Vikan - 16.09.1954, Side 15
Þakka þér fyrir, SMITH?
Framliald aj bls. 7.
göngu út í skóg. Þegar hún loks kom,
þaut hann á móti henni og sagði
henni fréttirnar.
— Eg gef ekki kost á mér, sagði
hún.
—. Þú ert ekki með öllum mjalla.
Hann fórnaði höndum og reyndi með
öllu móti að telja hana af þessari vit-
leysu.
— Ég ætla að horfa á þig, sagði
Anna. Nú voru þau komin inn í sal-
inn og urðu að þagna.
Hinn frægi Servan er þar fyrir og
situr við hliðina á kennaranum.
öðru hvoru skrifar hann eitthvað á
blað, eða hallar sér að kennaranum
og hvislar einhverju að honum.
Maurice reynir með handapati að
segja önnu, að án hennar geti hann
ekki leikið. Hún ypptir öxlum og i
næsta hléi gengur hún fram á gang-
inn. Maurice eltir hana og grípur i
handlegginn á henni. Þau sjást vel
innan úr æfingasalnum i gegn um
glerrúðuna, þó ekki heyrist orð af
því, sem þau segja, því þau tala lágt.
Maurice er orðinn reiður: — Hegðaðu
þér nú ekki eins og bjáni. Komdu
með mér inn og leiktu hlutverkið á
móti mér.
— Maurice, það er fallegt af þér
að bjóðast til að leika á móti mér. En
ég hefi góða og gilda ástæðu til að
þiggja það ekki. Jæja, ég neyðist víst
til að segja þér það. Eg er búin að fá
samning við kvikmyndafélag í Ame-
ríku.
— Jæja! Hann hrópar þetta upp.
— Svo það er ástæðan. Það datt mér
ekki í hug. Hann gengur nær henni
og horfir biðjandi á hana. — Anna,
ég verð að játa nokkuð fyrir þér.
Reyndu að skilja mig, Anna . . .
William Smith . . .
— Þekkirðu hann? Hún er orðin
eins föl og hann. Hún finnur það á
sér, að eitthvað illt vofir yfir.
— Þú verður fyrst að lofa að reið-
ast mér ekki . . . Eg er Willjam Smith.
Hann ætlar að styðja hana, því það
virðist ætla að líða yfir hana, en hún
hrindir honum frá sér og tautar:
— Gazt þú gert mér þetta, Maurice ?
Svo þú hefur haft mig að ginningar-
fífli.
— Horfðu á mig. Lít ég út fyrir að
hafa gaman af þessu. Þú varst búin
að missa kjarkinn og ætlaðir heim.
Eg var bara að reyna að halda í þig.
Og málrómur hans verður bliðlegri,
þegar hann heldur áfram: — Þú fórst
að trúa á sjálfa þig og tókst ótrúleg-
um framförum. Það segja allir. Og
þú ert orðin . .. ennþá fallegri en
áður . . .
— Já, með því að fara að ganga á
háum hælum og kaupa mér flauels-
kjól, eins og þú ráðlagðir mér . . . Og
ég var svo heimsk að trúa því, að
og lífið geti breyzt á einni svip-
stundu.
— Já, lífið getur breyzt á einni
svipstundu. Mitt líf breytist þegar þú
komst inn um dyrnar hérna.
— Það er undarlegt! En ég vildi
óska að ég hefði aldrei komið hingað.
Og hér verð ég ekki stundinni lengur.
Vertu sæll. Anna gengur nokkur
skref. Hún er að fara.
— Anna! Hún stanzar. Það er eins
Gagnlegir prófílar
Prófílar þeir sem sýndir eru að ofan hafa ákveðnu hlutverki að gegna í yfirbygg-
ingu strætisvagnsins, en yfirbyggingin er öll úr aluminium.
Margar gerðir af prófílum eru fáanlegar allt frá einföldustu gerðum til vandasam-
ari gerða, bæði opnir og lokaðir. XJrvalið er það mikið að yfirbygginguna má gera
á margan hátt.
Kostir aluminíum eru þessir: léttari yfirbygging, sem leiðir af sér að vagninn
getur borið meira, og er jafnframt ódýrari í rekstri. Styrkleiki og ending eru líka
Kostir, og loks má ekki gleyma að viðhaldskostnaður verður minni því aluminíum
ryðgar ekki.
Þessir kostir eru svo mikilsverðir að framtíðin hlýtur að verða sú að allar yfir-
byggingar verða úr aluminíum.
Framleiðsluvörur Aluminíum Union Limited eru meðal annars:
Aluminíum til bræðslu, ómótað: Aluminíumplötur allskonar: Ræmur: Kringlótt-
ar plötur: Þynnur, prófílar allskonar: Rör: TeinarogVír: Steyptir hlutir: Hamrað-
ir hlutir: Þakplötur allskonar: Rafleiðsluvírar og tilheyrandi hlutar: Aluminíum
málningarpasti: Hnoð og naglar: Efnavörudeildin: Báxíd: Aluminíumoxýd (Vatn-
eldað og kalkað). Aluminíum brennisteinssúrt: kalk: Aluminíum Flúoríd: Tilbúið
Krýólít: Flúorspar: Magnesía:
ALUMINIUM UNION LIMITED
(skrásett í Kanada)
The Adeplhi, Strand
London W. C. 2
Umboösmenn:
ORKAI
og henni sé að renna reiðin. — Þú
mátt ekki erfa þetta við mig, Anna.
Ég bjó til þessa sögu, til að gera þig
hamingjusama . . . því ég elska þig.
Anna stendur grafkyrr í sö.mu spor-
um, yfirkomin af geðshræringu. Hún
fær ekki tíma til að átta sig á til-
finningum sínum, því nú opnast dyrn-
ar á salnum. Það er kallað á þau . . .
þau eru dregin inn og ýtt í áttina
til hins fræga Servans. Áhugaleysis-
svipurinn er horfinn af andliti hans.
— Þetta eru leikaraefni, sem henta
mér. Eg sá þau æfa hlutverkin sín
frammi. Svipbrigðin voru óvenjulega
lifandi og áhrifamikil.
— Viltu hlusta á þau, spyr kenn-
arinn.
— Til hvers? Þau stama vonandi
ekki. Ég legg mesta áherzlu á svip-
brigðin. Jæja, börnin góð, gefið mér
nöfn ykkar og heimilisföng.
Allir nemendurnir hópast í kringum
sigurvegarana, en enginn skilur
hvers vegna Anna kastar sér í fangið
á Maurice og hfopar: — Þakka þér
fyrir, Smith!
MUNIÐ
NQRA MAGASIN
Karl G. Sölvason
■ Ferjnvogi 15 Sfral 7939
Reykjavflt.
■
■
■
■
■
| öll gluggahreinsun
fljótt og vel af
hendi leyst.
■
■
[ — HllINGIÐ I Sll
■
1
Píanóharmonikkur
24 - 32 - 48 - 80 - 120 bassa
Hljómfagrar
Glæsilegar
Ódýrar
Verð frá ltr. 1185.00
Við crum með á nótunum
HUÓÐFÆRAVERZLUN
SIGRIÐAR HELGADÖTTUR
Lækjargötu 2. — Sími 1815.
Sendum gegn póstkröfu.
15