Vikan


Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 42, 1952 HEIMILIÐ - RITSTJORI: ELlN PÁLMADÓTTIR AÐSTOÐ TIL SÆNGURKVENNA Meira öryggi fyrir konur að fœða börn sín heima, ef þœr hafa góða hjálp, segir Helga Níelsdóttir Ijósmóðir. FYRIR nokkrum vikum lásum við í Morgunblaðinu, að frú Auður Auð- uns hefði skýrt frá því á fundi bæj- arstjórnar, að bærinn hefði stúlkur til hjálpar sængurkonum. Nú hefur VIKAN snúið sér til Helgu Nielsdóttur ljósmóður, sem hefur séð um þessa aðstoð á þriðja ár og fengið hjá henni nánari upp- lýsingar um þessi mál. Helga, hefur á að skipa þrem fast- ráðnum stúlkum, sem allar eru á kaupi hjá bænum. Auk þess fær hún aukastúlkur, ef á þarf að halda. Nú um tíma hafa t. d. sjö stúlkur séð um heimili sængurkvenna, meðan þær hafa átt börn sín. . Sængurkona, sem á barn sitt heima og ekki hefur húshjálp, getur því snúið sér til Helgu Nielsdóttur með beiðni um aðstoð og fengið stúlku í 12 daga frá níu á morgnana til kl. sjö á kvöldin. Auk þess hefur stund- um verið hægt að senda stúlku til að þvo 1—2 þvotta eftir að húsmóð- irin er komin á fætur, þ. e. s. ef ekki liggja of margar hjálparbeiðnir fyrir. Aðstoðarstúlkurnar leysa af hendi þau heimilisstörf, sem með þarf: þvo, matreiða, hugsa um börnin o. fl. Þessvegna þurfa þær helzt að kunna öll hússtörf. Tvær af aðstoðarstúlk- unum, sem nú hafa þetta starf á hendi, eru útskrifaðar af húsmæðra- skólum. Ein stúlknanna, sem ráðin er til frambúðar til þessa starfa, er nú á vegum norska húsmæðrasambandsins á námskeiði fyrir slikar aðstoðar- stúlkur í Voss í Noregi. Þar vinnur hún um tíma á fæðingardeild, í sjúkrahúsi og þvottahúsi og fær til- sögn í hverskonar hússtörfum og meðferð; mjólkur, með tilliti til sveit- anna. Prú Helga segist vonast til að geta skipulagt þessa hjálp betur, þegar hún fái fleiri stúlkur sérstak- lega menntaðar til þessa starfa. Frúin lagði mikla áherzlu a að hún væri sammála grein, sem land- læknir skrifaði í Heilbrigðistíðindi, þar sem hann hélt því fram að í raun og veru væri mikið meira öryggi í því fyrir konur að fæða börn sín heima, ef þær hefðu góða hjálp, þó það yæri auðvitað lífsspursmál að hafa fæðingardeildir, ef eitthvað kemur fyrir og fyrir þær stúlkur, sem ekkert heimili eiga. Við spurðum frúna, hvort slík hjálp til sængurkvenna væri nýtilkomin. „Nei, Magnús Jóhannesson hafði slíka aðstoð með höndum fyrir 20— 30 árum og aðstoðaði þau heimili, sem nutu styrks hjá bænum. Um tíma hafði Líkn slíkar aðstoðarstúlk- ur og nú hefi ég séð um þetta á þriðja ár fyrir ljósmæðrafélagið." „Getið þér sinnt öllum beiðnum?" „Eg man aldrei eftir að hafa neit- að nokkru heimili um aðstoð." „Og hvernig finnst stúlkunum að- búðin og hreinlætið á heimilunum?" „Yfirleitt eru stúlkurnar bundnar þagnarheiti um það sem þær sjá á heimilunum eins og ljósmæðurnar sjálfar. Ef hreinlæti er ábótavant, þá er það þeirra að bæta úr því." „Er þessi hjálp aðeins veitt sæng- urkonum?" „Já, sama stúlkan getur ekki hugsað um sængurkonur og aðra sjúklinga t. d. taugaveikissjúklinga eða hálsbólgusjúklinga. Til þess þyrfti aðrar stúlkur." „Borga sængurkonurnar eitthvað fyrir aðstoðina?" „Ef ástæðurnar eru góðar á heim- ilinu borgar það 20 kr. á dag. Ann- ars legg ég til að hjálpin verði veitt ókeypis og bærinn hefur verið ákaf- lega rýmilegur með það." Við þökkum svo Helgu Nielsdóttur fyrir upplýsingarnar. Hún þekkir kvenna bezt hvernig þessum málum er háttað í Reykjavík, því hún hefur verið ljósmóðir í bænum síðan 1927. Allar aðstæður hafa mikið breytzt siðan hún hóf starfsferil sinn og þá áttum við enga fæðingardeild. Dýra- garðurinn t Það er margs að gæta á barnaheimilum • Lágir barnastólar eru börnun- um síður hœttulegir en venjulegir barnastólar. • Bindið börnm í vagninn og stól- inn, þegar þau fara að hreyfa sig og klifra. • Setjið hlið ofan við stigann, þangað til barnið getur sjálft geng- ið niður. • Setjið rimla fyrir opna glugga. • Hafið ekki barnið í eldhúsinu meðan þið eruð að steikja. Feiti- slettur eru hœttulegar. • Venjið ykkur á að setja skapt- pottana þannig frá ykkur að skaptið snúi að veggnum og látið skaptið á pönnunni ekki undir neinum kring- umstœðum standa fram af borðrónd- inni. • Setjið heit föt alltaf á mitt borðið meðan verið er að borða. • Festið dúkmn, svo barnið geti ekki dregið hann til sín. • Látið barnið ekki ná í tólur, baunir eða aðra litla hluti, meðan það stingur öllu upp t sig. • Látið barnið ekki hafa blýanta eða aðra oddhvassa hluti. Það getur hlaupið með þá uppi í sér og dottið. • Verið nákvæmar- með hita bað- vatnsins. • Snertið aldrei rajmagnsáhald meðan þið eruð að baða barnið. • Skiljið aldrei eftir bala með heitu vatni á gölfinu. • Gœtið þess vandlega að hafa rafmagnstenglana í lagi og venjið barnið strax á að snerta þa ekki. • Geymið eldspýtustokkana, þar sem barnið nær ekki í þá. • Hendið strax glerbrotum og tómum dósum. Og gœtið um fram allt rakvélablaðanna. • Losið ykkur við allt eitur. Skýrslur sýna að mevrihluti fólks, sem deyr af þvi að borða óviljandi eitur, eru börn á aldrinum 1—2 ára. • Lokið vandlega niðri 611 meðul, blettavatn, stemolíu, tóbak, ammon- íak og önnur efni til að hreinsa með. UR ÝMSUM ÁTTUM 10 mest hrífandi menn heimsins. Marlene Dietrich er vafalaust frægasta amma heimsins. Þó hún sé komin til ára sinni, er hún jafn töfrandi og áður og hún hefur enn hæfileikann til að heilla karlmenn, hvort sem er á léreftinu eða í eigin per- sónu. Fyrir nokkrum árum sagði hún blaðamanni nokkrum, hverjir væru 10 mest hrífandi karlmenn, sem hún hefði kynnzt. Við könnumst við þá alla, þó við höfum ekki orðið fyrir persónulegu aðdráttarafli þeirra: Erich María Remarque rit- höfundur, Ernest Hemingway rithöfundur, Eerle Stanley Gardner, Noel Coward leikari, Alexander Kirk frv. sendiherra í Róm, tónskáldið Igor Strav- insky, hljómsveitarstjórinn Art- uro Toscanini, kvikmyndastjór- inn Robert Rossolini (þar var Ingrid Bergmann henni sam- mála) og málararnir Pablo Picasso og Salvador Dali. Aftur á móti finnst henni hershöfðingjar hræðilega alvar- legir menn — nema í stríði. Og þegar hún var spurð hvaða manni hana langaði til að kynn- ast, svaraði hún: „Engum." Greta Garbo býr nú á Hotel Carlton í Cannes og sést oft án dökku sólgleraugnanna og barðastóra hattsins. Hún ekur um nágrennið með Emile, bíl- stjóranum, sem er nú búinn að aka henni í 30 ár. Fleiri frægar konur búa á Carlton um þessar mundir. Þar er t. d. hertogafrúin af Winds- or, sem aldrei leyfir sér að ganga í stuttbuxum á strönd- inni. Nuddkonan hennar, Berta, er með henni, eins og venjulega. Hættum að nota ljótu höfuðklútana Flestum kemur saman um að ekkert höfuöfat sé Ijótara og óklæðilegra á kven- fóikinu en klútar bundnir undir kverk. En hér á Islandi er alveg nauðsynlegt aö hafa eitthvaö áhöfðinu, sem hylur hárið, svo það blotni ekki % rigningunni og sit- ur fast á höfðinu, svo það fjúki ekki % rokinu. Maðurinn með fuglsvipinn er mjög vinsæll í gleðskap. Svo ef þér þykir gaman að skemmta þér . . . Báða þessa kosti hefur húfan á myndinni. Og hún hefur líka fleira sér til ágætis, því hún er bæði klæði- leg og tvílit, græn að innan og svört að utan, svo það er hægt að snúa henni við. Og til að eignast svona höfuðfat, þurfum við ekki annað en að prjóna tvö stykki með sléttu prjóni, grænt og svart, setja vattrönd á milli þeirra að framan, svo húfan rísi svolítið við andlitið, sauma hana saman og hneppa henni með einum hnappi neðst í hnakkanum. Þá myndast gat á hvirflinum og sumir setja vattrönd kringum það Uka, til að halda því stifu, en það er þó ekki nauðsynlegt. I mestu kuldunum í fyrravetur komu svona húfui- á markaðinn í Frakklandi og viku seinna sást önn- ur hver kona með þær á götunni, bæði með fínum pelsum eða sport- kápum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.