Vikan - 01.03.1956, Blaðsíða 2
líflegra hlutverk sem norður-afri-
könsk söngkona i nýrri mynd „Port
Afrique."
Hún er gift dægurlagasöngvaran-
um Vic Damone og á litinn son.
SVAR til „Tveggja bústinna“:
Cidar vinegar er edik, sem gert er
úr eplasafa, en edik er t. d. líka hægt
að búa til úr vínþrúgum. Við treyst-
um okkur ekki til að segja neitt
um það, hvort slikur vökvi sé hættu-
legur heilsunni eða hvort hann hafi
nokkur megrandi áhrif.
Er það rétt að James Dean sé
dáinn ?
SVAR: Já, hann fórst í bílslysi.
En þó hann sé horfinn éru til tvær
kvikmyndir, sem hann hefur leikið
í, og fengið alveg frábæra dóma
fyrir. Önnur er „East of Eden,“
eftir skáldsögu Steinbecks. James
Dean þótti semsagt ákaflega efni-
legur upprennandi leikari (stund-
um kallaður annar Marlon Brando),
þegar hann fórst í bílslysi, skömmu
eftir að hann hafði leikið annað svip-
að bílslys.
Við erum tvœr stöllur, sem höfum
hugsað okkur að fara til Danmerk-
ur, og vera þar einhvern óákveðinn
tíma og œtlum að leita ráða hjd þér.
Okkur langar til að fá einhverja
vinnu, helzt á sjúkrahúsi. Við höf-
um báðar gagnfrœðapróf. Hvert eig-
um við helzt að snúa okkur til að
fá upplýsingar um vinnu, og það sem
til þarf. Hvenaer er hentugasti tím-
inn til að fara út?
SVAR: Danska sendiráðið í
Reykjavík getur vafalaust gefið ykk-
ur aliar upplýsingar varðandi vinnu-
leyfi, líkurnar fyrir vinnu o. s. frv.
Síðan getið þið skrifað einhverri
vinnuráðningarstofu í Danmörku.
Sendiráðið getur sennilega líka gefið
ykkur nafn á eihverri slíkri.
Mig langar til að skrifast á við
Fœreying. Er ekki eitthvert blað í
Heill árgangur fyrir aðeins 45 kr.
Timaritið SAMTÍÐ1I\!
flytur ástarsögur, kynjasögur, kvennaþætti, margs konar get-
raunir, bráðfyndnar skopsögur, víðsjá, vísnaþátt (Skáldin kváðu),
samtalsþætti, ástarjátningar, bridgeþætti, skákþætti,, úrvals-
greinar, nýjustu dægurlagatextana, ævisögur heimsfrægra
manna o. m. fl.
10 hefti árlega fyrir aðeins 45 kr.
Nýir áskrifendur fá 1 eldri árgang í kaupbæti. Póstsendið i dag
meðfylgjandi pöntun:
Ég undirrit....... óslca að gerast áskrifandi að SAMTlÐINNI
og sendi hér með árgjaldið, lf5 Icr.
Heimili ..........................................................
Utanáskrift okkar er: SAMTfÐIN, Pósthólf 75, Reykjavtk.
Kœra Vika!
Um daginn hafði ég þá ánœgju,
að segja hóp af skátastúlkum, frá
lslandi og Islendingum. Og urðu þcer
svo hrifnar af myndum og lýsing-
um, að þœr vilja endilega komast í
bréfasambönd við jafnöldrur sinar á
Islandi.
Vona að þið sjáið ykkur fœrt að
birta þetta.
Bréfin geta sendst til Skátaforing-
ans — Mrs. William Walker
Malbon Mills Rd.
Skowhegan, Maine
U. S. A.
Með fyrirfram þakklœti.
Helena R. Morél.
p.s. Skátaforinginn er hálf íslenzk,
amma hennar hét Fríða Johnson —
fœdd á lslandi.
Geturðu ekki sagt mér eitthvað um
ítölsku leikkonuna Pier Angeli? Er
hún gift? Á hún börn?
SVAR: Anna María Pierangeli
fæddist á Sardínu fyrir 23 árum.
Faðir hennar var húsameistari, en
móðir hennar áhugamanneskja um
leikhúsmál. Sjálf ætlaði hún að læra
innanhússkreytingar. En ameríski
kvikmyndastjórinn Arthur Loew sá
hana hjá kunningum hennar og bauð
henni aðalhlutverkið í kvikmyndinni
Teresa. Eftir það felldi hún Anna
María framan af nafni sínu og féllst
á' að flytja til Hollywood. Eg var
alveg dauðskelkuð," segir hún. „I
augum okkar Itala var Hollywood
hræðilegur staður, fullur af fólki með
falskt hár. En strax og ég kom
þangað, hitti ég aðeins fólk, sem var
vingjarnlegt við mig og hrósaði
Teresu. Mér geðjaðist prýðilega að
Hollywood — hvaða önnur leikkona
hefur líka þannig samning að hún
megi eyða þremur mánuðum á ári
á Itallu?"
Fram að þessu hefur Pier Angeli
leikið hlutverk „lítillar litlausrar
músar,“ klæðzt ljótum fötum og verið
með þjáningarsvip í gegnum allar
sínar myndir, en nú hefur hún fengið
Fœreyjum, sem ég get sett nafn
mitt í ? Sé svo, geturðu þá sagt
mér hvað þau lieita?
SVAR: Við munum í svipinn eftir
tveimur færeyskum blöðum: „14.
september" og „Dimmalætting," en
ekki vitum við hvort þessi blöð hafa
dálka fyrir bréfasambönd. í>að væri
samt reynandi að skrifa þeim.
SVAR til K.R. Þú nefnir ekki
hvers konar blöðum þú ert að leita
að; myndablöðum, fréttablöðum,
sögublöðum, tízkublöðum o. s. frv.
1 Frakklandi, Sviss og á Spáni eru
hundruð slíkra blaða. Þú ættir að
líta á þau erlendu blöð, sem fást
(t. d. hefur Bókaverzlun Snæbjarn-
ar Jónssonar talsvert úrval af blöð-
um frá latneskum þjóðum) og velja
þér eitthvert þeirra.
Framhald á bls. 19.
MUNIÐ
NDRA MAGASIN
FORSÍÐUMYNDIN
er af Katli Jenssyni óperusöng-
vara, í tilefni af því að söng-
varinn hélt nýlega söngskemmt-
un í Gamla Bíó við mikinn fögn-
uð áheyrenda. Á söngskránni
voru lög eftir innlenda og er-
lenda höfunda. Húsfyllir var á
skemmtuninni og var söngvar-
inn hvað eftir annað kallaður
fram og varð að syngja aukalög.
Ketill mun endurtaka söng-
skemmtunina á næstunni.
BRÉFASAMBÖND
Birting; á nafni, aldri og heimiiisfang:i
kostar 5 krónur.
Ingi Hermannsson og Geir Baldurs-
son (við stúlkur 16—22 ára) báðir
í Skálavík, Mjóafii'ði, N.-Is. — Ölaf-
ur Benediktsson og Hörður Haralds-
son (við stúlkur 16—25 ára), báðir á
Sauðafelli, Miðdölum, Dalasýslu. —
Vigdís Jóhannsdóttir (við pilt 18—22
ára), Syðra-Lágafelli, Miklaholts-
hreppi, Snæf. — Hildur Júlíusdóttir
(við pilt eða stúlku 15—16 ára),
Skipagötu 1, Akureyri. — Sigurjón
Skúlason (við stúlku 14—15 ára),
Hlíðardalsskóla, ölfusi, Árn. — Valur
Snorra (við stúlku 17—19 ára), Tún-
götu 23, Vestmannaeyjum. — Reb-
ekka Sigurjónsdóttir, Kristín Jóns-
dóttir (við pilta eða stúlkur 18—22
ára) og Kristín Runólfsdóttir (við
pilta eða stúlkur 16—18 ára), allar
í Vinnufatagerð Suðurlands h.f.,
Þykkvabæ, Rang. — Halldór S.
Kristjánsson (við stúlku 15—17 ára),
Hótel Selfoss, Selfossi, Ám. — Mar-
grét Lárusdóttir, Vitastíg 5 B, Sig-
urbjörg Halldórsdóttir, Suðurgötu
46, Jóhanna Þórðardóttir, Kirkju-
braut 12, Kristín Tómasdóttir,
Brekkubraut 15, Hafdís Daníelsdótt-
ir, Jaðarsbraut 11, Jónína Ingólfs-
dóttir, Vesturgötu 94, Erla Karlsdótt-
ir, Háholti 11, Fanney Hannesdóttir,
Suðurgötu 87, (við pilta og stúlk-
ur 15—20 ára), allar á Akranesi. —
Ija Guðmundsdóti r, Hjala Jóns, Hia
Gvends (við pilta 18—20 ára), allar í
Busthúsum, Sandgerði, Gull. — Sig-
ríður Auður Þórðardóttir (við pilta
og stúlkur 13—14 ára), Tilrauna-
stöðinni á Sámsstöðum, Fljótshlíð,
Rang. — Ásgrímur Þorsteinsson (við
stúlkur 25—40 ára), Borgum,
Grímsey.
Kynning á nýjum dægurlögum
Félag dægurlagahöfunda efnir til
kynningai' á nýjum íslenzkum dæg-
urlögum í Austurbæjarbíói n. k. föstu-
dagskvöld. Þar koma fram margir
vinsælustu söngvarar okkar og auk
þess verða ýmis skemmtiatriði t. d.
Ieikþáttur, gamanvísur og töfrabrögð.
Hér birtum við tvær myndir af
söngfólki sem kemur fram á skemmt-
uninni. Ingibjörg Þorbergs og Jón
Múli syngja saman nýtt lag eftir
Bjarna Gíslason. Allir kannast við
söng Ingibjargar og nýtur hún ein-
stakra og vaxandi vinsælda. Jón Múli
er í hópi vinsælustu útvarpsmanna
og rödd hans þekkjum við öll af
lestri frétta og tilkynninga. Þetta
er í fyrsta sinn sem Jón kemur fram
sem dægurlagasöngvari.
Hann syngur lag eftir Árna Isleifs-
son sem heitir „Þetta er ekki hægt.“
Hulda Emilsdóttir og Sigríður Guð-
mundsdóttir komu fram á skemmtim
„Islenzkra tóna“ og fengu þar prýði-
legar undirtektir. Síðan hafa þær
sungið á fjölmörgum skemmtunum
og njóta sívaxandi vinsælda. Þær
syngja Nótt eftir Halldór Stefánsson
og Stjarna lífs míns eftir Valdimar
Auðunsson.
Útgefandi VXKAN H.F., Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 3C5.
2