Vikan


Vikan - 26.01.1956, Síða 6

Vikan - 26.01.1956, Síða 6
HÚN gerði sér grein fyrir því að þetta kvöld voru þau bæði í sérlega góðu skapi. Og hún var búin að bíða lengi eftir slíku tækifæri, svo að hún gæti sagt þessum manni, eiginmanni sínum, það sem henni lá á hjarta. Þetta veit- ingahús í ókunnri borg og þetta ánægju- Iega kvöld, voru réttur staður og stund til að segja það, því á morgun yrði það of seint. Lew sýndist vera hress og óþreyttur. Á sama hátt og aðrir eigin- menn voru ánægðir eftir að hafa gert hag- kvæman samning, góða sölu eða sett fram- leiðslumet, þá var hinum fræga Lew Sik- as eins innanbrjósts eftir að blöðin höfðu hrósað honum fyrir góða frammistöðu á íþróttavellinum. Það var hans starf, í því lifðu þau og hrærðust og þegar honum gekk vel, voru þau bæði hamingjusamari. Nú átti hann, aldrei þessu vant, þriggja daga frí og þau voru komin til þessarar borgar vegna sampings, sem hún hafði miklar áhyggj- ttr af. — Lew, sagði hún blíðlega og vissi, að ef draumur hennar átti nokkurn tíma að raetast, þá varð það að gerast núna. — Lew, gæti það ekki orðið í ár? Hann leit á hana. — Gæti hvað ekki orðið? sagði hann svo, en hana grunaði hann um að vita hvað hún átti við. — Það eru liðin 12 ár, Lew. Tólf ár í hamingjusömu hjónabandi. En við ákváð- um, að við skyldum eyða helmingnum af árinu heima hjá okkur, strax og við hefð- um efni á því. Við hefðum auðveldlega getað það síðustu sex árin, Lew. Hún sá að gamli þrjózkusvipurinn færð- ist yfir andlit hans. Svipur litla drengs- ins. — Ég er búinn að lofa að taka þátt í þessum samningi, Jóhanna. — Þú Iofaðir mér öðru, manstu það ekki? Það loforð rúmaði engin ferðalög, æpandi fólksmergð og lófaklapp utan við keppnistímabilið. 1 þetta sinn verður það í Tokyo, Manila og Havana . . . Lew, ég er orðin svo þreytt á þessu, elskan. — Ég verð að standa mig meðan ég hefi öll viðbrögð og alla vöðva í lagi. Hún virti íyrir sér stórar brúnar hend- ur hans og sterklega ulnliðina og það kom kökkur i hálsinn á henni. — En skil- urðu ekki hvað það kostar okkur? Get- urðu ekki skiíið það? Heimilið okkar er lokað meirihluta ársins. Okkar eigin börn eru óeðlileg í návist okkar. Þau þekkja afa sinn betui, því þau búa næstum alltaf hjá honum. Við gætum að minnsta kosti haft hálft árið fyrir okkur sjálf. Við þurfum þess með, Lew.Við lifum eins og ríkir tatarar. Það er eins og þú . . . verð- ir að hafa lófatakíð. Hún vissi undir eins, að þetta hefði hún ekki átt að segja. Hún sá það á augunum í honum. — Fyrir- eftir John Mae Donald I tólf ár voru þau biiin að vera á sífelldu flakki. I rauninni var sannleik- urinn sá, að ÞAU ATTU HVERGI HEIMA gefðu, en hvað annað get ég haldið? Ég sé góðu árin líða hjá full af lestum, flug- vélum, skipum, bílum, fötum og uppnámi. Hvað á ég að halda? Hann tók um hendi hennar: — Það er góð æfi, er það ekki? — Jú, en elskan . . . — Ég vil skapa okkur öryggi. Ég verð að afla eins mikilla peninga og ég get. Og þetta er bezta tilboðið, sem ég hef fengið hingað til. Hún deplaði augimum, til að halda aft- ur af tárunum og tókst að brosa. — Það er bara það . . . að við viljum hafa þig meira hjá okkur. Við erum engin fjöl- skylda án þín. Gætum við ekki núna í ár . . . — Ég er búinn að lofa hinu, sagði hann og Ieit í aðra átt. Hún vissi, að það var ekkert fleira, sem hún gat sagt. Nú yrðu þau bara að reyna að græða meinsemd- ina með smávægilegum læknisráðum. Því hann var svo góður og elskulegur — sá bezti sem hún þekkti. Þá var það, að hún sá unga manninn, koma hikandi í áttina til þeirra, rauð- an í andliti og vandræðalegan. Hann kingdi munnvatninu og bros hennar var þvingað, því hún vissi að þarna var kom- inn enn einn af þessum rithandarsöfnur- um, einn af þeim sem alltaf voru að nudda sér utan í þá, sem voru frægir. Lew leit snögglega upp og hún sá að hann setti upp þetta bros, sem hann alltaf sýndi almenningi. — Lew . . . Sikas á ég við . . . Sjáið þér til, ég er alveg í vandræðum . . . gæt- uð þér ekki látið sem þér þekktuð mig? Eins og þér könnuðust við mig? Tekið í hendina á mér eða eitthvað þessháttar. Ég heiti Del Brenner. Og með litlum höfuð- hnykk benti hann á borð úti við annan vegginn, þar sem ung kona og lítill dreng- ur sátu. Hún sá að Lew skildi undir eins hvernig ástatt var. Hann reis á fætur og sagði svo hátt, að það heyrðist um allan sal- inn: — Það var gaman að hitta þig, Del. Og um leið og hann rétti manninum hend- ina, hélt hann áfram: — Jóhanna, þetta er Del Brenner. Brenner heilsaði henni og Lew hélt áfram, með lágri röddu: — Seztu andar- tak og segðu mér hvar við áttum að hafa kynnzt, svo ég komi ekki upp um þig, þegar ég kem yfir að borðinu til ykkar. Þeim mundi finnast það skrýtið, ef þú kynntir mig ekki fyrir þeim. — Þér eruð alveg dásamlegur maður! Sjáið þér til . . . ég hitti yður einu sinni, það er að segja ég stóð í öðrum enda bún- ingsherbergisins og þér í hinum. Ég stundaði svolítið íþróttir og var að hætta og fara heim, af því að ég var ekki nógu góður, þegar þér komuð fram á sjónar- sviðið. Drengurinn er að byrja að fylgjast með íþróttamönnunum okkar og horfir alltaf á yður í sjónvarpinu, og ég býst við að ég hafi gefið í skyn að . . . — Jæja, við skulum fara yfir að hinu borðinu. Ég kem strax aftur, Jóhanna, sagði Lew. Maðurinn var alveg í sjöunda himni. Jóhanna dreypti á kaffinu sinu og sá að Lew beygði sig og tók í hendina á drengn- um og hún heyrði hann hlægja hátt. Hann dvaldist þar lengur en hann hafði gert ráð fyrir og það fór svolítið í taug- arnar á henni. Krafa þessa mikilsmegandi almennings! Á morgun mundi hann vita ferðaáætl- unina. En í þetta sinn ætlaði hún ekki að fara með honum. Það mátti hún þó ekki láta hann vita, fyrr en venjulegi keppnistíminn væri úti. Ánnars hefði hann áhyggjur af því og það gæti truflað hann frá að einbeita sér. Þegar Lew kom aftur, viritst hann vera þungt hugsandi. Hún brosti og hann veif- aði til Brennershjónanna, sem voru að fara. Litli drengurinn gekk aftur á bak út um dyrnar. Góðverkið þitt í dag, sagði hún brosandi. Hann kinkaði kolli. — Viðkunnanleg- ur maður! Hann skammaðist sín fyrir þessi vandræði sín. Maður getur vel skil- ið hvemig þetta hefur viljað til. Hann vinnur á skrifstofu einnar verksmiðjunn- ar hérna. — Mér þykir vænt um, að þú skyldir gera þetta sem þú gerðir, elskan. Meðan Jóhanna var að hátta sig og taka fram bókina, sem hún ætlaði að lesa, þangað til svefninn yfirbugaði hana, uppl í stóra hótelherberginu þeirra, stóð Lew á skyrtunni og horfði út um gluggann. — Langar þig ekki til að hringja til barnanna? sagði hann. — Hún leit á klukkuna. — Það er víst of seint. Klukkan þar er á undan þess- ari. Framhald á bls. tS. IMytt frímerki Sameinuðu þjóð- irnar minntust mannréttinda- dagsins hinn 10. des. s.l. með út- gáfu nýs frímcrk- is. Eru nú sjö ár liðin síðan alls- herjarþing: S. þ. samþykkti alþjóð- lega yfirlýsingu nm mannréttindi. MinninRarfrí- merkið er gefið út í tveimur lit- um: blátt þriggja centa merki og g:rænt átta centa. Myndin er af frí- merkinu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.