Vikan


Vikan - 16.09.1954, Síða 13

Vikan - 16.09.1954, Síða 13
hafði drukkið of mikið áfengi, bæði fyrir og eftir réttarhöldin. Hlekkirnir um úlnliði hans og öklann höfðu nuddað í sundur húðina og valdið bólgu og sárum, sem blæddi úr og ollu honum miklum kvölum. — Prestur, sagði hann. — Ég vil ekki lítilsvirða nein trúarbrögð, ekki einu sinni trúarbrögð heiðingja. Þess vegna skulum við . . . hann lyfti hend- inni þó það ylli honum kvölum, til að koma í veg fyrir mótmæli — þess vegna skulum við ræða allar hugsanlegar bækur nema biblíuna. Þér lítið út fyrir að vera réttlátur maður, hélt hann áfram. — Vegna stöðu yðar hljótið þér að vera menntaður. Við skulum þess vegna sitja hérna saman eins og vinir — mér finnst ég vera skolli einmana — og rabba í róleg- heitum saman, þangað til þér farið. Þetta er sýnilega harðsvíraður þorpari, hugsaði presturinn og varð hörkulegur á svipinn. — Vesalings syndugi maður, þrumaði hann. — Trúir þú ekki á tilveru Guðs almáttugs? Darwent velti spurningunni fyrir sér, áður en hann svaraði: — Satt að segja veit ég það ekki. Ég get ekki svarað yður með heiðarlegu móti, því ég veit það ekki. — Þetta segir þú, sem á morgun verður kannski varpað í dýpsta pytt helvítis, til þess að kveljast þar til eilifðar. Þarftu þá einskis að iðrast, maður minn ? — Nei, það held ég ekki. — Seztu — setjumst báðir! Það gerir okkur auðveldara fyrir að tala saman. Presturinn settist á veggsylluna, en Darwent lét sig falla aftur niður á hálmfletið. — Þú segist ekki hafa neins að iðrast í sambandi við trú þína og sáluhjálp. En sérðu þá ekki eftir neinu ? spurði presturinn. — O-e, jú! Ég sé eftir að hafa ekki lesið miklu fleiri bækur, að hafa ekki drukkið miklu meira áfengi og að hafa ekki sofið hjá miklu fleiri . . . — Hættu, þrumaði presturinn. — Það getur ekki verið, að þú kennir ekki í brjósti um nokkra manneskju á jarðríki, nú á þessari stundu. — Ef til vill er til ein manneskja, sem ég hugsa til með söknuði. En hún hlýtur annað hvort að vera veik eða lokuð inni, úr því að hún hefur ekki komið til mín . . . Það er Dorothy litla Spencer frá leikhúsinu í Drury Lane. — Eiginkona þín? — Nei, ég var ekki svo hygginn að giftast henni. En hvað um það! Ég á enn hálft pund. Keyptu nokkrar flöskur af brennivini og við skulum drekka okkur blindfulla áður en dagur rennur. — Vilt þú hitta skapara þinn í sliku ástandi? — 1 sannleika sagt — já! Hann er slíkt mikilmenni, að hann ætti að geta tekið því án þess að móðgast — og þó! Nei, þetta er ósmekkleg fyndni. Ég ætla hvorki að vera með mannalæti né sýna heigulshátt á þess- ari síðustu göngu minni. Ég ætla að mæta dauðanum eins stillilega og hávaðalaust og ég get. — Þetta er karlmannlega mælt, sagði presturinn. — Iðrastu, ungi maður, svo að þú finnir náð hjá guði. Hér situr þú hlekkjaður, dæmdur til smánarlegs dauða fyrir . . . ja, hvað hefurðu eiginlega brotið af þér? Ég er búinn að gleyma því. Darwent leit háðslega á hann. — Samkvæmt dómnum á að hengja mig fyrir morð. Fólk álítur að ég hafi drepið Frank Orford í einvígi. Presturinn spratt á fætur. Hann varð orðlaus af undrun. — í einvigi? hrópaði hann. — Er það allt. og sumt? Æðarnar í hálsi Horace Cottons þrútnuðu. Andlit hans varð eldrautt af reiði. — Fjandinn sjálfur . . . sagði hann ákveðinn. Fuglahræðan var nógu kurteis til að fara ekki að hlægja, en augnaráð fangans var glettnislegt, þegar hann sagði: — Þetta var karlmannlega mælt, prestur. —- Guð fyrirgefi mér, sagði presturinn. -— Ég veit að ég er óverðugur að þjóna honum. Það er vissulega mikil synd að úthella blóði annars manns . . . Hann lækkaði róminn. — En í einvígi! Hann losaði um hvíta hálslínið. — Aðallinn hefur í mörg ár haft einka- rétt á að heyja einvígi, hélt hann áfram. Þess vegna hefur lávarðadeild- in barist gegn afnámi þessara laga. En samkvæmt öllum venjum og siðum hefði þessi yfirsjón þin í mesta lagi átt að kosta þig eins árs fangelsisvist. Látum það vera, þó þú hefðir verið fluttur til nýlendnanna, ef þú ert alveg vinalaus í heiminum. Átt þú alls enga vini ? — Enga. Já, en að fara í gálgann fyrir þetta. Ég skil það ekki — það nær engri átt. Segðu mér eitt, var maðurinn, sem drepinn var, Francis Orford lávarður ? Undirritaöur óskar eftir að gerast áskrifandt að VIKUNNI a Nafn ........................1..................... Heimilisfang ...................r............ Til Heimilisblaðsins VníUNNAR H.F., Reykjavík. hún dós með HONIG’a_____ KJÚKLINGA SÚPUTENINGUM. OR elnum KJTJKLINGA súputening fæat Ijúfíengur og nærandi drykkur. MAMMA aegir, að ég eigi alltaf að biðja kaupmanninn um HONIG’a gvfla eða gfæna súputeninfa: MAMMA segir, að HONIG’s súpu- teningar~aéu hDllir og styrkjandi og gefi matnum hennar .indælt og ijúf- wtoim~™waAR úr beztu HOLLENZKU •fengt KJOKLINGABRAGÐ !»-L. “kjúknh'guni."' N YTT HONIG súputeningar með kjúklinga eða kjöt- bragði, fást nú 4--fa4-íegtim glesum í flostum verzlunum. REYNIi) EITT GLAS I DAG Heildsölubirgðir: 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.