Vikan - 16.09.1954, Blaðsíða 14
Hið örlagaríka rifrildi
Framhald af bls. 9.
„Ég fór í franska utanríkisráðuneytið
til þess að tala við fulltrúa útlendingaher-
deildarinnar. Ég þrábað þá að sleppa Bob.
Ég reyndi að útskýra fyrir þeim, hvernig
hann hefði yfirgefið mig einungis vegna
barnalegs rifrildis.
„Þeir hlustuðu kurteislega á mig, en
þeim varð ekki haggað. Þeir sögðu að ég
yrði að sætta mig við það að sjá hann ekki
næstu fimm árin.
„Ég bauðst til þess að borga aleigumína,
ef ég gæti með því móti keypt hann lausan
úr herþjónustunni. En þeir svöruðu, að
það væri ekki hægt.“
Jane varð nú að byggja allar vonir sín-
ar á því, að henni tækist einhvernveginn
að komast til mannsins síns í Sidi-bel-
Abbes. En ef svo ætti að verða, vantaði
hana ennþá meiri peninga. Svo hún byrjaði
að'vinna á kvöldin líka og innstæða hennar
í bankanum óx.
En fyrir nokkrum vikum varð hún enn
fyrir voðalegum vonbrigðum. Bob skrifaði
henni:
„Ástin mín, ég veit ekki mitt rjúkandi
ráð. Það á að senda mig til Indó-Kína. Við
leggjum af stað eftir nokkra klukkutíma.
Mundu að ég elska þig af öllu hjarta
mínu.“
Hvað er nú framundan? Jane hefur
reynt allt milli himins og jarðar. Hún hefur
jafnvel boðizt til að ganga í frönsku
kvennasveitirnar, sem fara til Indó-Kína,
eða í hjúkrunardeild Rauða krossins, sem
þar starfar. En hún kann ekki frönsku, og
umsóknum hennar hefur verið neitað
meðal annars af þeirri ástæðu.
Eina veika von á hún þó ennþá. Ef henni
auðnast að komast sem skipsþerna á
skip, sem siglir til Austur-Asíu, tekst
henni ef til vill loksins að komast til
mannsins síns. Hún fer daglega i skrif-
stofur skipafélaganna og spyr um laus
pláss á Asíu-skipunum.
Þegar ég talaði við hana fyrir
nokkrum dögum, brosti hún rauna-
mædd og sagði: „Hver hefði getað
trúað því, að ég ætti eftir að vera
fimm þúsund mílur frá manninum
mínum, og einungis vegna ómerki-
legs rifrildis um ómerkilega
könnu?“
Það er óneitanlega erfitt að trúa
þessu. En sönn er sagan samt. Ég
hef sjálf séð könnuna.
— AUDREY WHITING
Maria Chapdelaine
Framhald af bls. 6.
hún segja við mig styggðaryrði eða hreyta í mig
ónotum.
Hann þagnaði og virtist niðursokkinn í sorg
sína og eftirsjá. Maria stundi og strauk hendinni
yfir andlitið, eins og maður gerir, þegar maður
vill þurrka burtu eða gleyma einhverju. En í
raun og veru kærði hún sig ekki um að gleyma
neinu. Það sem faðir hennar hafði sagt henni,
hafði hrært hana og haft mikil áhrif á hana.
Hún hafði það óljóst á tilfinningunni, að þessi
frásögn af erfiðri æfi, sem hafði verið lifuð með
hugrekki, táknaði eitthvað djúpstætt og fallegt,
ef hún gæti bara áttað sig á því.
— En hvað maður þekkir fólk lítið, hugsaði
hún. Móðir hennar virtist verða svo sérkennileg
og tignarleg núna, þegar hún var dáin og það
var eins og hinir gamalkunnu og yfirlætislausu
kostir hennar, sem hún hafði verið elskuð fyrir
í lifanda lífi, hyrfu nú fyrir kostum hetjunnar.
Það var vissulega erfitt og aðdáunarvert, að
u
732.
KROSSGÁTA
VIKUNNAR
Lárétt skýring:
1 flík — 4 reika —
10 helgur staður — 13
bóla — 15 kvenmanns-
nafn — 16 stakkur — 17
tunna — 19 á fæti — 20
eðallynd — 21 eldhúsá-
hald — 23 stefna — 25
afbakanir ■— 29 greinir
— 31 tveir eins — 32
gruna — 33 tveir eins —
3 4 byrði—35ferskur — 37
kennd — 39 dvelja — 41
gerast -— 42 heiðra —
43 farartálmi á sjó —
44 rúmfát — 45 verkfæri
(forn ritháttur) — 47
hvíldist — 48 hljóð — 49
forsetning — 50 enskur
titill — 51 viljayfirlýsing
— 53 umfram — 55
beygingarending — 56
steinsheiti — 60 á fjöður
— 61 klaufsk — 63 at-
hugað — 64 þrír eins —
66 slæmur — 68 vik —
69 flíkin —-71 máli —
72 skip — 73 ritar — 74
egg-
Lóðrétt skýring:
1 skuld — 2 elgur — 3 vellur — 5 hætta —
6 gangur — 7 ferðafær — 8 huggun — 9 tónn
— 10 veiðarfæri — 11 rándýr — 12 grein — 14
mannsnafn — 16 reiðver — 18 her— 20 leikfanga-
geymslu — 22 frumefni — 23 tveir eins — 24
verkfæri — 26 lim — 27 indverskur stjórnmála-
maður — 28 mataráhaldiö — 30 líffærið — 34
jarðvegsefni — 36 vindur — 38 herbergi — 40
spil — 41 fangamark flugfélags — 46 blóm -—
47 henda — 50 kemst áfram — 52 staur — 54
mettað — 56 fallegur — 57 samhljóðar — 58
kyrrð — 59 leiktækið — 60 tónverk — 62 blási
— 63 útsævi — 64 ílát — 65 á flík — 67 bók
— 69 tveir eins — 70 frumefni.
hafa lifað alla sína æfi á eyðilegum stöðum, þeg-
ar hún hafði þráð félagsskap við annað fólk og
friðsæld og öryggi þorpanna, að þræla frá morgni
til kvölds og leggja alla sína krafta í hin ótal-
mörgu erfiðu störf og halda alla tíð sínu góða
skapi og þolinmæði, að sjá aldrei annað i kring-
um sig en villt landslag og ógnþrunginn skóg
og að glata samt ekki áhuganum, blíðunni og
kætinni, sem eru ávöxtur þægilegs lífs gegnum
margar aldir. Og hvaða laun hlaut hún svo fyr-
ir þetta allt? Nokkur hrósyrði, eftir að hún var
dáin.
Borgaði þetta sig þá? Spurningin kom að vísu
ekki svona fullmótuð fram í huga hennar. En
það var samt þetta, sem hún átti við. Fáar kon-
ur voru færar um að lifa svona erfiðu lífi af
slíku hugrekki og skilja svo eftir slíka eftirsjá
og sorg. Hún sjálf ....
ENGINN UM BORÐ!
Framhald af bls. J/.
Annars er það sennilegast amerískt skip, sem
lengst hefur siglt mannlaust. Það var seglskip-
ið Fannie E. Wolsten, sem týndist 1891 og sem
á fjórum árum sigldi (að áætlað er) að minnsta
kosti 10,000 mílur. Áhöfnin yfirgaf skipið yst
í Golfstraumnum, og það varð nærri samstund-
is hinn mesti vágestur á siglingaleiðum. Það
sást frá tugum skipa.
Að lokum sást það á reki í áttina til Þang-
hafsins, og það var von manna, að það mundi
ekki losna þaðan aftur. Það sást reyndar ekki
í tvö ár og var nærri gleymt, þegar þvi skaut
allt í einu upp aftur undan New Jersey. En eft-
ir það hvarf það fyrir fullt og allt.
Timburflutningaskip gátu valdið miklum vand-
ræðum hér áður fyrr, því að svo mátti heita,
að hvorki menn né máttarvöld gætu sökkt þeim.
Skömmu fyrir aldamót neyddist áhöfnin á Alma
Cummings til að yfirgefa skip sitt, þegar það
missti bæði möstur fyrir borð og varð auk þess
hriplekt.
En það var hlaðið timbri. Og átján mánuðum
síðar var það enn á floti! Það sást hvað eftir
annað á siglingaleiðum og menn úr öðrum skip-
um fóru fimm sinnum um borð í það til þess
að reyna að eyða því með eldi. Eini árangurinn
var sá, að allt brann, sem brunnið gat, ofan-
þilja — og var þá ennþá erfiðara en áður að
koma auga á það.
Ýms herskip fengu fyrii-mæli um að leita að
flakinu og sökkva því, en þá var engu líkara
en að þa§ færi í felur! Að minnsta kosti virt-
ust flest skip rekast. á það — önnur en her-
skip. Að lokum strandaði það við Panama. Þá
hafði það verið á reki í 587 daga.
Jafnvel furðulegra var þó ferðalag seglskips-
ins W. L. White. Áhöfnin yfirgaf það í fárviðri
á Delawareflóa 1888. Bandarísk ríkisstofnun
gerði uppdrátt af ferðum þess. Samkvæmt hon-
um sigldi það 5,000 mílur stjórnlaust; stundum
rak það fyrir vindi, stundum fylgdi það haf-
straumum.
Hvorki meira né minna en 45 skip tilkynntu,
að þau hefðu mætt „draugaskipinu", og allmörg
þeirra sendu menn um borð, þegar þau sáu neyð-
armerkið, sem það hafði enn við hún. Það strand-
aði loks og sökk við Hebrides-eyjar.
— EDMUND ROBERTS.
Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5:
1. Það eru hirðingjar, sem reika um hásléttur
Arabíu. 2. Snorri goði, þegar rætt var um kristni-
töku á Alþingi árið 1000. 3. Nei, Mont Blanc er í
Frakklandi. 4. Hinn þríliti fáni Frakka. 5. Walter
Raleigh 1584, en Francis Drake kom þeim mest á
framfæri. 6. Monaco. 7. Benjamín Franklin, þegar
hann var búinn að skrifa undir Frelsisskrána. 8.
Þjóðvegir eru gerðir fyrir ríkisfé, styrkur veittur
til sýsluvega, en hreppavegir kostaðir af sveitinni.
9. Millsbræður. 10. Ljár.
KÚFFULL • AUKNING
Lausn á 731. eta*lauf«nauðir
TIKUR»TRU»ÓGN»N
t.i T1KUR * TRU * ÖGN • N
Krossgatu. IN»MAS* IÐAÐI #SD
NAG•S KORAÐI •MÓI
A•ATAR•S*I»VANN
•SPARIKJÓLLINN#
SKIP»F»Á«DUKA«S
VOR•S AKAÐIR•RIK
IR•KAREN•NIT•Sí
P *RÆL • ILL•RAKAR
ALUR•S KEIN•KULA
LUNARI•GNÝR•KÖR
LAUNUNG•ATHYGLI