Vikan


Vikan - 16.09.1954, Síða 3

Vikan - 16.09.1954, Síða 3
Þau töluðu ekki saman í 15 ár og úr þvi varð „hið full- komna hjónaband66. En svo hefur fólk líka oft — HÆTT AÐ TALA í HEFNDARSKYIMI! AU sátu saman í litlu, nota- legu íbúðinni sinni kvöld noklcurt í lok ársins 1951. Þau voru að borða, þessi hjón, glöð og sæl og hamingjusöm. Þau spjölluðu um allt milli himins og jarðar, hlógu dátt, gerðu að gamni sínu. En allt í einu byrj- uðu þ:a.u að rífast. „Játaðu að þú hafir átt upp- tökin — annars tala ég aldrei við þig fram,ar,“ hrópaði eigin- maðurinn. Hún neitaði. Hann efndi heit sitt. Eins og skýrt var frá fyrir skemmstu, þegar skiln- aðarmál þeirra kom fyrir dóm- stólana í London, talaði hann aldrei við ltonu sína upp frá því! Þau héldu áfram að búa und- ir sama þakinu, en alger þögn ríkti á heimilinu. Þegar eigin- konan loksins gafst upp og sótti um skilnað, féllst réttur- inn fúslega á þá skoðun henn- ar, að eiginmaðurinn hefði með framkomu sinni beitt hana hinu mesta harðræði — og veitti henni skilnaðinn. Manni finnst það næsta ó- trúlegt, að maður skuli geta búið með sömu konunni í tvö ár, án þess að yrða á hana. Þó er þetta ekkert einsdæmi. Það hefur oft komið fyrir áður, að fólk hefur steinhætt að tala til þess að ,,hefna“ ýmist rétt- mætra eða ímyndaðra harma. Lavina Guilleford er oft nefnd, þegar rætt er um „mál- leysingja" af þessu tagi. Lavina var forkunnarfögur, amerísk stúlka, sem um miðja síðustu öld varð ákaflega ástfangin í ungum hrokkinhærðum manni. Svo áfjáð var hún að giftast honum, að giftingardagurinn var ákveðinn, án þess að for- eldrar hennar hefðu hugmynd um. Þau voru ströng og siða- vönd, en létu samt dótturina fara sínu fram — þar til þau fóru að heyra miður skemmti- legar sögur um biðilinn. Faðirinn greip þá tafarlaust til sinna ráða. Hann bannaði dóttur sinni að giftast unnust- anum og sagði henni: „Hann er illmenni. Hann mun aðeins gera þig ógæfusama.“ „Mér er sama hvað þú segir — ég mun alltaf elska hann,“ svaraði dóttirin. „Og hér með strengi ég þess heit, að fái ég ekki að eiga hann, mun ég ekki mæla orð af vörum fyrr en eft- ir fimmtíu ár.“ Hún efndi þetta! Foreldrar hennar og vinir reyndu hvað eftir annað að fá hana til að rjúfa heit sitt. Hún þagði sem fyrr. Hún talaði ekki einu sinni við þjónustustúlkuna, sem leit eftir henni, heldur skrifaði henni á bréfmiða, þegar hún þurfti á að halda. Faðir hennar tók aftur bann sitt á banasænginni og lét dótt- urinni þar að auki eftir allar eig- Hver er maðurinn með hárið? Enginn annar en kvikmynda- leikarinn og kvenna- gullið — Burt Lancaster! Svona lítur hann út í spánnýrri Indíánamynd, sem bráölega er vœntanleg á markaðinn. Og svo er hér (til hægri) mynd af lionum, eins og hann er, þegar hann er ekki i Indí- ánaleik. ur sínar. Þá var maðurinn, sem allt þetta snerist um, fluttur til annars bæjar, enda mun hon- um ekki hafa litist á blikuna, þegar hann uppgötvaði, að stúlkan vildi ekki einu sinni tala við hann. Þegar hin fimmtíu ár voru liðin, heimsóttu tveir að vinum hennar þessa skrítnu hálfátt- ræðu konu, til þess að heyra hana mæla fyrstu orðin. Þeir sáu hana hreyfa varirn- ar — en ekkert hljóð heyrðist. Hún var búin að missa rödd- ina. Henni auðnaðist ekki að fá málið aftur. Hún leitaði árang- urslaust uppi f jölda lækna. Hún andaðist 79 ára, og ennþá mál- laus. Vegna þess að herra og frú Helle, ungversk hjón, vildu að hjónaband sitt yrði „fullkom- ið“, ákváðu þau að búa saman næstu fimmtán árin — án þess að talast við. Að því tímabili liðnu byrjuðu þau aftur að tala saman. Jafnvel eftir að börnin þeirra þrjú fæddust, héldu þau áfram uppteknum hætti og yrtu ekki hvort á annað. Eiginmaðurinn sagði síðar: „Við rifumst aldrei í fimmtán ár. Það var aldrei nein ástæða til að rífast; þó skildum við hvort annað full- komlega. Það er hægt að skilja fólk án þess að tala við það.“ Bræður tveir, innan við tví- tugt, bjuggu saman í svolitlum kofa í nánd við Canisteo í New York ríki. Um ári eftir að þeir settust að í kofanum, lentu þeir í rifrildi — um stúlku, sem báð- ir voru ástfangnir í. Upp úr þessu skiptu þeir kof- anum í tvennt með krítarstriki og skrifuðu hátíðlega irndir samkomulag þess efnis, að þeir mundu hvorki stíga fæti inn á kofahelming hins né tala sam- an. Það er nokkurnveginn víst, að þeir héldu samkomulagið í 62 ár og notuðu allan þann tíma sinnhvorar dyrnar að kof- anum. Og stúlkan? Sagt er að hún hafi snúið bakinu við báðum með orðunum: „Eg hafði ekki hugmynd um það fyrr en nú, að karlmenn gætu verið þvílík- ir endemis asnar.“ Annar „mállausu bræðranna,“ andaðist 1948. Sá sem cftir Iifði, virtist harmi lostinn. Hann grét við jarðarförina. Síðan sagði hann skyldmenni alla söguna og grét ennþá meira yfir heimsku þeirra beggja. stuttu máli PRESTUR einn i London gerir nú nýstárlega tilraun til að auka hjá sér kirkjusókn. Hann keypti fyrir skemmstu leigubíl og flytur sóknarbörn sín til og frá kirkju endurgjaldslaust, ef þau óska! ÞAÐ hlýtur að vera vandasamt að velja nýjum bæjum nöfn. Sennilegast er alveg af og frá að gera þar öllum til hæfis. Tökum til dæmis bæinn Hvað- um í Bandaríkjunum. Bæjarstjórn- in efndi til sérstaks fundar, til þess áð velja honum nafn. Hver einasti bæjarfulltrúi kom þar með tillögur. ,,Hvað um þetta nafn?“ og „Hvað þá um þetta?“ Þeir rif- ust klukkustundum saman. Og komust að lokum að merkilegu samkomulagi: Upp frá þessum degi skyldi bærinn þeirra einfald- lega heita: Hvaðum. Hvað hann hefur ætíð síðan heitið. ÞEGAR bæjarstjórinn og bæjar- stjórnin í Northfield (Banda- ríkjunum) komst að þeirri niður- stöðu í fyrra, að óhjákvæmilegt væri að mála ráðhúsið frá kjallara upp í kvist, þótti sýnt, að um leið yrði óhjákvæmilegt að hækka út- svör borgaranna. Samkvæmt áætl- un átti verkið nefnilega að kosta tæpar 25,000 krónur. En þá datt einhverjum það snjallræði í hug, að kannski mætti gera þetta í sjálfboðavinnu. Og bæjarstjórinn og bæjarstjórnin brugðu sér i vinnugalla og mál- uðu ráðhúsið. TVÖ sveinbörn fæddust á Suva í Suður-Kyrrahafi í júnímán- uði 1854. Drengirnir ólust upp við sömu götuna og urðu miklir vinir. Þeir giftust systrum og báðir eign- uðust þrjá syni og tvær dætur. 1 janúar síðastliðnum önduðust eiginkonurnar á sama sólarhringn- um. Fyrir tveimur mánuöum fannst annar ekillinn látinn. Hin- um aldraða vini hans voru sögð tíðindin, hann hristi höfuðið í hljóðri sorg, lokaði síðan augun- um. Tíu mínútum síðar kom einn sona hans að kalla á hann í mat- inn. En hann var andaður. SENOR Geraldo Machado í Belo Horizonte, Brazilíu, hefur að undanförnu verið að velta því fyrir sér, hvort hann eigi að taka til- boði vísindastofnunarinnar, sem býðst til þess að greiða honum nærri 50,000 krónur á stundinni, ef hún megi hirða líkama hans að honum látnum. Hversvegna verður Senor Ger- aldo svona eftirsóknarvert lík? Hann er með tvö hjörtu, eitt vinstra megin og annað hægra megin! 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.