Vikan - 26.01.1956, Blaðsíða 7
Hann kenndi milljónum
að spila bridge
Eftir
DALE CARNEGIE
HINN 27. desember síðastliðinn andaðist í Brattleboro í
Bandaríkjunum 64 ára gamall maður, sem varð í senn
auðugur og heimskunnur — á því að spila bridge! Hann hét
Ely Culbertson og var höfundur Culbertson sagnkerfisins.
Ævi þessa heimsþekkta bridgemeistara var hið mesta ævin-
týri. Víkjum andartak aftur í tímann til ársins 1921. Á götum
Parísar er ungur, myndarlegur maður á gangi. Hann er vilja-
fastur og hugrakkur — og þessa stundina er hann alveg fjúk-
andi vondur. Hvernig stendur á því? Jú, það var verið að
taka af honum liðlega sextíu milljónir króna. Eða af fjöl-
skyldu hans að minnsta kosti.
Fyrir mörgum árum hafði faðir hans, bandarískur jarðfræð-
ingur og námasérfræðingur, haldið til Rússlands, fundið þar
auðugar olíulindir og orðið forríkur. Svo hafði stríðið brotist
út og keisarinn fallið og ný stjórn tekið við völdum, og hún
hafði látið það verða eitt af sínum fyrstu verkum að gera
eignir hans upptækar. Sonur hans hafði flúið til Parísar til að
forða lífinu, og þarna var hann nú niður kominn 1921 með al-
eigu sína, rösklega 300 krónur, í vasanum.
Þetta leit allt annað en skemmtilega út.
Svo að honum datt í hug að freista gæfunnar. Hann rangl-
aði inn í spilaklúbb og veðjaði þriðjungi aleigu sinnar á
númer. 1 sömu andránni sem gæfuhjólið skyldi sett af stað,
steig Frakki á tána á honum. Hann þaut upp eins og naðra,
kallaði sökudólginn skepnu og heimtaði að hann bæðist afsök-
unar.
Varð Frakkinn við þeirri frómu ósk? Ekki aldeilis! Hann
leit á framkomu unga mannsins sem hina freklegustu móðgun
og skoraði hann samstundis á hólm! Þeir réðu hvorki yfir
sverðum né byssum, svo að þeir brugðu sér bak við klúbbhúsið
og hófu hina ferlegustu glímu. Tvö eða þrjú glóðaraugu,
blóðnasir — svo gengu einhverjir á milli.
Þegar hinn uppstökki flóttamaður gekk aftur að spilaborð-
inu, varð hann orðlaus af undrun. Hann var búinn að sprengja
bankann. Númerið hans hafði ekki einungis komið upp einu
sinni heldur hvað eftir annað, og á meðan hann stóð í slags-
málunum, hafði vinningurinn hans margfaldast í sífeldu, uns
þessar hundrað krónur voru orðnar að liðlega 150,000!
Bardaginn við Frakkann gjörbreytti lífi Ely Culbertson —
og það hafði líka áhrif á líf milljóna manna annarra. Spilarðu
bridge? Ef þú spilar bridge, þá hlýturðu að hafa komist í
einhver kynni við Culbertson kerfið. Það hafa að vísu verið
samin önnur sagnkerfi, ýmist spáný kerfi eða afbrigði af
Culbertson kerfinu. Ýmsir líta meira að segja svo á, að þetta
kerfi sé nú orðið úrelt. Það kann að vera rétt. En hitt er engu
að síður rétt, að Ely Culbertson var einn af merkustu brautryðj-
endum bridgeíþróttarinnar, eins og hún er stunduð í dag, ,,fað-
ir“ hennar satt að segja, ef nota má slíkt orð um spilamennsku.
Culbertson hafði haft fullan hug á að reyna að komast aft-
ur til Rússlands og freista þess að endurheimta eitthvað af
auðævum föður síns. Nú lét hann þær ráðagerðir fara veg allr-
ar veraldar. Með 150,000 krónur í vasanum fannst honum sem
sér væru flestir vegir færir, og hann tók sér far með fyrsta
skipi til Bandaríkjanna, flýtti sér allt hvað af tók til Washing-
ton, fór í 60,000,000 króna skaðabótamál við Sovétstjórnina og
ákvað að verða annaðhvort rithöfundur eða hagfræðiprófessor.
Þetta gerðist semsagt 1921. Culbertson var þá mesti skussi
í spilum. En áður en lauk græddi hann milljónir króna á spil-
um, nánar tiltekið á bridge.
Tekjur hans námu á tímabili einum átta milljónum á ári.
Hann hafði fjölda aðstoðarmanna í þjónustu sinni. Það kost-
aði hann að meðaltali 500,000 krónur á ári að svara þeim þús-
undum fyrirspurna, sem sífellt streymdu að honum hvaðanæva
úr veröldinni.
Culbertson — spilamaðurinn mikli — ólst upp á strang-
kristnu heimili, þar sem það var haft fyrir satt, að sjálfur
skrattinn hefði fundið upp spilin.
Hann var mesti námshestur og var snemma gripinn mikl-
um pólitískum áhuga. Hann las Marx og Tolstoy af athygli og
íhugun og varð svarinn óvinur alls afturhalds. Þessi umbóta-
vilji fylgdi honum
til dauðadags. Hann
hafði ríka samúð
með öllum, sem áttu
bágt, og reyndi af
einlægni að bæta
kjör þeirra. Friðar-
sinni mikill var
hann líka og samdi
meira að segja upp
úr seinni heims-
styrjöldinni tillögur
að merkilegu eftir-
litskerfi, sem mið-
aði að því að hindra
styrjaldir um alla
framtíð. Samkvæmt
þessu kerfi, skyldi takmarka vopnabúnað stórveldanna til muna
og stofnsetja einskonar alþjóðlegan lögregluher til eftirlits-
starfa. Alþjóðaherinn átti að lúta stjórn hinna svokölluðu smá-
þjóða.
Á skólaárunum fékk Culbertson samúð með rússnesku bylt-
ingaröflunum og skipulagði leynilegan byltingarfélagsskap með-
al skólafélaga sinna. Vegna föður síns, réði hann yfir banda-
rísku vegabréfi, og það notaði hann til þess að skjótast til
Sviss og smygla heim með sér eintökum af áróðursblaði því,
sem Lenin gaf út í Genf um þær mundir.
Þegar Culbertson kom til Bandaríkjanna 1922, reyndi hann
að fá vinnu sem kennari,. en árangurslaust.
Næst gerðist hann kolasali — sömuleiðis með neikvæðum
árangri.
Þá reyndi hann sig á kaffimarkaðnum — með sama árangri.
Að lokum vann hann fyrir sér með því að kenna franskar
bókmenntir í einkatímum og annast hljómleikaferðir bróður
síns, sem var efnilegur fiðluleikari.
Það hvarflaði ekki að honum um þessar mundir að reyna
að kenna bridge. Hann var lélegur spilamaður, en þrautseigur.
Hann spurði svo margra spurninga og velti svo rækilega fyrir
sér nýloknum spilum, að sárafáir vildu spila við hanm Hann
las bækur um bridge, en þær komu honum að litlu haldi, svó
að hann byrjaði sjálfur að semja bridgebók. Næstu árin skrif-
aði hann fimm bækur um íþróttina, en þær voru einskisvirði,
og hann vissi það sjálfur, svo að hann reif að lokum hand-
ritin og bækurnar komu aldrei fyrir almenningssjónir. Hinar,
sem hann hefur síðan skrifað, hafa verið þýddar á fjölda
tungumála og milljónir eintaka hafa selst. Ein af bókum hans
var ,,prentuð“ með blindraletri, svo að þeir blindu gætu líka
orðið betri bridgespilarar.
Culbertson kom fyrst til Bandaríkjanna 1910. Hin nissneska
móðir hans sendi hann þangað, vegna þess að hún vildi gjarn-
an að hann gengi á bandarískan háskóla. En hann féll á
inntökuprófinu í Yale — féll vegna skorts á enskukunnáttu.
Hugsið ykkur bara! Hann var bandarískur borgari. Hann
var feiknfróður um allt, sem laut að sögu Bandaríkjanna.
Hann talaði rússnesku, þýzku, frönsku, spönsku og ítölsku —
en hann féll á enskunni.
Svo að hann hélt á brott frá Yale og flæktist norður til
Kanada, þar sem hann varð einskonar aðstoðarverkstjóri yfir
verkamönnum, sem voru að leggja járnbraut inn í óbyggðirn-
ar. Hann hvatti þá til að krefjast betri kjara, sagði þeim að
þeir væru arðrændir og þrautpíndir kaupþrælar, kom af stað
verkfalli — og var að sjálfsögðu rekinn.
Hann gekk þá 300 kílómetra leið til næstu borgar og lagði
þaðan af stað vestur til Kyrrahafsins, peningalaus, vinalaus,
allslaus. Hann ferðaðist ýmist fótgangandi eða sem laumufar-
þegi í flutningavögnum og mátti iðulega betla til þess að
halda í sér líftórunni. Það er með öðrum orðum hreint ekkert
ósennilegt, að sumar þeirra kanadisku kvenna, sem nú nota
Culbertson sagnkerfið við spilaborðið, hafi einhverntíma skotið
matarbita að höfundi þess.
Á þessari síðu í næsta blaði segir fráeinummestaauðjöfri sögunnar: JDHN D. RDCKEFELLER
7