Vikan - 22.01.1953, Page 2
I FRASOGUR FÆRANDI
Ef þú sérð mann með flótta-
legt augnaráð skjótast inn í húsa-
surul og dveljast þar um stund,
þá geturðu unnið brennivínsflösku
af vini þínum með því að veðja
við hann um, að þú vitir, hvað
máðurinn hafi verið að gera.
Það eru yfirgnæfandi líkur fyrir
því, að hann hafi verið að fleygja
vasabókum.
Janúar er mánuður vasabók-
anna, þær fara um landið eins
og login yfir akur. Þú sérð tvo
menn standa saman á götuhorni,
og ef þú dokar við stundarkorn,
þá stingur annar maðurinn hend-
inni í vasa sinn og dregur upp
bláa vasabók:
— Hérna, vinur, vantar þig ekki
bólt?
Og ef þú ert ekki að flýta þér
og hefur tima til að biða svoiitið
lengur, þá muntu sjá liinn mann-
inn hika andartak, fara svo ofan
í vasann sinn líka og rétta kunn-
ingja sínum litla rauða bók:
— Hérna, vinur, hér er ein frá
mér!
Mabub er iivergi óhultur.
Maður fer inn í banka til þess að
athuga svolítið fjárreiðurnar, og
á móti manni kemur gamall, vin-
gjarnlegur maður með útréttar
hendur: Gjörið þór svo vel, hér
er vasabók frá okkur!
Maður gengur inn í skrifstofu,
þar sem mennimir versla með olíu,
maður á sér einskis ills von, mað-
ur er að borga reikning. Og á
móti manni kemur brosmild skrif-
stofustúlka með blýant bak við
eyrað og: Gjörið þér svo vel, má
ég bjóða yður bók?
Taugadrepandi skratti.
Ekki svo að skilja, að ég beri
neina persónulega óvild í brjósti
til vasabóka (e.ins og t. d. tll gos-
bmnns-ekkisen-hugmyndarinnar i
Tjörninni). Það er bara einu sinni
svona, að þegar maður er búinn
að fá segjum tíu til fimmtán-
vasabækur í öllum regnbogans
litum, þá finnst manni sem maður
sé búinn að eignast nógu margar
vasabækur það árið.
Það er nefnilega sá ókostur við
þetta allt saman, að þegar mað-
ur er búinn að lesa eina vasabók,
þá má heita að maður sé búinn
að lesa þær allar. £g hef meir
að segja sterkan grun um, að
sami maðurinn semji allar vasa-
bækur á Islandi. Þeir geta að
minnsta kosti ekki verið margir.
En nóg um það. Þó vil ég
alls ekki, að menn skilji orð mín
svo, að ég vilji að vasabókaút-
gáfa falli algerlega niður. Það
getur stundum verið afskaplega
þægilegt að hafa vasabók á sér,
til dæmis þegar maður er á ferða-
la,gi. Maður er kannski staddur
undir fjalli (X) og veit að undir
öðru fjalli (Y) bíður kunningi
manns með svolitla hressingu. Þá
er nógu gott að geta gripið til
vasabókarinnar (maður hefur
raunar oftast i svona tilfellum
gleymt henni heima) og séð til
dæmis vegalengdina frá Ketils-
stöðum í Jökulsárlilið til Egils-
staða. Ég var að enda við að slá
þessu upp í bókunum mínum og
þeim ber saman um, að leiðin sé
57 kílómetrar.
En hvað ég vildi samt sagt hafa
um vasabókaútgáfuna: Fyrr má
nú rota en dauðrota!
Það er rétt að vekja athygli
á því með örfáum orðum, að VIK-
AN hefur ekki minnkað eftir ára-
mótin. Hún hefur þvert á móti
stækkað. Hinsvegar skerum við
svolítið meira al' spássíunum en
áður, finnst það áferðarfallegra
og þægilegra. En dálkarnir eru
eins breiðir og þeir hafa verið und-
anfarin ár — og svosem senti-
metra lengri. Auk þess notum við
smærri letur meira, þar sem því
verður við komið, reynum með
öðrum orðum að drýgja lesmáUð
eftir megni.
Mér er sagt, að það hafi
hringt kona á ritstjórn VIKUNN-
AR upp úr þrettándanum og spurt
(í sambandi við veðmál) hve jóla-
sveinarnir væru margir. Og sá,
sem orðið hafi fyrir svörum, hafi
helz.t hallazt að tölunni níu, sbr.:
Jólasveinar einn og átta o. s. frv.
En mér er næst að lialda, að
jólasveinarnir séu fleiri, og vil
biðja frúna að líta ekki á VIK-
UNA sem einskonar hæstarétt
í málinu. Til dæmis er það eklti
fortakslaust, að eitthvað af jóla-
sveinum dveljist hér í höfuðstaðn-
um allan ársins hring, að minnsta
kosti þykist undirritaður stundum
hafa séð þeim bregða fyrir á Al-
þingi.
Loks er þess að geta, sem þó
er á allra vitorði, að það verður
víst aldrei nógsamlega lofað, hve
tækninni fleygir fram á öllum
sviðum. Allt er orðið svo fullkom-
ið í okkar litla þjóðfélagi, allt frá
öryggisnælunum í buxunum á
reifabörnunum upp í nælonnátt-
kjólana, sem springa eins og tund-
urdufl.
Þessu til sönnunar get ég sagt
frá því, að ég hitti um daginn sjö
ára gamlan kunningja minn á
fömum vegi, og við tókum tal
saman og ég spurði meðal ann-
ars, hvað hann hefði gert á sunnu-
daginn var.
Og vinur minn svaraði: Ég var
á bamaguðsþjónustu,. en svo var
rafmagnsskömmtun og þá liætti
bíómyndin, sem við vorum á.
G. J. A.
Vika mín/ viltu vera svo cjöð og
birta fyrir mig mynd af kvikmynda-
leikkonunni Lucille Ball og segja
mér eitthvað um liana, hve há liún
er, hve gömul o. s. frv.
Daddý.
Lucille Ball leikur enn ungar stúlk-
ur enn í kvik-
myndum þó hún sé
komin til ára
sinna. Hún er rújn-
lega fertug, fædd
í Montana í
Bandaríkjunum.
Móðir hennar ætl-
aði að gera hana
að píanóleikara, en
hún þrjóskaðist við
og valdi leiksviðið
í staðinn. Hún
kom fyrst fram
sem ein af hinum
frægu Ziegfeld-
sýningarstúlkum, en fór svo að leika
í kvikmyndum. Á seinni árum hefur
hún oft haft grínhlutverk á hendi og
tekist vel.
Lucille er 173 sm. á hæð, rauðhærð
og bláeyg.
Jacksonville og var öllum ókunnur
nema sjúklingum sínum þar til 1941.
Síðan hefir hann skrifað nokkrar
mjög vinsælar bækur, helzt um lækna
og störf þeirra.
4. Þú átt að vega 62.88 kg. Það er
varla hægt að slá neinu föstu um
hver sé meðalhæð kvenna. Til eru
ótal töflur um þessi efni og þeim
kemur ekki saman. Heyrt hefi ég að
162 sm. sé meðalhæð, en ekki þori ég
að fullyrða að það sé rétt. En aðal-
atriðið er að þyngdar- og hæðarhlut-
föllin séu rétt, hver sem hæðin er.
Svar til Pésa:
Skrifaðu upplýsingaskrifstofu
Bandaríkjanna, Laugaveg 24. Skrif-
aðu bara á íslenzku.
Vika mín, getur þii ekki gefið mér
utanáskrift annars hvors frystihúss-
ins í Sandgerði eða sagt mér tiV
hverra ég get leitað til að fá atvinnu.
þar.
Sjöfn.
Frystihúsin í Sandgerði heita Mið-
nes h.f. og Garður h.f. Skrifaðu öðru
hvoru þeirra.
1. a) Starfar Húsmœðraskóli Is-
lands allt árið? b) Hvenœr hefst
nýtt námstímabil? c) Hvað œtli
skólagjald sé liátt, ca. ?
2. HvaJð þýðir orðið „capital“ ?
3. Geturðu sagt mér eitthvað um
rithöfundinn fræga F. G. Slaughter ?
>i. Ég er 168 cm. á hæð, 19 ára,
livað á ég að vera þung? Hvað er
meðalhár-kvenmaður, hár ?
R.
1. Upplýsingar um Húsmæðraskóla
Islands finnurðu í 43. tölublaði VIK-
UNNAR, sem kom út 6. nóv. 1952.
2. Orðið „capital“ hefur ýmsar
merkingar, það þýðir: upphafsstafur,
höfuðstóll, fé, fjármunir, auðvald, inn-
stæða, höfuðborg og súluhöfuð. Sem
lýsingarorð og í samsetningum þýðir
það: mikilsvarðandi, ágætur, höfuð-,
aðal-, sem hefur dauðarefsingu í för
með sér.
3. Frank G. Slaughter er amerisk-
ur rithöfundur. Hann er læknir í
MENN OG MINJAR
(sendibréf frægra Islendinga),
þáttur Finns Sigmundssonar
landsbókavarðar í SAMTlÐINNI
vekur athygli. 10 hefti (320 bls.)
árlega fyrir aðeins 35 kr. Pantið
timaritið strax, og þér fáið það
lrá síðustu áramótum. Árgjald
fylgi pöntun.
Þetta er
Blöndahls-kafíi
m Ly W'
hÆ J .Æhrt- iw
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.
2