Vikan - 26.01.1956, Blaðsíða 10
Eisií kiikijDdajOniOiirini er í slööugri
m
Sheila Sim í Afríku Aníhony Steel á siglingu með innfæddum
ÞRJÚ SVlMISHORIM
Glynis John: „Ástleitin stúlka með sporð‘
Hafmeyjan er komin í karlmannsfang
XJÉR gefur að líta
sýnishorn úr þrem-
ur nýjum eða nýleg-
um myndum frá Eng-
landi. Reykvískir
áhugamenn um kvik-
myndir munu hafa
gaman af að frétta,
að þær eru allar
komnar hingað til
lands á vegum Tjarn-
arbíós. Ensku titlamir
eru: Mad About Men,
The Seekers og West
of Zanzibar. — Tvær
— Zanzibar og The
Seekers — eru ó-
sviknar ævintýra-
myndir og teknar í
sinnhvorri heimsálf-
unni. Hin fyrmefnda
gerist í Afríku og
mun (meðal annars)
vera áhrifamikil lýsing á háttum manna
og dýra þar um slóðir. Hin síðarnefnda
er frumbyggjamynd frá Nýja-Sjálandi
og gerist kringum 1820. Hún f jallar (með-
frumbyggjanna og þeirra innfæddu. Mad
og nýstárleg gamanmynd.
Glynis John, Jack Hawkins
„kringum 1820“
Hetjan í „Zansibar“
al annars) um átök
About Men er hinsvegar ósvikin
Aðalpersónan er sumsé hafmey.
Þá sporðfríðu drós leikur Glynis John, hin skemmtilega og
snjalla leikkona. Hún leikur raunar annað aðalhlutverkið í
The Seekers, en Jack Hawkins fer með hetjuhlutverkið.
Þessar þrjár bresku myndir eru út af fyrir sig góð sönnun
þess, hve margvísleg þau eru viðfangsefnin, sem breskir kvik-
myndaframleiðendur nú glíma við. Er hægt að hugsa sér öllu
„breiðari starfsgrundvöll“ en þann, sem hefur pláss fyrir ást-
leitna stúlku með sporð, afríkanska veiðimenn og tattóveráða
villimenn á Nýja-Sjálandi? Með starfi sínu hafa breskir kvik-
myndamenn sýnt, að þeir eru samkeppnisfærir við hvern sem er.
Glynis
á Nýja-Sjálandi
iÞiiittíM Woi’.v;
Marilyn Monroe Englendinga
T^AÐ verður mikið að gera hjá fyrirtækinu Diana Dors h.f. í
ár. Það ætlar að búa til að minnsta kosti eina kvikmynd
á árinu, sviðsetja að minnsta kosti eitt leikrit, fást eitthvað
við kaup og sölu á fasteignum og gefa út eitthvað af bókum.
Brúttótekjur þess eru áætlaðar eitthvað á þriðju milljónina.
Og dýrmætasta eign þess er aðaleigandinn sjálfur -—- stúlka
að nafni Diana Dors.
Islenzkir kvikmyndahúsgestir hafa enn haft lítil kynni af
ungfrúnni. Þess verður þó naumast langt að bíða úr þessu,
að hún sjáist hér í bíóunum. Diana Dors er nefnilega orðin ein
aðal driffjöðurin í brezka kvikmyndaiðnaðinum; hún er hin
brezka Marilyn Monroe.
Diana fæddist í Swindon, Englandi, hinn 23. október 1931.
Hún var einkabarn dágóðs hljómlistarmanns, sem á stríðsár-
unum ferðaðist víðsvegar um Bretlandseyjar að skipuleggja
hermannaskemmtanir. Þessi sífelldu ferðalög höfðu það í för
með sér, að skólaganga Diönu varð næsta gloppótt. Hún vildi
ólm fylgja föður sínum og dvaldst því oft á tíðum ekki nema
fáeina daga á hverjum stað. Eitt hafði hún þó upp úr þessu:
verðmæta reynslu á einmitt því sviði, sem nú er að gera hana
fræga og ríka. Hún notaði hvert tækifæri til að troða sér inn
í skemmtiþætti föður síns, uns hann gafst skilyrðislaust upp
og gerði hana að fullgildum meðlimi í skemmtiflokki sínum.
Hún var vel til starfans fallin og ekki hvað síst að ytra
útliti. Hún var aðeins þrettán ára þegar hún í fyrsta skipti
sigraði í fegurðarsamkeppni, eftir að hafa bætt fáeinum árum
við aldur sinn til þess að friða dómnefndina. Að sigrinum lokn-
um fékk hún talið foreldra sína á að kosta hana til náms í
Leik- og hljómlistarskóla Lundúna.
Hún stundaði námið af kappi. Hún hlaut tvenn verðlaun
fyrir ljóðalestur, bjó í kvennahóteli, sem K.F.U.K. starfrækti,
og borðaði í ódýrustu veitingahúsunum, sem hún gat grafið
upp, til þess að spara peninga. Styrkurinn, sem foreldrarnir
gátu látið henni í té, var af mjög skomum skammti, og hún
varð að velta fyrir sér hverjum eyri.
Hún var enn í skólanum þegar kvikmyndaframleiðandi einn
bauð henni smáhlutverk í mynd, sem nefndist: Verzlunin á
götuhorninu. Hún gekk undir leiklistarpróf í því sambandi,
stóðst það með prýði og fékk að lokum hina ágætustu dóma
fyrir leik sinn í myndinni, þótt hún sæist aðeins á sýningar-
tjaldinu í fáeinar mínútur. Svo fór líka, að henni buðust fleiri
kvikmyndahlutverk, þótt smá væru, og ekki leið á löngu þar
til hún var búin að sjást í fjórum myndum, þar á meðal Oliver
Twist. I myndunum lék hún ýmist slæmar stúlkur eða heimskar.
Diana er þó allt annað en heimsk í raunveruleikanum. Leik-
húsmenn og kvikmyndaframleiðendur eru sammála um, að hún
hafi ágætlega gott verzlunarvit. Einn segir um hana: „Þið megið
reiða^ ykkur á það, að hún les samningana gaumgæfilega, áður
en hún skrifar undir þá.“
Hún var ekki enn orðin tvítug, þegar Hollywood gerði henni
lokkandi tilboð. Hún átti að fá 18,000 krónur á viku fyrsta
árið og hækka smásaman upp í 45,000 á viku. En þegar hún
tók að kynna sér samningsuppkastið, rak hún augun í ýmis-
legt, sem henni féll ekki eins vel. Hún átti til dæmis engu að
fá að ráða um þau hlutverk, sem henni yrðu falin. Þar varð
hún að skuldbinda sig til að hlýða kvikmyndafélaginu skil-
yrðislaust. Önnur ástæða lá og til þess, að hún hafnaði til-
boðinu. Tveimur vikum áður hafði hún gengið að eiga mann
að nafni Dennis Hamilton Gittins.
Tilraunir hennar til að „slá í gegn“ á leiksviðum Lundúna
hafa valdið henni nokkrum vonbrigðum. Hún hefur verið óhepp-
in með leikritaval. Gagnrýnendur hafa þó verið henni mjög vin-
samlegir.
En það er eins og almenningur fáist ekki til að trúa því,
að hún geti leikið. Þar veldur fegurð hennar mestu um: mönn-
um finnst hún eiga að vera til skrauts og láta aðra um að
basla við að leika.
Þó sýndi hún það að minnsta kosti tvívegis á síðastliðnu ári,
að hún er gædd ágætri leikgáfu. Hún lék þá í tveimur mynd-
um við ágæta dóma. Bæði hlutverkin voru ,,dramatisk“ og
reyndu mjög á hæfileika leikkonunnar.
Diana og maðurinn hennar búa í skrauthýsi miklu í Mayden-
head; í því eru þrjú baðherbergi, bíósalur og óvenjulegt (og
hávært) fuglasafn. Skemmtisnekkju eiga þau og þrjá bíla. Þau
hafa gaman af að berast á, gaman af að halda veislur, gamæn
af að eyða peningum. Þau eru ekkert að hafa fyrir því að
látast vera „venjulegir borgarar". Það sýna bílarnir þeirra
meðal annars. Einn er Rolls-Roys, annar Cadillac og sá þriðji
var smíðaður handa þeim sérstaklega, kostaði 300,000 krónur
og á naumast sinn líkan í veröldinni.
Hjónin komast oft í blöðin, svo oft að heita má að einkalíf
þeirra sé almenningseign. En Diönu virðist standa hjartan-
lega á sama. Hún játar meir að segja, að hún hafi gaman að
þessu. „Auk þess eru þetta ókeypis auglýsingar,*1 segir hún.
Þegar rætt er við hana um leiklist og kvikmyndagerð,
reynast skoðanir hennar á þeim hlutum í senn raunsæar og
einfaldar. Hún segist svosem ekki vera að þessu listarinnar
vegna. Hún segist vera leikkona til þess að græða peninga —
mikið af peningum. Það sé hægt að lifa góðu lífi á miklum pen-
ingum, „en hver getur lifað góðu lífi á listinni einni saman?“
Hún er önnum kafin frá morgni til kvölds — og má iðu-
lega vinna langt fram á nótt. Frístundirnar eru því fáar. Þó er
hún þessa dagana að grípa í að skrifa bók, og hún er staðráðin
í að skrifa leikrit áður en langt um líður.
En hún vill engu spá um það, hvort það verður í ár eða
næsta ár. Það er í svo ótrúlega mörgu að snúast hjá fyrirtæk-
inu Diana Dors h.f.
Þar sem sendingar á GISSURI frá Bandaríkjunum hafa einhverra hluta vegna tafist, verða lesendur að
vera án hans í þetta skipti. Vonandi nær hann þó til ritstjórnarinnar í tæka tíð til að komast í næsta blað.
11