Vikan


Vikan - 26.01.1956, Blaðsíða 19

Vikan - 26.01.1956, Blaðsíða 19
Gimsteina .... Framh. af bls. 13. ið varir við nokkuð þvílíkt. Hann þurfti að rannsaka mörg smá atvik, og menn hans leystu af hendi mikla óþarfa vinnu, en einasta atvikið, sem hafði látið fyrir- höfn hans borga sig, kom aldrei fram — og hver heldurðu að afleiðingin hafi orðið ? Átján — átján skartgripaverzlanir í miðri London voni rændar sínum dýrmæt- ustu steimun. Hvert einasta innbrot var framið á mínútunni 12, og þau voru öll skipulögð á nákvæmlega sama hátt. Þú handsamaðir tvo af glæpamönnunvun, en 35 þeirra komust undan. Muspratt, sem var enn í gerfi prinsins, fór úr landi í einkaflugvél fimm mínútum fyrir eitt í gær, ásamt flestum þessum svokölluðu fylgdarmönnum sínum. Við erum að leita að hinum núna. Deildarstjórinn hallaði sér aftur á bak í sætinu og hvessti augun á manninn fyrir framan sig. — Heil vika! sagði hann. — Lögreglan hefði getað haft heila viku til að spyrjast fyrir hjá skartgripasöl- unum um lækni, sem hefði skilið eftir hjá þeim skilti, sem átti að breyta. Það hefði ekki tekið okkur langan tíma að komast að því, að það var óeðlilega mikill fjöldi af læknum, sem ætluðu að sækja skilti á sama tíma þennan sama dag. — En hvers vegna ? Hvers vegna á sama tíma? Spurningin kom ósjálfrátt fram á varir MacFalls. — Vegna þess að hugmyndin var svo snjöll og einföld, enda var hún alveg örugg, nema allt væri rannsakað og gefn- ar skýrslur um allt. MacFall, ég held að þér henti betur að vera í uxnferðarlögreglunni, piltur minn. Við þurfum ekki á hæfileikiun þínum að halda hér. En ég mundi fara ákaflega varlega í þetta glimubragð mitt, ef ég væri í þínum sporum. Það kæmi mér ekki á óvart, þó það komi blóðinu til að streyma full miídð frá höfðinu. MANNAVEIÐAR Framhald af bls. 19. hana nema af þvi, að hesturinn hans fann það af eðlishvöt sinni, að vatn var í grendinni, og svo vegna hjartarsporanna. Jordan afréð að treysta því, að hann væri óhultur þai’na fyrst um sinn. Hann drakk aftur af lindinni tæru, skreiddist að því búnu á fætur, tók hnakkinn og beislið af hestinum, rúllaði sundur teppinu sínu, vafði því utan um sig og lygndi aftur augum. Hann ætlaði aðeins að hvíla sig stutta stund í þetta skipti. Hann yrði að kveikja bál og hita sér vatn og reyna að hreinsa sár sitt. En þreytan greip hann sterkari tökum en hann hafði hugsað og hann sofnaði nærri samstundis. Þegar hann vakn- aði, var komið myrkur. Framháld. í nœsta hlaði. IJTSVÖR 19 5 5 Hinn 1. febrúar er allra síðasti gjalddagi álagðra útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1955. Þann dag ber að greiða síðustu afborgun fyrir fasta starfsmenn, sem greiða jafnað- arlega af kaupi. Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðend- ur, sem ber skvlda til að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvarsgreiðslu, eru alvarlega minntir á að gera skil nú þegar til bæjargjaldkera, en LOKASKIL FYRIR ÖLLUM ÚTSVÖRUM 1955 ÞEGAR EFTIR 1. FEBRÚAR. Að öðrum kosti verða útsvör starfsmanna innheimt með lögtaki hjá kaupgreiðendnm sjálfum, án fleiri aðvarana. Reykjavík, 20. janúar 1956 Borgarritarinn. Dries as you write Marks and writes on Waterproof and indelible any surface Fully Guaronteed ORI-RITE Höfum aftur fengið liina vinsælu DRI- RITE merkipeima. Einnig DRI-RITE blek og fimm gerðir af aukaendum fyrir pennana. H éildsölubirgðir: íslenzka verzlunar- félagið h.f. Sími 8291)3 m e> m D3 / ERLEND TÍMARIT Á meðal fjölmargra erlendra tímarita, að má nefna: Popular Mechanies (ameriskt) Glamour (enskt) Home Notes (enskt.) Lucky Star (enskt) Silver Star (enskt) Sunny Stories (enskt) Woman’s Own (enskt) Aeronautics (enskt) Angling (enskt) sem við útvegum áskrift Gardening Ulustrated (enskt) Homes & Gardens (enskt) Men Only (enskt) IModern Woman (enskt) Practical Householder (enskl) Wide World Magazine .(enskt) Pitcure Post (enskt) Lilliput (enskt) Housewifo (enskt) Fáið erlend tímarit send heim til yðar viku- eða mánaðailoga um leið og þér sparið. — Upplýsingai- varðandi verð og fleira viðvíkjandi einstökum tímaritum sent um hæl. Fyllið út og póstleggið eftirfarandi beiðni: É(/ undirrit. óska eftir að f/erast áskrifandi að| fá upplýsingar um | timaritið Nafn Heimili Erlend tinmrlt, ............................ Sigtúni 59, Reykjavík. 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.