Vikan - 01.03.1956, Blaðsíða 16
MAIIltAVEIÐAR
F O R S A G A : Trace Jordan er í felum, særður og
illa til reika, á breiðri, grösugri klettasyllu,
þegar stúlka, sem býr niðri í dalnum með móð-
ur sinni og tveimur bræðrum, birtist, gerir að
sárum hans og hverfur jafn hljóðlega og hún
kom. Þótt Jordan hafi aldrei séð hana áður, er
liann henni að vonmn innilega þakklátur. Hann
er á flótta, hundeltur af mönnum, sem hafa
svarið að drepa hann. Þessir menn felldu á sín-
mm um tíma föður Mariu Cristinu. Nú þykjast þeir
' K þurfa að hefna vígs Bobs gamla Sutton, hús-
■ bónda síns og foringja. En Jordan drap Sutton
■ í sjálfsvarnarskyni. Hann rakst á hann af
■ hendingu, þegar hann var að leita illvirkjanna,
sem myrt höfðu vin hans, Johnny, og rænt
hestum þeirra. Hann felldi Sutton þegar hann
gerði sig líklegan til að grípa til byssu sinnar
, — og vegna þess að hann var á einum stolnu
hestanna. Og þar með voru mannaveiðarnar
hafnar.
ETTA ER EITTHVAÐ DULARFULLT, sagði Jack Sutton og gretti
sig reiðilega. Þeir sátu kringum eldinn, mannaveiðararnir, menn-
irnir sem voru ráðnir í að finna Trace Jordan og drepa hann.
Jack Sutton fleygði spreki á eldinn. „Ég skil ekki þennan
f janda. Enginn mennskur maður getur horfið svona gersamlega."
Ben Hindeman stakk skrotuggu upp í sig. Hann var ósköp rólegur,
eins og hans var vandi. Hann var eini maðurinn í hópnum, sem Jack
Sutton bar einhverja virðingu fyrir. Sannleikurinn var sá, að Jack var
svolítið hræddur við mág sinn.
„Horfinn," tautaði Mort Beyless, „horfinn eitthvað út í buskann. Og
hann var særður í þokkabót."
Mort hafði teldð þátt í drápi Johnny Hendrix, vinar og samstarfs-
manns Jordans. Hann hafði engar sérstakar áhyggjur af morðinu. Hann
kveið þvi á engan hátt, að Jordan mundi takast að hefna fyrir það.
Hinsvegar langaði hann að sjá þennan Jordan dauðan og afgreiddan.
Mort var manndrápari að eðlisfari.
,,Já, víst er hann horfinn," sagði Jack Sutton. „Hitt er annað mál,
að hann hefur varla komist langt svona á sig kominn."
Þeim vai- að fækka leitarmönnunum og Jack var ágætlega ánægður
með það. Tveir strákanna voru farnir i heyið; kona þess þriðja var alveg
komin á steypirinn. Það var engin þörf lengur fyrir marga menn, og
Jack Sutton þreifaði á sárinu á eyra sér — sárinu sem Maria Cristina
hafði veitt honum —- og óskaði þess, að þeir vildu allir hypja sig. Hann
þurfti að gera upp reikningana við þessa mexikönsku stelpukind; eins
og komið var skipti það mestu máli.
Ben mátti gjarnan fara að koma sér heim. Ben vildi láta Mexikanana
I friði, og hefði einhver annar en hann át hlut að máli, hefði Jack
haldið að hann væri orðinn skotinn í stelpunni. En ekki Ben. Hann lét
ekki rómantikina rugla sig í ríminu. Einmitt þessi skortur á mannleg-
um tilfinningum gerði Jack órótt innanbrjósts. Ben var harður í horn
að taka og hann vissi þar að auki hvað hann söng.
Jack Lantz seildist í kaffikönnuna og hellti í krúsina sína. „Hann er
ekki fjarri," sagði hann hæglátlega.
Hindeman leit upp: „Hefurðu orðið var við hann?"
„Nei, en hann er hérna."
„Hvernig veistu það, ef þú hefur ekki séð hann?" sagði Jack reiðilega.
„Ef Lantz segir að hann sé hérna," sagði Hindeman, „þá er hann
hérna."
,,Ég veit ekki, hvernig stendur á þvi,“ sagði Lantz, „en ég finn það
á mér."
„Sé hann hérna" — Mort Bayless færði sig nær eldinum-------„þá vita
þau mexikönsku það. Það er nú mín skoðun, að við eigum bara að
ríða inneftir og taka þessa stelpu . . .“
■ „Við snertum hana ekki." Hindeman leit ekki einu sinni upp.
16
EFTIR LDUIS L’AMDUR
„Við fengjum ekki orð upp úr henni," sagði Lantz.
„Ætli ég gæti ekki opnað á henni munninn!" hvæsti Mort. „Ég skyldi
sýna ykkur það!"
„Þú ert fífl," sagði Hindeman. „Þú gætir drepið hana, en hún mundi
ekkert segja þér. Ekki stúlkan sú."
Lantz fékk sér meira kaffi. Hann sötraði kaffið og hélt áfram að
glíma við gátuna. Særður maður, einn síns liðs . . .
„Hann er ekki langt undan," sagði Hindeman. „Sé hann á lífi, verð-
ur hann að éta eitthvað, og hafi hann mat, eru Mexikanarnir við það riðnir.
En Vicente er sá eini, sem nokkurntíma fer að heiman."
Jack Sutton var lagstur á teppið sitt. Hann reis upp á olnbogann:
„Mort, þú og Joe ættuð að elta hann á morgun. Sleppið honum ekki úr
augsýn."
„Það er þýðingarlaust. Það er áreiðanlega stelpan."
„Þetta er góð hugmynd hjá Jack, Mort. Hangið aftan í honum. Það
mun borga sig. Hann mun gera eitthvað glappaskot, sannið til.“ Hindeman
hvessti augun á Mort: „En reynið ekki að beita hörðu; eltið hann bara."
Lantz var farinn að þekkja Jordan. Hann var öllu vanur, sá náungi.
Þegar þeir næðu honum, mundi ýmislegt ske.
„Ég skal finna hann," sagði hann. „Og þegar ég er búinn að finná
hann, megið þið eiga hann,"
Þeir horfðu á hann, þennan hægláta gamla mann með kýmnina i
augunum.
„Hvað áttu við?"
„Sumir ykkar, drengir mínir, eru feigir. Það er allt og sumt. Það
eru töggur i honum þessum."
Einhver hló hæðnislega og Mort Bayless fnæsti. Afstaða Lantz gerði
Jack Sutton reiðan. Þó vissi hann vel, að án hans væri leit þeirra von-
laus. Bob Sutton, faðir Jacks, hafði oft leitað til Lantz, og nú var það
Hindeman.
Jacob Lantz vafði um sig teppinu og lagðist fyrir. Hann lá á bakinu
og horfði upp í himininn og hélt áfram að glíma við gátuna sína. Hann
renndi huganum yfir atburði undanfarinna daga. Það hlaut að vera einhver
felustaður og hann hlaut að vera alveg á næstu grösum . . .
JORDAN VAKNAÐI í birtingu. Það fyrsta sem hann mundi, þegar hann
lauk upp augunum, var þruskið sem hann hafði heyrt kvöldið áður.
Hann varð að vera mjög varkár.
Þegar bjart var orðið, skoðaði hann skriðuna aftur. Syllan, sem
stúlkan notaði, var þvengmjó og stórhættuleg. Henni var sannarlega ekki
fisjað saman þessari stúlku. Skriðan var árennilegri. Með lagni mætti
komast niður hana á hesti. Hann hafði séð villihesta fara verri skriður.
Hitt var annað mál, að hér mundi verða teflt á tæpasta vaðið.
Jordan sá að ungi maðurinn, sem hann hugði vera bróður Mariu
Cristinu, steig á bak hesti sínum og reið inn dalinn. Skömmu seinna
birtust tveir reiðmenn og héldu á eftir honum. Ungi Mexikaninn leit
tvivegis um öxl.
Tveir menn til viðbótar hleyptu hestum sínum heim að bænum og
fóru af baki fyrir neðan fjárhúsið. Það var þá svona komið. Það átti
að gæta Mexikananna dag og nótt. Annar maður kom gangandi niður
hlíðina hinumegin í dalnum og stefndi á Mariu Cristinu þar sem hún
sat yfir ánum. Hún stóð á fætur, þegar hún sá til hans, og beið. Hún
var mjög keik og svartir hárlokkarnir dönsuðu í golunni.
Þau töluðu saman í nokkrar mínútur. Andlit hennar var kalt og þótta-
fullt. Það var eitthvað heillandi við hana sem hún stóð þarna. Jordan
horfði á hana í sjónauka sinum og það greip hann einkennilegur ákafi,
sem hann hafði aldrei fundið til áður. Honum stóð ekki á sama um þessa
stúlku.
Það var Jacob Lantz, sem hún var að tala við, tilfinningalaus mað-
ur, maður sem hafði ásett sér að ráða torráða gátu. Orð hans höfðu
augljóslega engin áhrif á stúlkuna, sem virtist aðeins svara honum með
einsatkvæðisorðum. Jordan lagði sjónaukann frá sér og þurrkaði svitann
framan úr sér. Þetta ætlaði að verða heitur dagur.
Það var ekki blöðum um það að fletta. Hann kæmist ekki hjá því
öllu lengur að halda af stað. Hann mátti ekki valda meiri vandræðum.
Já, hann varð að hefja flóttann aftur. Hann gekk að lindinni og
lagðist á teppið og beið kvölds . . .
Þegar hann vaknaði, var þegar orðið dimmt. Hann hrökk upp með
andfælum; það var eitthvað þrusk rétt hjá honum. Hann spratt á fæt-
ur með marghleypuna á lofti. Svo stakk hann byssunni í hulstrið og
læddist hljóðlega að kofarústinni og beið.
Hann heyrði þruskið aftur; það var fáein fet frá honum. Hann