Vikan


Vikan - 18.06.1953, Síða 11

Vikan - 18.06.1953, Síða 11
ODETTE Nú kom að því að hún var færð í bækistöð Gestapo í París. Aðrar konur höfðu verið kallaðar þangað á undan henni. Sumar höfðu komið aftur — en flestar þó ekki. ENRI laut nær henni og sagði lágt: „Ef þér óskið að dvelja áfram hér i Fresnes, þá mun Gestapo-lögreglan áreiðanlega senda eft- ir yður. Þeir vilja fá að vita hvar þeir eru nið- urkomnir, loftskeytamaðurinn ykkar, Arnaud, cg brezki liðsforinginn, Roger, sém bjó um tíma í Plage-hótelinu í St. Joirioz. Þeir vita, að þér getið gefið upplýsingar um þetta, og mig hryll- ir við tilhugsuninni um að þeir fari með yður í bækistöðvar sínar i húsinu nr. 84 í Avenue Foch. Þeir eru ekki mjög vandir að aðferðum við að knýja fórnarlömb sín til að tala — og þeir eru ekki heldur eins þolinmóðir og ég.“ „Segið mér, Henri,“ spurði hún, „ætlið þér að fara að bjóðast til að bjarga mér aftur frá Gestapo-lögreglunni ?“ ,,Já,“ sagði hann. „Það er einmitt það,“ „Ég veit ekki,“ sagði hún, „hvoru hlutverkinu ég dáist meir að — hlutverki alþjóða friðarboð- ans eða þýzka verndarengilsins." Hann sagði: ,,Ef þér verðið að fara til Gestapo, þá munuð þér sjá eftir því. Ég get fengið yður lausa héðan, og ég er reiðubúinn til að gera það — án nokk- urra óþægilegra skilyrða. Ég þykist vera^tals- verður mannþekkjari, og ég veit, að ég mundi aðeins eyða tíma mínum til ónýtis ef ég reyndi að fá yður til að koma upp um félaga yðar og vinna fyrir mig.“ „En hvers vegna viljið þér þá frelsa mig héð- an ?“ „Ég vil ekki, að þér lendið í höndunum á Gestapo-lögreglunni, Lise.“ Hann vissi, að þessi orð voru aðeins nokkur hluti sannleikans. Áður en hann hitti hana í fyrsta sinn, hafði hann aðeins haft áhuga á henni vegna starfs síns, vegna þess að hún var brezkur njósnari og þessvegna fjandmaður. En eftir þvi sem hann ræddi oftar við hana, hafði hann feng- ið meiri áhuga á henni persónulega. Andlega var hún eins skörp og hann — og slungin. Það var eitthvað í fari hennar, einhver fágun og virðu- leiki, sem kitlaði hégómagirnd hans, þessa sonar hjólhestasalans í Tettnang. Hann þráði að geta gert hana þakkláta sér, — og helzt vildi hann vinna aðdáun hennar. Hann hafði spilin í hendi sér. Hann þurfti ekki annað en að segja orðið, og hliðin á Fresnes-fangelsinu mundu opnast. Það var varla til sú kona í fangelsinu, sem ekki hefði gripið þetta tækifæri til að komast burt og verið reiðubúin að borga fyrir næstum hvað sem var. Hann var hér í hlutverki álfkonunnar, hélt á töfrasprotanum i hendinni, og Lise var ösku- buska. Það var mjög gremjulegt, að hún skyldi heldur vilja ösku innilokunarinnar en glervagn frelsisins. Hann sagði, dálítið reiðilega: „Hvers vegna viljið þér ekki yfirgefa þennan stað.“ „Það skal ég segja yður. Ég þrái að geta yfir- gefið hann — líkamlega. Engin heilvita kona vill vera lokuð inni, ofurseld hungri, hörmungum, grimd. En þó að þér virðizt þegar vita heilmikið um Frönsku deildina í brezku leyniþjónustunni, þá er samt eitt sem þér enn hafið ekki skilið. Ef eitthvert okkar lendir í höndum óvinarins, þá verðum við að taka hverju því sem að höndum ber. Við getum ekki átt nein kaup við ykkur. Ég reyndi einu sinni að leika á yður, en það urð- uð þér sem lékuð á mig. Þessvegna er ég og Peter Churchill í haldi hér. Þér eruð of sterkur. Þér hafið allt yðar megin, heilan herskara af leyni- lögreglumönnum, simakerf;, upptökutæki, allt. Við höfum ekkert. Ég er ekki þannig gerð að ég geti yfirgeíið þennan stað undir yðar . . . undir yðar vernd, ef svo mætti að orði komast, og samt haldið sjálfsvirðingu minni. Þess vegna kýs ég að verða hér áfram." , Ég set engin skilyrfi, Lise.“ „Nei, en ég set viss skilyrði — gagnvart sjálfri mér. Haldið þér að ég geti nokkurn tíma farið aftur til Englands, horft framan i Buck og sagt: „Ég var tekin höndum, en þeir slepptu mér aftur, og ég naut stríðsins ágætlega, undir verndar- væng Abwlier og Gestapo?" — Hún reis á fætur, og sagði: „Þér fyrirgefið, en ég æski þess að þessu samtali sé nú lokið. Ég er með höfuðverk, og auk þess er ekkert meira sem ég hef að segja.“ „Eruð þér hungraðar, Lise?“ „Já, mjög hungruð.“ „Ég gæti látið færa yður aukaskammt.“ „Engin af hinum konunum fær aukaekammt ?“ „Sumar. Þær, sem vinna fyrir okkur, fá auka- skammt, t. d. þær sem aka matarkerrunum og annast önnur slík störf.“ „Nei, þakka yður fyrir. Ég kemst af án þess að fá aukaskammt." „Munduð þér kæra yður um bækur að lesa?“ „Já. Ég held að flestir mundu þiggja það.“ „Ég skal sjá um það. Nokkuð fleira?“ „Já. Á klefadyrunum mínum eru nokkrar at- hugasemdir á þýzku. Ég veit ekki hvað þær þýða, og það mundi vera fróðlegt að fá að vita það.“ „Ég skal þýða þær fyrir yður,“ sagði hann. „Þakka yður fyrir, Henri.“ Þau stóðu fyrir framan dyrnar á klefa nr. 108. Bleicher var dálítið vandræðalegur, er hann byrj- aði að þýða. „Þessi þarna merkir, að þér séuð „strangt leyndarmál“. Svo merkja þessar „engar bækur", „engin böð“, „enga böggla", „enga lík- amsæfingu", „engin hlunnindi", .... og þar fram eftir götunum." „Mundi það ekki vera einfaldara að segja bara „alls ekki neitt?“ „Jú, á vissan hátt mundi það vera einfaldara," sagði hann alvarlega, „en það kynni að verka illa á yfirvöldin. Þetta er allt saman liður í ná- kvæmlega skipulögðu kerfi." „Mundi það ekki verka illa á yfirvöldin, ef ég þægi boð yðar og gengi út úr fangelsinu ? Hvernig mundi það falla inn í þetta vandlega skipulagða kerfi?" „Þér eruð alveg óforbetranleg, Lise. Það cr tilgangslaust fyrir mig að koma hingað aftur." „Eins og yður þóknast. En þér vitið, að ég er alltaf heima, og það er ekki á mínu valdi að setja nýja athugsemd sem hljóðaði til dæmis: Óviðkomandi bannaður inngangur." Hún gekk inn í klefann, brosti kurtéislega og lokaði dyrunum. Það var annar brestur í hinu vandlega skipu- lagða kerfi, og það mundi áreiðanlega hafa verk- að mjög illa á yfirvöldin, ef þau hefðu vitað um hann. Brestur þessi var prestur. Hann hét Paul Steinerz, og hann var mjög góður maður. Hann gekk i einkennisbúningi þýzka hersins, og var major að tign. Hann var einlægur ka- þólikki, ættaður frá Bajern. Honum hafði verið leyfður aðgangur að fangelsinu, eftir sinni eigin ósk, til að annast þá sem sjúkir voru og deyj- andi. 1 nokkrar vikur gekk hann eftir pöllunum, niðurlútur, eins og hann skammaðist sín fyrir eitthvað. Einn dag fór hann þess á leit við fang- elrisstjórann, að hann fengi að halda guðsþjón- ustu. Fangelsistjórinn vísaði málinu til Gestapo- lögreglunnar, sem gerði sér það ómak að upp- lýsa prestinn uni það, að hlutverk hans væri ein- göngu það, að hlusta á hinzta bullið í hinum dauðadæmdu. Þess væri ekki óskað, að hann stappaði stálinu í þá, sem lífs væru. Mein Kampf væri sú bók, sem menn ættu að haga sér eftir á tuttugustu öldinni, og þú skalt ekki hafa aðra guði en Adolf Hitler. Umsókninni var vísað frá. Það ætti ekki að leggja hana fyrir á ný. Heil Ilitler! Einn morgun mjög snemma, löngu áður en sólin var risin, kom Faðir Paul til Fresnes- fang- elsisins. I herberginu, þar sem yfirheyrslurnar fóru fram, gerði hann altar úr tveimur stólum, viðarplanka og laki. Hann kveikti á tveim kert- um og lagði róðukross á lakið. Þvi næst læddist liann á tánum frá einum klefa til annars og benti konunum að koma með sér. Ráðvilltar og dálítið hræddar fylgdu þær honum eftir, og er þær komu inn í kertaljósið, krupu þær undrandi á kné. Interibo ad altarc Dei . . . Presturinn, sem hafð'i kropið i bæn, stóð á fætur. Hann talaði lágt og mildilega. „Stúlkur mínar . ... á meðal ykkar kunna að vera einhverjar sem ala í brjósti gremju í garð Guðs fyrir að hann, sem er almáttugur, skuli láta slíkt sem þetta viðgangast. En það er ekki okkar að dæma gerðir Drottins, heldur að taka þeim með þolinmæði, og minnast hinna miklu þjáninga Sonar Hans. Ef þið getið hugsað um sorg ykkar sem áframhald hinnar miklu sorgar í Getsemane-garðinum, þá mun Guð vissulega veita ykkur styrk. Ite, missa est ..." Konurnar læddust til baka inn í myrkur klefa sinna, og Faðir Steinerz, prestur og heiðursmað- ur, fór aftur til herdeildar sirrnar. ,,Maður á ekki að slá konu, jafnvel ekki með blómi6í Franskur málsháttur frá 17. öld. Um kl. 6 að morgni hinn 25. maí, opnaði SS- kona dyrnar á klefa nr. 108 og öskraði: „Tri- bunal“. — Þetta merkti, að ibúi klefans ætti að mæta til yfirheyrslu hjá Gestapo. Odette fékk hjartslátt, þó að hún hefði alltaf vitað, að óhjákvæmilegt var að Gestapo ltallaði hana einhverntíma til yfirheyrzlu, og þótt. hún hefði átt von á þessu á hverjum morgni siðan hún kom í Fresnes-fangelsið fyrir hálfum mán- uði, þá var nú eins og vissan um að stundin væri komin drægi úr henni allan mátt. Aðrar konur höfðu verið kallaðar til hússins nr. 84 við Avenue Foch. Sumar þeirra höfðu komið aftur, en jafn- vel þær höfðu aldrei talað um það, sem þar gerð- ist. Flestar þeirra höfðu þó aldrei komið aftur, og nýr íbúi var leiddur inn i klefann, sem losnað hafði. Odette sat á ruminu, og fór í huganum yfir sögu þá, sem hún hafði ákveðið að segja, athugaði hvert atr- iði til þess að ganga úr skugga um að það gæti staðizt. Gerfikaffinu var 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.