Vikan


Vikan - 26.01.1956, Blaðsíða 5

Vikan - 26.01.1956, Blaðsíða 5
sannárlega kom mér á óvart, þá hefur mig lang- að' til að leggja fyrir þig eina spurningu. Og hver er hún ? — Núna, eftir að hafa heyrt samræður þínar og Williams . . . Já, ég komst ekki hjá því að hlusta á ykkur . . . og auk þess var þetta sem þú sagðir ákaflega merkilegt . . . Þér finnst ég vafalaust vera illa upp alinn og frekur . . . En það skiptir ekki máli. Eftir að hafa heyrt þetta samtal, er spurningin, sem mig langaði til að leggja fyrir þig, ennþá meira aðkallandi. Er það satt að þú sért ekki hamingjusöm, Olga? Dick . . . segðu mér hve mikið þú heyrðir af samræðum okkar Pauls. Dick lagði hendina ofan á hendi hennar. Olgu fannst. snertingin þægileg og hún hafði róandi áhrif á hana. Ungi maðurinn, sem hafði svo lík augu og hún sjálf, horfði' rannsakandi á hana í rökkrinu í bilnum. Svo svaraði hann hrein- skilnislega: - Ég heyrði að þú vilt yfii-gefa mann þinn . . . og fara með Paul. Og nú skal ég segja þér nokkuð. Ég mun aldrei leyfa þér að frémja aðra eins heimsku. Nei, ég mundi koma í veg fyrir það. — Mundir þú ekki leyfa1 það?- — Svo sannarlega ekki. Ég hef loksins fundið fuilkomna konu, en ég neyddist til að ryðja henni úr huga mér, því hún tilheyrði öðrum . . . — En þú . . . þú tílheyrir arinarri konu, sagði Olga þýðlega. — • .ia • já. Það er alveg réfct. En er ég kannski ekki ennþá frjáls? Ég múndi ekki þola það, að þriðji maðurinn: kæmi og tækiíþessa konu ósköp rólega með sér, eftir að liafa sa;tt mig með-svo miklum harmkvælum við að ■ missa .■ hana . .. . jafnvel þó þessi þriðji maður sé Paul Williams, Tarzaninn hennar úr skóginum; —t Tarzaninn, minn n . Þrátt fyrir allt þetta öngþveiti, fannst Olgu þetta skemmtiiega til orða tekið. — Þessi Tarzan, sem maðurinn: þinn hefúr svo mikla óbeit á að hafa í nánd við ykkur. Svona, reyndu nú að hugsa svolítið. -t- En það hefui' ekkert ■ verið milli mín og Pauls . . . alls ekkert. — Það þarftu ekki að segja mér, kæra litla Olga mín. Ég veit það! Vissirðu það? —- Og maðurinn þinn veit það líka. Þrátt fyrir eitthvert smá ósamlyndi ykkar í milli, þurftirðu ekki að taka svona vitfirringslega ákvörðun. Mað- ur skiptir ekki um mánn og heimili . . . rétt eins og skyrtu. Olga hallaði höfðinu upp að öxl Ðicks alveg uppgefin. Ákvörðurt mín er óumbreytanleg. Ég fer með Paul, undir eins og hann kallar á mig . . . Spurðu mig ekki hvers vegna. Mætti ég fá að vita hvað í fjáranum þú sérð við þennan lítilfjörlega ungling, sem ekki getur talað um annað en íþróttir? sagði Dick. — Lítilfjörlega ungling? Já, þannig er Williams rétt lízt. Þú getur þó ekki talið mér trú um, að hann sé eitthvað sérlega töfrandi í augum kvenna. Hann er ágæt- lega samansettur likami úr heilbrigðum vöðvum og hraustlegri húð, en ekkert þar fyrir utan. Hún reyndi að hlægja, en hláturinn breyttist í snökkt. — Ertu að gráta? Af hverju? Hef ég sært þig? En hvað allt er erfitt, Dick? — - Erfitt? Lifið . . . ástin. Allt! Dick hikaði. — Ástin er ekki erfið, Olga. Hún er það einfaldasta í heiminum. Það var heimsku- legt af mér að skipta mér af máli, sem . . . En ég hef miklar mætur á þér. Og ég hef séð að maðurinn þinn er yfir sig ástfanginn. — Ástfanginn, já . . . en ekki af mér . . . - Ástfanginn af þér. Heldurðu að ég sé ein- hver krakkakjáni? Ég er svo sannarlega fær um að þekkja það, þegar maður horfir á konu, eins og . . . dýrmætasta fjársjóð i heimi. Og Xavier hefur ekki af þér augun eina einustu mínútu. Framhald á bls. 18. Málaralist SMÁSAGA EFTIR HANN hafði komið snemma inn í borgina,, til að mála fallega stræt- ið með álmviðartrjánum í bjarma vor- morgunsins. Þaðan seni hann setti upp málaragriiulina sína, lá strætið niður í móti út í fjarlægðina, eins og kyrr- lát rauðbrún á, með silfruðum spor- vagnateinum. Línur þeirra, sem skáru sig úr við morgunbláma himinsins, sólarglampam- ir í nokkrum gluggum hátt uppi, hlý- legir skuggar gamalla múrsteina inn- an um himinháar kuldalegar stein- byggingar, allt þetta vakti ákafa lista- mannsins, og hann byrjaði að vinna með ákveðnum pensilstrokum, sem hann hafði ekki náð lengi. Meðan hann smurði undirstöðumálningunni á léreft- ið, færðist daufur roði yfir horaða vanga hans og augun urðu dökk og áköf undir gráum augabrúnunum. Hann vann hratt, í von um að geta náð þessari mynd áður en borgin vakn- aði. En þegar fyrstu verkamannahóp- afnir komu skálmandi niður hæðina, stóð hann enn á gangstéttinni og var að ljúka síðustu dráttunum í myndinni. Öðru hVerju gægðist einhver forvitnis- lega yfir öxlina á honum, leit síðan flaústurslega . á kirkjuklukkuna og flýtti sér léiðar sinnar. En núna, þeg- ar myndinni var næstum lokið, fór það ennþá meira í taugarnar á honum hve ein skrifstofubyggingin virtist ósmekk- lega áberandi. Línurnar í henni voru Ijótar, að það' var eins og hún stæði þarna og ræki út úr sér tunguna fram- an í fegurð þessa vormorguns. Hann var að virða fyrir sér mynd- ina með óbeitar og vonbrigðasvip, þeg- ar nýr bíll, gljáandi af svörtu lakki og krómi, ók upp að gangstéttinni. Fyrir- ferðarmikill maður mjakaði sér þung- lamalega út úr honum,' læsti bílhurð- inni með lyklaglamri og stanzaði síð- an á gangstéttinni meðan hann kveikti sér í vindli. Um leið óg hann fleygði frá sér eldspýtunni, kom hann auga á listamanninn og gekk nokkrum skref- um nær, til að gægjast yfir öxlina á honum. — Hm . . . ég sé að þér hafið verið að mála skrifstofubygginguna mína, sagði hann af lítillæti. Listamaðurinn leit upp frá því að strjúka af burstanum og benti með pensilskafti á eina af byggingunum, sem blasti við á léreftinu. — Ef þér eigið við þessa — þá býst ég við að óhætt sé að segja að hún hafi komið sér hérna fyrir í þessu um- hverfi upp á eigin spýtur, sagði hann meinlega. — Hún er ansi lík, sagði stóri mað- urinn. Hann tók út úr sé vindilinn og sló af honum öskuna með litla fingri. — Ansans ári lík! Satt að segja held ég að hún mundi fara betur á veggnum í skrifstofunni minni en ljósmyndin, sem ég hef þar, sagði hann hugsandi. Svo breyttist raddblærinn. — Hvað viljið þér fá mikið fyrir hana — því ég reikna með að þér vonizt til að geta selt hana ? Málarinn beygði sig yfir litakassann, til að dylja hinn skyndilega ákafa sinn og eftirvæntingu. Hann hafði ætlað að fleygja myndinni upp á loft, innan um allar hinar einskis nýtu myndirnar, og nú vildi þessi náungi kaupa hana. Hann að vorlagi ROBERT S. CLOSE leit á stóra manninn og síðan á bygg- inguna. Það var eitthvað við hvoru tveggja, sem skyndilega kveikti í hon- um vott af sjálfstæði. — Ég mundi vilja fá 5000 krónur fyrir myndina, sagði hann drembilega, og fann um leið að von hans fór að dofna, eins og þegar loft fer úr bolta. —- Hvers konar vor vitfyrring hafði eiginlega gripið hann . . . 5000 krón- ur! — Fimm þúsund, já? Maðurinn virti fyrir sér myndina. — Ég skal borga fimm þúsund fyrir hana, en þá verður hún að vera innrömmuð. Hérna er nafnspjaldið mitt. Þér getið komið mðe hana á skrifstofuna mína, þegar hún er orðin þurr og komin í ramma og fengið ávísunina um leið. Sælir! Listamaðurinn starði á eftir stóra manninum, sem gekk yfir götuna og hvarf inn um glerhurðina á stóru bygg- ingunni. Fimm þúsund krónur! Hann titraði af æsingi pg var að búa sig undir að fara, þegar hann heyrði skelli , undan staf, sem barið var í gangstétt- ina rétt.hjá honum. Hann leit upp og sá blindan mann, sem var sýnilega að þreifa sig áfram að ákvéðnum stað við vegginn. Þegar hann var búinii að finna hann, dró hann út stól og hengdi um hálsinn á sér spjald, sérn á var letrað með máðum stöfum: „Ég er blindur.“ Síðan settist hann og býrjaði að láta nokkra aura glamra í blikkdós. Lista- maðurinn stóð svolitla stund og horfði á hann. Hann fann vel andstæðuna milli hamingju sjálfs sín og mýndarinnar af blinda manninum, sein sát þarna þennan fagra morgun. Hanri veitti því athygli, að þó að glamrið í dósinni vekti athygli flestra vegfarendá, þá stanzaði eriginn til að fleygja peningi í hana. Hann sá hve máð letrið á spjaldi mannsins var, og skyndilega datt hon- um nokkuð í hug. Hanri gekk hægt til blinda mannsins og sagði þýðlega: — Afsakið . . . Ég er málari . . . ég var að mála götuna hérna og af hendingu veitti ég því athygli að stafirnir á spjaldinu eru næstum útmáðir ... — Spjaldinu mínu? spurði bliridi mað- urinn, og brosti þessu einurðarlausa brosi, sem elnkerinir blint fólk. Hann Framliald af bls. 18. V E I Z T U ? 1. Hve margar brúnir hefur þríhyrntur píra- mídi ? 2. Hver var það, sem átti skó úr afklippum af skæðum, þar sem skorið var af fyrir hæl og' tám? 3. Hvað eru margir réitir á taflborðinu? 4. Bendir nálin á áttavitanum stundum í austur? 5. Hvað hefur köngurlóin margar fætur? 6. Hvernig var nafni Jakobs breytt? 7. Hver er elzta sjálfstjórnarnýlendan í brezka hcimsveldinu ? 3. Iivar á landinu er Sveinavatn? En Svina- vatn ? 9. Áttu Rússar fulltrúa í Versölum, þegar hinir frægu Versalasamningar voru gerð- ir eftir fvrri heimsstyrjöldina ? 10. Gáta: Getið þið hvsr sá gripur er, er stcrka málma kremur; föðursins virðist fæðing sein, því fyrri sonurinn kemur. Sjá svör á bls. 18. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.