Vikan


Vikan - 22.01.1953, Síða 10

Vikan - 22.01.1953, Síða 10
HEIMILIÐ RITSTJÓRI: ELlN PALMADÖTTIR ÍSLAND ER EINA LANDIÐ sem getur fullgilt hinn nýja samning um stjórnmálaréttindi kvenna, án þess aö breyta þurfi lögum landsins, segir frú Bodil Begtrup sendiherra. FRÚ Bodil Begtrup sendiherra er nýkomin heim frá New York, þar sem hún var fulltrúi Danmerkur á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Þar sem lesendum blaðsins mun vafalaust leika forvitni á að frétta hve vel kvenréttindamálum stofnunarinnar miðar áfram, sneri blaðið sér til sendiherrans. Frú Bodil Begtrup er þessum málum allra kvenna kunnug- ust, því hún var ein af sjö fyrstu fulltrúunum, sem kallaðir voru saman til umræðna um hagsmunamál kvenna á vegum Sameinuðu þjóðanna 1946. Eftir það var hún í þrjú ár fulltrúi Danmerkur í nefnd þeirri sem sett var á stofn innan samtak- anna til að annast málefni kvenna. — Ég mætti aldrei neinni mpt- stöðu gegn áhugamálum mínum þeg- ar ég var ung, segir frúin. — Fað- ir minn skildi t. d. vel að mig lang- aði til að menntast. Þessvegna hef- ur mér alltaf fundizt það vera skylda mín að hjálpa öðrum konum, sem áttu við erfiðleika að stríða í þess- um efnum. — Þegar ég hafði lokið prófi í hag- fræði árið 1929, bað ein af forvígis- konum kvenréttindahreyfingarinnar í Danmörku mig að fylla þeirra flokk og það gerði ég. Síðan hefur frúin unnið þessum málum. ómetanlegt gagn. Upphaf kvenréttindar- nefndar S.Þ. 1r fyrsta kafla sáttmála Sameinuðu þjóðanna stendur að meðlimarik- in hafi ákveðið „að endurvekja trúna Ef eiginmaðurinn hætti að koma með nýja konu heim Þegar Kvenréttindaþingið var í hébanon barst frú Bodil Begtrup bréf frá hópi kvenna langt inni í Afríku. Þœr höfðu heyrt að til vœri nefnd, sem ynni að því að afnema fjölkvœni. Nú vildu þœr mótmcela þessum aðfórum, þvt þeim fannst þetta fyrikomulag hentugt. Ilvemig fœri fyrir þeim ef eiginmaðurinn liœtti að koma með nýja konu heim ? Þœr yrðu þá að vinna heim- ilisverkin alla œfi. á hin upprunalegu mannréttindi, á verðleika og gildi mannsins, á jafn- rétti manns og konu“. 1 London 1946 var strax farið að ræða um það hvernig þessum orðum sáttmálans yrði bezt komið í framkvæmd. Árangurinn af þeim viðræðum varð sá að níu meðlimaríkjum var boðið að senda sérfræðinga í kvenréttinda- málum á fund til skrafs og ráða- gerða. Aðeins sjö af níu konum mættu á fundinum í New York í apríl 1946. Þær voru frá Kína, Dan- mörku, Frakklandi, Indlandi, Pól- landi, Suður-Ameríku og Libanon. Þó konur þessar hefðu ólíka reynslu að baki, tókst þeim að koma sér saman um fjögur atriði, sem fyrst og fremst þyrfti að keppa að. Þessi fjögur atriði voru: 1. jafnrétti á stjómmálasvið- inu.; 2. félagsiegt jafnrétti; 3. lagalegt jafnrétti; 4. jafn réttur til menntunar. Það var þessum konum fljótlega Ijóst að lögfræðingar þeir og félags- fræðingar, sem kæmu til með að skipa mannréttindanefndina myndu hvorki hafa tíma né hagnýta reynslu til að fást við vandamál kvenna. Þessvegna lögðu þær til að sérstök nefnd yrði sett á stofn innan Sam- einuðu Þjóðanna, sem fengist ein- göngu við hagsmunamál kvenna. Það var í fyrsta skiptið í mannkyns- sögunni að viðugkenning fékkst á því, að hinn ójafni réttur kynjanna væri félagslegt, hagfræðilegt og laga- legt vandamál, sem varðaði allan heiminn. Nefndin var sett á stofn og síðan hefur hún komið saman á hverju vori og barizt fyrir jafnrétti karla og kvenna í heiminum. Fulltrúarnir sem sæti eiga í nefnd- inni eru orðnir átján, en ekkert Norð- urlandanna er þar á meðal (Danmörk átti þar fulltrúa fyrstu fjögur ár- in). Frú Begtrup sagðist samt álíta að eitthvert hinna norrænu landa ætti að eiga þarr'sæti og að unnið væri að því að svo verði. Hvaða árangur hefur náðst? Síðan 1945 (þegar sáttmáli Sam- einuðu Þjóðanna var undirritað- ur) hafa 24 lönd gert ráðstafanir til að veita konum kosningarétt, annað- hvort til jafns við karlmenn eða með vissum skilyrðum. 1 dag hafa konur í 45 af 60 meðlimaríkjum Sameinuðu þjóðanna fullkominn kosningarétt og í sjö öðrum löndum hafa þær kosn- ingarétt með vissum skilyrðum (ef þær hafa vissa menntun eða að þær fá aðeins að kjósa í sveitarstjórnar- kosningum). Hinn nýi samningur Tveim dögum áður en frú Bodil Begtrup fór frá New York sam- þykkti þingið samning, sem kven- réttindanefndin lagði fram og mun hann liggja frammi til undirskriftar og fullgildingar. 1. grein. Konúr skulu hafa kosningarrétt í öllum kosning- um til jafns við karlmenn. 2. grein. Konur skulu vera kjörgengar til jafns við karl- menn í allar opinberar stöður, samkvæmt lögum hvers lands. 3. grein. Konur skulu hafa jafnan rétt og karlmenn til að hafa á hendi opinberar skrifstofur og vinna öll opin- ber störf, samkvaemt lögum landsins. En frú Bodil Begtrup, sem er þess- um málum kunnugust segir að Is- land sé eina landið í heiminum, sem geti fullgilt þennan samning án laga- breytinga. Danmörk yrði t. d. að setja fyrirvara með tilliti til kon- ungserfðanna og vegna ýmissa em- bætta í hernum. Og í Svíþjóð geta konur ekki orðið prestar. 1 Noregi geta þær það með sérstökum skilyrð- um. En samning þennan verða sex lönd að samþykkja svo að hann fái gildi. Frú Begtrup er þeirrar skoðunar að Norðurlöndin fimm (Finnland gæti verið með, því lönd utan S.Þ. mega gerast aðilar að samningnum) og Dominianska lýðveldið gætu helzt fullgilt hann. Hvaða gagn gera allar þessar samþykktir? Þær eru mikil stoð fyrir kvenrétt- indasamtökin í hverju landi. Fulltrúar hinna ýmsu þjóða á þingi Sameinuðu þjóðanna skammast sín fyrir að þurfa að viðurkenna hversu slæmt ástandið er í þessum efnum i heimalandi þeirra. Þeir hafa því áhrif á stjórnina um að breyta þessu. Kvennréttindasamtök viðkomandi lands hafa líka betri aðstöðu gagn- vart stjórnarvöldunum, ef fulltrúi landsins er búinn að lýsa því yfir að konur hafi þar frelsi og jafnrétti. Rétt áður en kvenréttindanefndin kom saman til fundar í Lebanon, fengu konur I nágrannalandinu Sýr- landi t. d. allt í einu og alveg óvænt kosningarétt. En áhrifa hins nýja samnings mun þó gæta í enn ríkara mæli, þegar öll meðlimariki Sameinuðu Þjóðanna hafa samþykkt hann og fullgilt. Þá fyrst er því markmiði náð að kon- ur í öllum löndum hafi lagalegan rétt til jafns við karlmenn. Hvað kemur okkur þetta við ? Við þurfum ekki á slíkum samningum að halda, segja vafalaust margar ís- lenzkar konur. En þetta er misskilningur. Það er einmitt á þessu sviði, sem við getum orðið að gagni og aðstoðað þær þjóð- ir sem skemmra eru komnar, því 'erfitt er að gera sér grein fyrir því ástandi sem ríkir víða í heiminum í þessum efnum. i i * Málefni kvenna í öðrum deildum S.Þ. Það er ekki eingöngu kvenréttinda- • nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem vinnur að því að bæta hag kvenna. 1 ýmsum öðrum deildum stofnunar- innar er unnið af kappi að þessum málum. Alþjóðavinnumálastofnunin vinnur t. d. að því að bæta vinnuskilyrði kvenna um allan heim, útvega konum réttindi til að mega vera frá störf- um meðan þær ala börn sin o. m. fl. Unesco berst fyrir betri aðstöðu til menntunar og þannig mætti lengi telja. j Sendiherra Dana á íslandi FRÚ Bodil Begtrup hefur nú verið sendiherra Dana á íslandi í f jögur ár og unn- ið mikið og gott starf í þágu beggja landanna. — Eg er mjög ánægð yfir að dveljast hér á landi og hef mik- inn áhuga fyrir landkostum fs- lands og lifnaðarháttum lands- manna, segir frú Bodil Begtrup, enda hefur hún lært íslenzku og ferðast mikið um Iandið. — En góð samvinna milli fs- lands og Danmekur er mér fyr- ir öllu, segir frúin að lokum. Lífshætta að kjósa I mörgum löndum eru karlmenn skyldaðir til að neyta kosninga- réttar síns. Konur eru aftur á móti aldrei neyddar til að kjósa, þó þœr hafi rétt til þess. Þetta kemur til af því að sum- staðar er lífshœttulegt að vera á ferli á götum úti daginn sem kosningar fara fram. Uppþot eru algeng og menn draga jafnvel upp byssuna til að knekkja á stjórn- málaandstæðingum sínum. Það er þvi ekki hœgt að neyða konur til að leggja sig í slíka hœttu til að komast á kjörstað. 10

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.