Vikan


Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 38, 1952 IHON A Framhald af bls. 12. ég er mikið þreyttur eins og núna, eftir að hafa unnið afskaplega mikið, þá talar Sú lítið við mig. Ég klæddi mig úr og fór inn í baðherbergið. Rakvatnið var í neðstu hillunni. Ég fór í sloppinn minn og gekk inn í svefn- herbergið. „Ég þarf að skrifa dálítið," sagði ég. „Ég verð ekki lengi.“ „Gerðu það ekki, vinur,“ sagði Sú. „Þú ert svo þreyttur." Svo sannarlega var ég þreyttur. Samt ekki of þreyttur til að hringja. Ég vissi, að Sú gat ekki ennþá náð I símann uppi í svefnherberginu. En hún var farin úr barnum. Næstum klukku- tími siðan. Þá hringdi ég heim til hennar. Hún var heima. Ég hélt, að einhver annar hefði kannski hitt hana. >,Hailó,“ sagði hún. Nú stóð andlit hennar mér fyrir hugskotsjónum, ekki óljóst og kvelj- andi, heldur kunnuglegt og meir en kveljandi. „Halló . . . Þetta er Jon Forbes. Mér þykir fyrir því, að þegar ég kom á barinn þá varztu farin. Bíllinn minn bilaði. Þú fyrirgefur . . .“ „Ó, . . . ég vissi, að eitthvað hlaut að vera að. Fyrst hélt ég, að ég hefði kannski farið á rangan bar . . . “ „Nei, þú varst á þeim rétta. Ég var svo óhepp- inn að bíllinn stoppaði, og enginn til að hjálpa mér . . . Og svo gekk mér líka illa að finna leiðina." Það varð þögn. „Já, það er nú einmitt það . . . “ Hún þagnaði aftur. „Fékkstu við- gerðarmann?“ „Já. Það er allt í lagi núna . . . Eigum við þá ekki að hittast aftur á morgun?" „Jú.“ „Við skulum þá hittast klukkan sjö. Svo för- um við eitthvað og borðum.“ „Allt í lagi.“ „Vertu sæl.“ „Vertu sæll." Með hvaða móti get ég lýst því fyrir þér, hvernig hún orkaði á mig? Eru gyðjur nokkurn tíma spilltar ? Hún virtist spillt, og hún var gyðju líkust. Og þó sá ég hana aðeins niður að öxlum. Ég las þetta úr augum hennar, og af því hversu stoltlega hún hóf höfuðið. Augun grá og hyldjúp; hárið dekkra en fægða beltið hans Makks. Að hugsa um hann í grend við hana, það særði mig á sama hátt og þegar maður skellir bílhurð á fingur sér. Spurðu mig, hvernig næsti dagur leið fyrir mér. Ég get engu svarað. Ég dró varla andann. Ég yrti ekki á neinn. Ég borðaði ekki. Æ, ég veit annars ekki, hvernig það var. Makk hringdi til mín, þegar á daginn leið. Ég talaði ekki við hann. Ég bað Kötu að segja honum, að ég hefði frestað stefnumótinu þangað til í kvöld. Allt og sumt. ETTA kvöld gekk ég inn í barstofuna úr hlið- argangi. Síðan hélt ég beint að barborðinu. Eins og af hendingu. Kastaði kveðju á rithöfund hjá Metrófélaginu, eins og ég hefði litið þama inn bara til að fá mér snafs. Ég fann, að lmn horfði á mig allan tímann sem ég sat við barinn. Ég hafði ekki séð hana ennþá, en ég vissi, að hún var í sama básnum og ég vissi, að hún gaf mér gætur. Barmaðurinn, sá sami og daginn áður, virtist hissa, en lét samt sem ekkert væri. Hann kink- aði kolli í átt til bássins, þar sem hún sat. Ég snéri mér við, og þá var mér innanbrjósts, eins og við tvö stæðum sitt á hvorri stjörnu, og nú gekk ég á regnboganum yfir um til hennar. Af hverju þarf ég að vera hátíðlegur? En svona var það nú samt! Ég laut henni. „Komdu sæl, ég er . . . “ „Já, ég veit það.“ Framhald í nœsta blaöi. 641. KROSSGÁTA VIKUNNAE Lóðrétt skýring: 1 kvenmannsnafn, þf. 5 rétt —- 7 tími — 11 guðsmann — 13 firð- samband — 15 sterk — 17 gaur — 20 vindur — 22 kvenmannsnafn — 23 limur — 24 flatarmáls- eining — 25 mannsnafn — 26 fát — 27 eldstæði — 29 sigað — 30 tóku :— 31 leyna — 34 öld- ungs- — 35 stó — 38 húsdýr — 39 líffæri — 40 skemma — 44 draug- ar —• 48 bit — 49 hjálp- arsögn — 51 fangamark félags — 53 mánuður — 54 matur —- 55 draslaði — 57 peninga — 58 ís — 60 ró — 61 kím — 62 skvampaði — 64 mat- ur — 65 jarðvegsefni — 67 bragðefni — 69 lauf — 70 skip — 71 karldýr. Lárétt skýring: 2 jurt — 3 tveir sam- stæðir — 4 sár — 6 skömm — 7 fangamark félags — 8 forsetning — 9 hljóðfæri — 10 skortur — 12 sjóða — 13 negri — 14 gabb (slanguryrði) ■— 16 líkamshluti — 18 fjölda — 19 synda — 21 plantna — 26 fát -— 28 hljómi — 30 mannsnafn — 32 ekki sama — 33 beita — 34 landslag — 36 ferskur Lárétt: 1 sög — 4 oblátur — 10 auk — 13 plat — 15 bálið — 16 unna — 17 álman — 19 Sen — 20 ungir — 21 ummál — 23 andar — 25 rithöfundur — 29 Ok — 31 n.t. ■— 32 lin — 33 ar — 34 S.A. — 35 raf — 37 úti — 39 ann — 40 mal — 42 dreyri — 43 ísköld — 44 ill — 45 ull — 47 Fal — 48 kar — 49 la — 50 ss — 51 áar — 53 æf — 55 rá ■—■ 56 svartnættis — 60 staga — 61 attir — 63 skóla —- 64 bæs -— 66 innar -— 68 nóra — 69 fífur — 71 Anna — 72 æra — 73 aflaðir — 74 ing-. Kvennréttindi „Ó, þér dætur spámannsins," stendur í Kóran- inum, „verið kyrrlátar heima hjá ykkur". Heim- spekingur nokkur, sem uppi var á 12 öld tók þetta enn greinilegar fram: „Kona á aðeins að fara þrisvar út úr húsi sínu — þegar hún flyzt í hús manns síns, til að vera við jarðarför for- eldra sinna og að lokum til að vera við sina eigin jarðarför." Enn þann dag í dag eru miljónir Múhameðs- trúar kvenna lokaðar inni á heimilum sínum og hafa enga hugmynd um annan heim en þann, sem þær sjá gegnum blæjuna sina. Þær kunna ekki að lesa, og er bannað að ganga í skóla eða hlusta á tal karlmannanna. 1 borgunum verður vart breytinga á þessu fyr- irkomulagi. En nýlega sendi æðsti dómstóll Múhameðstrúarmanna út stranga áminningu: „Allah (guð) bannaði konum kosningarrétt vegna þess að tilfinningar þeirra ráða of miklu í lífi þeirra. Konur eru hlutdrægar og fávísar, en karlmenn eru hlutlausir, stilltir og hafa góða stjórn á sér.“ Fyrir nokkrum árum hefði þetta nægt til að hylja aftur andlitið á öllum Múhameðstrúarkon- um, en nú eyðilögðu egypskar kvenréttindakonur áhrifin. Fyrir nokkrum vikum, þegar Naguib hershöfð- ingi hafði rekið Farouk frá völdum, gekk hin glæsilega Doria Shafik, foringi kvenréttinda- kvenna í Egyptalandi, inn á skrifstofu hans. „Þú hefur brotið fjötrana af þjóðinni", sagði hún, „leystu nú hlekkina af konunum, sem mynda helming þjóðarinnar." — 37 fataefni — 41 kurl — 42 verkfæri — 43 duglegur — 44 helg borg — 45 ruglingur — 46 biblíunafn -— 47 egg — 50 saur — 51 hanga • — 52 vindur — 55 kvendi — 56 Ás, þf. — 59 bára — 62 enskur titill — 63 að utan — 66 hjálpar- sögn — 68 ympra á. Lóðrétt: 1 spá — 2 öllu — 3 gammr — 5 bb ■— 6 lás -— 7 Áleifi — 8 tin — 9 uð — 10 angar — 11 unir — 12 kar — 14 tpmin — 16 undur — 18 náttúrusaga — 20 undanslætti — 22 lh — 23 an — 24 forild — 26 öli — 27 ima — 28 kaldráð —- 30 karla — 34 salar — 36 fel — 38 til — 40 nía — 41 mök — 46 lát — 47 fræ — 50 svala — 52 andæfa — 54 fitna — 56 stóra — 57 ra — 58 ta — 59 sinni — 60 skór — 62 rann — 63 snæ — 64 bíl — 65 suð — 67 rag — 69 ff — 70 ri. Naguib bauðst til að fá nokkrum konum stöður i hernum, en að svo komnu máli vildi hann ekki ganga svo langt að veita konum kosningarétt. Doria rigsaði út af skrifstofunni ákveðin á svipinn og allir gátu séð, að hún ætalði ekki að láta karlmenn hafa síðasta orðið í þessu máli. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. öðrum demöntum. Ekkert annað efni er nógu hart. 2. Draumurinn eftir Wagner, Ástardraumur eftir Liszt, „Apres un réve“, eftir Faure, Reverie eftir Schuman, Draumurinn eftir Alfred Bruneau. 3. Sem, Kam og Jafet. 4. Sjóbúðarráðskona. 5. 1 neðri málstofu þingsins. 6. Fulton í New York og Billingsgate í London. 7. Snældan. 8. Kokain. 9. Palermo. 10. 1941 og þeim er úthlutað fyrir vísindi, upp- fyndingar, bókmenntir og listir. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. EAMON RAFFLES (við 14 ára pilta, sem hafa áhuga á frímerkjum og íþróttum), 12, Groydon Gardens, Zairview, Dublin, Ireland. — CARL WILHELM (15 ára, vill skiptast á frímerkjum), Tórsgöta 34, Thorshavn, Færeyjum. — STEPHEN WENNSTRONS (við 10 ára dreng eða telpu), 504, Warren str., Borse, Idaho, U.S.A. — MAC LEOD (við pilt eða stúlku), 10 Brunswick St., Teignmouth, S.-Devon, England. Lausn á 640. krossgátu Vikunnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.