Vikan


Vikan - 29.10.1953, Síða 5

Vikan - 29.10.1953, Síða 5
ÆSottle de Smií O Tíu farþegar, þrenn virðuleg hjón, tvær nunnur og einn róttækur lýðveldissinni, eru á leið í vagni um hernuminn hluta Frakklands. Gleðikonan Boule de Suif er sú eina, sem hefur hugsað fyrir nesti og hinir farþegarnir freistast til að þiggja mat af henni, þótt þau fyrirlíti hana öil. Á án- ingarstað bannar þýzkur liðsforingi þeim að halda áfram ferðinni, nema Boule de Suif vilji þýðast hann. En því neit- ar hún ákaft. Farþegarnir beita nú öllum ráðum til að telja stúlkimni hughvarf. TRAX og máltíðinni var lokið fóru far- þegarnir upp í herbergin sín og létu ekki sjá sig aftur fyrr en seint næsta morg- unn. Þá borðuðu þau hádegismatinn í ró og næði, þvi nú átti að gefa fræinu, sem sáð hafði verið kvöldið áður, góðan tíma til að festa rætur og bera ávöxt. Síðdegis stakk greifafrúin upp á því, að þau færu í gönguferð. Greifinn tók undir handlegg Boule de Suif, eins og ákveðið hafði verið og dróst aftur úr með hana. Hann fór að ræða við hana í þessum frjáls- mannlega og föðurlega en dálítið litilsvirðandi tón, sem menn úr hans stétt nota við konur af hennar tagi, kalla hana „kæra barnið sitt“ og ávarpaði hana ofan úr hásæti stéttar sinnar og flekklauss mannorðs. Svo þér kjósið að halda okkur hérna, þar sem bæði við og þér stöndum berskjölduð fyrir ofbeldisverkum prússnesku hersveitanna, ef þær verða að hörfa, heldur en að láta undan, eins og þér hafið svo oft gert áður. Stúlkan svaraði engu. Hann reyndi að rökræða, tala til tilfinninga hennar og vera vingjarnlegur. Samt bar hann sig alltaf eins og greifi, jafnvel þegar honum fannst heppilegra að daðra við hana og halda fallegar, eða öllu heldur hjartnæmar, ræður. Hann fór mörgum orðum um hvílíkan greiða hún mundi gera þeim og hve þakklát þau mundu verða henni. Og skyndilega fór hann að þúa hana. — Og enn eitt, góða mín. Þá getur hann hrósað sér af því að hafa komizt yfir fallega stúlku, sem ekki á margar sínar líkar í heima- landi hans. Boule de Suif svaraði ekki, en slóst í för með hinu fólkinu. Strax og þau komu heim fór hún upp í herbergið sitt og lét ekki sjá sig meira. Allir voru eins og á nálum. Hvað mundi hún gera? Það yrði allt annað en þægilegt fyrir þau, ef hún héldi áfram að þjózkast. Þegar hlringt var til kvöldverðar biðu þau hennar árangurslaust. Loks ltom Follenvie, sem tilkynnti að ungfrú Rousset liði ekki vel og sagði þeim að setjast að borðinu. Þau ráku öll upp stór augu. Greifinn færði sig nær hóteleigand- anum og hvíslaði: — Er allt í lagi? — Já. Hann sagði ekkert við félaga sína, velsæmis- ins vegna, en kinkaði bara litillega kolli til þeirra. Feginsandvarp steig frá brjósti allra við- staddra og gleðisvipur færðist yfir andlitin. — Ég veiti kampavín, ef það er fáanlegt hérna, sem ég er lifandi maður, hrópaði Loiseau. Og frú Loiseau til ósegjanlegrar skelfingar kom hóteleigandinn strax með fjórar flöskur. Allt í einu voru þau öll orðin ræðin og kát og gleðin Ijómaði af þeim. Greifanum virtist skyndilega hafa orðið ljóst að frú Carré-Lamadon var töfr- andi kona og verksmiðjueigandinn sló greifa- frúnni gullhamra. Samræðurnar voru fjörugar og fyndnar og þó sumar skrýtlurnar væru af smekklausasta tagi, höfðu allir gaman af þeim og enginn hneykslaðist — þvi vandlætingin fer eftir umhverfinu, eins og allar aðrar tilfinning- ar. Andrúmsloftið hafði smátt og smátt orðið þrunglð alskonar miður þokkalegum hugsunum og hugarórum. Yfir ábætinum voru konumar líka farnar að taka þátt í tvíræðum getgátum og augna- ráð þeirra gaf margt i skyn, enda höfðu þær drukkið mikið. Greifinn, sem hélt sinni virðulegu framkomu, jafnvel þó hann slak- aði á hömlunum, lýsti öllum til mikillar ánægju ástandinu á vorin hjá þeim mönn- um, sem hefðu verið útilokaðir frá um- heiminum á Norðurpólnum allan veturinn og gleði sjómannanna, þegar þeir sæju loksins leiðina til suours opnast. Loiseau, sem var i essinu sinu, reis á fætur og lyfti kampavinsglasinu: — Skál fyrir frels- un okkar, hrópaði hann. Allir risu á fætur og skáluðu með miklum fögn- uði. Jafnvel góðu systurnar tvær létu undan þrá- beiðni kvennanna og vættu varirnar í freyðandi víni, sem þær höfðu aldrei smakkað áður. Þær sögðu, að það væri eins og ólgandi aldinsafi, en þó betra á bragðið. — Það er verst að við skulum ekki hafa píanó, sagði Loiseau. — Annars hefðum við getað stig- ið dans. Cornudet hafði ekki sagt nokkurt orð og ekki látið á sér bæra. Hann virtist niðursokkinn I hugsanir sínar og öðru hvoru togaði hann ofsa- lega í skeggið, eins og hann væri að reyna að lengja það. Þegar fólkið ætlaði að fara að skilja um miðnættið, klappaði Loiseau, sem var ekki lengur stöðugur á fótimum, á bakið á honum og sagði loðmæltur: — Þú ert ekkert kátur í kvöld. Hvers vegna ertu svona þögull, gamli minn? Cornudet reigði höfuðið, leit snöggvast fyrir- litlega yfir hópinn og svaraði: —■ Þið hafið öll framið svívirðilegt athæfi! Hann reis á fætur og endurtók á leiðinni fram að dyrunum: — Svívirðilegt! Svo fór hann. Það fór hrollur um þau öll. Jafnvel Loiseau virtist ráðviltur og það kom heimskulegur svip- ur á hann, en hann náði sér fljótlega og sagði, um leið og hann engdist sundur og saman af hlátri: — Þið skiljið þetta ekki! Þau lögðu fast að honum að útskýra málið og hann sagði þá frá „leyndardómum ganganna" áheyrendum til mikillar skemmtunar. Konurnar gátu varla stillt sig um að láta ánægju sína í Ijós og greifinn og Carré-Lamadon veltust um af hlátri. Þeir ætluðu varla að trúa sínum eig- in eyrum. — Ha? Ertu viss um þetta? Vildi hann . . . — Það er alveg satt. Eg sá það með mínum eigin augum. ■— Og neitaði hún? — Já, vegna þess að það voru Prússar í næsta herbergi. — Yður hlýtur að hafa misheyrzt. — Nei, ég fullvissa ykkur um að ég segi satt. Svo þið getið ímyndað ykkur hvers vegna hon- um finnst þetta ekkert skemmtilegt. Og þeir ráku aftur upp skellihlátur og hrist- ust og hóstuðu, svo þeim varð næstum illt af kæti. Svo skildu þau. Frú Loiseau, sem var einstaklega illkvittin kona, sagði við manninn sinn, þegar þau voru að hátta, að „þessi drembna gála hans Carré- Lamadon hefði gert sér upp hlátur allt kvöldið." — Því eins og þú veizt, bætti hún við, — þá er konum, sem eltast við einkennisbúninga, alveg sama hvort þeir eru franskir eða þýzkir. Það er blátt áfram viðbjóðslegt. Morguninn eftir var glampandi sólskin, svo fólkið fékk næstum ofbirtu í augun af að horfa á hvitan snjóinn. Nú stóð vagninn loksins við dyrnar og hvítar, rauðeygðar dúfur vögguðu ró- legar milli fótanna á hestunum, kroppuðu af sér fjaðrirnar og nöjrtuðu i 'rjúkandi hrossataðið. Ekillinn satt uppi á vagninum, klæddur gæru- skinnúlpu og reykti pípuna sína og farþegarnir voru að koma fyrir vistum til ferðarinnar. Anægj- an yfir að geta brátt haldið áfram ferðinni ljóm- aði af þeim. Boule de Suif var ein ókomin. Loksins kom hún í ljós. Hún var niðurlút og vandræðaleg og nálgaðist feimnislega ferðafélaga sina, sem virtust samtaka um að snúa sér undan og lát- ast ekki sjá hana. Greifinn tók mynduglega um handlegg konu sinnar og leiddi hana þangað sem hún gat ekki orðið fyrir óhreinni snertingu. Stúlkan stanzaði, agndofa af undrun. Svo herti hún upp hugann og bauð konu verksmiðjueig- andans feimnislega góðan daginn, en hún svaraði aðeins með því að kinka fyrirlitlega kolli og augnaráðið sýndi að henni fannst virðingu sinni misboðið. Allt í einu voru allir önnum kafnir og héldu sig í fjarlægð frá Boule de Suif, eins og faldurinn á pilsinu hennar bæri einhvern banvænan sjúkdóm. Svo flýttu farþegarnir sér upp í vagninn. Fordæmda gleðikonan fór á eftir þeim og fékk sæti á sama stað og áður. Hitt fólkið virtist hvorki sjá hana né vita af henni •—• nema frú Loiseau, sem horfði með fyrirlitningu í áttina til hennar og sagði í hálf- um hljóðum við mann sinn: — Það er svei mér gott, að ég sit ekki við hlið þessarar skepnu! Vagninn lagði þunglamalega af stað og ferð- in hófst að nýju. 1 fyrstu mælti enginn orð frá vörum. Boule de Suif þorði ekki einu sinni að líta upp. Hún var reið samferðafólki sínu og fann til niðurlæging- ar yfir að hafa látið undan Prússanum, sem þau höfðu kastað. henni með hræsni í fangið á. En greifafrúin rauf brátt þessa óþægilegu þögn með því að snúa sér að frú Carré-Lamadon: — Þekkið þér ekki frú d’Etrelles? Það er indæl kona. VEIZTU -? 1. Hvaða leikkona er þetta og i hvaða kvikmynd hefur hún leikið? 2. Hvort liggur Reykjavík sunnar eða norðar en Þrándheimur? 3. Hvaða ríki ræður yfir sundunum milli Miðjarðarhafsins og Svartahafsins ? 4. Hvenær eru fyrst notuð frímerki á Islandi ? 5. Hverrar þjóðar voru þessir menn: Fahrenheit, Réaumur og Celsius? 6. Var nokkurn tíma til Lúðvik XVIII í Frakklandi ? 7. Hvers vegna heitir mánuðurinn, sem nú stendur yfir október? 8. Hver er sendiherra Islands á Irlandi? 9. Hvað er sameiginlegt með Simon Boccanegra, Boris Godounov og Peter Ibbetson ? 10. Gáta: Karl skar kú sína á rófu, svo af fauk höfuðið? Sjá svör á bls. 14. 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.