Vikan - 01.03.1956, Blaðsíða 12
Þetta er ordid
allt öðruvísi!
*
I gamla daga krupu rómantísku söguhetjurnar við
fœtur ástmeyja sinna. —
FYRSTA BÓKIN MÍN kom út 1924 —
fyrir 32 árum. Hvaða munur var á
rómantísku söguhetjunum þá og nú?
Það er satt að segja ekkert líkt með
þeim nema útlitið. Hetjan er ennþá höfð
lagleg. En þegar ég byrjaði fyrst að skrifa
bækur, var ekki nóg með að hetjan yrði
að vera myndarleg og snoppufríð; mann-
garmurinn varð þar að auki að vera ótrú-
lega heiðarlegur og göfuglyndur.
Hann mátti aldrei gera neitt illt af
sér. Hann varð að krjúpa við fætur ást-
meyjar sinnar. Hún varð að taka blíð-
lega í hönd honum og styðja hann á fætur.
Þá kyssti hann hana í mesta lagi á ennið,
en þegar ástríður hans komust á suðu-
mark, spurði hann hana kurteislega,
hvort hann mætti þrýsta henni að sér.
Eftir hinn „brennheita koss,“ þakkaði
hann að sjálfsögðu mjög kurteislega fyrir
sig.
í augum ungu stúlknanna af árgang-
inum 1956, er svona maður ekki eimmg-
is ósennilegur heldur beinlínis hlægilegur.
Nú þœtti það hlœgilegt!
Hugsið ykkur bara, hvemig móttökur
karlmaður fengi í dag, ef hann dirfðist
að krjúpa við fætur einhverrar stúlkunn-
ar! Eða ef hann tæki upp á því að kyssa
hana kurteislega á ennið. Eða ef hann
meðhöndlaði hana eins og hún væri brot-
hætt postulín, allt of viðkvæm til þess að
þola hin klunnalegu faðmlög hans.
Þessi breyting á sér auðvitað rætur
í jafnréttisbaráttu kvenfólksins og umróti
tveggja heimsstyrjalda.
Árið 1924 var áhrifa fyrri heimsstyrj-
aldarinnar aðeins að byrja að gæta í heimi
ástarinnar. Söguhetjan var að verða svo-
lítið karlmannlegri. í dag verður hetjan
að vera f jári hörð í horn að taka og stund-
um beinlínis ruddaleg til þess að hreppa
stúlkuna.
Það er ekki nóg með að karlmennirnir
í nútímaskáldskap séu steinhættir að
krjúpa á kné. Stundum eru þeir allt að
því ókurteisir við kvenhetjurnar. Þær
virðast láta sér það vel líka. Þeir geta
glott, hvæst, gagnrýnt og sagt þeim til
Hann var orðinn allt of mikil hetja
JOHN KERR er orð-
inn talsverff hetja í
HoIIywood. Síffan hann
smeygffi sér inn í kvik-
myndaheiminn, hefur
hann nefnilega einungds
leikiff rómantísk hetju-
hlutverk. Hann hefur
satt aff segja leikiff svo
mörg hlutverk af þessu
tagi, aff hann var orffinn
dauffleiffur á öllu saman.
En fyrir skemmstu birti
til í lífi lians. Hann fékk
gamanhlutverk í mynd-
inni „Gabby“, litríkri
dans- og söngvamynd
frá Metro-Goldwin-May-
er, þar sem hin korn-
unga og viðkunnanlega
Leslie Caron leikur affal-
hlutverkiff. Auk þess sem
Kerr er ltvikmyndaleik-
ari, er hann annars vfff-
kimnur útvarps- og sjón-
varpsmaffur.
syndanna, og þær taka því með stakri
þolinmæði og biðja um meira af svo góðu.
Kvenhetjan klórar kannski frá sér, en
hún hefur greinilega gaman af þessum
átökum. í lok slagsins fallast þau í faðma
(örvinda af þreytu).
Ég hef fylgst með þessum breyting-
um, einkum í hinum rómantísku bók-
menntum. Nú er það hinn fágaði lögbrjót-
ur, sem er vinsælastur. Hann er eitil-
harður, hvort sem hann heldur á byssu
eða kvenmanni. Og kvenlesandinn elskar
hann út af lífinu.
Þegar ég fletti fyrstu bókunum mín-
um, sé ég það svart á hvítu, hversu stór-
kostleg bylting hefur átt sér stað. Ég
leyfi mér að birta hér fáeinar setningar
úr allra fyrstu bókinni minni. Stúlkan
segir:
„Ó, Júlían, ég hef elskað þig allt frá
upphafi.“
Hann svarar:
„Hvað segirðu! Ég sem sýndi þér svo
mikla grimmd, sem var svo hræðilega
miskunnarlaus.“
(Og hann hafði í rauninni ekkert gert
af sér. Maður getur lesið bókina spjald-
anna á milli, án þess að finna þetta „misk-
unnarleysi,“ sem hann er að tala um. Hins-
vegar er þorparinn í bókinni auðvitað
grimmur hundingi.)
Um hann segir söguhetjan:
„Sá argi þrjótur! Mig langar að fara
og veita honum ærlega ráðningu. Að
hugsa sér, að þú skyldir þurfa að um-
gangast þetta kvikindi!"
Nokkrum árum síðar þóttu engir elsk-
endur fimm aura virði nema þeir væru
bókstaflega barmafullir af logandi, ólg-
andi ástríðum. Þetta kemur ljóslega fram
í bók minni, Tataraást.
Hinn blóðheiti elskandi er látinn segja:
„Hér í þessum skógi og undir þessum
blikandi stjörnum sver ég það við allt,
sem heilagt er, að elska þig og vernda til
æviloka."
Og hún svarar:
„Þú átt mig. Þú átt mig alla. Þú ert
ástin mín.“
Hann umhverfist af brennandi, bull-
andi ástríðum. Hann segir:
„Ég mun vera þræll þinn til dauðadags."
Svona vildu lesendurnir hafa það um og
upp úr 1930, og ég seldi 135,000 eintök
af bókinni!
Nú er öldin önnur. Nútímastúlkan virð-
ist kæra sig kollótta um stjörnurnar. Hún
12