Vikan


Vikan - 26.01.1956, Síða 18

Vikan - 26.01.1956, Síða 18
Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: 1. Sex. 2. Viðar, hinn þögli ás, sonur Óðins og Gríðar, jötunmeyjar. 3. 64. 4. Nei, hún hendir alltaf í norður. 5. Átta. 6. 1 Israel. 7. Bermuda. 8. Sveinavatn i Grímsnesi, en Svínavatn i Húna- vatnssýslu. 9. Nei. 10. Reykur. Hver dagur á sitt leyndarraál. Framhald af bls. 5 •— Þú ert ekki með öllum mjalla, Dick . . . Xavier hefur aldrei horft þannig á mig'. Hann hefur aldrei elskað mig . . . Hann er ekki einu sinni maðurinn minn. Dick varð alvarlegur á málrómi, þegar hann sagði: - Er hann ekki maðuriiin þinn? Áttu við það, að hjónaband ykkar sé ekki komið til framkvæmda? -— Eg á við það ! . . ég veit ekki lengur hvað ég segi. Enda skiptir það engu máli. Við skul- um flýta okkur heim, Dick. Ég er svo þreytt. — Við hreyfum okkur ekki liéðan fyrr en þú hefur útskýrt það fyrir mér hvað þú áttir við. Olga . . . þú varst algerlega óreynd ung stúlka, þegar þú komst hingað fyrir nokkrum dögum. Ætlaðirðu að segja . . . að það værirðu enn? Svaraðu mér. — Dick . . . Hann sýndist svo undarlega breyttur, svo ákveðinn og ákafur. — Svaraðu mér, Olga! Dick . . . Við Xavier . . . það er að segja . . . við erum ekki gift. — Eruð þið ekki gift ? — Dick, sverðu að þú sért vinur minn? — Auðvitað er ég vinur þinn. Bezti vinur þinn! — Hjónaband mitt og Xaviers . . . Það er að segja, það vantaði einhver formsatriði og það . . . gerir það ógilt. Eg gifti mig gegnum ræðis- mannsskrifstofuna, eins og þú veizt. Það eru liðin fimm ár síðan. — Já, ég vissi það . . . en þetta er samt sem áður kynlegt. Ertu alveg viss um þetta? — Auðvitað! Hjónaband mitt er ekki löglegt. Ég bý bara á heimili Lezcanofjölskyldunnar af því . . . af því að ég veit ekki hvert ég get far- ið . . . og til að forðast hneyksli. Elena bað mig um það . . . hún vildi ekki að það yrði hneyksli í fjölskyldunni daginn fyrir . . . brúðkaupið sitt. HJÁKONAN I FÓSTUK. Framhald af bls. 9. raóður minni, skömmu áður en hún dó, að giftast þér, ef þú værir tilleiðanleg. Nú hef ég efnt loforðið.“ Brúðurin mátti bíða í þrjú ár, áður en hún gat fengið skilnað á þeim grundvelli, að maðurinn hennar hefði hlaupist frá henni. Einna furðulegasti „flóttinn frá altar- inu“ átti sér þó stað þegar nýgift stúlka gerði sér lítið fyrir fáeinum mínútum eft- ir að hún hafði gengið í heilagt hjóna- band — og strauk með svaramanni sín- um! Athugun leiddi í ljós, að flóttinn hafði verið rækilega undirbúinn. Brúðurin og svaramaðurinn hennar héldu beint úr landi og létu það verða sitt fyrsta verk að stofnsetja heimili. Það var eins með brúðgumann og brúð- urina hér á undan, að það tók hann þrjú ár að fá skilnað. Enginn nema stroku- fólkið veit þó, hversvegna í ósköpunum stúlkan var að hafa fyrir því að giftast manninum. Getur það verið, að hún hafi orðið svona æðislega ástfangin af svara- manninum — og hann af henni — á þess- um fáeinu mínútum fyrir framan altarið? — FRANK PARK 795. krossgAta VffiUNNAR. Lárétt skýring: 1 fiskur 4 lét lífið — 8 skortur - 12 skyld- menni 13 sjór - 14 fugl — 15 ílát — 16 spyrja — 18 fljóts í Kína — 20 amboð — 21 fá- skiptin ■— 23 lausung — 24 dúkur 26 „verri helmingurinn“ — 30 mælitæki — 32 askur — 33 eyktarmark -— 34 Ásynja — 36 sér ofsjón- um yfir - 38 heyrðist óskýrt (um mál) — 40 kvendýr — 41 fantur — 42 hitatæki — 46 skýtur — 49 fangamark ríkis — 50 neisti — 51 skemmd í holdi — 52 bæjarnafn — 53 betlara — 57 biblíunafn — 58 nef — 59 fag — 62 hlíf — 64 menn — 66 bæta við 68 fúsk — 69 gap —-70 slit — 71 óhrædd — 72 sigaði — 73 hljóðið — 74 egna. Lóðrétt skýring: 1 bróðurbani — 2 hitatæki — 3 uppspretta — 4 iðn — 5 allsgáðir — 6 yfirsjón — 7 dropi 9 hljóð — 10 stutt — 11 karta — 17 fyrir utan — 19 endir -— 20 kjarni — 22 frjósemi 24 kunningjaskál —• 25 vé - 27 sækja sjó •— 28 ílát — 29 flokkur — 30 hraustu — 31 gljáfra 34 smælki 35 fjarstæða -...... 37 spil — 39 lim — 43 persónufornafn - 44 gælunafn — 45 heitinu 46 höfundur — 47 stórt ílát — 48 skel — 53 hnöttur — 54 ellilega — 55 hreyfing' 56 ungviði — 57 klæðleysi — 60 núningur — 61 hanga 63 glöð — 64 ögn — 65 hýði — 67 ástfólgin. Lausn á krossgátu nr. 794. Lárétt: 1 frár — 5 slota - 8 Elsa — 12 lótus —- 14 skáld 15 ost — 16 eff - 18 rok — 20 nóa —• 21 tt 22 slátrarar — 25 s.m. 26 armur — 28 graut — 31 aur — 32 Sif — 34 afl — 36 refr — 37 kátar - - 39 alda 40 otur — 41 ramb — 42 skæl 44 lakur - 46 efla — 48 tík — 50 rak — 51 sló — 52 stara —- 54 fetta — 56 ak — 57 nautkálfi — 60 rl. — 62 sal — 64 frá — 65 lóa — 66 smá — 67 kross — 69 rokur - 71 atti 72 ónýtt 73 kára. Lóðrétt: 1 flot —* 2 rósta 3 átt — 4 ru 6 loft — 7 tóra — 8 ek 9 lán — 10 slóst — 11 Adam — 13 selur — 14 skara -— 17 fár — 19 org — 22 smurolían — 23 reit 24 rafabelti — 27 raf — 29 ull — 30 fress 32 sárar 33 Faruk 35 gatan — 37 kul -- 38 rar 43 ætt 45 kalk — 47 fót. 49 krafs - 51 sefar — 52 skart — 53 aur 54 fló -— 55 armur — 56 aska — 58 tákn 59 álft - 61 Lára — 63 Lot — 66 ská — 68 SX — 70 Ok. MALARALIST að vorlagi Framháld af bls. 5. bar hendina upp að spjaldinu, sem hékk um hálsinn á honum. — Já, sagði listamaðurinn. — Leyf- ið mér að mála ofan í það fyrir yður, meðan ég er með hvíta málningu á burstanum mínum? — Það er ákaflega elskulegt af yð- ur — ákaflega elskulegt! Og feimnis- legt bros leið yfir veðurbitið andlit mannsins. Hann fálmaði eftir spjald- inu með skjálfandi fingrum. Listamaðurinn opnaði kassann sinn, kreisti hvíta málningu út á kassalokið. — Þetta er ákaflega elskulegt af yður, endurtók blindi maðurinn. — Ég skal segja yður, ég er búinn að sitja hér á þessum sama bletti á hverjum degi, í sólskini og rigningu, í 15 ár . . . Maður hefði ekki haldið að ég þyrfti enn að vera með spjald eftir svo langan tíma. En allir virðast vera að flýta sér svo mikið nú á dögum. — Já, sagði listamaðurinn. — En fæstir þeirra vita hvert þeir eru að fara og hvað þeir eru að eltast við. Helm- ingurinn af þeim veitir því t. d. alls ekki athygli hve fallegt allt er þennan vormorgun. —- Já, vor . . . Það eru þessir vor- morgnar, sem mér þykir vænzt um, sagði blindi maðurinn. Málarinn rétti úr sér og þurrkaði með tusku af burstanum sínum. — Héma . . . það er búið. Haldið bara dósinni svolítið frá yður, svo að ermin nuddist ekki utan í málninguna, áður en hún þorrnar. Blindi maðurinn brosti þakklátur. — Þakka yður kærlega fyrir . . . Ég vona að hamingjan fylgi yður.“ — Takk . . . Jæja, verið þér sælir. Listamaðurinn lokaði kassanum sínum, færði sig inn í næsta port og beið þar eftir nýjum fólksstraumi. Grannleit kona með bitra drætti um munninn leit lauslega á manninn með- dósina, sem glamraði í, um leið og hún flýtti sér fram hjá. Allt í einu stanzaði hún eins og ósýnileg taug togaði í hana. Andartak starði hún á spjaldið um háls- mannsins, rétti svo úr sér og leit í kringum sig, eins og hún væri að vakna. Listamaðurinn heyrði hana tauta. —- Ó, guð minn góður! um leið og hún fálmaði ofan í veskið sitt. Hann sá hana draga upp samanvöndlaðan seðil, ganga til baka og stinga honum í dós manns- ins. Þegar hún gekk fram hjá honum sá hann, að hún var voteyg og bitru drættirnir virtust horfnir. Hann sneri sér við og horfði á fleira fólk stanza, lesa áletrunina á spjaldi blinda mannsins og fálma svo með ákafa ofan í vasana. Listamaðurinn horfði svolitla stund á undnmarbrosið á and- liti blinda mannsins, um leið og hann hristi dósina, sem orðin var hálffull. Og þá rann það upp fyrir lionum, að þamia, á spjald gamla mannsins, hafði hann málað meistaraverk sitt: ÞAÐ ER VOR — OG ÉG ER BIJNIL UR. 18

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.