Vikan


Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 6

Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 6
vizku. Dauði frænda hans kom sér mjög vel fyrir hann. Hann er líka fluttur inn í húsið. — Hvar bjó hann áður? — 1 Martin stræti. Það er ekki skemmtilegt hverfi. — Þú ættir að skrifa það hjá þér, Hastings. Ég gerði það, þó ég skildi ekki ástæðuna. Það var ekki líklegt að við þyrftum á fyrra heimilis- fangi Ronalds að halda, úr því hann var fluttur inn í Regent Gate. — Ég held að Carlotta Adams hafi gert það, sagði Japp og reis á fætur. — Það var vel af sér vikið, að icomast að þessu, Poirot. En þú ert lika alltaf í leikhúsum og á allskonar skemmt- unum. Þú rekst á ýmislegt, sem ég hef engin tækifæri til að sjá. — Það er ein manneskja eftir, sem hafði á- stæðu til að drepa hann, sem þú hefur ekki minnzt á, sagði Poirot. -— Hver er það? — Maðurinn, sem sagt er að ætli að giftast ekkju Edgwares lávarðar. Ég á við hertogann af Merton. — Já, ég býst við að hann hafi haft ástæðu til þess, sagði Japp hlægjandi. — En það er ekki líklegt að maður í hans stöðu fremji morð. Auk þess er hann í París. —- Þú grunar hann þá ekki í alvöru? — Gerir þú það, Poirot? Hann hló enn að þessari fjarstæðu hugmynd, þegar hann hvarf út um dyrnar. 17. KAFLI. Þjónninn. NÆSTI DAGUR var frídagur hjá okkur, en mikill annadagur fyrir Japp. Síðdegis leit hann inn til okkar. Hann var eldrauður í andliti og reiðilegur á svipinn. — Eg hef hlaupið á mig, sagði hann. — Það getur ekki veríð, vinur minn, sagði Poirot í huggunartón. -— Jú, það hef ég gert. Ég hef látið þennan (hér komu nokkur blótsyrði) þjón sleppa. — Er hann horfinn ? — Já, fjandinn hirði hann. Ég get ekki fyrir- gefið sjálfum mér hvílikur bansettur asni ég var, að gruna hann ekki. — Vertu rólegur . . . vertu rólegur! — Það er auðvelt að tala svona. Þú mundir ekki vera rólegur, ef þú hefðir fengið ofanígjöf í aðalstöðvunum. Þetta er slunginn náungi. Það er ekki í fyrsta sinn, sem hann hefur sloppið. Hann er gamall kunningi okkar. Japp þurrkaði svitann af enninu á sér og var eymdin sjálf uppmáluð. Poirot gaf frá sér hljóð, sem átti að tákna samúð, en líktist mest gagginu í hænu, þegar hún er nýbúin að verpa. Þar sem ég skildi Englendinga betur en hann, hellti ég sterkri blöndu af wisky og sóda í glas og setti það fyrir framan hinn þungbúna fulltrúa. Það létti örlítið yfir honum. — Kannski að ég þiggi það, sagði hann. Og svo fór hann að tala í léttari tón. — Jafnvel núna er ég ekki viss um, að hann sé morðingi. Auðvitað lítur það ekki vel út að stinga svona af, en það geta legið aðrar ástæður til þess. Ég var rétt að komast á sporið. Það lítur út fyrir, að hann standi í einhverju sam- bandi við næturklúbba, sem ekki hafa gott orð á sér. Ekki þessa venjulegu næturklúbba, heldur þá, sem fást við enn andstyggilegri og ólöglegri viðskipti. Þetta er í raun og veru viðbjóðslegur náungi. — Samt sem áður er ekki víst, að hann sé morðingi. — Það' er einmitt það. Það getur verið, að hann hafi haft eitthvað á prjónunum, þó það hafi ekki verið morð. Nei, ég er enn sannfærðari en áður um að Carlotta Adams er sú seka. Ég hef þó engar sannanir fyrir að svo sé. Ég er búinn að láta menn mína leita í íbúðinni hennar í allan dag, en þeir fundu ekkert markvert. Hún hefur verið mjög slungin. Geymdi engin bréf, nema viðskiptabréf. Þau eru öll í vandlega merktum búnkum. Þar voru líka nokkur hversdagsleg og elskuleg bréf frá systur hennar. Auk þess nokkr- ir gamlir skartgripir. Hún hélt ekki dagbók. Vegabréfið hennar og ávísanaheftið veita engar gagnlegar upplýsingar. Pjandinn hirði það. Stúlk- an virðist alls ekki hafa átt nokkurt einkalif. —- Hún var ákaflega hlédræg, sagði Poirot liugsi. —- Það var ekkert upp úr þvi að hafa. Ég fór lika til þessarar vinkonu hennar, sem á hattabúð. — Jæja, hvað finnst þér um ungfrú Driver? — Hún virðist vera glögg og vel gefin kona. En samt gat hún ekkert hjálpað mér. Það kom mér að vísu ekki á óvart. Fjölskyldur og vinir allra horfinna stúlkna, sem ég hef orðið að leita að, hafa sagt: „Hún var elskuleg og viðkvæm stúlka og lagði ekki lag sitt við karlmenn." Það er aldrei satt. Enda væri það óeðlilegt. Stúlkur eiga að leggja lag sitt við pilta. Ef þær gera það ekki, er eitthvað að þeim. Það er þessi óljósa tryggð vina og ættingja, sem gerir starf lög- reglunnar svo erfitt. Hann þagnaði til að ná andanum og ég fyllti glasið hans aftur. — Þakka þér fyrir, Hastings kapteinn. Ég vil gjarnan örlítið meira. Jæja, við verðum að leita um alla borgina. Hún fór út að dansa og borða með heilli tylft af ungum mönnum, en það er ekkert sem bendir til þess, að einn hafi verið henni kærari en annar. Meðal þeirra var núver- andi Edgware lávarður, leikarinn Bryan Martin og margir aðrir — en enginn sérstakur. Það er algerlega rangt hjá þér, að ímynda þér að maður hafi staðið á bak við hana. Nú er ég að leita að einhverju sambandi milli hennar og myrta manns- ins. Það hlýtur að hafa verið eithvað á milli þeirra. Ég verð víst að fara til Parísar. Á litla gullhylkinu hennar stóð París og Edgware lá- varður sálugi fór oft til Parísar síðastliðið haust, til að vera á uppboðum og kaupa gamla muni, eftir því sem ungfrú Carroll segir mér. Já, ég held að ég verði að fara til Parisar. Á morgun fer fram líkskoðun og rannsókn. Ég verð auðvit- að að vera viðstaddur. En svo get ég tekið síð- degisskipið. — Þú ert alveg ótrúlega duglegur, Japp. Mér finnst mikið til um það. — Já, og þú ert að verða værukær. Þú gerir ekki annað en sitja og hugsa. Og það kallarðu að láta litlu gráu heilafrumurnar vinna. Nei, maður verður að ganga rösklega til verks. Lausn- irnar koma ekki hlaupandi til manns. Litla þjónustustúlkan okkar opnaði dyrnar: — Bryan Martin. Eruð þér önnum kafinn eða ætlið þér að taka á móti honum ? — Ég er að fara, Poirot, sagði Japp og reis upp af stólnum. — Það lítur út fyrir, að allar kvikmyndastjörnurnar leiti ráða hjá þér. Poirot yppti öxlum og Japp fór að hlægja. — Þú hlýtur að vera orðinn milljónamæringur, Poirot. Hvað gerirðu við alla peningana? Nurl- arðu þeim saman? x — Auðvitað er ég sparsamur. En úr þvi þú minnist á peninga, dettur mér í hug: Hvað varð um eigur Edgwares lávarðar? — Það sem ekki gekk í erfðir með nafnbótinni, fékk dóttir hans. Ungfrú Carroll fékk 500 pund. Það voru engar aðrar dánargjafir. Ákaflega ein- föld erfðaskrá. — Hvenær var hún gerð? — Eftir að konan hans fór frá honum — fyrir rúmum tvejmur árum. Hann strikaði hana út úr erfðaskránni. — Hefnigjarn maður, tautaði Poirot við sjálfan sig. Japp kvaddi glaðlega og fór. Bryan Martin kom inn. Hann var óaðfinnanlega klæddur og glæsilegur á að líta. Samt sem áður fannst mér hann dálítið tekinn í andliti og ekki of ánægður á svipinn. — Mér þykir leitt hve lengi það hefur dregizt að ég kæmi, M. Poirot, sagði hann afsakandi. — Og auk þess hef ég gert mig sekan um að eyða tíma yðar til ónýtis. Framhald á bls. 14. O. Henry m HAIMN VAR ANTHONY gamli Rockwall, fyrrver- andi eigandi Rockwall Eureka sápu- verksmiðjunnar, leit út um skrif- stofugluggann í stóra húsinu sínu við Fimmtu-götu. Nágranni "hans hægra megin — höfðinginn og klúbbmeðlimur- inn G. van Schuylight Suffolk-Jones — kom út' að bílnum, sem beið hans, og fitjaði að venju fyrirlitlega upp á nefið í áttina til ítölsku styttunnar í endurreisnarstíl, sem stóð fyrir framan sápuhöllina. — Drembna, gamla líkneski, sem ekkert gagn gerir, sagði fyrrverandi sápukóngurinn. Þessi gamli, stirðbusalegi Nesselrode (jrúss- neskur diplomat) getur enn hafnað i Eden- safninu, ef hann gætir sín ekki. Næsta sum- ar læt ég mála húsið mitt rautt, hvítt og blátt. Ætli hollenska nefið á honum lyftist ekki enn hærra upp í loftið við það. Og Anthony Rockwall, sem aldrei hafði lært að meta bjölluhringingar, gekk fram að hurð- inni og hrópaði: — Mike! með sömu þrumu- raustinni, sem í eina tíð hafði rifið stykki úr himinhvelfingunni yfir sléttunum í Texas. — Segðu syni mínum að koma hingað áður en hann fer, sagði Anthony við þjóninn, sem hlýddi kallinu. Þegar ungi Rockwall kom inn í skrifstof- una, lagði gamli maðurinn frá sér blaðið og mildur alvörusvipur færðist yfir stóra rauða andlitið á honum. Með annari hendinni rótaði hann í hvítum hárlubbanum, en með hinni hringlaði hann í lyklunum i vasa sínum. — Richard, sagði Anthony Rockwall, — Hvað borgarðu fyrir sápuna þína? Richard, sem hafði verið í skóla þangað til fyrir sex mánuðum, varð dálítið hverft við. Hann var ekki enn búinn að átta sig á þess- um undarlega föður sínum, sem gat komið eins mikið á óvart og ung stúlka í fyrsta samkvæminu sínu. — Sex dollara fyrir tylftina, minnir mig. — Og fyrir fötin þín? — Venjulega um sex dollara. — Þú ert heiðursmaður, sagði Anthony á- kveðinn. — Ég hef frétt af ungum mönnum, sem eyða 24 dollurum í sápu og rúmum 100 dollurum í föt. Þú hefur eins mikla peninga á milli handanna eins og hver annar, og þó heldurðu þig við hóflegt og sómasamlegt verð. Ég nota alltaf gömlu Eureka — ekki af neinni viðkvæmni, heldur af því að hún er óbrotnasta sápan, sem nokkru sinni hefur verið búin til. Hvenær sem þú borgar meira en 10 cent fyrir sápustykkið, kaupirðu lyktina og miðann. Én 50 cent er ágætt fyrir ungan mann af þessari kynslóð og með sömu efni og aðstöðu og þú. Þú ert heiðursmaður, já, heiðursmaður, eins og ég sagði áðan. Það er sagt það taki þrjá' ættliði að skapa hefðarmann. Nú er það gert og búið. Peningarnir gera menn áferðarfallega eins og sápulöður. Þeir hafa gert þig að heið- ursmanni. Þú getur bölvað þér uppá það, að þeim hafði næstum tekizt að gera mig að hefðarmanni. Ég er næstum eins ókurteis, leiðinlegur og illa uppalinn eins og þessir tveir uppskafningar hérna sinn hvoru megin við mig, sem ekki geta sofið af því að ég á húsið á milli þeirra. — Það eru samt til þeir hlutir, sem ekki er hægt að kaupa fyrir peninga, sagði ungi Rockwall þunglyndislega. 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.