Vikan - 29.10.1953, Qupperneq 2
I FRASOGUR FÆRANDI
„Þ AI) er alltaf verið að finna upp eitthvað til þess að gera okkur
lífið bærilegra; til dæmis fann uppfinningamaður um daginn upp vara-
lit með innbygðu vasaljósi, til þess að stúlkumar geti málað sig í
rnyrkri.
Þetta var í Ameríku.
En um svipað leyti fann bíræfinn hótellialdari upp á því að læð-
ast inn í hótel keppinautar síns, og hafði þrjátíu veggjalýs meðferð-
is og sieppti þeim þar.
Þetta var í Hanau í Þýzkalandi, en það komst upp, og maður-
inn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi.
Ennfremur er þar frá að segja, að í Mexico var maður hand-
tekinn fyrir að falsa ávísun, og í miðjum réttarhöldunum tókst hon-
um að hrifsa til sín ávísunina og éta hana. Þar með var sönnunar-
gagnið úr sögunni, og fyrir þetta snjalla uppátæki fékk maðurinn frelsi.
í Melbourne í Astralíu komst það líka upp fyrir skemmstu, að
19 ára gömul stúlka hafði gifst tveimur karlmönnum. I>egar innt
var eftir ástæðum, svaraði hún: „Ég vildi hafa fjárhagslegt öryggi.“
Og í Knoxville í Tennessee var Ednu Josephine Hunt Tankersley (33
ára) veittur skilnaður í eilefta sinn — og hvað haldið þið, að konan
hafi gert? Hún tilkynnti samstundis, að hún væri fús til að réyna
einu sinni enn! •
Fólk er semsagt alltaf að finna upp á einhverju, og sannarlega
þurfum við ekki að deyja úr leiðindum.
II UNÐRUÐ þúsunda I Englandi og Wales fundu upp á því í fyrra
að brjóta lögsn. Svo segir í opinberri skýrslu. Á árinu voru framin
133 morð — en aðeins seytján morðingjar voru liengdir. Þrettán
aðrir voru dæmdir til dauða, en refsingu þeirra síðar breytt í æfilangt
fangelsi. En aðeins sex ofangreindra 132 morðmála tókst lögreglunni
ekki að leysa.
Þrjátíu og sex morðingjar frömdu sjálfsmorð, en af þeim sem
dregnir voru fyrir lög og dóm, voru fimm sýknaðir.
Rúmlega 753,000 karlar og konur fengu döma fyrir ýmiskonar
lögbrot; góður helmingur hafði brotið umferðarreglur.
Það er eins og kerlingin sagði fyrir Austan, þegar hún frétti að
heimsstyrjöldin hefði brotist út; „I>eir hætta ekki fyrr en þeir drepa
einhvern." En sannarlega er þessi heimur þanníg úr garði gerður,
að við þurfum ekki að deyja úr leiðindum.
B LÖDIN hérna hafa sagt frá moyðmálinu bandaríska, þar sem
karl og kona stálu sex ára dreng, heimtuðu 600,000 dollara lausnar-
gjald og l'engi! það, en voru þá búin að
drepa drenginn. Málið vakti hryiling og
viðbjóð um allan heim. En hér birti ég
myndir ú: öðru morðmáli, sem líka vakti
heimsathygli. Önnur myndin er af mann-
imrm sem framdi ódæðisverkið; það var í
júnímánuði 1950. Hin myndin er af fórnar-
lambi hans.
Þetta gerðist í Austurriki. Konan var
ensk og var stödd þar sér til skemmtunar
með móður sinni. Hún hét Heleri Munro.
Hinn dæmdi morðingi heitir Guido
Zingerle, en þegar þetta gerðist bjó hann
í helli uppi í fjöllum.
Kvöld eitt þegar hann sat fyrir fram-
an hellismunann, sá hann hvar Helen kom
gangandi. 1 réttarhöldunum, sem fram fóru
yfir honum í síðastliðnum mánuði, lýsti
hann atburðum nákvæmlega.
„Eg stökk á fætur og þreif til hennar,
Hún hljóðaði og bauð mér töskuna sína.
Eg sagði: Ég kæri mig ekkert um tösk-
una
Hann va.r hálfa klukkustund að yfirbuga hana, sagði hann, en að
því loknu dró hann hana inn í hellirinn, batt hendur hennar og réðist
á hiana. Tólf tímurn seinna rann það skyndilega upp fyrir honum,
hverjar afleiðingarnar kynnu að verða. Þá drap hann hana með járn-
stöng.
Hann hélt áfram: „Ég urðaði lík henn-
ar og fékk mér hressingu. Eg hirti pening-
ana. hennar. Ég huldi hellisopið með trjá-
greinum og fór til Innsbruck. Þar fór ég
í bíó til þess að gleyma þessu“.
Zingerle flýði næst til fjalla, en þar
náðist hann fímm vikum síðar. Hann ját-
aði nærri samstundis.
Morðingjar i Austurríki eru ekki líf-
látnir. Rétturinn í Innsbruck, sem fjallaði
um mál hans, dæmdi hann því til æfi-
langrar fangelsisvistar. En til þess að
þyngja refsingu hans, lagði dómarinn svo
fyrir, að á þeim degi á ári hverju, sem
Helen Munro var myrt, skyldi loka hann
inni í myrkraklefa.
lírá morðingjanum við dóminn? Ekki
það að séð yrði, skrifuðu fréttamennirnir.
En raunar var varla við því að búast. Því
Guido Zingerle, „ófreskjan í hellinum“,
var þá þegar byrjaður að afplána æfi-
langan fangelsisdóm á Ítalíu fyrir morð á
ungri kennslukonu.
rcfyfu/urm
1. Ég á Ijósgráar, strípaðar boms-
ur og er allveg i vandrœðum með að
þrifa þœr. Ég hef reynt að bursta
þær upp úr sápuvatni, en ekki náð
vel upp úr þeim. Geturðu ekki gefið
niér eitthvert gott ráð, til að halda
þeim hreinum.
2. Er gott að bera litlausan skó-
áburð á þær?
3. Er ég of létt að vera 51 kg. og
162/2 sm. á hœð Ég er 112 ára.
Jh Hvaða 'litir fara mér bezt ? Ég
er með Ijósskolleitt hár, blágrá augu
og brúna húð á sumrin en Ijósa og
brúnleita á veturna. Ég hvorki púðra
mig né mála.
5. Eiga stúlkur að mála sig fyrr en
18—20 ára?
Ein fjórtán ára.
1.—2. Stúlka, sem á bomsur eins
og þínar, segist fyrst bursta þær upp
úr þvottadufti og bera síðan á þær
bón, til að koma í veg fyrir að óhrein-
indi setjist niður í rákirnar.
3. 1 töflunum okkar er ekki gefin
hæfileg líkamsþyngd stúlkna innan
við 16 ára, en þú hlýtur að vera
alltof grönn.
4. Grámað grænt, blágrænt og
blátt eru lltir við þitt hæfi. Allir
fjólubláir og fjólurauðir litir ættu
líka að fara þér vel og einnig gul-
rautt.
5. Það er engin skylda að mála sig
og púðra og ágætt að þurfa þess ekki
með.
Geturðu ekki sagt mér eitthvað um
kvikmyndaleikarana William Bishop
og Paulette Goddard — og ef þú
gætir sagt mér hve langt er síðan
þau léku í kvikmyndinni „Anna
Lukasta“.
Eru þau Tony Curtis og Janet
Leigh skilin ?
Svar; Paulette Goddard er liðlega
fertug, fæddist í New York. Hún gat
sér orðstýr fyrir að leika með Chaplin
í „Einræðisherrann". Eftir það fékk
hún einkum hlutverk, sem gáfu tæki-
færi til áð „taka sig út“ og svara vel
fyrir sig. Það er eitthvað. hörkulegt
yfir leik hennar og brosi, en best
virðist hún leika alþýðustúlkur, sem
verða ofan á í lífinu.
William Bishop er fæddur 1918.
Hann er svarthærður og brúneygður
og 190 sm. á hæð. Hann lék fyrst í
skóialeikjum og hefur síðan fengið
hlutverk i nokkrum kvikmyndum.
Kvikmyndin Anna Lukasta var tek-
in 1949.
Við höfum hvergi séð þess getið
að Janet Leigh og Tony Curtis séu
skilin, en í kvikmyndaheiminum er
aldrei að vita. 1 síðustu blöðum eru
þau þvert á móti talin ákaflega ham-
ingjusöm.
Viltu vera svo góð og segja mér
hvar presthjónin eiga heima, sem
kenna ensku. Ég er nefnilega búin
að tapa blaðinu, sem það var auglýst
í. Ég óska eftir svari sem fyrst.
S. A.
Svar: Síra Sigmar og kona hans
búa í Máfahlíð 23 í Reykjavík.
Viltu gjöra svo vel og birta fyrir
mig textann við sjómannaválsinn
„Það gefur á bátinn við Groenland“.
Ég kann liann ekki vel.
Ein vestfirsk.
Svar: Gjörið svo vel. Hér er Sjó-
mannavals eftir Kristján Einarsson
frá Djúpalæk við lag eftir Svavar
Benediktsson:
Það gefur á bátinn við Grænland
og gustar um sigluna kalt,
en togarasjómanni tamast það er
að tala sem minnst um það allt.
En fugli, sem flýgur í austur
er fylgt yfir hafið með þrá,
og vestfirzkur jökull, sem heilsar
við Horn
í hylling, með sólroðna brá,
segir velkominn heim, segir
velkominn heim.
Þau verma hin þögulu orð.
Sértu velkominn heim, yfir hafið
og heim,
þá er hlegið við störfin um borð.
En geigþungt er brimið við
Grænland
og gista það kýs ekki neinn.
Hvern varðar um draum þess og
vonir og þrár
sem vakir þar hljóður og einn.
En handan við kólguna kalda
býr kona, sem fagnar í nótt
og raular við bláeygan sofandi son
og systur hans, þaggandi hljótt:
Sértu velkominn heim, sértu
velkominn heim
að vestan er siglt gegnum ís.
Sértu velkominn heim, yfir hafið
og heim.
Og Hornbjarg úr djúpinu rís.
Forsíðumyndir og myndirnar á
3. síðu tók Halldór Einarsson.
MUNiÐ
NDRA MAGASIN
IJtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.
2