Vikan


Vikan - 29.10.1953, Síða 12

Vikan - 29.10.1953, Síða 12
ORSETI Bandaríkj- anna les The New York Times á hverjum morgni. Aðrir hátt- settir embættismenn bandarískir fara að dæmi hans. Sendiherrar erlendra ríkja í Washington lesa blaðið dag- lega, og handan Atlantshafsins er útlenda út- gáfan af því grandskoðuð af mönnum eins og forsætisráðherra Breta, utanríkisráðherr- anum franska og Piusi páfa XII. Utanríkis- ráðuneytið í Moskvu fær símleiðis ítarlegan úrdrátt úr efni þess. Það er ósköp einfalt mál, hversvegna stjórn- málamenn og rikisstjórnir telja sér skylt að fylgjast með The New York Times: það er eitt áhrifamesta og áreiðanlegasta dagblað veraldar. Æsifregnir sjást aldrei á síðum þess, né heldur beita fréttamenn þess æsifregnastíl. En það hefur sett sér það mark- mið að vera ítarlegasta frétta- blað heims, einskonar alþjóð- leg fréttastofnun, sem ekkert vandamál sé óviðkomandi og sem menn geti haft gagn af, hvar sem þeir séu staddir. Ritstjórnardálkum þess er stýrt eftir sömu reglu. 1 inn- anlandsmálum er stefna blaðs- ins allt annað en frjálslynd. En blaðamenn The New York Times gæta þess vandlega að blanda ekki saman upplýsing- um og skoðunum. Fréttin er í þeirra augum frásögn eða sönn saga, þar sem allt er und- ir því komið, að sagt sé frá af fullkomnu hlutleysi. Sé blaðið óánægt með það, sem fram kemur I fréttinni, eða andvígt þeirri stefnu, sem hún boðar, þá verður að hafa það. Fréttin lýsir atburði, og þar verður mál- ið að hafa sinn eðlilega gang. En athugasemd- ir við fréttina — sé þeirra þörf — koma ekki í lok hennar, einq og oft vill til dæmis brenna við í íslenzkum blöðum. Til þess eru ritstjórn- ardálkarnir. A sama hátt meðhöndlar blaðið allar er- lendar fréttir. Arthur Hays Sulzberger, útgefandi og yfir- ritstjóri The New York Times, getur ekki þakkað sér einum það, hversu mikils álits blað hans hvaðanæva nýtur. Hinsvegar má hann vera ánægður með það, að því hefur síð- ur en svo hrakað í stjórnartíð hans. Henry J. Raymond stofnaði blaðið 1851. En það fór illa af stað. Ritstjórn þess var í hálf- gerðum ólestri, og það var engan veginn til fyrirmyndar. Þegar Adolph nokkur Ochs keypti það fyrir 75,000 dollara 1896, var það skuldum vafið miðlungsblað, sem rétt með naumindum tókst að hjara. Það var Ochs sem lagði grundvöllinn að hinni nýju stefnu: „ítarlegum fréttaflutningi byggðum á stað- reyndum einum saman, hlutleysi og heiðar- leika“. Ochs var það líka sem skipulagði stærstu og bestu fréttaþjónustuna, sem nokk- uð blað hefur nokkurntíma ráðið yfir. Sulz- berger — en hann tók við stórnartaumunum 1935 — hefur lagt á það alla áherslu að halda áfram á þeirri braut, sem fyrirrennari hans vísaði. Kjörorð hans er: „Það er skylda frétta- mannsins að lýsa staðreyndum eins nákvæm- lega eins og völ er á, enda er sannur frétta- flutningur meginstoð lýðræðisins og aðeins sannleikurinn getur sigrast á áróðursvopninu." Hvernig vildi það til, að Sulzberger varð út- gefandi The New York Times? Hann giftist dóttur eigandans. Hann fæddist í New York 12. september 1891. Faðir hans var ríkur verksmiðjueigandi. 1 skóla kynntist hann menntaskólastúlku að nafni Iphegene Ochs, dóttur Adolph Ochs. Þau giftust 1917, þegar Sulzberger var liðsfor- ingi í hernum. Hann fékk lausn úr herþjónustu 1919 og byrjaci að vinna hjá tengdaföður sínum á blacinu. Hann var gerður að aðstoðargjald- kera, en það var þó naumast annað en nafn- bctin. Ætlunin var, að hann lærði sem ræki- leg'ast og á sem skemmstum tíma, hvernig reka ætti dagblað. Hann var augsýnilega góð- ur nemandi, því áður en árið var á enda, var Ochs búinn að gera hann að aðstoðar-forstjóra blaðsins. 1933 tók hann við stjórn þess til bráðabirgða, þegar Ochs veiktist. Tveimur ár- um síðar andaðist Ochs, og þá tók Sulzberger við embætti hans að fullu. Sem útgefandi hefur hann að mestu látið ritstjóra sína og blaðamenn annast daglegan rekstur blaðsins. Það hefur að jafnaði upp undir hundrað fréttamenn er- lendis og 400 ,,innlenda“ blaða- menn, þar af um 150 í New York. Ennfremur hefur Sulz- berger reynt að skipta sér sem minnst af mönnunum, sem skrifa í það ritstjórnargrein- arnar. Á hinn bóginn beitir hann húsbóndavaldi sínu þeg- ar um stærri ákvarðanir er að ræða, og eins gefur hann lín- una, ef svo mætti orða það, þegar blaðið tekur afstöðu til stórmála á innlendum og er- lendum vettvangi. Þannig var það hann sem ákvað, að Times skyldi stuðla að endur- kjöri Roosevelt forseta 1936, enda þótt það hefði í för með sér talsverða lækkun á auglýsingatekjum. Hann var það líka eem lét Times styðja Wendel Willkie í forsetakosningunum 1940 — g'egn Roosevelt. Og hann er það, sem nú notar hvert tæki- færi til þess að láta Times lumbra kurteis- lega á bandarískum einangrunarsinnum og þeirra fylgisfiskum. En þótt Sulzberger gefi starfsmönnum sín- um lausan tauminn, fylgist hann nákvæmlega með því, sem þeir gera. Ekkert í blaðinu fer fram hjá honum, og iðulega sendir hann rit- stjórum sínum orðsendingar með óskum og ábendingum. Ritstjórnarfundir eru haldnir daglega, þar er rætt um helstu atburði utan lands og innan. SULZBERGER er furðu rólyndur af blaða- útgefanda að vera, og þess eru fá dæmi, að hann hafi stokkið upp í nef á sér. Hann hefur gaman af að spila póker, fara i fjörugar veizlur og sækja leikhús með konu sinni. Hann er mættur til vinnu fyrir klukkan niu og vinn- ur oftast fram að kvöldmat. Þá fer hann heim og vinnur þá gjarnan þar fram eftir kvöldi. Hann hefur ósköp íburðarlitla skrifstofu í Times-byggingunni, stórhýsi sem virt er á meir en 200 milljónir króna. The New York Times er sjaldnast minna en 48 síður á rúmhelgum dögum, en brot þess er allmiklu stærra en íslenzku dagblaðanna (átta dálkar). Á sunnudögum er blaðið venju- legast hátt á þriðja hundrað síður! Það er heldur þungt yfir Times, bæði stíl þess og umbroti. Svo hefur jafnan verið. Kannski er tónninn líka stundum helsti hátíð- legur. En það má ganga að því vísu, að frá- sögn þess af atburðum sé vandaðri og ítar- legri en flestra ef ekki allra annarra blaða bandarískra. , —W— NÆST 1 ÞESSUM DÁLKUM: GEOFFREY HEYWORTH Hann stjómaöi einu af stórveldum viðskiptaheimsins. m n inMiiiBr ARTHUR SULZBERGER opinberi ákærandi stóð á fætur og beindi máli sinu til kviðdómsins. Hann fór aðeins fáum orð- um um þátt Bywaters í drápinu. Hann taldi þá fullyrðingu hans hlægilega, að hann hefði drep- ið Thompson í sjálfsvörn. Hinsvegar liefði hann, þ. e. Bywaters, beitt hníf sínum svo vægðarlaust, að naumast væri hægt að trúa öðru, en að hann hefði verið ráðinn i að ganga að fórnarlambi sínu dauðu. Þetta var þáttur Bywaters. Einfalt mál og ó- brotið. Og þá kom ákærandinn að hinum fangan- um, konunni í málinu. Hann vísaði algerlega á bug þeirri fullyrðingu, að sakborningarnir hefðu haft í hyggju að hlaupast á brott saman. „Allt til hinstu stundar,“ sagði hann, „er því hreyft í bréfunum að fjarlægja beri eiginmanninn með eitri.“ Sömuleiðis væri hreinasta fjarstæða að ætla, að hið sífelda tal um eitur og glerbrot hefði verið „eintómt grín“. Að minnsta kosti einn bréfkafli væri „fullur af glæpum." Hér átti ákærandinn við bréfið, sem Edith skrifaði Bywaters 1. apríl og þar sem hún fór svo mörgum orðum um sálarkvöl sína. Þar líkir hún manni sínum við „kött, sem hefur níu líf“, talar um „beiskt te“ og fer nokkrum orðum um „mulda rafmagnsperu" — í matinn hans. Bréf- inu lauk með því, að Edith bað elskhuga sinn að farga því — hvað hann ekki gerði. Ákærandinn gleymdi heldur ekki að minna kviðdómendurna á, hvernig þessi kona, sem stóð ákærð fyrir morð, hefði á síðustu stundu reynt að varpa allri sök á elskanda sinn. Síðan fór hann enn nokkrum orðum um bréf hennar og það samsæri, sem hann fullyrti, að hún og By- waters hefcu gert gegn manni hennar. En ræðu sinni lauk hann með því að skora á kviðdóminn að finna ekki einasta hinn unga sjómann sekan um morð að yfirlögðu ráði, heldur einnig ást- mey hans. Nú átti aðeins dómarinn eftir að ávarpa kvið- dómendurna. Hann gerði það í langri og heldur leiðinlegri ræðu. Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna þessa ræðu, meðal annars kunnir lög- fræðingar. Þeim þykir sem dómarinn hafi talað i helst til miklum „prédikunartón" og þá komist inn á ýmislegt málinu óviðkomandi. Svo mikið er víst, að margir líta nú svo á, að ræða Shearman dómara hafi verið allt annað en hlutlaus. Hann fyrirleit sakborningana og dró vægast sagt enga dul á það. Hann sá enga á- stæðu til að vorkenna þeim í eymd þeirra, að bera í bætifláka fyrir þá, að viðurkenna eitt andartak þann möguleika, að þeir hafi naumast vitað hvað þeir gerðu. Lýsing hans á morðinu var til dæmis síður en svo sakborningunum í vil: „Það er enginn á ferli og klukkan er hálf tólf, þegar maðurinn fær fyrstu hnífstunguna. Á blóð- blettunum má sjá, hvar hann hefur staðið. Svo fær hann hnífinn í sig aftur, sennilegast þá í brjóstið; til þess benda blóðblettirnir. Þá hefur hann komist nokkur fet niður veginn . . . Það er mikið af blóði, sem sprautast út. Hann snýr við, reikar að húsveggnum og hnígur til jarðar . . . Hann fór alls 46 eða 47 fet, eftir blóðblett- unum að dæma.“ KLUKKAN ER langt gengin í þrjú þennan vetrardag. Dómarinn er búinn að ljúka máli sínu. Kviðdómendurnir ganga út úr salnum. Curt- is-Bennett fer líka. Eftir þessa ræðu, er hann svo kvíðinn, að hann hefur ekki kjark í sér til að bíða. Hann býst við hinu versta. Einn tími líður — og annar. Það er komið myrkur úti og ljós eru kveikt í réttarsalnum. Þegar klukkuna vantar kortér í sex, koma kviðdómendurnir aftur. Þeir fá sér sæti í stúku sinni, dómarinn spyr hvaða niðurstöðu þeir hafi komist að. Talsmaður þeirra stendur á fætur. Báðir hinna ákærðu eru sekir. Bywaters sprettur á fætur: „Ég segi að þetta sé rangt. Edith Thompson er saklaus. Ég er eng- inn morðingi. Ég er enginn launmorðingi." Dómarinn setur upp svarta höfuðfatið, tákn líf- látsdómsins. Og Edith Thompson hrópar: „Ég er saklaus! Ó Guð minn, ég er saklaus!" 12

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.