Vikan


Vikan - 26.01.1956, Side 14

Vikan - 26.01.1956, Side 14
Dior teiknar nunnubúninga ÞAÐ ei' ekki langt síðan yfirvöldin í Páí'ag'arði hikuðu ekki við að biðja tízkukónginn Christian Dior um að gera tillögur um nýja búninga handa systrunum í klaustrunum. Hvað .er á seiði? Hvers vegna skyldu æðstu yfirvöld kristinnar trúar biðja franskan tízkusérfræðing um að endurbæta búninga, sem sumir hafa haldizt óbreyttir frá því á 17'. öld? En þessi breyting á búningum systranna í nýtízkulegra form er i raun- inni ekki annað en- lítill hluti af víðtækum nýsköpunaraðgerðum: síðan á stríðsárunum hafði nýliðunum skyndilega fækkað svo mjög, að nokkr- ar reglurnar voru útdauðar. Páfinn hafði því áhyggjur af þessari trúar- hrörnun og ákvað að milda reglurnar í sumum trúarsöfnuðunum, að veita siðferðilegum og vísindalegum framförum inn i klaustrin, í stuttu máli að vinna þar að nýsköpun. Strax 1950 sagði páfinn, þegar hann ávarpaði alþjóðlegt trúarlegt þing: „Kynnið ykkur álit, skoðanir og siði samtíðarfólks okkar, og ef þið finnið eitthvað gott og réttlátt, tileinkið ykkur það þá . . . Systur, úr þvi við segjum ykkur að tími sé kominn til að taka af skynsemi tillit til hinna raunhæfu lífsviðhorfa, þá höfum við ástæðu til að gera það. Þið vitið að þetta eru mjög viðsjárverðir tímar fyrir systrareglurnar: nýliðunum fækkar, einkum í Evrópu. Það er ykkar að koma mér til hjálpar". Þessi aðvörun var ekki gefin af ástæðulausu: Klaustrin voru að tæm- ast, nunnurnar yfirgáfu þau og gerðust hjúkrunarkonur, án þéss að vinna klaustureið sinn, þekktar klausturreglur sáu meðlimum sínum fara ört fækkandi. Abbadísir og aðstoðarkonur þeirra fóru þvi að leita að einhverri lausn á vandamálinu og fyrsta systraþingið kom saman 1952, en slíkt hefði þótt alveg óhugsandi 20 árum áður. Nú hófst friðsamleg og hljóð- lát bylting. Hugvitsemi og frumleiki forustumannanna hreif hina aftur- haldssömustu með sér. 1 fyrsta lagi átti að laga klausturlifið til samræmis við hugarfar ungu nýliðanna, sem að meðaltali eru frá 18 til 24 ára. Systurnar áttu að fá að njóta allra fáanlegra þæginda til daglegrar snyrtingar. Þrátt fyrir loforð þeirra um að vera fátækar, áttu þær nú að fá að skipta um serki tvisvar til þrisvar í viku og allt þeirra lín að verða þægilegra og léttara. Allt skrautið á búningunum átti nú að verða íburðarminna. 1 staðinn fyrir stífaða höfuðbúnaðinn, sem sumar systurnar notuðu, og pípukrag- ana eru nú komnir stuttir smekkir og ennisbönd úr næloni eða plastik (Ekki veit ég hvort einhverjar þessar breytingar eru komnar í framkvæmd hér á Islandi). 1 stað stóru sjalanna eru nú viða komnir einfaldir hvítir kragar og sneytt hefur verið af hornunum á fyrirferðarmiklu stífuðu höfuðbúnuðunum. 1 nýtízkulegustu reglunum, þar sem systurnar starfa i verkamanna- hverfunum, eru þær farnar að klæðast látlausum blússum, sem áður ^oii(iiiiiiiiiiiiiii*iiii|ii|iiii|ii>iii|ii|i*|i|aiiai>iiiiiii*iiiiiiaii*iii*iii>iiiiiiiiiiiiaiiii|i|ia*i>tIi,i1|i**>i|*|iii**,,,ii>i|,i,iii|i>i|i|iaa>l>l i • Karmelreglan er ein af í ströngustu klausturreglum f heimsins. Henni tilheyra 3688 Í nunnur, sem dreifðar eru um \ 1000 klaustur víða um heim. í Þeirra viðfangsefni er bænin, Í en til að vinna fyrir sér 1 stunda þær handavinnu, sem Í þykir ákaflega falleg (nirnn- Í umar í Hafnarfirði hafa t. d. í stundum merkt sængurfatn- í Hafnarfirði eru nokkrar nunnur úr Karmelreglunni. að og annað fyrir fólk). Hin- ar svokölluðu „dyravörslu- systur“ mega einar sýna sig umheiminum. Mimkadeild reglxmnar var stofnuð á 12. öld, en nunnu- deildin á þeirri 15. Anna de Saint-Rarthélemy abbadís og síðar heilög Theresa d’Avila áttu mestan þátt í stofnun nunnudeildarinnar. Z í hafa verið blessaðar af biskupi. Samkvæmt ráðleggingu Píusar páfa 12. eru bláu og svörtu höfuðslæðurnar það eina, sem getur greint þær frá fjöldanum, ef þær æskja þess sjálfar. Fjölmargar reglur hafa nú komið fyrir útvöi-pum, kvikmyndatjöldum og sjónvörpurp í klaustrum sínum eða í móðurklaustrunum. Flest hafa líka ,,fréttaþjónustu,“ sem færir þeim fréttir utan úr heimi. Öllum kaþólsk- um blöðum er hleypt inn í klaustrin og hjá sumum reglunum jafnvel nokkrum ,,hlutlausum“ blöðum. Loks koma abbadísir hverrar starfandi reglu á sama svæði saman einu sinni í mánuði og ræða vandamál dagsins. Þessar nýjungar hafa orðið til þess að sagt hefur verið við margar trúaðar systur: ,,Þið flýið heiminn og svo endar það með þvi að þið hleypið honum inn til ykkar.“ En fjöldi ungra stúlkna snýr sér nú enn á ný að klausturlifnaði. Þær leita einkum til þeirra reglna, sem fylgj- ast bezt með tímanum, og sem gefa þeim um leið tækifæri til að veita sem bezta þjónustu. Flestar þeirra hafa einhverja menntun (stúdents- menntun, hjúkrunar- eða læknismenntun). Menntunar- og menningarstig þeirra er nú sex til sjö sinnum hærra en 1930. 1 það heila tekið hefur nýliðum skyndilega fjölgað á árinu 1955. En reglunum, sem stunda líknarstörf gengur betur. en hinum, sem sökkva sér ofan í trúariðkanir. St. Jósepsreglunni bættust aðeins 4—5 nýliðar á ári, þegar heims- styrjöldin braust út og á stríðsárunum. Á síðasta ári gerðust milli 40 og 50 konur systur í þeirri reglu. ,,Yfir-móðirin“ í einu Karmel-klaustri (hvert Karmel-klaustur hefur eina yfirmóður) hefur gefið þær upplýsingar, að nú bætist hverju Karmel- klaustri tvær til þrjár nunnur á ári, en síðan 1936 hafi þeim aðeins bætzt ein annað hvert ár. 1 flestum lokuðum klaustrum hafa lífskjörin nú verið bætt. Syst- urnar mega einstöku sinnum koma út fyrir klausturmúrana, til dæmis til að kjósa, og annað dæmi um ,,nýsköpunina“ er það, að þær mega nú fá sprautur, þar sem ekki mátti áður lækna þær nema gegnum munninn. (Stytt og lauslega þýtt úr ElleJ ,tiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiliiiiiiiiliiiiiiiliiiiiiiiiiii,l,ili,il,ii„„l,l,lli,lill„llllllllllllllllllll|lllllllllllll||||lllllll|l|r(> Systurnar á Landakoti eru af St. Jósepsreglunni j • Þeirri reglu tilheyra nú 300 klaustur á ólíkustu stöðum um allan heim. St. Jóseps- systumar eru um 4000 og fást við kennslu og hjúkrun. í skólum þeirra stunda nú 57.000 nemendur nám (í Frakklandi, Haiti, Madagask- ar og ótal fleiri stöðrnn). Og þær systur, sem gefa sig að í hjúkrun, reka 38 sjúkrahús | og 31 lækningastöð um all- i an heim. Það er ekki svo I lítið framlag til fræðslu- og \ heilbrigðismála. Regluna i stofnaði Anne-Marie Jahouv- í ey, og Napoleon veitti henni i opinbera viðurkenningu. Hvað fæst hvar? • Það kemur sér vel í þeim kuldum, sem hér hafa verið í vetur, hve góðar og smekkleg- ar skjólflíkur hafa fengizt í búðunum að undanfömu. Ekki get ég þó stillt mig um að benda á flíkur, sem komið hafa í nokkrar búðir, en fáar stúlk- ur virðast þó hafa vitað af. Það eru vetrarbuxurnar. Hér er ekki átt við venjulegar síðbux- ur, heldur kvenbuxur, sem hægt er að bregða sér úr um leið og maður fer úr kápunni og bomsunum. Þessar kulda- buxur hafa fengizt ýmist alveg síðar, með eða án framleista, eða hálfsíðar, þannig að þær koma ekki niður imdan káp- unni. Þessar buxur eru í fall- egum litum og ekkert nærfata- legar, svo að ekki kemur það að sök, þó einhver sjái mann bregða sér úr þeim. Slíkar flík- ur geta bjargað okkur frá blöðrubólgu, sem læknarnir segja að sé svo algeng hér á landi, og öðrum óþægindum. • En það hafa líka verið fluttar inn aðrar flíkur, sem ekki hafa sést hér áður. Það eru nælonsokkar, sem breyta um lit fyrir ofan hnéð og verða hvítir, bláir eða bleikir. Og hvaða gagn gerir það? Jú, þá sjást þeir síður gegnum næfur- þunnu nælonbuxurnar og nælon- undirkjiJana — og væntanlega þá ekki heldur í gegnum nælon- kjólana. 14

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.