Vikan - 16.09.1954, Blaðsíða 6
©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©$©©©©©©©©©©©©©©«©©©©©©©©©©©
Hegning fyrir kæruleysi
ÞEGAR vinir okkar koma í heim-
sókn út á sveitasetrið okkar, skilja
þeir oft eftir ýmsa hluti, sem þeir svo
biðja mig um að senda sér í pósti. Eng-
inn þeirra gerir þetta þó tvisvar. Mér
er nefnilega meinilla við að pakka dóti
og senda það í pósti, og ég hefi firnd-
ið ágætt ráð til að venja þá af þessu
kæruleysi og þessum leiðinlega vana.
Nú skal ég segja ykkur, hvernig ég
fór með Ed Hamilton, sem skildi eftir
skó, þegar hann var hjá okkur um eina
helgi í októbermánuði. Þegar ég fékk
beiðnina um að senda þá í pósti, svar-
aði ég um hæl.
18. október
Kæri Ed. Hefi móttekið bréfið þitt.
Ég var einmitt að velta því fyrir mér,
hvernig gæti staðið á því, að þú skild-
ir eftir skóna þína. Fórstu berfættur
heim? Ég veitti því ekki athyglil
Ed svaraði og sagðist ekki hafa far-
ið heim berfættur. Hann hefði haft
með sér aukaskó og nú bað hann mig
um að senda sér þá. Eg svaraði aftur
um hæl.
7. nóvember
Kæri Ed. Ég er reiðubúinn að senda
þér skóna, en fyrst þarf ég að vita
hvora skóna þú skildir eftir hérna, þá
sem þú varst i, þegar þú komst eða
aukaparið, sem þú hafðir með þér?
Ed skrifaði mér aftur og spurði
hvaða fjandans máli það skipti, hvor-
um skónum hann hefði verið í. Hann
vildi fá skóna sína. Svarbréfið var
skrifað í miklu kurteisari tón: Kæri
Ed. Ég lagði fyrir þig þessa spumingu,
af því að ég vildi vita hvemig skóm-
ir hefðu verið á litinn. Ég vona að fjöl-
skyldu þinni líði vel.
Mér fannst næsta bréf dálítið snubb-
ótt. 1 því stóð aðeins: Brúnir.
17. desember
Kæri Ed. Nú förum við að komast
að niðurstöðu. Mig grunaði að þeir
væru annaðhvort brúnir eða svartir og
nú veit ég það. Skrifaðu mér bara hvar
þú skildir þá eftir og þá sendi ég þá
tafarlaust. Mínar beztu jólaóskir til
þín og fjölskyldu þinnar.
Skömmu seinna fékk ég bréf frá Ed:
— 1 gestaherberginu, heimskinginn
þinn. Hvar annars staðar? Engar jóla-
óskir. Ég lét þennan dónahátt sem
vind um eyrun þjóta og skrifaði aftur.
11. janúar
Kæri Ed. Ég færi þér góðar fréttir.
Skórnir þínir eru fundnir. Voru þeir
númer 10 Ví. ? Hirtu ekki um að svara
þessu, því ég vil senda skóna án tafar.
En ég er því miður búinn að týna
fyrsta bréfinu þínu, svo ég man ekki
hvort ég átti að senda þá í ábyrgðar-
pósti eða bögglapósti.
Þessu svaraði Ed þannig, að honum
væri fjandans sama hvernig ég sendi
þá, ef hann fengi bara skóna sína und-
ir eins. Strax og ég mátti vera að,
skrifaði ég honum.
18. febrúar
Kæri Ed: Þú munt sennilega f á skóna
þína einhvern næstu daga. Ég ákvað
að senda þá í bögglapósti. Á ég að
skrifa brothætt utan á pakkann. Svar-
aðu mér fljótt, svo ég geti sent skóna.
Skömmu seinna fékk ég skeyti frá
Ed: Hættu þessu rövli og sendu skóna!
Og fyrir nokkrum dögum sendi ég þá.
Eg held að ekki sé mikil hætta á að
Ed skilji eigur sínar eftir næst, þegar
hann kemur' í heimsókn og sama máli
skiptir um aðra gesti, sem ég hefi átt
viðskipti við. Það er líka ánægjulegt
að hugsa til þess, að ég hefi aldrei sagt
eitt einasta óvingjamlegt orð við neinn
þeirra. (Parke Cummings)
var röddin orðin hikandi og þrungin auðmýkt
og þunglyndi.
— g hef alltaf unnið af öllum kröftum, hvar
sem við höfum búið, í Normandin jafnt sem í
Mistassini. Enginn getur sagt annað. Ég hefi
rutt og ræktað stórar landspildur, byggt íbúð-
ar- og gripahús og alltaf í þeirri trú, að einhvem
tíma mundum við eignast fallega jörð, þar sem
móðir þín gæti lifað eins og konumar i gömlu
sveitunum, þar sem sæjust fallegir akrar báðu
megin við húsið svo langt sem augað eygði, mat-
jurtagarður og feitar kýr í girðingu. Og þrátt
fyrir það er hún nú dáin, á hálfræktaðri jörð,
iangt frá öðmm bæjum og kirkju, en svo ná-
lægt skóginum að stundum heyrist í úlfunum á
nóttunni. Og það er mér að kenna, að hún dó
á slíkum stað. Það er allt saman mér að kenna.
Samvizkubitið vamaði honum máls og hann
laut höfði og horfði til jarðar.
— Hvað eftir annað kom það fyrir, þegar við
vorum búin að búa á einhverjum stað í fimm
eða sex ár og hafði gengið vel, svo að búskapur-
inn var farinn að blómgast, við höfðum haga og
stórar akurspildur, sem biðu þess að sáð væri
í þær, hús, sem fóðrað var að innan með blöðum
og myndum, það var farið að koma fleira fólk,
sem settist að í kringum okkur og við þurftum
semsagt ekki að gera annað en bíða og vinna í
rólegheitum og þá hefðum við verið komin inn
í miðja sókn, þar sem Lára hefði getað lifað
hamingjusömu lífí, þá missti ég allt í einu áhug-
ann. Mér fór að leiðast vinnan og leiðast umhverf-
ið. Mér leiddist að sjá framan í nágranna okk-
ar, sem komu í heimsókn til okkar, og héldu að
okkur þætti gaman að fá gesti, eftir að hafa
verið svona lengi ein. Ég frétti að lengra upp
með vötnunum, inni í skógunum, væru góðir
landkostir og að fólkið í Saint-Gédéon væri að
tala mn að fá sér jarðnæði þar. Að lokum var
ég farinn að þrá óbyggðan stað, eem ég hafði
aldrei séð, eins og það væru æskustöðvar mín-
ar . . .
Þá hætti ég að sitja með pípuna mina fyrir
framan ofninn, þegar dagsverkinu var lokið, en
sat hreyfingarlaus úti á pallinum, eins og mað-
ur, sem leiðist og þjáist af heimþrá. Og ég hat-
aði allt þetta, sem ég sá fyrir framan mig, akr-
ana, girðingarnar, og veggina, sem byrgðu út-
sýnið.
Þá kom móðir þín aftan að mér, án þess að ég
heyrði x henni. Hún virti líka fyrir sér jörðina
okkar og ég vissi, að það gladdi hana innilega
hvað umhverfið var farið að líkjast gömlu sókn-
unum, þar sem hún hafði alizt upp og þar sem
hún hefði viljað búa alla sína æfi. En í stað þess
að segja, að ég væri ekki annað en gamall
Hegningar,
sem hæfa glæpunum
SAKBORNIN GURINN var 17 ára
gamall drengur, sem var ákærður
fyrir að hafa stolið mótorhjóli og
þeyst á því um göturnar.
Þú munt aldrei kynnast fegurð nátt-
úrunnar, sagði dómarinn, — ef þú þýt-
ur áfram eins og brjálaður maður.
Pilturinn var dæmdur til að vera með-
limur í gönguklúbb bæjarins í eitt ár.
Síðastliðin fjögur ár hafa íbúar bæj-
arins Darmstadt í Þýzltalandi vanizt
hinum frjálslyndu dómum Karls Hoz-
schuh dómara. Þessi fjörutíu og sjö
ára gamli maður með ljósa hárstrýið
og skallablettinn, gengur í héraðinu
undir nafninu Súkkulaði-dómarinn,
vegna þess að hann dæmdi einu sinni
litla telpu, sem var ákærð fyrir að
hafa stolið súkkulaði, til að gefa mun-
aðarleysingjahælinu í hverri viku
brjóstsykurstöng. En alvarlega hugs-
andi Þjóðverjar kalla hann öðru nafni,
Salomon í Darmstadt, enda hefur hann
orðið til þess að fækka afbrotamönn-
um um 40 af hundraði.
Áður en réttarhöldin hefjast, reynir
Holzschuh að kynnast sakborningn-
um. Hann fær hann til að tala um
áhugamál sín og spyr hvaða bækur
hann lesi. Þegar dómarinn er búinn að
heyra alla málavexti, lætur hann hegn-
inguna hæfa glæpnum.
Bakarasveinn nokkur, sem hafði
stolið lítilli peningaupphæð frá hús-
bónda sínum, var dæmdur til að baka
heilmikið af páskasnúðum handa barna-
spítalanum á staðnum. Sextán ára gam-
all drengur, sem ákærður var fyrir að
ræna frá litlum dreng í búningsklef-
anum í sundhöllinni, var dæmdur til að
hjálpa litla drengnum með lexíurnar
sinar í eitt ár. Tveim drengjum, sem
höfðu tekið mótorhjól traustataki, var
skipað að safna tíu áskriftmn að blaði
fyrrverandi fanga og koma með list-
ann einu sinni í mánuði í fangelsið.
— I hvert skipti sem þið komið þang-
að, skulið þið hugsa um það hve
hræðilegt það væri, ef stóru hliðin lok-
uðust að baki ykkar.
— Að nokkrum sýnilega glæpa-
hneigðum mönnum undanskildum, hafa
flestir unglingarnir aðeins lent á
glapstigum og þeir verða að fá tæki-
færi til að taka sig á. Þeir þurfa því
að gera eitthvert góðverk, sem tengt
er afbrotinu, sem þeir hafa framið.
(TJr Time)
heimskingi og ekki með öllum mjalla, að vilja
flytja burtu, eins og margar konur hefðu gert
og skammast yfir þessai'i heimsku, þá andvarp-
aði hún bara svolítið, þegar henni var hugsað
til alls stritsins, sem nú mundi byrja aftur og
sagði blíðlega: — Jæja, Samuel! Förum við þá
bráðum að flytja enn einu sinni?
Ég gat engu svarað henni, því ég skammað-
ist mín svo mikið fyrir þetta vesæla líf, sem
hún þurfti að lifa með mér. En ég vissi vel, að
ég mundi að lokum halda lengra upp í óbyggð-
irnar, í norðurátt, lengra inn í skóginn, og að
hún mundi fylgja mér og taka þátt í striti frum-
bygg.jans og að hún rnundi verða jafn dugleg og
áður og jafn hughraust og kát. Aldrei mundí
Framhald á hls. 14.
6