Vikan


Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 11
VIKÁN, nr. 38, 1952 11 MOI A Eftir JAY DBATLER. FORSAGA: I»egar Makk lögreglumaður sagði Jon Forbes frá Mónu, lýsti hann henni svo, að hún vaeri „há og mjó eins og hindin í skóginum og ein sú fallegasta stúlka, sem ég hef augum litið.“ Maðurinn hennar sat í fangelsi fyrir þjófnað, og Makk, sem þó hafði aðeins séð hana einu sinni, sagðist allt vilja leggja í sölumar til þess að komast yfir hana. Hann var líka búinn að reyna, en hún vísaði honum þá frá með fyrirlitningu. „Hún er eins og ailar hinar,“ sagði Makk. „Hún er hrœdd við lögreglumenn.“ — Og nú vildi hann að Jon, kunningi hans, reyndi að ná tangarhaldi á henni og temja hana — svo mundi hann taka við! Jon — kvikmyndahöfundur, hamingjusamlega giftur, faðir elskulegrar telpu og Sú konan hans á von á öðru 'bami — vísar þessari óþokkalegu uppástungu fyrirlitlega á bug. En hann getur samt ekki gleymt þessari dularfullu Mónu og lýsingu Makks á töfmm hennar, hún verður á nokkrum dögum að ástríðu, og þó hann streitist á móti, fer svo að lokum, að hann útvegar sér símanúmerið hennar og hringir til hennar seint inn kvöld. „Halló,“ svarar hún — og hann stendur máiiaus með heymartólið í liöndunum. ALLT fram að þessu vissi ég, hvað ég var að gera. Sérhver hreyfing, sem ég gerði, var skiljanleg. Ég var ungur strákur að ákveða stefnumót. En ég þekkti ekki stúlkuna, sem ég var að hringja í. Ég þekkti hana ekki. Og þegar ég heyrði röddina, var ég steini lostinn. Ég stóð þarna grafkyrr, meðan röddin sagíi:, „Halló, halló, halló.“ Stuttu síðar lagði hún á. En ég gerði það ekki. Það var suða i símanum. „Halló, frú Smæley,“ sagði ég út í bláinn. Þetta var allt óskðp vitlaust. Seinna um nótt- ina, þegar ég var lagstur til hvíldar, fylltist ég leiða af að hugsa um það. Ég var óundirbúinn. „Óundirbúinn." Þetta sagði ég líka oft í mennta- skóla, þegar kennaramir vildu taka mig upp, en ég hafði verið að rússa kvöldið áður. „Óundirbú- inn." Hvað átti ég að segja ? Halló, frú Smæley, má ég skreppa til þín og spjalla við þig? Það var heimskulegt! Hvar fékk ég númerið hennar? Hver var ég, og hversvegna var ég að hringja? Hvað vildi ég? — Til allrar hamingju var Sú sofnuð. Annars hefði hún heyrt til mín. Ég var svo æstur. Ég hlýt að hafa hvíslað fáein orð út í myrkrið. Óundirbúinn! Handritið ekki búið. Allt ófull- komið! Ég hafði hagað mér eins og hundur með skott- ið á milli lappanna. Það var óvirðulegt í hæsta máta. Ómannsæmandi. Vera má, að svo hafi verið. En reiðin bauð efanum byrginn. Ég hafði unnið vel þennan dag, og það var eflaust ástæðan fyrir þvi, að nú gat ég tekið ákvörðun. Þúsundfætlan hafði dregið inn klærnar. MORGUNINN eftir var ekkert annað að gera en bíða. Sú svaf vært, þegar ég gekk út úr svefnherberginu. Siminn' er mín megin við rúmið, og þráðurinn er svo stuttur, að hann nær ekki alla leið til hennar. Venjulega læt ég símann í rúmið mitt, og þá nær þráðurinn. En henni er ekki ennþá leyft að hreyfa sig, og ég vissi hún mundi ekki fara að teygja sig eftir simanum þó að hann hringdi og vekti hana. Og það var næsta ótrúlegt, að Makk mundi hringja. Nokltrir drættir í skapgerð Makks voru mér augljósir núna — hann hegðaði sér eftir ákveðinni línu, veitti sumum áhrif- um sérstök andsvör, orsökinni fylgdi óhjákvæmanleg afleiðing. En hann hringdi samt. Kata var enn ekki komin, og ég læsti skrifstofudyrunum og hafði þrifið upp tólið áður en fyrstu hringingunni lauk. „Jon? Hvernig gengur hjá þér?“ „Hvernig gengur hjá mér?“ Ég hvæsti. „Ég hringdi til hennar, en yrti ekki einu sinni á hana. Ég varð að leggja á. Ég hafði ekkert að segja.“ „Því ekki ?“ „O, láttu nú ekki svona maður! Hvað þekki ég hana? Hvar fékk ég númerið hennar? Hvað vil ég henni? Hún veit ekki, hvað við hugsum. Og ef hún vissi það, mundi hún verða bálreið.“ Hann hló að mér. Ó, sú þvingaða einlægni, sem þessir lögreglumenn beita, þegar þeir þurfa ein- hvers með. Við erum vinir þinir. Svo sannarlega. Okkur langar til að hjálpa þér. Allt og sumt. Við ætlum okkur að vemda þig. „Óskaplegt barn ertu,“ sagði hann síðan. „Segðu henni bara, að þú sért kunningi eiginmanns henn- ar. . .' .“ Ég greip fram í. „Ég hef ekki einu sinni séð hann.“ „Jæja, þá ertu bara kunningi eins vinar hans. Segjum, að Smæley eigi vin, Barnes að nafni. Barnes þessi er feitlaginn, fimm fet og tíu að hæð, skolhærður og. ..." „Jæja, jæja. Og hvað svo meira um hann?“ „Barnes þessi er vinur þinn. Hann vissi þú ætlaðir þér til Kaliforníu, þar sem þú þekktir engan. Og hann sagði þér að líta inn til Smæley- hjónanna.“ Ég skellti i góm, og reyndi að imynda mér, þegar ég færi að segja henni þetta í símanum. „Hvernig vissi Bames um heimilisfang Smæley- hjónanna?" „Smæley skrifaði honum.“ Þetta hljómaði sennilega. Afbragð. „Biddu hægur,“ sagði ég þá. „Gerum ráð fyrir hún fari og tali við Smæley rétt eftir að ég hringi. Þá segir hann henni, að hann þekki engan með þessu nafni, og að hann hafi aldrei skrifað manni, sem heitir Barnes." Hann kunni líka ráð við þessu. „Vertu ekki að gera þér grillur út af því. Láttu mig um það,“ sagði hann hressilega. Ég leyfi henni bara ekki að heimsækja hann næstu dagana. Ég segi pilt- unum að banna henni það. Þegar allt er komið í kring, fær hún leyfi til þess aftur.“ Hann hafði hugsað þetta allt, að því er virtist, frá byrjun til enda. „Jæja, ég reyni það þá.“ „Hvenær ?“ „Siðdegis kannski. Eða i kvöld. Hvenær sem ég kem því við.“ „Láttu mig svo vita.“ „Já.“ Ég lagði á. Þá var það allt klárt. Skotið fylgdi miðuninni, maður minn. KLUKKAN var ellefu þennan morgun, þegar ég hringdi. Að tala við hana var líkt og að standa við símann andspænis sjónvarpi. Ég sá hana strax fyrir mér. Ég sá húsgögnin í herberginu, þar sem hún stóð við símann. Hún var í þunnum silkikjól, sem féll þétt að líkamanum, líkamanum, sem Makk hafði líkt við vöxt svertingjastúlku. Meira að segja var engu líkara, en kjóllinn leyst- ist upp, þegar hún talaði. „Halló,“ sagði ég. „er Smæley þarna?“ „Nei, því miður. Hann er ekki heima sem stendur. Er það eitthvað, sem ég get gert? Ég er konan hans.“ Röddin var ákaflega ljúf, og snart mig. „Ég heiti Jon Forbes. Ég er nýkominn austan af landi, og er kunnugur einum vini Smæleys. Ted Bamer sagði mér að lita til hans.“ „Ó, ég skil. En hann er hér ekki núna.“ „Langt að bíða hans?“ Hún hikaði. „Veit það ekki vel. Hann vinnur hjá kvikmyndunum, og skrapp úr bænum á þeirra vegum." „Nú, þá hringi ég bara aftur eftir nokkra daga.“ Aftur varð þögn. „Hann verður áreiðanlega nokkuð lengi að heiman." „Æ, það var leitt. Ég þekki engan hérna, og mig langaði til að hitta ykkur. Ég hefði getað borðað með ykkur úti, eða fengið að drekka með ykkur glas.“ Ég heyrði, að Sú hringdi innanhússbjöllunni. Þá var hún vöknuð og vildi fá morgunmatinn. Enn var tími til að leggja símann' á, enn tími til að snúa við. „Það mundi koma sér vel fyrir mig, herra Forbes,“ sagði röddin. „Við þekkjum engan hérna heldur. Það er ekkert spaug að vera ókunn- ug í þessari borg.“ „Nei, satt er það,“ sagði ég hratt, of hratt, fannst mér. Ég gapti yfir beitunni; og það gerði hún líka. „Mér þætti mjög vænt um að mega hitta þig einhvernstaðar . . . “ „Ég er bara alveg ókunnug hérna.“ „Ég líka,“ sagði ég. „En kannski við gætum hitzt einhvemstaðar og leitað svo að einhverjum stað fyrir okkur.“ „Já . . . Hvar býrð þú, herra Forbes?" Ég hafði næstum mismælt mig. Hvar ég byggi ? Hvaða hótel var öruggt? „I Sakkvillehótelinu," sagði ég. „Það er bara svolítið hótel, og heldur leiðinlegt. Ættum við ekki heldur að hittast í einhverju af stóru hótelunum í Beverly Hills — til dæmis í Beverly-Wilshire ? Þeir hafa þar snotran bar.“ „Ágætt. Klukkan hvað?“ „Segjum hálfníu í kvöld.“ „Afbragð. Við hittumst þá.“ „Já.“ Ég var að því kominn að leggja á, þegar ég heyrði rödd hennar aftur. „Augnablik," sagði hún og flissaði. „Hvernig á ég að þekkja þig?“ Ég hafði ekki hugsað um það. Ég? Ég þekkti hana nú þegar. Ég sá haná fyrir mér, þar sem hún stóð og talaði við mig. Ég gæti næstum rétt út höndina og snert hana. „Já, alveg rétt. Við gætum jafnvel gengið framhjá hvort öðm án þess að þekkjast," sagði ég. „Hvernig væri, að þú segðir barmanninum, hvar þú situr, og svo fer ég að tala við hann. Og ef ég kem á undan, geri ég það sama.“ ★ ★★★★★★★★★★★ Gestrisni er eiginleilii, sem stuðlar að því, að við hýsum fólk, sem ekki þarf þess með, og gefum þeim að borða, sem ekki em matarþurfi. — Ambrose Bierce. Aðeins ein stétt þjóðfélagsins hugsar meira um peninga en hinir ríku, og það em liinir fátæitu. — Oscar Wilde

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.