Vikan


Vikan - 22.09.1955, Qupperneq 15

Vikan - 22.09.1955, Qupperneq 15
reiknaði með, að hún væri komin í sjó- inn. Við geystumst áfram eins og hraðskreið seglskúta. Ég held, að Karlinn hafi verið í sjöunda himni yfir að hafa reglulega góða afsökun fyrir að berjast á móti veðr- inu. Það fannst honum dásamlegt. Ég fékk samþykki hans til að senda út almennt kall, og tilkynna öllum skipum um slysið og að við værum á leiðinni til hjálpar. En þó að ég fengi svar frá loft- skeytastöðinni í Aden, sem fullvissaði mig um að hún mundi sjá um að alger þögn ríkti á meðan, þá var greinilegt, að eng- inn annar var staddur nægilega nærri, til að geta orðið að nokkru liði. Ég ætla ekki að fara út í smáatriðin í sambandi við það, hvemg við fundum flugvélina, skutum út öðrum bátnum, sem eftir var, og náðum fólkinu. Ég er ekki fær um að lýsa því nákvæmlega, en ég veit að Halloran þurfti að beita afbragðs skipstjórn til að geta látið Samaröndu veita skjól, og að Saville fyrsti stýrimað- ur, sem stjórnaði bátnum, sýndi óvenju mikla dómgreind. Ég var í loftskeytaklef- anum næstum allan tímann og sá því ekki sjálfur mikið af björgunarafrekinu, en eins og þið getið ímyndað ykkur, þá töluðum við um fátt annað alla leiðina heim. Gamli maðurinn, sem var í rauninni ágætis karl, hlýtur að hafa skilið, að mig dauðlangaði til að vita, hvað var að gerast, því þegar dró að leikslokum kallaði hann í talpíp- una og sagði, að nú væri báturinn að koma til baka og að ég skyldi fara upp í brú og litast um. Ég sá ekki annað af flugvélinni en ann- an vænginn, hluta af grindinni og stélið, sem stóð beint upp í loftið. Áhöfninni hafði sýnilega tekizt að komast út í einn af þessum útblásnu gúmmíbátum — hann vaggaði enn á öldunum — en Saville var búinn að flytja bæði farþega og flugmenn yfir í björgunarbátinn, og þegar ég kom upp í brúna, var næstum hver maður um borð að hjálpa þeim upp í skipið. Ég held, að brytinn og kokkurinn hafi verið að hita kakó og taka til ullarteppi, alveg frá því að ég heyrði kallið. Einn af áhöfninni, sem við gizkuðum réttilega á að væri flugstjórinn, kom beint. upp í brúna til Hallorans skipstjóra. — Þakka þér fyrir, skipstjóri, sagði hann einfaldlega. — Við hefðum ekki haldið þetta út mikið lengur, ef þið hefð- uð ekki átt leið hér um. Það er heppni, sem ég mun aldrei gleyma, að þið skyld- uð vera á þessari leið og stefna svona beint á okkur. — Heppni! öskraði skipstjórinn. -— Heppni, fjandinn hafi það. Þetta er stefn- an, sem Sparks fékk frá ykkur gegnum loftskeytatækið, svo að það var auðvitað stefnan sem ég tók. Flugmaðurinn horfði þegjandi á okkur svolitla stund. Svo sagði hann kyrrlátlega. — Loftskeytamaðurinn minn var drepinn, þegar hann var að reyna að gera við loft- netið. Við sendmn eltkert kall frá okkur. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, alciri og lieimilisfangi kostar 5 krónur. Sólveig Vagnsdóttir og Aðalheiður Vagnsdóttir (við pilta 18—21 árs) báðar á Álftamýri, Arn- arfirði — Skúli Á. S. Guðmundsson (við stúlk- ur 17—19 ára) Hafnarstr. 35, Akureyri — Einar Örn Gunnarsson (við stúlkur 15—17 ára), Rauðu- mýri 18, Akureyri — Guðrún Þ. Sigurðardóttir og Elísabet Hildur Markúsdóttir (við pilta 19— 23 ára) og Kristmunda Þóra Sigurðardóttir (við pilta 18—22 ára), allar á Glitrandastöðum, Stað- arsveit, Snæf. — Ásta Sigurbjörnsdóttir, Þóra Björnsdóttir og Hólmfríður Jónsdóttir (við pilta 20—25 ára), allar á Kristneshæli, Eyjafirði. —■: Erna Gunnars (við pilta 16—20 ára) og Guðný Gunnars (við pilta 15—18 ára), báðar að Ból- stað,A.-Landeyjum, Rang. — Ingibjörg M. Björg- vinsdóttir (við stúlkur eða pilta 13—15 ára) Stykkishólmi — Sigríður Helgadóttir (við pilta og stúlkur 19 25 ára), Merkurgötu 2, Hafnar- firði — Anna Emilsdóttir (við pilta og stúlkur 16—18 ára), Holtastöðum, Langadal, A.-Hún. — Guðný Steingrímsdóttir (við pilt eða stúlku 18 —19 ára), Hóli, Raufarhöfn — Gunnar Péturs- son (við stúlkur 17—18 ára), Skriðnafelli, Barða- strönd. 5TDRKD5TLEGT Mikki var á gangi með konu sinni, þegar hann mætti Jóni vini sínum í fylgd með tveimur lög- regluþjónum. — Hvert ertu að fara í þessum félagskap, Jón? spurði hann. Ég á að fara i fangelsi. Ég skaut konuna mína og á að sitja inni í sex vikur . . . — Stórkostlegt! greip Mikki fram í fyrir hon- um. — Aðeins sex vikur fyrir að skjóta konuna sína. Maggý, snúðu þér við. Mig hefur lengi lang- að til að gefa þér svolítið. Mikki dró upp skamm- byssuna sína og sendi kúlu gegnum höfuðið á Maggý. — Og þegar ég verð búinn að sitja í fang- elsinu í sex vikur, hélt Jón áfram, — þá á ég að fara i rafmagnsstólinn. Köldu „Royal“ búðingarnir eru handhægir og ódýrir. Jafnt ungir sem gamlir njóta þessa góða eftirmatar og húsmóðurinni léttist vinn- an — Engin suða. Agnar Ludvigsson, heildv. Tryggvagötu 28 — Sími: 2131} NYKOMIÐ Gólfteppi ull, falleg, margar stærðir. Coeosgólfteppi falleg og ódýr. OKKAR VINSÆLU HOLLENZKU GANGADREGLAR í 70—90—100—120—140 cm. breidd, margir mjög smekklegir litir, þekktir um land allt fyrir sérstaklega góða endingu og mjög fallega áferð. □ Höfum einnig fengið ágætt úrval af cocos-gólfmott- um í mörgum stærðum, einlitar og mislitar. □ Vandaðar vörur. GEYSIR h.f. Teppa- og dregladeildin. Vesturgötu 1. 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.