Vikan - 21.04.1955, Blaðsíða 11
ÐIJVG t 11/ W:
eftir O. HENRY
— í ttugastaogfyrsta gata — gjörið
jLV svo vel, hrópaði bláklæddi fjár-
hirðirinn.
Hópur borgarkinda ruddist út og ann-
ar hópur inn. Ding-ding! Gripavagnar
Manhattan hábrautarinnar skröltu áfram
og John Perkins barst niður stigann á
stöðinni með hópnum, sem búið var að
sleppa.
John gekk hægt heim til sín. Hægt, af
því að í hinni daglegu orðabók hans voru
ekki til orð eins og ,,kannski“. Ekkert
óvænt bíður manns, sem er búinn að vera
giftur í tvö ár og býr í leiguíbúð. Á leið-
inni setti John Perkins sér fyrir hugskots-
sjónir, með þreytulegri og niðurdrepandi
kaldhæðni, hin gamalkunnu endalok þessa
tilbreytingarlausa dags.
Katy mundi taka á móti honum við
dyrnar með kossi, sem bæri keim af köld-
um rjóma og karamellusmjöri. Hann
mundi fara úr frakkanum og setjast á
harða sófann, til að sjá í kvöldblaðinu
Rússum og Japönum tortímt með banvænu
prentletri. I kvöldmat mundi vera steik,
salat með útáláti, sem samkvæmt umbúð-
unum átti örugglega hvorki að spr-ynga
né eyðileggja leður, rabarbaragrautur og
krukka með jarðarberjasultu, eldrauðri
vegna yfirlýsingar á miðanum um efna-
fræðilegan hreinleika. Klukkan hálf átta
mundu þau breiða dagblöð yfir húsgögn-
in, til að taka við gipsmolunum, sem
hryndu þegar feiti maðurinn í íbúðinni
fyrir ofan færi að gera leikfimisæfing-
arnar. Klukkan á mínútunni átta mundu
Hickey og Mooney, skemmtikraftarnir
(óskráðir) í íbúðinni hinum megin við
ganginn, fá aðkenningu af delirium trem-
ens og byrja að velta um stólum í þeirri
villu, að Hammerstein væri að sækjast
eftir að gera samning við þá og byði 500
dollara á viku. Því næst mundi maðurinn
í glugganum á móti taka fram flautuna
sína, daglegi gaslekinn mundi læða gas-
hringjum upp í loftið, teborðið mundi
fara af hjólunum, dyravörðurinn reka
börnin hennar frú Zanowitski einu sinni
enn í burtu, konan á skónum með mjóu
hælunum og með kjölturakkann tipla nið-
ur og setja fimmtudagsnafnið sitt yfir
bjölluna og póstkassann — og kvölddags-
skráin í Frogmore-sambýlishúsinu væri
hafin. John Perkins vissi að allt þetta
mundi gerast. Og hann vissi, að klukk-
an 15 mínútur yfir átta mundi hann herða
upp hugann, teygja sig eftir hattinum
sínum og heyra konuna sína segja í nöld-
urtón:
— Hvert ertu nú að fara? Það þætti
mér gaman að vita, John Perkins?
— Mér datt í hug að líta inn hjá
McCloskey, mundi hann svara, — og spila
eitt eða tvö kúluspil við strákana.
Það var orðið að venju hjá John Perk-
ins upp á síðkastið. Um klukkan tíu eða
ellefu var hann vanur að koma aftur.
Stundum var Katy sofnuð, en stundum
beið bún, tilbúin til að bræða í deiglu
reiðinnar svolítið meira af gullhúðinni á
stálhlekkjum hjónabandsins. Fyrir það
verður ástarguðinn að svara, þegar hann
kemur fram fýrir hinn æðsta dómstól,
ásamt fórnarlömbum sínum úr Frogmore
leiguhúsinu.
Þetta kvöld mætti John Perkins gífur-
leg breyting á þessum venjulegu atburð-
um, þegar hann kom að dyrunum. Þar
var engin Katy með uppgerðar ástúðlegan
koss. Herbergin þrjú voru í hinni mestu
óreiðu. Eigur hennar lágu um allt á
ringulreið. Skórnir á miðju gólfi, krullu-
járn, hárbönd, sloppur og púðurdós í
hrúgu á eldhúsborðinu og á stólunum —
þetta var alls ekki líkt Katy. Með vax-
andi kvíða horfði John á brúna hárflygsu
í greiðunni. Katy hlaut að hafa. (írðið fyr-
ir einhverri óvenjulegri truflun og orðið
að flýta sér, því hún gætti þess alltaf að
stinga hárflygsunum í litla bláa vasann á
hillunni, í þeim tilgangi áð láta einhvern
tíma gera úr þeim þennan langþráða
kvenlega ,,hnút“.
Á gashananum blasti við samanbrotinn
miði, festur á með bandi. John þreif hann.
Það var bréf frá konunni hans, sem hljóð-
aði svona:
Kæri John.
Ég fékk bréf um að mamma sé mjög
veik. Ég ætla að taka 4,30 lestina. Sam
bróðir minn tekur á móti mér á járn-
brautarstöðinni. Það er kalt kindakjöt
í ísskápnum. Ég vona að það sé ekki
hálsbólgan aftur. Borgaðu mjólkur-
manninum 50 cent. Hún fékk svo slæma
hálsbólgu síðastliðið vor. Gleymdu ekki
að skrifa gasstöðinni um gasmæliiúnn,
og góðu sokkarnir þínir eru í efstu
skúffunni. Ég skrifa á morgun.
Katy.
Á þessum tveimur hjúskaparárum höfðu
hann og Katy aldrei verið aðskilin í eina
einustu nótt. John las miðann hvað eftir
annað, alveg orðlaus. Hið venjubundna líf,
sem aldrei hafði tekið neinum breyting-
um, var farið úr skorðum, og það gerði
hann alveg ruglaðan.
Á bakinu á stólnum hékk svuntan með
svörtu deplunum, sem hún notaði alltaf
meðan hún tók til kvöldmatinn, ömurlega
líflaus og formlaus. 1 flýtinum hafði hún
kastað hversdagsfötunum frá sér hér og
þar. Lítill pappírspoki með uppáhalds
karamellunum hennar lá þar óopnaður. Á
gólfinu lá dagblað og á því miðju blasti
við ferkantað gat, þar sem járnbrautar-
tímataflan hafði verið klippt úr. Allt her-
bergið bar vott um missi, um að kjarninn
væri horfinn, og líf þess og sál farin. Og
John Perkins stóð þar innan um eftirlátna
muni hennar, undarlega hryggur í hjarta
sínu.
Hann byrjaði á að taka til í íbúðinni,
eins vel og hann gat. Þegar hann snerti
fötin hennar fór um hann hrollur, eins og
af hræðslu. Hann hafði aldrei gert sér
í hugarlund hvernig tilveran mimdi vera
án Katyar. Hún var orðin svo gjörsamlega
samrunnin lífi hans, að hún var eins og
loftið, sem hann andaði að sér — nauð-
synleg en vakti sjaldnast athygli. En nú
var hún fyrirvaralaust farin, horfin, eins
gjörsamlega. og hún hefði aldrei veriið til.
Auðvitað aðeins í nokkra daga eða í mesta
lagi í eina eða tvær vikur, en honum fannst
samt eins og hönd dauðans hefði snert
hið örugga og atburðasnauða heimili hans.
John tók kalda kindakjötið út úr ís-
skápnum, lagaði kaffi og settist að ein-
manalegri máltíð, andspænis hinu blygð-
unarlausa hreinleikaskírteini á jarðar-
berjakrukkunni. Nú fannst honum bregða
birtu á minninguna um steikina og salatið
með brúnu fægilagarsósunni, þegar það
voru orðin horfin gæði. Heimilið hans var
í rúst. Tengdamóðir með hálsbólgu hafði
sprengt heimili hans í loft upp. Eftir hina
einmanalegu máltíð, settist John við glugg-
ann.
Hann langaði ekki til að reykja. Úti
kallaði borgin á hann, að koma og ganga
í dans heimskupara og skemmtana. Hann
átti nóttina. Hann gæti farið, án þess að
gera nokkra grein fyrir því, og varpað
Framhald á bls. l.'h
jy/Jaðurinn á mynd-
inni er einn af
kvikmyndastjórunum
hjá Metro-Goldwyn-
Mayer. Hann hefur
meðal annars stjórn-
að „Faðir brúðarinn-
aru og „Ameríkumað-
ur í París“, ásamt
mörgum fleiri kvik-
myndum og þykir
ákaflega snjall á sínu
sviði.
11