Vikan


Vikan - 23.10.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 23.10.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN nr. 41, 1952 því réð Foam, að majórinn skipti oft um leigj- endur. „Ég verð að aðvara þig,“ hvíslaði majórinn, sem kom nú fram til hans. „Ég þekki Cross ekki neitt, svo þér er betra að fá borgunina fyrir- fram.“ „Þakka þér fyrir . . ." hann þagnaði, því Cross var á leiðinni til þeirra. Dymar á nr. 15 opnuðust og ung stúlka í síðbuxum kom fram. Um leið og hún birtist, hófst nýr þáttur í lífi Foams. Hann bjó einn heima hjá sér og þótti það ágætt — en samt hafði heimilishaldið versnað. Foreldrarnir voru orðnir gamlir, maturinn ekki eins góður og áður og systkinin flutt í burtu. Meðal æskuvina hans voru garðyrkjumaðurinn, sem líktist dyraverðinum í Pomeraniahúsinu og dökkhærð skólastelpa, sem kenndi honum að leika sér. Hann hafði aldrei séð hana síðan, en um leið og ungfrú Green kom út úr herberginu sínu, bauð hann æskuvinkonu sína velkomna. Hún var ekki feimin, þvi hún gekk frám eins og á leiksviði og horfði rannsakandi á alla. Hann hafði það á tilfinningunni að hún væri að nota þetta óvænta tækifæri til að draga að sér at- hygli áhorfendanna. „Er dóttir yðar fundin?" spurði hún Cross. Hann hristi höfuðið og stúlkan horfði með áhuga á hann. Foam fann til afbrýðisemi við þennan glæsilega skjólstæðing sinn. „Auðvitað ekki, því þér farið algerlega rangt af stað. Þér ættuð að auglýsa eftir stolnum módelkjól, en ekki stúlku. Öllum er sama um lifandi fólk. Allt gengur út á það að vernda eigur manna." „Þetta er hr. Foarn," greip majórinn fram í fyrir henni. „Hann vill vafalaust yfirheyra þig varðandi . . Hann hikaði og leit á Cross. „Og þetta er ungfrú Green, leigjandinn á nr. 15." „Viola Green," bætti stúlkan við. „Annars er ég kölluð Greeny. Finnst yður það ekki fallegt nafn. Það minnir á litla, fallega plöntu, er það ekki ?“ „Nei,“ sagði Foam. „Óþroskað epli. Ég held að það væri rétt að tala við ungfrú Power." „Hún er áreiðanlega heima," sagði Viola. „Hún er hefðarkona. Auk þess er hún rik, hún á ein- hver ósköp af pottum og pönnum, og það veit ég, því ég fæ það lánað hjá henni." Þegar ungfrú Power opnaði dyrnar, datt Foam fyrst í hug prestsdóttir úr sveit. Hún var um 27 ára gömul og með festudrætti um munninn, sem bentu á sterka skapgerð. Hún var hvorki púðruð né máluð og hárið var strengt í hnút í hnakkanum. Hún var í bládröfnóttri herradragt, sem náði niður á kálfa, sportsokkum og klunna- legum gönguskóm. „Gerið svo vel að koma inn,“ sagði hún, þeg- ar majórinn hafði skýrt málið. AÐ DREKKA EÐA DREKKA EKKI STJÓRNARFRUMVARP um nýja áfengislöggjöf var lagt fram á Alþingi 9. þ. m. Það er byggt á tillögum milli- þinganefndar í áfengismálum, en í henni áttu sæti: Gústav A. Jónasson skrifstofustjóri (formaður), Brynjólfur Tob- íasson áfengismálaráðunautur, Jóhann G. Möller forstjóri, Ólafur Jóhannesson prófessor og Pétur Daníelsson hótelstjóri. Meðal nýmæla, sem í frum- varpinu felast, er a) að heimilt verði að leyfa bruggun áfengs öls, ef samþykkt verði við þjóðaratkvæðagreiðslu, b) að áfengisútsölur verði aðeins leyfðar í kaupstöðum, on ekki í kauptúnum, c) að veitinga- hús í kaupstöðum geti fengið vínveitingaleyfi, ef þau full- nægja vissum skilyrðum, og d) að óheimilt verði að senda áfengi í póstkröfu um landið. Því var spáð í síðustu VIKU, að hjá þvi gæti ekki farið, að væntanlegar ölkosningar hefðu í för með sér mikinn áróður. Hér er um að ræða stórmál í augum margra, og ekki síst yf- irlýstra bindindismanna, enda hljóta samtök þeirra stefnu sinni samkvæmt að beita sér af alefli gegn bjórframleiðsl- imni. Róleg, hleypidómalaus hugs- un hefur þó alltaf — á yfir- borðinu að minnsta kosti — þótt sóma sér vel í kosning- um. Því birtir VIKAN hér í örstuttu máli nokkrar niður- stöður vísindamanna um áfenga drykki og áhrif þeirra — athugasemdalaust: 1. Afengi hressir ekki; það er deyfilyf. Áfengi var t. d. not- að við skurðaðgerðir, áður en klóroform og önnur svæfing- arlyf komu til sögunnar. Enda hefur það oftlega verið sannað, að ef þessi lyf eru tekin á rétt- an hátt, verða áhrifin og ein- kennin nákvæmlega þau sömu eins og af áfengi. 2. Blandaðir drykkir (kokteil- ar) eru ekki skjótvirkari en óblandaðir. Það er alkóhól- innihaldið eitt, sem skiptir máli. 3. Áfengi örvar ekki kyn- hvatimar. Hinsvegar deyfir það siðferðiskenndina — en það er annað mál. 4. Það hefur aldrei verið sannað, að áfengi skemmi líf- færi. Sennilegast er, að lifrar- og nýrnasjúkdómar, sem eru tíðir hjá áfengissjúklingum, séu afleiöingar þess sinnuleysis, sem oftast einkennir mataræði alkóhólista. 5. Áfengi hefur engin áhrif á fóstur. 6. Alkohólistinn er ólækn- andi. Þó er hægt að gera hann að ströngum bindindísmanni. En stefnubreytingin er gagns- laus, nema því aðeins að hún sé algjör. Ef alkohólistinn þiggur þó ekki sé nema einn sopa af áfengi eftir 20 ára bindindi, þá má ganga út frá því nokkurnveginn visu, að hann tæmi fyrst flöskuna og svo kassann. 7. „Sálkönnun" hefur stund- um læknað ofdrykkjumenn, sem drukku af „sálrænum ástæðum". En oftast er þetta þó gagnslaust. 8. Rannsóknir sýna, að Antabus er ekki eins öflugt varnarlyf eins og margir virð- ast ætla enn þann dag í dag. 1 Bandaríkjunum hefur reynsl- an orðið sú, að 70% þeirra, sem fást til að taka töflumar, skipta á þeim og flöskunni innan átta vikna. Aðeins tíu af hundraði halda tryggð við þær í sex mánuði eða lengur. Aul: þess getur Antabus verið ban- vænt, og það hefur gert menn vitskerta. 9. Reynsla Bandarikjamanna er sú, að samtökin Alcoholics Anonymous (Ónafngreindir alkóhólistar) hafi bjargað fleiri ofdrykkjumönnum en allar nauðungarráðstafanir til sam- a,ns. Kunnugir segja, að ein ástæðan sé sú, að meðlimir þessa félagsskapar „þekki öil brögðin og allar afsakanimar. sem alkóhólistar nota." 10. Það er aldrei of seint að snúa við blaði. Alkóhólist- inn verður að reyna aftur og aftur. Margir læknar geta bent á sjúklinga, sem reyndu einu sinni, tvisvar, jafnvel þrisvar, og sigruðu þá loks- ins — eða í fjórða skiptið! En bindmdið verOur að vera œfi- langt. í öðrum enda herbergisins hafði verið sett upp skilrúm, og bak við það var sennilega annað her- bergi. Borðið í miðju herberginu var þakið bók- um, og á því stóð ritvél og tvær myndir, önnur af presti, hin af handboltaflokki. Ungfrúin afsakaði óreiðuna á herberginu; „Ég hefi verið að lesa allan daginn og hefi þegar sagt Pomeroy að ég hefi enga stúlku séð og ekki heyrt í neinum." „Eru veggirnir þykkir?" spurði Foam. „Satt að segja er veggurinn á milli nr. 16 og 17 mjög þunnur því ég varð að taka hluta af her- bergi Goyu, þegar ég gerði þetta að íbúð," svar- aði majórinn. „Ég heyri aldrei til leigjandans á nr. 16,“ sagðL stúlkan og Foam veitti því athygli að hún nefndi ekki nafn Goyu, þó hún hlyti að lesa það á dyr- um hennar á hverjum degi. „Er svefnherbergið þama fyrir innan?" spurði Foam. „Nei, ég sef á legubekknum, en þér getið litið inn í eldhúsið og baðherbérgið, ef þér viljið.“ Foam gerði það, en gat ekki fundið neinar út- göngudyr úr íbúð stúlkunnar. „Ef þér verðið vör við nokkuð óvenjulegt viljið þér þá láta mig vita. Hérna er símanúmerið mitt.“ Hún leit ekki á nafnspjaldið en svaraði kulda- lega. „Ég er of önnum kafin til að veita nokkru öðru en bókunum mínum athygli." Hann var feginn að hitta aftur vingjamlegra fólk. Viola kom á móti honum og hvíslaði: „Majórinn er að kvarta og kveina við viðgerðar- manninn niðri. Finnst þér þetta ekki skemmti- legt?“ „Mér ætti að finnast það, því mér er borgað fyrir það.“ „Æ, ég var búin að gleyma því að þú ert lög- reglumaður. Hvernig lízt þér á Power ? Mér finnst hún alltof gallalaus. Grunarðu hana eða einhvern annan?" Hann langaði til þess að henni geðjaðist að hon- um, svo hann sagði: „Ég treysti einum manni og það er dyravörðurinn." „Þú hefur rétt fyrir þér, Pearce er þrælheiðar- legur. Það er ómögulegt að fá hann til að Ijúga í símann, eins og ég hefi reynt. Sjáðu, þarna kemur viðgerðarmaðurinn." Hann var bólugrafinn og þungbrýnn náungi, sem leit út fyrir að vera heiðarlegur, greindur og líklega opinskár. Foam leizt strax vel á hann ogdáðist að því hve hreint hann gekk til verks. „Hr. Cross. Mér skilst á majórnum að þér viljið vita hvort nokkrar faldar dyr séu í herbergi nr. 16. Ég get fullvissað yður um að svo er ekki, því ég gerði við herbergið og varð ekki var við neitt slíkt." „Voruð þér að leita að þeim?" spurði Cross. „Nei.“ „Leitið þá núna og það strax." Viðgerðarmaðurinn hikaði enn: „Herbergið er nýuppgert og það verður dýrt að rífa það niður." „Mér þykir leitt að þurfa að minnast á þetta núna," sagði majórinn. „En það verður að borga allt það tjón, sem ég verð fyrir." „Já, já," æpti Cross. „Ég skal borga hvað sem er. Byrjið þið bara undir eins." Aftur brá fyrir ánægjuglampa i augum Pomer- oys, eins og allt færi eftir áætlun. Framhald á bls. 14. FRÉTTAFLUGA THOMAS LAGIOS heitir vinsali i San Franc- isco. Það þóttu mikil tiðindi fyrir skemmstu, þegar ungur bófi óð inn i verzlunina hans með byssuna á lofti og heimtaði peninga. „Drott- inn minn dýri, þú ætlar þó ekki að gera þetta aftur!" kveinaði Thomas. „Þú getur bölvað þér upp & það,“ svaraði bófinn, hirti 64 dollara úr peningakassanum, rak Thomas inn i bakher- bergi og hlóð ofan á hann tin kössum af bjór — í annað skipti & tveimur dögum!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.