Vikan


Vikan - 02.04.1953, Side 14

Vikan - 02.04.1953, Side 14
665. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 menn — 6 spilling- arbæli — 9 tala — 10 land — 11 heigull —■ 13 kjarkur — 15 fiskur — 17 nef — 18 dysja -—- 20 farið — 24 embætti — 25 aurasál — 27 störf- uðu — 29 gefið gaum — 31 skelfing — 32 van — 33 sóun — 35 hnapp- ur — 37 dugleg —- 40 skelin — 41 mannsnafn — 43 gjaldmiðil — 46 hestur — 48 heiti — 49 fugl, þf. — 50 manns- nafn — 51 stallur — 52 heiti. Lóðrétt skýring: 1 vatn — 2 einráð — 3 ókyrrð — 4 dveljum — 5 glerplatan — 6 hállt — T fæddu — 8 ábatasamur — 12 hinar — 14 ófúsar — 16 vað- ið — 19 hljóp — 21 tímabilin ■—■ 22 innkoma — 23 óþrif — 26 meira — ■—- 29 óþrifnað — 30 tónn 28 gefi frá sér hljóð — 34 samtal — 36 hrópar — 38 syngi — 39 •— 31 gælunafn, þf. kalt — 42 í — 44 kona — 45 sæla — 47 erfiði. Lausn á 664. krossgátu Vikunnar. Ándlát Edgware lávarðar F'ramhald af bls. 6. — Hvenær fóruð þér héðan? — Ég lagði af stað um átta leytið. Ég skrapp snöggvast inn í Piccadilly Palace til að kveðja ameríska vinkonu mína, sem var að fara til Bandaríkjanna . . . frú Van Dusen. Ég kom til Chiswick þegar klukkuna vantaði fimmtán mín- útur í níu. — Hvenær fóruð þér þaðan? — Um klukkan hálf tólf. — Komuð þér beint hingað ? — Já. — 1 leigubíl? — Nei. 1 bílnum mínum. Ég hefi hann á leigu hjá Daimerfjölskyldunni. — Og meðan þér voruð í verzluninni fóruð þér ekkert frá eða hvað? — Ja . . . ég . . . — Svo þér fóruð eitthvað? Hann var eins og rottuhundur sem er viðbúinn að ráðast á rottu. — Ég skil ekki hvað þér eigið við. Það var hringt til mín meðan ég var að borða. — Hver hringdi? —Ég býst við að það hafi verið gabb. Einhver rödd sagði: — Er þetta Lady Edgware ? og ég svaraði: — Já, það er hún. Og þá var bara hlegið og símtólið lagt á. — Fóruð þér út úr húsinu til að tala í símann ? Jane rak upp stór augu af undrun: — Auðvitað ekki. — Hvað voruð þér lengi í burtu frá borðinu? — Um það bil eina og hálfa mínútu. Eftir þetta gafst Japp upp. Ég var sannfærður um að hann trúði ekki einu orði af því sem hún sagði, en nú þegar hann var búinn að heyra sögu hennar, gat hann ekkert gert fyrr en hann var búinn að fá staðfestingu á henni eða hrekja hana. Eftir að hafa þakkað henni kuldalega fyrir, fór hann. Mér finnst að ég verði að gæta stöðu minn- ar núna, fyrst allt fór vel. Ég vil helzt hegða mér eins og ekkja. Dálítið virðulega, skiljið þér? Ég var að hugsa um að senda krans úr orkide- um. Þær eru dýrustu blómin um þessar mundir. Ég býst við að ég verði að vera við jarðarförina. Hvað finnst yður? — Ég býst við að þér verðið að vera við rannsókn málsins fyrst, Madame. — Já, það er víst rétt hjá yður. Hún hugsaði um þetta í eina eða tvær mínútur, svo sagði hún. ■— Ég virðist hafa verið heppin að skipta um skoðun og fara í veizluna. Poirot var á leiðinni fram að dyrunum þegar hann heyrði þetta, en þá snerist hann á hæli. — Hvað eruð þér að segja, Madame ? Skiptuð þér um skoðun? — Já. Ég ætlaði að hætta við að fara, því ég var með slæman höfuðverk síðdegis í gær. Poirot kingdi nokkrum sinnum. Hann virtist eiga erfitt með að tala. — Minntustu þér á það — við nokkurn? spurði hann að lokum. — Já, það gerði ég. Við drukkum te saman nokkuð mörg og þau vildu að ég kæmi í kokteil- boð með þeim, en ég neitaði því. Ég sagði að höfuðið á mér væri að klofna og að ég ætlaði beint heim. Ég sagðist líka ætla að sleppa kvöld- verðarboðinu. — Hvers vegna skiþtuð þér um skoðun, Madame ? — Ellis lagði fast að mér. Hún sagði -að ég hefði ekki efni á að afþakka boðið. Matgu gamli er mikill áhrifamaður, eins og þér vitið og hann er gjarn á að móðgast. En mér er alveg sama. Strax og ég er gift Merton, er ég laus við allt þessháttar. En EIlis er svo varkár. Hún segir að allt sé breytingum undirorpið o. s. frv. og ég býst við að hún hafi rétt fyrir sér. Hvað sem því líður, þá fór ég. — Þér eigiö Ellis mikið að þakka, Madame, sagði Poirot alvarlega. — Þér hafið vist rétt fyrir yður. Yfirlögreglu- Lárétt: 1 undanrás — 7 Samson — 12 anís — 13 kvígan — 15 fag ■— 17 mói —- 18 úti ■— 20 er — 21 saga — 23 nota — 26 at — 27 rist — 29 ólund ■— 31 fólu — 32 Kata — 34 dal — 36 an — 37 boða — 38 all — 39 trú — 40 óó —■ 41 rugl — 43 Ásta — 45 án — 46 skrá — 48 ísarn —- 50 ung — 52 óðir — 53 einnar — 55 kári — 57 ufsar — 60 inna — 61 na — 62 nögl — 64 utar — 66 GK — 67 æra — 69 óar — 71 vin — 72 gaular — 75 mali — 77 tígull — 78 innrætið. þjónninn var búinn að leggja það allt niður fyrir sér, var það ekki? Hún hló. Poirot hló ekki með henni. Hann sagði lágri röddu: — Samt sem áður . . . setur þetta hugsunina í gang. Já, hugsunin fer á fulla ferð. Jane tók upp hattinn, sem hún hafði verið að máta, þegar við komum inn. Hún mátaði hann aftur. — Mér er meinilla við svart, sagði hún óánægð. — Ég klæðist aldrei svörtu. En, ég býst við að ég verði að gera það til að líta út eins og reglu- leg ekkja. Allir þessir hattar eru hræðilegir. Hringdu í hina hattabúðina, Ellis. Ég verð að líta þannig út að ég geti látið sjá mig. Poirot og ég laumuðumst hljóðlega út úr her- berginu. ODETTE Framhald af hls. 12. aði með því að ég svaf í pútnahúsi þýzkra her- manna við Parísarstræti. Það var leitað í því um nóttina, en . . . eee . . . forstöðukonan sagði að ég væri frænka hennar og herbergi mitt var látið í friði.“ „Gott.“ Hann hlustaði á frásögn hennar með rósemi sem gerði henni dálítið gramt í geði. Hann sagði: „Kanntu á hjóli?“ Hún hafði aldrei stigið á reiðhjól á sinni lífs- fæddri æfi. En hún sagði stillilega: „Ég ímynda mér, að fyrir manneskju, sem getur eytt nótt- inni í þútnahúsi í Marseille, þá hljóti það að vera tiltölulega auðvelt að ferðast á reiðhjóli." Hann brosti og sagði: „Ég verð að játa, að ég átta mig ekki í augnablikinu á því, hvaða samband sé á milli pútnahúss og hjólhests. En hvað sem því líður, þá vildi ég gjarnan biðja þig að hjóla út á Villa Diana og fá Baron dé Carteret þennan miða. Og þegar þú kemur aft- ur, þá hef ég dálítið annað handa þér að gera.“ Lóðrétt: 1 umferð — 2 dag — 3 an — 4 níða — 5 rs — 6 skó — 7 sí — 8 agat — 9 MA — 10 snú — 11 neitunin — 14 vinn — 16 Ari — 17 mal — 19 tala — 21 staðráðin — 22 góa — 24 odd — 25 aflraunir — 28 sko •— 30 ull — 33 tau — 35 att — 37 bók — 38 Als — 38b lár — 40 ósaknæmt — 42 gírug —■ 44 snert — 45 ágangi — 47 rór — 49 aus — 51 nnn — 54 raknið — 56 áar — 58 flóa — 59 aur — 63 ötul ■— 65 afar — 68 agg — 70 Ari — 71 vit — 73 au — 74 11 — 75 mn — 76 læ. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5: 1. Vatnið er svo djúpt að þegar vatnið á yfir- borðinu kólnar, fer það niður og hlýrra vatn kemur upp í staðinn. 2. Þór. 3. 78 ára gamalt. 4. Sundaeyjunum. 5. Með tólf núllum. 6. G-0 er á bifreiðum starfsmanna Keflavíkur- flugvallar, en VL á bifreiðum Varnarliðsins. 7. 390 m. 8. 1 Þórshöfn í Færeyjum. 9. Mefistofeles eftir Boito, Fordæming Faust eftir Belioz og Faust eftir Gounod. 10. Hann fylgdi sér meiri manni. Þegar dýr voru dregin fyrir lög og dóm Framhald af bls. 13. sitt í viðurvist skepnunnar, og ef hún andmælti ekki, þá var hann frjáls ferða sinna! Nútímamaðurinn á erfitt með að skilja, hve þessi furðulegu réttarhöld hafa verið lífseig. Til þeirra var gripið öldum saman, þó að það hefði átt að liggja í augum uppi allt frá byrjun, að hinir mállausu sakborningar létu sér næsta fátt um finnast og hirtu alls ekki um umvöndunarorð dómstólanna. Ástæðan hlýtur þvi að vera sú, að tilviljunin hafi stundum komið dómurunum til hjálpar, og að menn hafi þessvegna trúað því, að svona réttarhöld gætu gefið góða raun. Til dæmis eru til skráðar heimildir um það á Spáni, að skömmu eftir að konungleg tilskipun var gefin út um að rottur skyldu hafa sig á brott úr til- greindu héraði, sáust þær ganga hópum: saman í sjóinn. Það var í samræmi við tíðarandann, að almenningur leit á þetta sem eintóma löghlýðni af hálfu þessara spönsku þegna; það var skoðun almennings, að blessaðar rotturnar hefðu verið að gegna kónginum og synt til hafs í leit að ábúðarhæfum eyðieyjum. 14

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.