Vikan


Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 42, 1952 %, ¦':¦"¦ Islenzk garðyrkfa Garðyrkjusýning Garðyrkjufélags Islands þótti takast ágætlega vel. Mikill fjöldi manna kom á sýninguna, en hápunktur hennar var kosning „blómadrottningar": Hebu Jónsdóttur, 19 ára Reykvíkings. Mennirnir hér fyrir neðan komu mikið við sögu sýningarinnar. Þeir eru (frá vinstri): E. B. Malmquist, framkvæmdastjóri sýningarinnar, Jóhann Kr. Jónsson garðyrkjubóndi, sem lagði fram mikla vinnu við uppstillingu i sýningarskálanum, Arnaldur Þór, for- maður Garðyrkjufélags Islands, og Ingimar Sigurðsson, formaður sýningarnefndar. - • 26 ÁR í FANGELSI Það er enginn maður í flugvélinni hérna fyrir ofan, sem er að leggja af stað í æfingarflug við vesturströnd Bandarikjanna. Vélinni er stjórnað með sjónvarpstækjum, loftskeytum o. fl. Samskonar flugvélar — einnig mann- lausar — hafa verið notaðar til sprengjuárasa i Koreu. • Maðurinn hérna til vinstri var búinn að vera 26 ár í fangelsi, þegar hann fékk sfg lausan. Hann nam lög í fangelsinu og flutti sjálfur mál sitt. Og dómarinn úr- skurðaði, að fangelsisdómurinn (æfilangt fangelsi) hefði á sínum tíma verið „ólöglegur og ranglátur." • Maðurinn í sáraumbúðunum brenndist svona, þegar fjórir katlar, fullir af olíu, sprungu í verksmiðjunni, sem hann vann i • Sjóliðarnir hérna fyrir neðan höfðu í sumar skipaskipti. Það voru 1500 menn á hvoru skipi. Annað var á Kyrra- hafi, hitt á Atlantshafi. Og þegar skipin þurftu að hafa hlutverkaskipti, var skipt al- gerlega um áhafnir um leið, til þess að konur og börn skipverjanna þyrftu ekki að flytja sig með allt sitt yfir þver Bandaríkin. WANTEPl ILLV STEEL REWARD 00 ha, nú er hann alveg eins og ngunni: Glœpanmnnsins Willy 1000 dollara verðlaunum lieitib. Lögregluþjónninn: Kannastu við þennanf Pabbinn: En hvað er dásamlegt að koma út í ferskt loft, eftir rykið á skrifstofunni. Pabbinn: Heyrðu elskan mín, þú verð- ur að koma strax niður á lögreglustöð til að sanna að ég sé ekki illrœmdur glœpamaður. Vertu óhræddur. Reipið er spá- nýtt, nema lítill bútur í miftjunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.