Vikan


Vikan - 16.09.1954, Side 2

Vikan - 16.09.1954, Side 2
^j^PÓSTUMNN Fyrir „Yng-ismeyjar úr Eyjum“, Dúnda Gunnars, Tvœr vinkonur, „Eina óþreyjufulla" o. fl. birtum við Blikandi haf, eftir 12. september. Sig- urveig Hjaltested og Sigurður Ölafs- son hafa sungið það inn á plötu. En hvað það er dásamlegt að dansa hér, dansa við þig einmitt þetta lag. Engurminningarnar streyma á móti mér. Manstu forðum þennan sama dag, er við stóðum frjáls og glöð á Bláteigsbrún ? Blikandi hafið seyddi okkar þrá, gáruðu flöt þess léttskreið fley með ljós við hún; lagið okkar beggja fæddist þá. Þetta kvöld var ógleymanleg Svar til Billu: Utanáskrift Audrey Hepburn er Paramouth Pictures, 5451 Marathon St., Hollywood, — Marilyn Monroe geturðu skrifað til 20th Century Fox Studios, Holly- wood og Gene Kelly til Metro-Gold- wyn Meyer Studios, Culver City Cali- forniu. Þú verður að láta þér nægja þetta fyrst um sinn. Svar til Erwyns: Jú, það hefur starfað hér veitingaskólí og Sigurð- ur Gröndal veitingamaður verið skólastjóri hans. Við höfum heyrt að um þessar mundir standi til ein- hverjar breytingar á þeim málum. Þú skalt því fá upplýsingar hjá Sig- urði Gröndal sjálfum. Ingibjörg hefur sent okkur eftir- farandi ljóð, sem við könnumst ekk- ert við og spyr eftir hvern það sé og hvort það sé ekki rétt svona. Kannski einhver lesandi geti leyst úr þessum spurningum. Gleði ym úr gljúfri svarar, glæsi tunga, kornið mitt. Enginn meinar frjálsum fara, fallvöltum um ríki sitt. Enginn nemur vorsins vinda. Viðjar enginn landsins mál. Enginn meinar böndum binda, brimsins gný né skáldsins sál. Lesendur eru beðnir að at- huga, að rangt númer var framan á síðasta tölublaði. Blaðið átti að vera nr. 34. FORSÉÐUMYNDINA tók Þórður Bjarnar við Reykjavíkurhöfn. Hvað lieita flugvélar Flugfélags Islands, af livaða tegund eru þœr hvaða einkennisstafi Svar: bera þær? Einkennisstafir: Tegund: Nafn: TF-ISA DC-3 Douglas Dakota Glófaxi TF-ISB DC-3 Douglas Dakota Gunnfaxi TF-ISD DC-3 Douglas Dakota Snæfaxi TF-ISE . DC-4 Skymaster Gullfaxi TF-ISH DC-3 Douglas Dakota Gljáfaxi TF-ISJ PBY-5A (Catalina) Sólfaxi TF-ISK PBY-5A (Catalina) Skýfaxi TF-ISM De Havilland Rapide Sviffaxi TF-ISP PBY-5 (Catalina) Sæfaxi TF-ISR Grumman Goose Snarfaxi TF-ISV Noorduyn Norseman Dynfaxi unaðsstund, er við nutum bæði, ég og þú. Ljósaskiptin breiddu frið um fjöll og sund. Flytjum okkur, hverfum þaðan nú. Lokum augum, svífum út á Blá- teigsbrún, — blikandi hafið svalar okkar þrá — heyrum í f jarska, langt frá strönd- um, laut og túni’, lagið okkar beggja hljóma þá. Ég er seoctán ára gömul og langar til að lœra hjúkrun. Mig langar svo mikið til að spyrja þig hvenœr Hjúkrunarkvennaskólinn byrjar, því ég er ráðin í vinnu fram yfir ára- mót. Svar: Þú færð ekki inngöngu í skólann fyrr en þú ert orðin 19 ára gömul, en þar sem aðsóknin er mikil, skaltu sækja um skólavist sem fyrst. Þú talar um að fólk úti á landi eigi erfitt með að fá upplýsingar hjá skólastjórunum sjálfum, en það er rnesti misskilningur. Það er ekkert meiri fyrirhöfn að skrifa þeim en okkur og sennilega fást nákvæmari upplýsingar með þeirri aðferð. Sendu umsóknina til: Skólastjóra Hjúkrun- arkvennaskólans, Landspítalanum, Reykjavík. Svar tU Þórlaugar: Eina skilyrðið fyrir því að þú fáir birtar smásögur í blaðinu eru þau, að ritstjóranum lítist nógu vel á þær. Það kostar ekk- ert að reyna. Fœr stúlka, sem eignast bam áð- ur en hún giftist, meðlag frá bams- föður sínum, eftir að hún giftist óðr- um manni. Svar: Jú, hún fær meðlag með barninu til 16 ára aldurs, hvort sem hún er gift eða ógift. Svar til I. Berg: Við vitum ekki hve dýrt er að stunda nám við Iþróttaskólann í Haukadal, en ef þú hefur i hyggju að vera þar í vetur, skaltu skrifa skólastjóranum, Sigurði Greipssyni sem fyrst, þvi skólirm byrjar 1. nóvember. Fljótandi „makeup“ sem mýkir, sléttir og fegrar hörundiö ^fc/Touch-and-Glow’ Ekkert annað „makeup“ varðveitir hörund yðar eins vel. Aðeins „Touch-and-Glow“ er blandað með „Lanolite“ — eigin uppgötvun Revlon, sem hefur þrjá kosti umfram lanolin: Þornar fyrr! Mýkir betur! Verndar lengur! Það er bezt — þvi það er frá lítgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365, 2

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.