Vikan


Vikan - 29.10.1953, Síða 4

Vikan - 29.10.1953, Síða 4
Hann er enn þann sfag í dag frægasti A£> ERU NÚ liðin 63 ár síðan Indíánahöfðinginn Tatanka Yot- anka (Sitjandi boli) var veginn. Það stóð mikill styr um hann í lifanda lífi, enda einn frægasti rauðskinni í öllum Bandaríkjunum. Þó er hæpið, að það hafi nokkurntíma hvarflað að honum, að jafnvel eftir dauðann mundi hann koma af stað deilum. En það gerði hann, og rækilega. Það er deilt um það enn þann dag í dag, hvar bein hans eigi að hvíla. Hann var grafinn við Yates-virkið í Norður-Dakota. En í sumar tóku sig til nokkrir af ættingjum hans og að- dáendum og stálu líkinu. Þeir fluttu það 30 mílna veg að Grand-fljóti í Suður-Dakota. Þar grófu þeir Sitj- andi bola aftur — undir 20 tonnum af sementi og stáli. „Jafnvel atom- sprengja gæti ekki hróflað við honum núna,“ segja þeir stoltir. En stjórn- arvöldin í Norður-Dakota bíta á jaxl- inn og bölva i hljóði. Hinn nýi grafreitur Sitjandi bola er skammt frá þeim stað sem hann fæddist á 1834. Faðir hans var flokks- höfðingi í ættbálki Siouxa. Hann hét líka Sitjandi boli. Pilturinn var fyrst kallaður Stökkvandi greifingi, og kornungur vakti hann aðdáun leikbræðra sinna með hugrekki sínu og veiðikænsku. Fjórtán ára að aldri fór hann í hern- að með föður sínum móti Kráku-indí- ánum, og í þeirri herferð slátraði hann óvinunum af svo miklum dugn- aði, að faðir hans gat ekki dulið gleði sína. Þegar heim kom, efndi Sitjandi boli hinn eldri til mikillar veizlu, gaf gestum sínum marga og góða hesta og tilkynnti: „Sonur minn er nú þess verður að bera mitt nafn.“ Sonurinn var kominn til mikilla virðinga þegar um tvítugt, bæði var hann frábær bardagamaður, og svo þótti hann ráðhollur og laginn samn- ingamaður, talsverður galdramaður og ágætur spámaður. Sitjandi boli var rösklega .172 sentimetra hár, sterklegur og vöðva- mikill og svo gildur, að engu var líkara en hann væri hjólbeinóttur. Hann fór í hverja herferðina á fætur annarri á sjöunda og áttunda tug aldarinnar, bæði gegn hvítum mönn- um og óvinum sinum úr hópi rauð- skinna. Árás hans á herbúðir Banda- ríkjamanna í Buford (1866) skutu allri þjóðinni skelk í bringu. Hann var kunnur sem óvenjuslunginn hestaþjófur, og hann braut hvað eft- ir annaö banhið gegn því, að Indíán- ar færu út af hinum afmörkuðu veiði- svæðum sinum. HVAÐ SEGJA MENN NU UM „VEIKARA KYNIÐ STÚLKAN í Tehachapi-kvenna- fangelsinu í Kaliforníu var ung og lagleg. Hún var líka ósköp meinleysisleg að sjá. En þegar jarðskjálfti hafði það í för með sér, að hún var flutt til bráða- birgða í annað fangelsi á næstu grösum, kom hið rétta eðli henn- ar í ljós. Hún svipaðist um í hin- um nýja klefa sínum, komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri hreint ekki traustbyggður — og strauk. Hún heitir Edith Frederickson, og þegar jarðskjálftinn kom henni svona óvænt til hjálpar, var ný- búið að dæma hana í 25 ára fang- elsi fyrir rán. Edith var búin að geta sér talsverðan orðstýr sem ræningi. Hún hafði marghleypu að vopni, og það var uppáhaldsaðferð henn- ar að ganga inn í verzlun, veifa marghleypu sinni i andlitið á eigandanum og hirða allt úr kass- anum. En eitt sinn stóð lögregl- an hana að verki, og þá fékk hún 25 ára fangelsisdóminn. Þegar hún strauk úr fangels- inu, var strax gerð að henni mikil leit. Yfirvöldin þurftu heldur ekki lengi að bíða eftir því, að hún tæki upp sína fyrri iðju. Rösk- lega mánuði eftir flóttann, skaut henni upp í áfengisverzlun i Los Angeles, og með henni unglings- piltur. Pilturinn var kvíðinn og taugaóstyrkur, Edith róleg og ákveðin. Hún var í karlmannsfötum, en þannig klæddist hún oftast á ráns- ferðum sínum. Það kom sér iðu- lega vel. Hún var með drengja- koll, og kaupmennirnir héldu oft hún væri 16—17 ára strákur. Svo lýstu þeir henni þannig fyrir lög- reglunni — og Edith var óhult. 1 þetta skipti skipaði hún pilt- inum að binda áfengissalann, draga hann inn í hliðarherbergi og rota hann! Þegar unglingur- inn hikaði, sagði hún kuldalega: „Ekkert mas, eða ég skýt þig!“ Þau höfðu nærri 20,000 krónur upp úr krafsinu. Pilturinn gegndi Edith og rotaði kaupmanninn, en hún brá sér inn fyrir búðarborðið og tæmdi peningakassann. Þegar kaupmaðurinn raknaði úr rotinu og gat sótt hjálp, lýsti hann árásarmönnum sínum sem „tveim- ur unglingspiltum, þokkalega klæddum.“ Edith skaut næst upp rösklega mánuði seinna og var enn dulbúin sem karlmaður. Pilturinn var í fylgd með henni, og enn lögðu þau leið sína inn í áfengisverzlun. En að þessu sinni kom babb í bátinn. Kaupmaður hinum meg- in við götuna sá Edith ota byss- unni og gerði lögreglunni aðvart. Þegar hún kom út 1700 krónum ríkari, gekk hún beint í fangið á lögreglunni. Piltinn fundu lög- regluþjónarnir hinsvegar í felum inni í geymslu vínverzlunarinnar, og þar var hann tekin. Þó að Edith væri ekki fysjað sama, sýndi hún það samt við þetta tækifæri, að ekki var hún algerlega samvizkulaus. Þegar hún og félagi hennar voru dregin niður á lögreglustöð, lýsti hún þvi yfir, að pilturinn hefði ekki gerst ræningi af frjálsum vilja. ',,Eg þröngvaði honum til þess,“ sagði hún, ,,og öll sökin er þess- vegna mín.“ -ÚN JÁTAÐI líka, að þetta hefði verið tíunda ránsferð hennar á tveimur mánuðum. Hún áætlaði, að hún hefði haft að minnsta kosti 125,000 krónur upp úr krafsinu. Og hún sýndi þess engin merki, að hún hefði sam- vizkubit. Hún bíður nú dóms fyrir þessi afbrot sin, auk þess sem hún liggur undir ákæru fyrir að strjúka úr fangelsi — auk þess sem hún á eftir að afplána 25 ára fangelsisdóminn. Það er ósenni- legt, að jarðskjálfti eigi eftir að bjarga henni öðru sinni. Það er líka ósennilegt, að verðirnir gefi henni mörg tækifæri til undan- komu. Þessvegna má ef til vill segja, að lífi ungu meinleysislegu stúlkunnar sé raunverulega lok- ið: heimur hennar verður þröng- ur fangelsisklefi og allsleysi henn- ar svo fullkomið, að jafnvel föt- in, sem hún klæðist, verða ekki hennar eign. ALCIDE SUDORF. Snemma árs 1876 fékk hann ströng fyrirmæli um það frá Phil Sheridan hershöfðingja að fara rakleitt heim og hreyfa sig ekki þaðan. Indíána- höfðingi'nn hafði það að engu. Skömmu siðar felldu raujskinnar hcilan bandarískan herflokk í návígi: 264 manns. Sitjandi boli tók ekki þátt í þeim bardaga, en hann var talinn ábyrgur sem höfðingi árásar- mannanna. Hann tók það til bragðs að flýja, til Kanada. Hann var þá orðinn fræg- ur um öll Bandaríkin, og raunar víð- ar. Óteljandi sögur voru samdar um hann, flestar lognar. Honum var ýmist lýst sem raupgjörnu bleyði- menni eða ósigrandi ofurmenni. Sum- ar sögurnar hermdu, að hann væri hvítur maður í dulbúningi, aðrar að hann hefði lært hermennsku í erlend- um herskóla. Ennfremur var hann. gerður að frímúrara, kaþólika, mikl- um málamanni og fræðimanni! Bók með latneskum og frönskum kvæðum var gefin út 1878, og stóð á titilblaði hennar, að Sitjandi boli væri höfundurinn. Sannleikurinn var hinsvegar sá, að hann var hvorki læs né skrifandi, nema hvað einhver hafði kennt honum að ltlóra nafnið sitt. Hann hélst ekki við í útlegðinni og hélt heim upp úr 1880. Honum hafði þá verið heitið sakaruppgjöf. Samt var hann hafður í haldi i tvö ár. Þeg- ar hann loks komst til ættbálks síns, var hann sár og reiður. Þá birtist á sjónarsviðinu Allen nokkur höfuðsmaður og bauðst til að borga honum peninga, ef hann vildi ferðast um Bandaríkin og halda á sér sýningar. Ári síðar var hann orðinn leiður á þessu og réði sig til Buffalo Bill, sem var gamall vinur hans. Um þær mundir ferðaðist Buff- alo Bill um Bandaríkin með feikn- stóran skemmtiflokk rauðskinna og kúreka. Bill og Sitjandi bola samdi sæmi- lega. Indíánahöfðinginn, sem alla tíð var mikið gefinn fyrir kvenfólk, varð stórhrifinn af hinni miklu skyttu Annie Oakley og gerði hana að fóst- urdóttur sinni. Sitjandi bola græddist talsvert fé, enda greiddi Bill honum gott kaup og fólk borgaði fúslega dollar fyrir eiginhandar undirskrift hans. En þetta rann úr greipum hans jafnharð- an, enda var hann mikill barnavinur og óspar á aurana við blaðsölustráka og aðra unglinga, sem allsstaðar eltu hann. Hann var kynntur fyrir forsetan- um í Washington, en mest fannst honum samt til um mannf jöldann, sem hann sá í stórborgunum. ,,Ef ég hefði vitað, hve hvítu mennirnir voru margir, hefði ég ekki reynt að stöðva þá,“ tautaði hann. Framhald á bls. 14. 4

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.