Vikan


Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 42, 1952 Ur riki náttúrunnar ' t Franskir kokkar Það getur allur þremiJlinn skeð, þegar afbragðskokkar lenda í sama eldhúsinu. ög ekki síst, þegar annar kokkurinn er kvenmaður — Eftir David Murphy EIGANDI Exclusif veitingahússins beið áhyggjufullur eftir Lebrun matsveini. Það var ekki undarlegt þó hann væri óstyrkur, því nú varð hann að stinga upp á því — já, skipa meir að segja — að hinn skapbráði Lebrun fengi aðstoðarmatsvein. Og það var ekki nóg með það, þvi lik- lega fengju þeir engan matsvein og yrðu að ráða matreiðslukonu. Exclusif var ekkert venjulegt veit- ingahús, það var hof sælkeranna og frægð hússins hvíldi á herðum franska matreiðslumannsins, Lebruns. Hann kom nú inn á skrifstofuna. Hann var ekki nema 35 ára, en svart yfirskeggið gerði hann ellilegri. „Lebrun, þú gengur fram af þér við vinnuna. Ég sé ekki fram á, að þú getir haldið svona áfram, án þess að fá aðstoð." ,,Það gerir ekkert til," s'varaði Lebrun með frönskum áherzlum og bandapati. „Var þetta allt og sumt, sem þú vildir mér?" „Nei, ég hefi ákveðið að ráða að- stoðarmatsvein." „En það er ómögulegt að fá fyrsta flokks matsvein," andmælti Lebrun. „Ef við fáum ekki almennilegan matsvein, þá verðum Við að ráða matreiðslukonu." „Konu?" æpti Lebrun. „Konu í eld- húsið mitt? Sacré bleu, því neita ég! Eldabusku í Exclusif veitingahúsið, það væru helgispjöll! Ég hætti! Ég fer upp í sveit! Nei! nei! nei!" „Vertu nú rólegur. Á hverju kvöldi ferðu dauðþreyttur heim í herbergið þitt. Ef þú ættir konu, sem hugsaði um þig, væri öðru máli að gegna." Þegar Lebrun hafði notað allar upphrópanirnar, sem hann kunni á báðum tungumálunum, gafst hann allt í einu upp. Það var eins og þreyt- an fengi allt í einu yfirhöndina og hann seig niður í stólinn. „Eh bien," sagði hann. „Gerðu það sem þú vilt. Við skulum sjá hvernig gengur. En kona í eldhúsinu mínu! Hamingjan góða!" Mary Carpenter sat í stofunni heima hjá sér. Móðir hennar var að hlusta á útvarpið, en faðir hennar að borða kvöldmatinn. Hún var engin fegurðardís, en glaðlega brosið og fallegu augun hennar öfluðu henni vina hvar sem hún fór. Hún hafði verið kölluð til starfa í hereldhúsinu, en nú var skyldutími hennar útrunninn. „Það verð ég að segja þér til hróss Mary," sagði faðir hennar, „að þú býrð til dásamlega góðan mat. Eg hefi aldrei fengið eins bragðgóðan mat. Þú gætir gert matreiðslu að æfistarfi þínu." „Þakka þér fyrir, pabbi," svaraði Mary. „Það er einkennilegt, að þú skulir stinga upp á þessu, því mér hefur dóttið það sama í hug. Ég kvíði fyrir að byrja aftur á skrifstofunni." „Hér í blaðinu er einmitt auglýst eftir matreiðslukonu: „Vanan mat- svein eða matreiðslukonu vantar á Exclusif veitingahúsið. Há laun og góð vinnuskilyrði." Hvers vegna reynirðu ekki að sækja um stöðuna?" „Ég þori þvi ekki. Það er alltof fínt veitingahús." „Það sakar ekki að reyna. Búðu bara til smáæfintýri. Segðu þeim, að þú sért frönsk, og þá taka þeir þig á stundinni. Þú getur sagt, að pabbi þinn hafi verið franskur áður en hann varð enskur ríkisborgari. Þá hafi hann breytt nafninu Carpentier í Carpenter." Daginn eftir bað Mary um viðtal við eiganda Exclusif veitingahússins. „Ég heiti Mary Carpenter og ég hefi unnið við matreiðslu í eldhúsi hersins siðastliðin þrjú ár. Hér eru meðmælin mín. Ég vildi gjarnan halda því starfi áfram." „Eg sé, að meðmælin eru ágæt, en hefirðu fengizt við matreiðslu ann- ars staðar en í hernum?" „Dálítið," svaraði Mary. „Ég held að slíkir hæfileikar séu meðfæddir. Paðir minn er Frakki og ég heiti í raun og veru Marie Carpentier, þó ég sé fædd og uppalin í Englandi." „Geturðu byrjað strax? Ég læt þá Lebrun, yfirmatsveininn okkar, koma hingað upp." „Nú, hérna er þá Lebrun," sagði hann, þegar dyrnar opnuðust. „Og þetta er ungfrú Carpentier, nýja matreiðslukonan okkar. Hún er eig- inlega frönsk." Mary brosti og Lebrun tókst að fela óvildina svo vel, að hann brosti á móti. „Ungfrú Carpentier er búin að matreiða lengi fyrir herinn og hefur mjög góð meðmæli." „Og nú vill hún auðvitað læra list- ina að matbúa, er það ekki?" sagði Lebrun. „En hvers vegna talarðu ekki frönsku?" „Pabbi er franskur, en hann hefur enskan ríkfsborgard(rétt og ég er alin upp í Englandi. Pabbi kom frá Avignon." „Ah, Avignon! Það er dásamlegur staður," sagði Lebrun með tilfinn- ingu. „Ég er dálítið bráðlyndur og stundum þreyttur, svo þú verður að umbera mig. En þá lærirðu líka hið íræga handbragð Lebruns." Klukkutíma seinna stóð Mary í eldhúsinu og horfði á meistarann vinna.. Það eina sem skyggði á á.nægju hennar næstu vikurnar, voru reiðiköst Lebruns, en þau voru ekki mjög tið. Og það leið mánuður áður en Mary bjó til mat, sem Lebrun fékkst til að hrósa. Það voru „kjúklingar en casser- ole", sem unnu hjarta hans — réttur sem gat komið vatni fram í munninn á matvandasta manni. Lebrun bragð- aði á honum, velti matnum í við- kvæmum munninum, sleikti útum, bragðaði aftur og lét í ljósi álit sitt. „Magnifique!" sagði hann. „Stór- kostlegt!' Þú ert snillingur. Má ég óska þér til hamingju." Og hann lét ekki við svo búið standa. Þennan sama dag spurði hann hana, hvort hún vildi gera sér þann heiður að koma með sér niður með ánni næsta sunnudag. „Þú mátt kalla mig Jean og má ég svo kalla þig Marie?" Mary roðnaði og samsinnti. Þennan dag var Lebrun hinn skraf- hreifasti, gerði að gamni sínu og varð allur eins og lítill drengur. Hann var alveg hissa á sjálfum sér, en í aug- um Mary varð hann að nýjum og betri manni. Og þau fóru út saman á hverjum sunnudegi eftir það •— þar til . . . LEBRUN hafði boðið Mary með sér út úr bænum, og þegar þau hittust á Victoriá-stöðinni, veitti hún því strax athygli, að honum lá eitthvað þungt á hjarta. Hann var of kátur til að allt gæti verið með felldu og hlátur hans var óeðlilegur. En hann barðist við að halda tilfinn- ingum sínum í skefjum, þar til út úr flóði. „Marie, ma cherie," hrópaði hann. „Ég elska þig. Ég elska þig af öllu hjarta og spyr þig — bið þig — um að verða konan mín." „Augnablik," greip Mary fram t fyrir honum. „Ég elska þig líka og þessvegna er þetta svo erfitt." „Erfitt, Mary?" sagði Lebrun.. „Ég hefði sagt þér þetta fyrr, ef ég hefði ekki frestað því af sérstókum ástæðum. Ég vildi ekki biðja þín fyrr en ég hefði eitthvað að bjóða þér og nú er bróðir minn farinn til útlanda, svo að ég get keypt húsið hans." „Nei, þú skilur þetta ekki, Jean," sagði Mary. „Ég var ekki að hugsa um það. En ég verð að játa svolítið fyrir þér. Ég hef leikið á þig. Ég sagði, að pabbi væri franskur, þó- hann hefði enskan ríkisborgararétt. en það er ekki satt. Eg er ensk í húð og hár og heiti blátt áfram Marjr Carpenter. Það er hræðilegt, að ég skuli hafa skrökvað svona að þér." Mary gekk nokkur skref aftur- ábak, því hún bjóst við háfrönsku reiðikasti, en það kom þá ekki. Hinn frægi Lebrun horfði fyrst undrandi á h^na, en fór svo að skellihlæja. J,,Hamingjan góða,," stundi hann milli hláturskviðanna. „Þetta er . . .. stórkostlegt . . . það er blátt áfram . . ." Hann reyndi að stilla sig og þurrkaði augun með vasaklútnum. Svo gekk hann til hennar og greip- utan um hana. „Svo þú gabbaðir mig, elskan mín," sagði hann að lokum. „Kon- urnar eru hræðilegir lygarar, en ég fyrirgef þér. Allir verða að sigrast á byrjunarörðugleikunum, til að kom- ast áfram í heiminum. Svo hin töfr- aridi Marie Carpentier er rétt og slétt Mary Carpenter. Það var ágætt, en hvað segir hún við því, að hinn frægi Lebrun heitir í raun og veru — Jonny Brown."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.