Vikan


Vikan - 23.10.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 23.10.1952, Blaðsíða 13
VIKAN nr. 41, 1952 13 'enginn! má vita þaö. TTVAÐ ætlaðirðu að segja Arthur?“ „Það er mjög alvarlegt mál, um Sússönnu." „Hún er nýkomin heim og farin að sofa, en ég hefi haft miklar áhyggjur af henni í all- an dag, þó ég hafi í raun og veru enga ástæðu til þess . . .“ „Þú hafðir ástæðu til að hafa áhyggjur hennar vegna. Hin unga dóttir þín, sem þú hefir alið þannig upp að þú einn skil- ur hana meðan ég fæst við drengina, hefur óneitanlega ver- ið að skemmta sér í kvöld.“ „Ég veit að Alice hélt veizlu . . .“ „Þú heldur að þú vitir það af því þú sást Sússönnu fara héðan í græn- um, siðum kjól og telpan hefur sagt okkur að hún ætlaði á dansleik til Alice, en hún hefur ekki komið þar.“ „Hvemig veiztu það?“ „Það skal ég segja þér, en gerirðu þér grein fyrir því hve þýðingarmikið það er að dóttir þín segir okkur að hún ætli á dansleik og fer svo í flegn- um kjól, ekki á dansleikinn heldur til að hitta einhvern spjátmng." „Þetta, sem þú nefndir síðast, hef- ur Sússanna ekki gert." „Hvemig veiztu það?" „Eg veit það ekki, en ég þekki stóru stúlkuna mína og þori að á- byrgjast það.“ „En hvar hefur bamið þá verið? Ég veit aðeins, hvar hún hefur ekki verið. Hún var ekki á dansleiknum hjá Alice af því að ég varð hrædd um að hún hefði ekki tekið með sér peninga fyrir bíl í þessum kulda og þessvegna hringdi ég og fékk að vita að hún væri þar ekki." „Það var einkennilegt." „Er það allt sem þú getur sagt um þetta? Dóttir þin fer á bak við þig og lifir siðlausu lífi . . . Þetta veldur mér áhyggjum, en ég hefi auðvitað ekkert vit á uppeldismál- um." „Nei það hefirðu ekki." „En þú skilur Sússönnu og hefur samúð með þvi að hún heimsækir unga menn á þennan hátt." „Hver segir að hún hafi heimsótt ungan mann?" „Hvern hefði hún getað heimsótt annan ?“ „Við verðum að komast að því . . . Eg held að hún hafi farið í bíó, því þar þarf maður ekki að fara úr kápunni." „En hversvegna vildi hún þá vera í síðum kjól?" „Það er mjög eftirtektarvert og leysir ef til vill málið fyrir okkur." „Ég hefi fyrir löngu fundið lausn- ina." „Auðvitað hefirðu ekki gert það. Sússanna er ekki svo heimsk að hún fari í kvöldklæðnað þó hún heim- sæki ungan mann, sem henni þykir vænt um. Ég var alltaf í hversdags- fötunum og sagðist ætla að fá mér ferskt loft, þegar ég heimsótti þig." „Hm! já, en allt fór sómasamlega fram uppi hjá mér og auk þess höf- um við nú verið gift í 30 ár . . .“ „Sússanna verður ef til vill gift enn lengur." „Hún hefur að minnsta kosti far- ið á bak við okkur." „Við fórum líka á bak við for- eldra okkar á sínum tíma, og for- eldrar með fullorðnar dætur vita að þau verða göbbuð öðru hvoru." „Sússanna hefur líklega ekki gert neitt rangt, en hvað á þá þessi leik- araskapur að þýða?" „Það er ég einmitt að hugsa um . . . og ég held að ég viti það.“ „Er það satt?“ „Hringdirðu til Alice?" „Já, ég hringdi til hennar.“ „Heldurðu að það hafi verið dans- leikur þar?“ „Já, ég gat heyrt danslögin í simann." „Þá vitum við það.“ „Ég skil þetta ekki." „Þér ferst ágætlega að sjá um heimili og föt, en þú skilur ekkert í sálarfræði. Alice, fyrirmynd Súss- önnu og einvaldur bekkjarins, held- ur veizlu og úr því að Sússanna fór í síðan kjól og sagðist ætla að fara þangað, hlýtur ástæðan að vera sú, að henni var ekki boðið." „Og þetta kallarðu rökvísi. Ef manni er boðið eitthvað, fer maður þangað venjulega." „Ég kalla það ekki rökvísi heldur sálarfræði og Sússanna fór þangað ekki." „Nei, ég veit að hún gerði það ekki." „Skýringin er líklega sú, að hún hefur ekki viljað að við vissum að hún var ekki í boðinu, því næstum allir aðrir í bekknum voru það. Sússanna hefur oft talað um þenn- an dansleik og hélt að hún myndi fara þangað, en líklega hafa hún og Alice orðið ósáttar á síðasta augna- bliki . . . „Heldurðu að það liggi svona i þessu?" „Það er ég viss um og vertu nú svo væn að nefna ekki við Sússönnu að þú hringdir." „Það geri ég auðvitað ekki. Já, svona hlýtur það að vera, auðvitað. En hvað það var leiðinlegt fyrir stóru stúlkuna okkar.“ Ahrifamaður í Hollywood Mary Pickford fékk 15,000 á klukkustund! EXR, sem nú eru orðnir fertugir, muna eflaust vel eftir henni. En unglingar um tvítugt hafa sennileg- ast aldrei séð hana í kvikmynd, þó að líklegt sé, að þeir hafi einhverntíma heyrt hennar getið. Hún var nefni- lega ein af stóru stjörnunum í kvik- myndaheiminum fyrir 25 árum, og þeir, sem til þekkja, segja, að það sé vafasamt, að nokkur kvikmynda- dís hafi nokkurntíma náð annarri eins hylli eins og hún. Hún var skírð Gladys Marie Smith. En hún bar kvikmyndanafnið Mary Pickford, þegar hún varð heimsfræg. Hún var reyndar orðin heimsfræg löngu áður en Greta Garbo byrjaði að leika í kvikmyndum. Og hún var orðin bezt launaði leikarinn í Banda- ríkjunum löngu áður en Charlie Chaplin kom til Hollywood. Fæddist á vitlausum degi Mary Pickford byrjaði svo snemma að vinna fyrir sér, að barnavinnu- löggjöf Bandarikjanna varð henni þrándur í götu. Opinberir eftirlits- menn létu hana ekki í friði; þeir sögðu hún ætti heima í barnaskóla en ekki uppi á leiksviði. Svo hún varð að grípa til róttækra ráðstafana. Hún átti frænku, sem var einu ári eldri en hún. Og þessa frænku sina fékk hún til þess að lána sér fæðingarvott- orðið sitt, til þess að leika á lögin. Þessvegna er hún líka í opinberum skýrslum enn þann dag í dag talin ári eldri en hún er í raun og veru. Afi Mary Pickford var fæddur 8. apríl. Faðir hennar var sömuleiðis fæddur 8. apríl. Og 1894 -— en það ár fæddist hún — leit út fyrir, að þessi dagur hefði verið valinn af æðri máttarvöldum til þess að fjölga í fjölskyldunni. Svo vildi móðir Mary að minnsta kosti hafa það. Henni fannst sjálf- sagt, að Mary fæddist þann áttunda líka — og þegar hún var svo ónær- gætin að fæðast ekki fyrr en þann níunda, þá hafði móðir hennar bara dagatalið að engu og lýsti yfir, að afmælisdagurinn vœri 8. apríl! Mary hélt upp á afmælisdaginn sinn 8. apríl í meir en 30 ár, eða allt til þess að móðir hennar dó, þegar hún loks- ins viðurkenndi staðreyndirnar. 250 lxrónur á mínútu Það átti fyrir Mary Pickford að liggja að kynnast mikilli fátækt og miklum auðæfum. Um eitt skeið mátti heita hún ætti ekki fyrir al- mennilegri máltið mánuðum saman. En tíu árum síðar komust tekjur hennar upp í 15,000 krónur á klukku- stund eða 250 krónur á mínútu! Hún varð fyrst fræg fyrir barna- hlutverk sín. Svo lék hún unglings- telpur með æfintýraþrá. Og nú fram- leiðir hún kvikmyndir og er með- eigandi í stærsta kvikmyndafélaginu í heiminum. Hún er milljónamæringur auðvit- að. En hún hefur orð á sér í Holly- wood fyrir látlausa framkomu og hófsemi í lifnaðarháttum. Hún segir, að það eina, sem hún geti ekki verið án, sé vinnan. NámsferiII í bíl Vinir hennar taka undir þetta. Þeir segja, að starfslöngunin gefi henni engan frið og enga hvíld. Hún getur jafnvel ekki setið auðum höndum, þegar hún þarf að láta aka sér eitt- hvað í bílnum sínum. Þær stundir notaði hún lengi vel til tungumála- náms! En nú er hún með allskonar hándavinnu i bílnum. Þegar hún hætti að leika, spáðu ýmsir því, að hún yrði að segja skilið við kvikmyndaiðnaðinn fyrir fullt og allt. En þá kom það á daginn, að verzlunarvit hennar var engu minna en leikkunnáttan. Hún varð áhrifa- maður í Hollywood. Og hún hefur verið það síðan. Það eru liðin 36 ár síðan hann dó. Samt er hann enn þann dag í dag einn vinsælasti höfundurinn i heimin- um. Hann skrifaði á 18 árum yfir 50 bækur, flestar mn æfintýri karla og kvenna með æfintýraþrá i blóðinu. En hann skrifaði líka bækur um þjóð- félagsvandamál á borð við allsleysi, misskunnleysi, skilningsleysi og drykkjuskap. Og hann reyndi þetta allt, æfintýrin og fátæktina og griinmdina, þó hann yrði aðeins fertugur. Hann hét Jack London, og við segjum frá honum í næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.