Vikan


Vikan - 26.01.1956, Qupperneq 17

Vikan - 26.01.1956, Qupperneq 17
Hann smeygði sér fram fyrir hestinn og stóð andspænis Jordan. Hann bar marghleypu við beltið. „Ég sagði bara, að ég ætti þennan hest, sem þú ert á. Þetta er stol- inn hestur." ,,Þú lýgur!" Þegar gamli máðurinn greip til marghleypunnar, skaut Trace Jordan hann í kviðinn. Jordan leit upp. 1 dyrunum á kránni stóðu. tveir menn. Þeir höfðu elt hann út úr kránni. Þeir höfðu séð og heyrt allt, sem fram fór. Hann veifaði byssunni. „Komið hingað báðir tveir!“ Þegar þeir stóðu fyrir fram- an hann, sagði hann: „Lyftið snöggvast hnakknum á þeim gráa. Ef hann ber ekki fjögra tommu ör undir hnakknum, þá er ég lygari.“ Örið var þar sem hann sagði. „Það breytir engu,“ sagði annar mannanna. „Kannski áttu hestinn eins og þú segir, en sá gamli þarna var enginn þjófur. Þér er vissara að hypja þig, áður en þeir hengja þig.“ Þá horfði Trace Jordan andartak í augu mannsins, sem lá þarna í blóði sínu. ,,Eg átti hestinn,“ endurtók hann. „Þeir, sem stálu honum, drápu vin minn.“ Það var eins og veröldin stæði kyrr næstu andartökin. Gamli mað- urinn var að reyna að tala, en blóðið vall stanslaust úr vitum hans og hann dó án þess að koma upp orði. En eitt þóttist Jordan geta lesið úr augum hans áður en hann gaf upp öndina. Gamli maðurinn trúði honum. Ofarlega í götunni heyrðust hróp. „Hann er búinn að skjóta Bob Sutton! Hann var að skjóta Bob!“ Og allt í einu var gatan orðin full af mönn- um. Trace Jordan sveiflaði sér á bak og keyrði þann rauða niður göt- una allt hvað hann komst. Bak við hann byrjuðu byssurnar að tala sínu ráma máli. En engin kúla hæfði í mark. Og nú var hann staddur þarna í brennandi auðninni, eins og hundeltur særður úlfur. Þeir voru á hælunum á honum, mannaveiðararnir, sem þurftu að hefna fyrir Bob Sutton. 1 fjarska mátti sjá jóreyk þeií'ra bera við himin eins og hvíta gufuhnoðra. Var þessu ekki í rauninni lokið ? Hann greip höndunum upp að andlitinu, reyndi enn að hrista af sér þennan ægilega drunga. Hesturinn hnaut undir honum, hann var líka kominn að falli af þreytu. Svo stöðvaðist hann.skyndilega og Trace Jordan lyfti höfði og horfði sljóum augum fram fyrir sig. Hann var staddur efst uppi á fjallshryggnum og nærri því fram á brún. Það var hengiflug fram af brúninni, snarbrattir hamrar. Og nú vék hesturinn allt í einu til hliðar, sveigði út að brúninni, eins og hann ætlaði að ganga beint fram af henni. Jordan átti fullt i fangi með að stöðva hann. Svo horfði hann undrandi niður fyi’ir sig. Það voru spor eftir hjört þarna í sandinum. Sporin lágu fram á fjallsbrúnina, þangað sem hesturinn hafði stefnt. Jordan hrukkaði ennið. Það vai' svo af honum gengið, að hann var lengi að átta sig á þýðingu þessara spora. Hvað þýddi þetta eiginlega? Hvað hafði þessi hjörtul' viljað fram af fjallinu? Gat það verið . . . Jordan gaf hestinum iausan tauminn og hann sveigði aftur lit að fjallsbrúninni. Hjartarsporin hlutu að tákna, að það væri einhverskonar leið þarna ni5ur hamarinn. Og ef hjörturinn þurfti að feta sig slíka hættuleið, þá gat það eiginlega aðeins þýtt það eitt, að einhverstaðar þarna niðri væri vatnsból. Hesturinn þræddi hjartarslóðina og þegar hann stóð á brúninni sá Jordan sylluna. Hún var þvengmjó, en hún blasti þarna við honum og lá niður í móti, eins og stigi utan á húsi. Það var fullkomin tvísýna að freista þess að komast niður hana á hestinum. Auk þess vissi hann ekkert hvernig þessi bjargstigi endaði. En honum var dauðinn vis þarna uppi á fjailshfyggnum, hann mundi ekki komast mörg fótmál ennþá — og hann talaði til hestsins og hvatti hann áfram, og þótt skepnan hikaði og færðist undan, þá kom þar að hún byrjaði að þræða sig niður sylluna. Annað ístað Jordans straukst við klettavegginn, hinumegin var loftið tómt. En þegar frá voru svosem fjörutíu metrar, vikkaði syllan skyndi- lega upp í ein tíu fet. Þar fór Jordan af baki og þaðan skreið hann á höndum og fótum til baka upp sylluna. Hann þurfti að afmá sporin eftir hestinn. Hann tók handfylli af grasi og beitti því eins og sóp og strauk spoi'in varfærnislega burtu, allt frá þeim stað þar sem hesturinn hafði sveigt að brúninni. Að þvi loknu skreið hann aftur niður sylluna og steig aftur á bak og hélt áfram niður hamarinn. Við klettasnön oina þrengdist syllan að nýju og varð um stund að þröngri grastó. Svo breikkaði hún aftur og hélt áfram að breikka uns Jordan var staddur á grasi grónni flöt, sem bjargbrúnin huldi alveg. Yst á flötinni stóðu kofarústir og í þeim miðjum spratt fram silfurtær lind. Hér fór Trace Jordan af baki og hann og hesturinn drukku fylli sína. Það var freistandi að fleygja sér út af þarna í grasinu og sofa. En Jordan vissi, að enn mátti hann ekki hvílast. Hann varð að athuga all- ar aðstæður betur. Mundi þetta fylgsni duga honuni ? Mundu þeir — mannaveiðararnir, sem aldrei gáfust upp finna fylgsnið ? Mundi Jacob Lantz, þeim ódrepandi sporrekjanda, detta í hug að lita fram af fjalls- brúninni, þegar slóð Jordans hvarf svona snögglega? Eða mundi hann ganga út frá því sem vísu, að Jordan hefði reynt að komast undan þeim með því að þræða um skeið beru ldappirnar fjær brúninni, þar sem engin spor sáust? Jordan fannst líklegra, að Lants mundi reikna dæmið þannig. Enginn óbrjálaður maður mundi raunar reyna að fara það á hesti sínum, sem Jordan nú var búinn að fara. Auk þess var hreint ekki víst, að Lants hefði hugmynd um þetta einstigi, þessa sýllu. Jordan hefði ekki rekist á Framhalil á bls. 19. ENGLISH ELECTRIC HRÆRIVÉLIIV er mjög auðveld og handhæg í notkun, kraftmikil og traust. Henni fylgja tvær eldtraustar glerskálar, plastyfir- breiðsla, matar og drykkjaruppskriftir. Hakkavél er einnig fáanleg. Verðið er mjög hagkvæmt, aðeins kr. 1140.00. Laugaveg 166. TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI OG HUSGAGNAVINNUSTOFA ÞÚRARINS ÚLAFSSONAR Framleiðir: Húsgögn, allskonar. Hurðir og Glugga. Eldhús- og verzlunarinnréttingar. Framkvæmir allskonar trésmíðavinnu. ★ GLERSALA. ★ Fyrsta flokks efni og vinna. Fljót afgreiðsla. ÞÓRARINN OLAFSSON HUSASMlÐAMEISTARI. Aðalgötu 10 — Keflavik — Símar 47 og 220 f

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.