnir þrír ultu inn í litla íbúð, sem alls ekki virtist eiga heima á skitugum flutningadalli. Sjómennirnir þutu að körfuvöggu á hjólum, sem stóð í miðju herberg- inu. Gráturinn varð nú að snökti, sem gaf til kynna að ekki væru öll vand- ræðin úti, þó einhver kæmi, og að nú væri einhvers meira krafizt — auk þess var það allt of erfitt að öskra á hjálp i 45 mínútur. Lítil stúlka hafði búizt við að sjá bliðlegt andlitið á mömmu, en í þess stað komu þrjú stór karlmannshöfuð i Ijós alltof nálægt henni. Hún viður- kenndi alls ekki að þeir gætu leyst úr vandræðum hennar og byrjaði aft- ur að gráta, reið og vonsvikin. Mennirnir þrír réttu úr sér og horfðu vandræðalegir og áhyggju- fullir hver á annan. Þá kom einn þeirra auga á Rósu. Hann var með gylltar snúrur á ermunum og i hvitri skyrtu. „Hvað ert þú að gera hér?“ Hann átti fullt í fangi með að yfirgnæfa bamið í vöggunni. barnið um borð Þó undarlegt megi virðast, hafði Rósa alveg gleymt erindi sínu um borð. Mennirnir voru ekki lengur lifandi verur í hennar augum, heldur brúður í brúðuleikhúsi. öskur barns- ins var strengurinn, sem stjómaði hreyfingum þeirra. „Hvers vegna takið þið ekki barn- ið upp? Það er áreiðanlega blautt." Þetta kom manninum með gull- snúruna auðsjáanlega á óvart. Hann sneri sér að sjómönnunum. „Já, auðvitað verðum við að taka hana upp — og skipta á henni.“ Þeir störðu vandræðalegir á hann og síðan á vögguna. Én það þol sem barnið hafði, að geta haldið svona áfram. Þetta virtist engan endi ætla að taka. Stýrimaðurinn baðaði út höndun- um, eins og hann væri að gera undir- mönnum sínum einstakan heiður með því að bjóða þeim að taka litla ösk- urapann upp úr vöggunni. En þeir stóðu eins og negldir í gólfið. Sá borðalagði gekk- einu skrefi nær vöggunni og lyfti handleggjun- um eins og til að taka barnið. Svip- ur sjómannanna lýsti mikilli eftir- væntingu og stýrimaðurinn leit út fyrir að vera að springa í loft upp af taugaóstyrk. Hann ranghvolfdi í sér augunum, svo andvarpaði hann og stakk höndunum aftur í vasana. „Þú kemur svei mér mátulega,“ sagði hann og gafst upp. Honum létti, eins og hann hefði losnað við mikla ábyrgð, og vék frá vöggunni. Rósu hafði ekki dottið í hug að hún væri annað en hlutlaus áhorf- andi, en af einhverri óskiljanlegri ástæðu kinkaði hún kolli. Hún losaði lólega um sængina, sem var næld utan um barnið. Grófar hendur henn- ar tóku varlega á barninu og lyftu því upp. Það hætti að gráta, en and- litið var enn rautt og þrútið. Rósa sönglaði hálfgleymda vöggu- visu og hugsanir hennar voru á þessu augnabliki í fátækum bóndabæ marg- ar mílur fyrir norðan. Hún settist með barnið á stól. „Hvar er bleyja?“ spurði hún. Mennirnir þrir höfðu hingað til virt hana fyrir sér með þeirri að- dáun, sem alltaf grípur karlmenn, þegar þeir sjá konu meðhöndla ung- barn á eðlilegan og réttan hátt. En nú greip einhver órói þá. Hvað voru þeir eiginlega að gera hér í einkaíbúð skipsstjórans ? Að vísu höfðu þeir ekkert á móti því að sjá hvernig þessu reiddi af, því barnið var augasteinn allra um borð. — En skipstjórinn, og konan hans gátu kom- ið hvenær sem var. Þau yrðu vafa- laust ekkert hrifin af því að finna alla vaktina í setustofunni sinni. Það gegndi öðru máli með stýrimanninn — hann var yfirmaður. Þeir létu þá skoðun í ljós, að þeirra væri ekki lengur þörf og fóru. Stýrimaðurinn horfði öfundaraug- um á eftir þeim. Hann gat víst ekki hlaupið frá ábyrgð sinni. Svo mundi hann, að hann hafði verið beðinn um bleyjur og fór að leita að þeim í baðherbergi skipstjórans. Hann var ekkert hrifinn af þessu starfi, en hvað gerir maður ekki fyrir Mettu litlu. Hann kom sigri hrósandi inn aftur með hvíta léreftstusku í hendinni. Barnið lá á borðinu og horfði þegj- andi í kringum sig. Rósa skipti varlega um bleyju og vafði barnið aftur inn í sængina áður en hún lagði það í rúmið. Stýrimað- urinn sá angurvært bros á andliti liennar og varð hrærður. Hann var sjálfur barnlaus, en þótti ákaflega vænt um litlu dóttur ski'pstjórans. Stýrimaðurinn var trúaður og sanngjam maður, sem leit á svona stúlkur með meðaumkun. Auðvitað ætlaði hann að borga henni vel fyrir lijálpina, en nú langaði hann til að aðstoða hana eitthvað meira. „Hversvegna var hún lokuð inni?“ spurði Rósa. „Er enginn hér til að gæta hennar?" „Hún er dóttir skipstjórans," flýtti stýrimaðurinn sér að segja. „Auð- vitað gætir móðirin hennar á daginn. Þetta er i fyrsta skiptið, sem þau fara frá henni síðan hún fæddist. Við vissum að hún var hér, þó við fengj- um engar skipanir um að gæta henn- ar og það er alltaf vagt um borð. Ég get bara ekki þolað að heyra börn gráta. Það sker mig í hjartað — I eyrun réttara sagt.“ Rósa rétti hendina eftir töskunni sinni. „Ég átti einu sinni barn sjálf,“ sagði hún. „Áttu sígarettu? Mér veit- ir ekki af einni eftir allt þetta." Hún útskýrði ekki frekar, hvað þetta allt þetta var. Hún var orðin óró- leg, en heilinn vann betur en venju- lega. týrimaðurinn rétti henni síga- rettupakkann og spurði hvort ekki mætti bjóða henni neitt annað, en hún hristi ákaft höfuðið. „Já, ég sá að það var ekki í fyrsta skiptið sem þú tókst á barni.“ Hann vildi ekki spyrja hana beint, þetta var líka þessi venjulega saga. „Barnið var tekið i fóstur, þegar það var eins mánaðar gamalt og auð - vitað veit ég ekkert um það nú. Fyrst saknaði ég þess hræðilega mikið, en svo — í kvöld var sárið rifið upp aftur.“ Þegar Rósa fann að tárin voru að koma, þrýsti hún erminni upp að aug- unum eins og reykurinn færi í þau. Stýrimaðurinn horfi á hana. Hún var að vísu ósmekklega klædd og ansi þybbin, en hárið á henni fór vel og hún hafði stór brún augu. Það höfðu komið tár í þau þegar hún hugsaði um bamið sitt. Auðvitað hafði hún grátið vegna barnsins. Hann hugsaði um konuna sína, sem hafði allt, sem hún óskaði sér, nema barn. Og þessi kona grét af því — það var margt rangsnúið í heimin- um. Hann hrökk við þegar Metta litla íak aftur upp öskur. „Hvað heitirðu?" spurði hann. „Rósa,“ hún fór að rugga barninu og tala róandi við það. „Og föðurnafnið." Eins og gengur — „Það skiptir ekki máli.“ Hún sagði ekki hverjum sem var föðurnafn sitt. „Ég held að hún sé svöng," sagði hún. „Hefirðu nokkuð handa henni að drekka." „Það er venjulega eitthvað tilbú- ið handa henni í eldhúsinu. Geturðu haft hana rólega á meðan?" „Ágætt," sagði Rósa. „Vertu ekk- ert að flýta þér.“ Til að komast í eldhúsið varð hann að opna hurðina með lykli, svo flýtti hann sér niður ganginn. Hann fann mjólkina og fór að hita hana. Því næst hellti hann henni á pela og fór með hana inn í stofuna. Mjólkin ró- aði litlu stúlkuna strax. Hún vildi drekka meira í einu en hún gat tekið við, svo þau skellihlógu að henni. Þegar hún var búin, sat Rósa svo- litla stund kyrr með hana. Allt í einu heyrðist fótatak á þilfarinu. Stýrimaðurinn hrökk við: „Skipstjórinn og frúin.“ Rósa reis upp og lagði barnið flýti í fangið á honum. Hún greip hattinn sinn og töskuna og hljóp nið- ur stigann. Hún varð að hlaupa gang- inn á enda, áður en hún komst upp á þilfaSi*. Hún þeklqti auðsjáanlega, hvernig hagaði til á svona skipi. En uppi fundu undrandi foreldr- ar hurðina sprengda upp og stýri- manninn standandi á miðju gólfi með barnið í fanginu. Hann skýrði málið í flýti, án þess að minnast á Rósu: „Metta grét, við sprengdum upp hurðina — já, hún er búin að drekka og orðin róleg.“ Sér til mikils léttis gat stýrimað- urinn nú afhent móðurinni barnið. Fáein kurteisisorð í viðbót og hann gat dregið sig í hlé og boðið góða nótt. Hann stanzaði á þilfarinu og hugs- aði um Rósu. Hann yrði að hjálpa henni. Allt i einu stökk hann af stað í áttina að landgöngubrúnni. Hann varð að ná í hana . . . Þvi úr íbúð skipstjórans heyrði hann: „Hver í þreifandi, logandi, sjóðandi (þið vitið hvað) hefur brot- ið upp skrifborðið mitt og tæmt pen- ingakassann."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.