Vikan - 16.09.1954, Blaðsíða 8
GISSUR Á UM EKKERT AÐ VELJA.
Rasmína: Þarna koma Mikkelína og Svipmundur.
Þau stanza áreiðanlega í marga klukkutíma og við
missum af óperunni.
Gissur: Mér er svosem sama í hvorri Keflavikinni
ég rœ.
Svipmundur: Er hún ekki heimaf Jœja, hvert fór
hún ?
Mikkelúm: Við Svipmundur förum alltaf út sam-
an.
Gissur: Hún fór í óperuna.
Svipmundur: Þetta er síðasti þáttur.
Mikkelína: Já, nú stingur hann hana til bana.
Gissur: Það hefði hann átt að gera í fyrsta þætti.
Gissur: Vœri ekki betra að fara ekkert fram?
Rasmína: Þau eru búin að sjá Ijósið og vita, að
einhver er heima. Ég fel mig hérna og þú segir,
að ég sé farin í óperuna.
V
Svipmundur: Við erum líka að fara þangað.
Viö komum bara við til að sœkja leikhúskíkjana
okkar.
Mikkelína: Rasmína fékk þá lámaða í vik-
unni sem leið.
Gissur: Þið vcrðið að koma aftur, þegar þið
megið vera að því að stanza lengur. Við höfum
fimm ára húsaleigusamning.
Mikkelína: Öperan var alveg stórkostleg. Ég
cr viss um að Rasmína hefur notið liennar, þaðan
sem hún lieyrði liana.
Gissur: Ég vildi að ég gœti logið eins og
Rasmina og sloppið með það.
Svipmundur: Það er verst að við skyldum láta
þig hafa svona mikið fyrir þvi að leita að kíkjun-
um.
Mikkelína: Nii er orðið of seint að fara í ópex-
una. Við skulum bara horfa á hana í sjónvarpinu
með Gissurri.
Gissur: Það var fatlega hugsað.
Rasmína: Asninn þinn! Ég var nœstum köfnuð.
Ilvers vegna fékkstu þeim ekki leikhúskíkjana og
lézt þau fara.
Gissur: Þú heldur þó elcki að mér liafi þótt
gaman að hlusta á óperuna? Nei, kílcjarnir voru
niðri í kistunni hjá þér.
Boh og Jane og H I Ð
ÖRLAGARÍKA RIFRILDI
JJÝSNA ótrúlegt, satt er það, en
í rauninni hófst þessi saga með
ósköp hversdagslegu rifrildi að
morgni dags. En henni lauk ekki
alveg eins hversdagslega — það
var öðru nær.
Það byrjaði þegar þau voru að
snæða morgunverð í London, ungu
hjónin, sem voru búin að búa sam-
an í hamingjusömu hjónabandi í
nærri f jögur ár.
Hann sagði ólundarlega: ,,Ég er
orðinn dauðleiður á að horfa á
þessa gömlu, hálfónýtu tekönnu.“
Hún svaraði reiðilega: „Jæja,
keyptu þá nýja!“
Vegna þessa ómerkilega rifrildis um
ómerkilega könnu, er Bob Douglas, hinn
32 ára gamli eiginmaður, á þessari stundu
staddur einhversstaðar í Austur-Asíu —
hermaður í útlendingadeild Frakka. Jane,
hin 28 ára, ljóshærða kona hans, vinnur
svo fyrir sitt leyti baki brotnu í Lond-
on — stundum allt að 15 stundir á dag
— í von um að geta með tímanum eign-
ast nógu mikla peninga til þess að sjá
Bob aftur.
Sannleikurinn er nefnilega sá (og það
er kannski það sárgrætilegasta), að þessi
ungu, myndarlegu hjón eru ennþá mjög
ástfangin.
Þegar Bob þaut út, kom Jane ekki til
hugar, að hurðarskellurinn, sem hún
heyrði, væri upphaf skilnaðar, sem kynni
að vara árum saman.
,,Ég þóttist viss um, að hann mundi
koma heim til hádegisverðar,“ sagði hún
í viðtali við undirritaða. „Við erum bæði
voðalega uppstökk, en ég elska hann og
veit að hann elskar mig.“
Það var fyrir rösklega ári sem Bob
hvarf. Jane hafði engar fréttir af hon-
um í margar vikur. Hún varð sífellt kvíðn-
ari.
Svo bárust henni fréttir frá Frakk-
landi. Þær komu frá kunningja hennar,
og samkvæmt þeim hafði maðurinn henn-
ar, blindaður af reiði, gengið í frönsku
útlendingahersveitirnar til fimm ára.
Kunninginn gat líka sagt Jane, hvers-
vegna Bob hefði enn ekki skrifað. Hann
taldi víst, að hún vildi ekkert með hann
hafa framar.
En hann saknaði hennar ákaft, og brátt
kom að því, að hann gat ekki lengur neitað
sér um að skrifa. Hún fékk fyrsta bréfið
fyrir jól. Þar sagði hann henni allt af
létta.
Þegar hann skellti á eftir sér hurðinni,
hafði hann haldið rakleitt inn á veitinga-
krá, til þess að fá sér staup af víni og
stilla skap sitt.
Bob drakk annars mjög sjaldan og í
mesta lagi örfá glös af bjór. En í þetta
Bob í einkennis-
búningi útlentí-
ingadeildarinnar.
Og (hin myndin)
Jane við vinnu
sína i London.
skipti hafði hann endað með því að fara
á ærlegt fyllirí.
Þá rakst hanh á gamlan félaga. Þeir
höfðu barist saman í Norður-Afríku. Nú
drukku þeir saman. Og allt 1 einu ákváðu
þeir að „skreppa yfir til Frakklands“ eina
dagstund!
„Mín hjartkæra Jane,“ skrifaði Bob í
þessu fyrsta bréfi sínu. „Ég rankaði við
mér í París, skammt frá Eiffelturninum,
ærlega timbraður. Þú veist ég kann ekki
orð í frönsku. En það rann smám saman
upp fyrir mér, að ég hafði í ölæðinu gengið
í franska útlendingaherinn. Ég gerði allt
sem ég gat til þess að fá að taka inntöku-
beiðni mína aftur. Reyndu, ástin mín, að
hjálpa mér að losna, eða komdu hingað að
öðrum kosti og vertu nálægt mér. Ég
sakna þín svo voðalega . . .“
Bob þráði návist hennar, elskaði hana
ennþá. Meira þurfti Jane ekki að fá að
vita. París er langt frá London fyrir unga
konu, sem aðeins vinnur sér inn nokkur
pund á viku. En Jane hikaði ekki. Hún
byrjaði samstundis að safna fyrir fargjald-
inu til Parísar.
Það tók hana marga mánuði, og þegar
hún loksins komst þangað, var búið að
senda Bob til Sidi-bel-Abbes í Norður-
Afríku.
Hún sagði mér hvað gerðist í París:
Framliald á bls. Uh
JtL %-
BLESSAÐ
BARNIÐ
Lilli: Pabbi, sjáðu hvað tamda birninum þykir góður ís. Pabbinn: Hann var svei mér fljótur að háma í sig brauðið Lilli: Hann var svo hryggur á svipinn, þegar Mamman: Vaknaðu, elskan. Það er einhver
Pabbinn: Hann er svangur. Gefðu honum' minn ís líka og ég og lcökurnar. við fórum. að hringja dyrabjöllunni.
skal scekja einhverjar matarleyfar út í bilinn. Lilli: Honum finnst líka góður brjóstsykur.
8
9