Vikan


Vikan - 27.11.1952, Qupperneq 5

Vikan - 27.11.1952, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 46, 1952 5 Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu E F T I B Ethel Lina White FOAM var guðsfeginn að komast heim og hann kunni alltaf að meta þægilega, gamaldags heimilið sitt. Þar logaði eldurinn glatt, hundurinn hraut á gólfteppinu og þar sátu heilbrigðir og traustir foreldrar. Fyrir utan gluggann voru tré og þykk gluggatjöld komu í veg fyrir dragsúg. Frú Foam, sem elskaði hlýju, talaði alltaf um þau með sektarsvip og kallaði þau „glæpinn sinn gegn hreinu lofti“. Hún gaf sögu Alans um slysið engan gaum, því hún hafði alltof miklar áfiyggjur af því að hann væri líklega ekki búinn að borða. Þegar hún hafði spurt hann í þaula um hvað hann hefði fengið í hádegis- og kvöldmat, hvarf hún fram í eldhúsið til að bæta einhverju þar við. Þegar hún var farin, sagði faðir hans: „Mér virðist helzt að konan hljóti að hafa vitað eitt- hvað sem hún ekki mátti segja.“ „Nei, læknir,“ svaraði Alan. „Það var slys . . . En það er aðeins eitt einkennilegt atriði í þessu, og það er að skjólstæðingur minn var viss um að eitthvað hefði komið fyrir hana, úr því ekki var hringt til hans.“ Þegar Cross hringdi næsta morgun til að spyrja um dóttur sína, eins og venjulega, var rödd hans eins og hún átti að sér; áköf fyrst en dauf þegar honum var svarað að ekkert væri af stúlkunni að frétta. Nokkrum dögum seinna hringdi hann til Foams: „Eg hef verið önnum kafinn vegna slyssins," sagði hann. „Hún átti aðeins giftan bróður, sem er óttaleg rola. Nell sá alltaf um búgarðinn. Ég varð samt sem áður að fara eftir óskum hans. Ég varð auðvitað líka að mæta við rannsóknina á slysinu. Það var svei mér heppilegt að ég gat þekkt líkið.“ „Hvað hefur verið gert í málinu ?“ „Ég þarf að sjá um jarðarförina. Það er þess- yegna sem ég hringdi. . . . Aumingja Nell var vön að gera að gamni sínu varðandi jarðarförina sína. Ég vil ekki neinn dýrðarljóma um jarðar- förina mína, ég vil bara komast í moldina á ein- faldan hátt, sagði hún alltaf. . . . Ég vil helst ekki vera þar einn. Ég skal borga yður tíma- kaup og kaupa blóm fyrir yður. Nell vildi hafa mikið af blómum við jarðarfarir." „Ég skal koma,“ sagði Foam, þrátt fyrir löng- un sína til að neita. „En ég vil enga borgun. Hvað leiddi rannsóknin í ljós?“ ,,Ekkert. Hún dó af slysförum.” „Og þér samþykktuð það?“ „Auðvitað. Hvað eruð þér eiginlega að tala um?“ Svo áttaði hann sig. „Þér eigið við þetta sem ég sagði um morð þarna um kvöldið. Það er bezt að láta það kyrrt liggja. Ég hefi ekki efni á að gera 'neitt meðan telpan mín finnst ekki. Og til hvers væri það líka? Ég get ekkert sann- að og það væri bara til að hryggja bróður henn- ar meir en orðið er.“ „Ég veit að þér báðuð Nell að minnast ekki á dóttur yðar eða yður sjálfan," sagði Foam, „en Nell virtist vera mjög hreinskilin manneskja. Haldið þér að hún hafi minnzt á ykkur við þessa áströlsku vinkonu sína þennan dag?“ „Nei, hún gerði það ekki,“ svaraði Cross. „Mér datt það líka í hug, svo ég bað konuna um að endurtaka allt sem Nell hafði sagt við hana — sama hve lítilfjörlegt það væri. Ef hún hefði aðeins sagt eitthvað áður en hún dó.“ Foam sá eftir að hafa lofað að vera við jarð- arförina, þegar hann komst að því að þeir þurftu að aka út úr borginni til þess. 1 kapellunni voru auk þeirra, ástralska stúlkan, sem vildi sýna ferðafélaga, sem nú var svikin um friið sitt, samúð. Með henni var amerísk kona, — Nell algerlega ókunnug — sem komin var til að fylgja landa sinum til grafar og sjá enska jarðarför um leið. Foam fylgdist með messunni af alhug og þegar kistan hvarf ofan í gröfina, sá hann fyrir sér hraustlegt og glaðlegt andlit Nell. Þegar hann hugsaði um þetta eina skipti, sem hann hafði séð hana, truflaði hann eitthvað. Hann gat ekki komið fyrir sig öllu, sem sagt hafði verið við borðið, en samt hafði hann það á til- finningunni að eitthvað af þvi væri mikilvægt, ef það væri sett í samband við önnur smáatriði. Það var eins og Nell væri að reyna að segja honum að hún hefði talað áður en hún dó og að orð hennar væru lausnin að leyndardómnum um hvarf Evelýnar Cross. 11. KAFLI. Hótunarbréf. MEÐAN sendimenn frá Foam eltu ljóshærðar stúlkur út um allt land, voru hræðilegir at- burðir i vændum. Cross virtist ekki hafa nokkurt veður af því. Hann var jafn rólegur eftir áfallið af dauða Nell Gaynor og yfir þvi að dóttir ,hans kom ekki í leitirnar. En þó hann virtist alltaf vera i góðu skapi, þá sá Beatrice í gegnum það. „Hann er þunglyndur og bitur bak við þessa grímu," sagði hún, „og hann gerir allt andrúms- loftið í kringum sig þungbúið. Ég get fundið það hvenær sem hann kemur nálægt mér. Hann hlær bara með tönnunum og ég held ekki að hann gleymi henni eitt einasta augnablik.“ „Þá leikur hann vel,“ svaraði Viola. Til að sanna enn betur leikhæfileika sina, hélt Cross veizlu án nokkurrar húsmóður í ibúð sinni. Frú Stirling hafði látið í ljós löngun til að sjá hvernig hann byggi. Viola var óánægð yfir að vera boðin með. 1 raun og veru átti hún fri, alveg eins og lögreglu- mennirnir, þegar Beatrice var með foreldrum sín- um. Veizlan byrjaði með dýrindis máltíð niðri í veitingasalnum og þar fengu konurnar blóm á barminn áður en þau gengu öll upp í íbúðina. Samkvæmt venju sagði miljónamæringurinn ekkert, en lét í ljósi ánægju sína með- þvi að totta vindla húsráðandans. Hann brosti út í ann- að munnvikið, þegar hann virti fyrir sér konu sina og dóttur. Frúin var í þvi skapi að dást að öllu og hún flögraði um íbúðina og vakti athygli dóttur sinnar á ýmsum smámunum. „Ég er stórhrifin,“ sagði hún. „Það er full- komið.“ „Ekki fullkomið," sagði Cross og hætti að hella í bollana. „Hér er engin húsmóðir. Ég ætti ekki . . .“ „Vesalings maðurinn. Ég skal . . .“ „Nei, ég læt sæti hennar standa autt þangað til hún kemur.“ Svo fór Cross að segja henni hve mikið hann borgaði fyrir íbúðina og frúin býsnaðist yfir því hve allir aðrir fengju alltaf betri íbúðir fyrir lægra verð, en hún sjálf. „Ég er oft að velta því fyrir mér hvað við borgum eiginlega fyrir,“ lauk hún máli sínu. „Framhleypni,“ svaraði maður hennar. „Þeg- ar kona trúir blaðamönnum fyrir því að henni hafi tekizt að hafa stóra fjárhæð út úr manni sínum fyrir demöntum, þá er henni ekki boðið upp á neinar kjallaraíbúðir." „Auk þess mundirðu sakna allra aukaliðanna á reikningnum þínum,“ bætti Beatrice við. „Þú heldur að þú sért látlaus — en við vitum öll að þú ert duttlungafull." Frúin setti upp óánægjusvip, en Cross flýtti sér að bjarga málinu. „Blátt áfram eða duttlungafull," sagði hann. „En eitt er öllum konum sameiginlegt. Þær eru hjátrúarfullar — það eru allir verzlunarmenn reyndar líka.“ „Ert þú það?“ spurði frú Stirling. „Stundum langar mig til að leita til spákvenna varðandi Evelyn, og eina konan sem ég mundi trúa, er Goya. En því miður get ég ekki hugsað mér að koma nálægt henni eftir það sem skeð hefur. Vinur minn sagðist hafa fengið mikilvæg- ar upplýsingar hjá henni.“ Augu Beatrice glömpuðu af áhuga: „Ég verð að fara til hennar. Viola; við förum þangað á morgun." „Nei,“ sagði Cross. „Látið hana ekki fara í þetta hræðilega hús.“ „Hún þarf þess ekki,“ svaraði faðir hennar. „Ég sé stundum fyrir óorðna hluti sjálfur og mér segist svo hugur um að ég eignist ekki tengdason að nafni Austin." „Nei,“ sagði Cross. „Beatrice verður að fá að- alsmann. Ekkert er of gott fyrir hana.“ Beatrice hló og mótmælti þessu með því að hrista höfuðið. Hvíti silkikjóllinn hennar gerði hana fallegri en venjulega og henni hafði verið leyft að bera rauða kóralfesti um hálsinn. En þó hún væri falleg, vantaði hana yfirburði, sem gætu réttlætt aðdáun foreldra hennar. Viola leit frá einum til annars og allt í einu var hún orðin óánægð með þau öll. Frúin leit út eins og viðkvæm postulínsbrúða i brokaði- kjólnum sínum og karlmennirnir voru enn höfð- inglegri en venjulega í kvöldklæðnaðinum. Hún saknaði manns, sem stundum var í sömu fötunum alla vikuna og kallaði sig „hrjúfan og algengan". Hann tilheyrði hinum raunverulega heimi. Hún hrökk upp úr hugsunum sínum, þegar dyrabjall- an hringdi. „Þetta er líklega pósturinn minn,“ sagði Cross. „Þeir koma alltaf með hann upp. Þessir litlu þorparar kunna svei mér að plokka af mér smá- peninga." Hann gekk fram að dyrunum og glaðleg VEIZTU -? 1. Hinir svokölluðu kamelhár-burstar eru ekki úr kamelhárum. Úr hverju eru þeir ? 2. Hvað þýðir að kjagsa? 3. Hvaða plánetur eru næstar sólinni? 4. Nagli er rekinn i trjábol. Hve hátt frá jörðu verður hann fimm árum seinna? 5. Hvað er maginn i jórturdýrum í mörg- um hólfum og hvað heita þau? 6. Hvaða fljót rennur í gegnum Bukar- est? 7. Hvenær og hvar var fyrst farið að nota skæri? 8. Eftir hvern er óperettan Nitouche? 9. Hvar á landinu er einkennisbókstafur bifreiða Z? 10. Hvaða þrjú norsk skáld hafa hlotið Nobelsverðlaun ? Sjá svör á bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.