Vikan


Vikan - 18.06.1953, Page 14

Vikan - 18.06.1953, Page 14
ANDLÁT EDGWARE LÁVARÐAR Framhald af bls. 6. — Er það satt? — Já. Ég er búinn að hitta þessa umræddu stúlku. Eg deildi við hana og sárbað hana árang- urslaust. Hún vill ekki, að ég blandi yður í málið. Svo ég er hræddur um, að við verðum að hætta við það. Mér þykir það mjög leitt — ákaflega leitt — að hafa ónáðað yður . . . — Það gerir ekkert til, sagði Poirot kurteis- lega. — Ég bjóst við því. — Ha? Unga manninum virtist bregða í brún. — bjuggust þér við þvi? — Mais oui. Þegar þér minntust á að tala við vinkonu yðar, hefði ég strax getað sagt yður, að það mundi fara eins og nú hefur komið á daginn. — Hafið þér þá myndað yður einhverja skoðun á málinu? — Leynilögregumaður hefur alltaf einhverja skoðun á málunum, Martin. Það er svo til ætlast. Ég get að vísu ekki kallað það kenningu, en ég hef' örlitla hugmynd. Það er lika fyrsta skrefið. — Og annað skrefið? — Ef þessi litla hugmynd mín reynist vera rétt — þá veit ég það sem ég hélt áður. Það er ákaflega einfalt, eins og þér sjáið. ■— Viljið þér ekki segja mér, hver þessi kenn- ing eða hugmynd er? Poirot hristi höfuðið. — Það er önnur regla. Leynilögreglumaður segir aldrei hvað hann hugs- ar. — Getið þér ekki einu sinni gefið það í skyn? — Nei. Ég get aðeins sagt yður, að ég myndaði mér skoðun um þetta, þegar þér minntust á gull- tönnina. Bryan Martin starði á hann. — Ég veit alls ekki hvað þér eigið við. Ef þér vilduð aðeins gefa mér einhverja hugmynd . . . Poirot brosti og hristi höfuðið. — Við skulum skipta um umræðuefni. — Var þetta ekki maður frá Scotland Yard, sem ég mætti í stiganum? spurði Martin. — Jú, Japp lögreglufulltrúi. — Það var svo skuggsýnt, að ég var ekki viss um það. Meðal annarra orða, hann kom til mín og spurði mig nokkurra spurninga varðandi vesa- lings Carlottu Adams, sem hafði tekið of stóran skammt af erturlyfi og dáið. -— Þekktuð þér ungfrú Adams vel? — Nei, ekki vel. Við þekktumst, þegar við vor- um börn í Ameríku. -— Geðjaðist yður að henni? —- Já, það var óvenju gott að tala við hana. — Mér finnst það líka — hún var full af samúð. — Er ekki álitið, að um sjálfsmorð hafi verið að ræða? — Ég held ekki, að það hafi verið sjálfsmorð, sagði Foirot. Nú varð dálítil þögn. Svo sagði Poirot og brosti: — Morðmál Edgwares lávarðar er að verða mjög flókið, finnst yður það ekki? — Jú, það er ákaflega furðulegt. Hafa þeir nokkra hugmynd um, hver gerði það? — Já, þeir hafa sterkan grun um það. Bryan Martin virtist æstur. — Er það satt? Hver ? — Þjónninn er horfinn. Flótti er næstum sama og játning, eins og þér skiljið. — Þjónninn! Er það satt? Það finnst mér und- arlegt. — Ákaflega glæsilegur ungur maður. Hann er dálítið áþekkur yður. Hann hneigði sig um leið og hann gaf gullhamrana. — Auðvitað! Nú skil ég, hvers vegna svipurinn kom mér kunnuglega fyrir sjónir, í fyrsta skiptið sem ég sá hann. — Þér eruð að gera að gamni yðar, sagði Bryan Martin og hló við. — Nei, nei. Dást ekki allar ungar stúlkur, þjónustustúlkur, vélritunarstúlkur og heldri manna dætur, að Bryan Martin? Getur nokkur stúlka staðizt yður? — Heilmargar, hefði ég haldið, sagði Bryan. Hann stóð snögglega á fætur. -—- Jæja, þakka yður kærlega fyrir, M. Poirot. 674. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 jörð — 5 tímabil — 7 hljóð — 11 mas — 13 halda á — 15 ber — 17 mállýti — 20 grjót — 22 loftferðalag — 23 jurta — 24 rófa — 25 for — 26 flana — 27 vindur — 29 veiðarfæri -— 30 lengdarmál — 31 saurugar — 34 kven- mannsnafn *— 35 bítur — 38 uppkast — 39 eignir — 40 dæma í fé- bætur — 44 loka — 48 vagn — 49 líkams- hluti — 51 smælki — 53 nokkuð -—- 54 þrír eins — 55 gengi 57 kjáni — 58 ólykt — 60 gefa frá sér hljóð — 61 frið- ur — 62 höfðingjar — 64 títt — 65 úrgangur — 67 úrkoma — 69 flutning —- 70 ungviði — 71 merki. Lóðrétt skýring: 2 lindýr — 3 tónn — 4 leynd — 6 fela — 7 upphrópun — 8 skeyti — 9 skemmtilegt — 10 heimshluti — 12 sögur — 13 vota — 14 skin — 16 fæðir — 18 ota — 19 æviskeiðið •— 21 drukk- in — 26 fæða — 28 tónsmíð — 30 fullkominn — 32 blóta -— 33 hvassan enda — 34 hrúga — 36 stilli — 37 hross — 41 fangamark félags •— 42 hégómi — 43 gerir tignan — 44 þekkir — 45 trjágróður — 46 beita — 47 skordýr — 50 hljóð 51 vökvi ■— 52 þvaður —- 55 alda — 56 vegur — 59 skaði — 62 fát — 63 dýr — 66 ryk — 68 athuga. Lausn á 674. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 aska — 5 sköll — 8 lest — 12 stáss 14 gamma — 15 Níl — 16 mun -— 18 már — 20 sag — 21 il — 22 landabréf ■—■ 25 11 — 26 svala —■ 28 atall — 31 ani — 32 far — 34 Ari — 36 fang — 37 morar — 39 iður — 40 inar ■— 41 góss — 42 gagn — 44 Ritur — 46 kost — 48 eta — 50 rrr — 51 hik — 52 freri — 54 árnir — 56 læ — 57 siðfræðin — 60 af — 62 æra — 64 nnn —■ 65 sin — 66 ófu — 67 Satan •— 69 gaman — 71 traf — 72 ósárt — 73 bali. Lóðrétt: 1 asni — 2 stíls — 3 kál — 4 as ■— 6 kind —- 7 lamb — 8 la — 9 Ems — 10 small — 11 tagl ■— 13 smali — 14 Gréta — 17 una — 19 ára — 22 langintes — 23 afar — 24 farisk- inn — 27 van — 29 lið — 30 öfugt — 32 forir — 33 ragur — 35 hratt •— 37 mar — 38 rór — 43 ger — 45 trúr — 47 oki — 49 arinn — 51 hring — 52 færar — 35 iðn — 54 áði — 55 rafal — 56 læst — 58 fnas — 59 Æsir — 61 funi — 63 ata — 66 óma — 68 af — 70 ab. Ég bið yður enn einu sinni afsökunar á því, að ég skyldi ónáða yður. Hann tók í hendina á okkur báðum. Allt í einu veitti ég því athygli, að hann leit út fyrir að hafa elzt. Hann virtist enn teknari en áður. Ég var að farast úr forvitni og um leið og hurðin lokaðist á hæla honum, spurði ég um það, sem mig hafði langað til að vita. -— Poirot, bjóstu í raun og veru við því, að hann mundi koma aftur og hætta við að láta þig rannsaka þessa furðulegu atburði, sem gerðust í Ameríku? — Þú heyrðir hvað ég sagði, Hastings. — Þá hlýturðu að vita hver þessi dularfulla stúlka, sem hann þurfti að tala við, er. Hann brosti: — Ég hef nokkra hugmynd um það. Eins og ég sagði, þá fór mig að gruna það um leið og hann minntist á> gulltönnina, og ef hugmynd mín er rétt, veit ég hver stúlkan er, hvers vegna hún Vill ekki leyfa M. Martin að leita ráða hjá mér og allan sannleikann í málinu. Og það mundir þú vita ef þú notaðir aðeins heilann, sem guð hefur gefið þér. Stundum liggur mér við að halda, að af vangá hafirðu engan fengið. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5: 1. Ef fíngert mjöl hefur takmarkað rúm, geng- ur það í samband við súrefnið. En af sýring- unni myndast hiti. Ef hitanum er ekki veitt í burtu, getur það leitt til sprengingar. 2. Elinborg Jacobsen frá Lærða skólanum 1899. Næst henni kom Laufey Valdemarsdóttir frá Menntaskólanum I Reykjavík 1910. 3. Borneo. 4. Irving Berlin. 5. Þrjár mínútur. 6. Þorsteinn Gíslason. 7. Ur arabísku. I austurlöndum er það langur, lágur, stoppaður bekkur. 8. Sjö. 9. Nei, það endurkastar sólarljósinu. 10. Með litlum, ófullkomnum lungum, en þó mest gegnum húðina. ODETTE Framhald. af blaðsíðu 12. um einkennisbúningum, og það var ekkert skylt með þeim og hinum venjulegu SS-ruddum. Þeirra hlutverk var að fá fólk til að tala. Þeir vissu upp á hár, hvaða aðferð væri bezt til að valda nægilegum kvölum í hinum ýmsu pörtum mann- legs líkama til að knýja fram upplýsingar hjá fómarlambinu, svo framarlega sem einhver von var til að það léti undan. Og þeir kunnu að stilla þessu þannig til, að dauðinn líknaði ekki fórnarlambi þeirra fyrr en öll von var úti um að það fengist til að tala. Odette sagði Michele, að hún ætti aftur að mæta hjá Gestapo. „Þetta boðar ekkert gott, — tveir dagar í röð. Ég verð í angist út af þér í allan dag. Ef þú sérð þér færi á, þá komdu aftur með kartöflu handa mér, Céline." „Einhvernveginn finnst mér, að ég muni ekki geta hugsað mikið um kartöflur í dag, Michele. En ég skal gera það sem hægt er.“ „Já, gerðu það, Céline. Hungurverkirnir eru eins og það standi spjót í gegnum magann á mér.“ Odette hefði miklu heldur kosið að halda kyrru fyrir í klefanum allan þennan dag og hvíla sig. Það stóð ekki vel á fyrir henni, en það var varla við því að búast, að hinn ungi Gestapo- maður tæki tillit til hins kvenlega mánaðartals. Hún drakk kaffið sitt, og athugaði hinn fátæk- lega fatnað sinn. Hún var í dragtarjakkanum sinum og pilsinu, — fyrir löngu síðan hafði hún sagt Buck, að þessi föt munda hæfa vel í fang- elsi — rauðri blússu og einu silkisokkunum sem hún átti. Nokkrum mínútum fyrir átta, komu verðirnir eftir henni, og hún var leidd út í fang- elsisgarðinn og inn í „saladfatið". Það var yndis- legt veður, og sólargeislarnir léku sér í fangelsis- garðinum. 14

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.