Vikan - 01.03.1956, Blaðsíða 13
vill engar málalengingar. 1 dag verða
elskhugarnir mínir að byrja þar sem fyr-
irrennarar þeirra enduðu 1935. Það er
ekkert eiginlegt bónorð. Þessu er hreyft
ósköp hversdagslega í venjulegu samtali.
1 nýjustu bókinni minni segir hann:
„Vertu ekki að stríða mér . .
„Ég er ekkert að stríða þér, mér er
alvara,“ svarar hún.
„Viltu með öðrum orðum giftast mér?“
„Já, það er það sem þú vilt, er ekki
svo?“
„Þú veist það ósköp vel.“
„Þá skulum við trúlofast.“
Þetta er hálfgerður viðskiptasamning-
ur. Jafnrétti kynjanna. Rómantíska glingr-
ið er horfið.
Nú er það kvenhetjan sem stjórnar ferð-
inni. Og nútímastúlkan veit ósköp vel, að
öll háfleygu orðin og allar skrautlegu lýs-
ingarnar eru komnar úr tízku.
Henni er það fullkomlega ljóst, að kær-
astinn ætlar sér alls ekki að vera neinn
þræll hennar.
Stúlkurnar í nútímabókunum virðast
ekkert sérstaklega áfjáðar í, að þær séu
gerðar að einskonar guðdómlegum verum.
Ungfrú 1956 er ansi raunsæ; hún veit
að lífið er ekki eintómur dans á rósum.
Karlmennirnir í bókunum mínum eru
líka steinhættir að lofa stúlkunum gulli
og grænum skógum. Þeir segja einfald-
lega: „Það kemur til með að ganga á
ýmsu hjá mér næstu árin; viltu slást í
förina?“ Og þær svara venjulega: „Gott
og vel, það er bezt ég reyni það.“
Heimurinn hefur tekið miklum breyt-
ingum síðan fyrir stríð. Fyrir stríð höfðu
elskendur tíma til að elskast. Það lá
ekkert á. Það var nógur tími til undir-
búnings. Það var hægt að semja nákvæm-
ar framtíðaráætlanir, án þess að eiga það
á hættu, að atburðarásin gerði þær einsk-
is virði. Svo giftu ungu hjónin sig og
fóru í brúðkaupsferð og settust að í for-
kunnarfögru litlu húsi.
En lítið nú á hvernig unga fólkið má
lifa í dag! Enginn tími til neins. Sífelld
hlaup, sífelld barátta. Um að gera að
grípa tafarlaust þau tækifæri sem gef-
ast — annars eru þau töpuð.
Það er ekki beinlínis árennilegt að ætla
að lifa kyrrlátu, rómantísku lífi við sí-
vaxandi dýrtíð, húsnæðisskort og ótal
aðra erfiðleika. Þetta er ekki beinlínis
ungu fólki hvatning til að gifta sig. Hvað
stoða nú fögru orðin og háfleygu setn-
ingamar? Maður verður að líta á heim-
inn eins og hann er.
Nú giftir unga fólkið sig ósjaldan með
nokkur hundruð krónur í vasanum og leig-
ir sér herbergi með aðgangi að eldhúsi
(ef heppnin er með) eða holar sér niður
í bragga. Oft á tíðum verða bæði að vinna
úti. Engin bjarteyg, hlægjandi húsfreyja
sem tekur eiginmanninum opnum örmum
í dyrunum, þegar hann kemur heim að
loknu dagsverki. Bara tvær þreyttar mann-
eskjur, sem elda sér kvöldverð í sam-
einingu og reyna eftir beztu getu að láta
ekki þreytuna koma sér í slæmt skap.
Heimurinn er í hálfgerðu öngþveiti.
Framtíðin er óviss. Menn hafa lítinn tíma
til hvíldar og skemmtana. Hvað þýðir þá
að vera að skrifa um hárómantískar
draumaverur? Eða að gera söguhetjuna
svo gamaldags, að hún verður þrautleið-
ingleg, óraunveruleg og heldur heimsk?
Það er sagt, að rómantískar bókmennt-
ir eigi að hjálpa lesandanum að flýja raun-
veruleikann um stundarsakir. En flótta-
leiðin verður að liggja inn í þessháttar
líf, sem gæti átt sér stað á þessari atom-
öld.
Ég vona, að söguhetjur mínar séu nú
þannig úr garði gerðar, að hægt sé að
trúa á þær. Þó finnst mér engin ástæða
til að varpa fyrir borð allri viðkvæmni
eða nema burtu allan lit. Stefnan virðist
að vísu vera sú, en ég held naumast að
hún geti verið til góðs.
Ástin og rómantíkin hefur alltaf verið
og mun alltaf verða sykurhúðin á þeirri
beizku pillu, sem lífið er í raun og sann-
leika. Við þörfnumst þessarar sykurhúð-
ar engu síður í dag, þegar ástandið í heim-
gengt. En það er skrýtið að hún skyldi
ekki kveðja þig almennilega . . .
Adrian lagði símtólið á, áður en Karrý
hafði lokið máli sínu. Miriam var farin
og veröldin orðin svo auð og tóm. Hvoru-
tveggja kom jafn flatt upp á hann. Eink-
um það að þetta tvennt skyldi vera svo
nátengt hvort öðru.
Dagarnir liðu. Á ytra borðinu var eng-
in breyting. Adrian vann eins og áður og
talaði við sama fólkið, en þó Miriam hefði
aldrei talað mikið, þá var orðið svo undar-
lega hljótt í kringum hann. Honum datt
í hug að skrifa henni, en það varð aldrei
af því.
Nokkrum vikum seinna kom viðskipta-
vinur inn í búðina og fór að skoða borð-
spegilinn. Adrian varð strax hugsað til
morgunsins, þegar Miriam hafði komið
með hann, en hann verið of önnum kaf-
inn til að sinna henni. Hvernig hafði hon-
um getað dottið í hug að láta hana sleppa
sér svona algerlega úr greipum.
— Nei-sko, sagði viðskiptavinurinn allt
í einu og tók eitthvað upp úr litlu skúff-
unni. — Fylgir þetta með í kaupunum?
Hann rétti Adrian litla öskju. Adrian opn-
aði hana og stóð með tóbaksdósina henn-
ar Miriam í hendinni. Hún hafði rofið
þögnina á þann eina hátt sem hún gat:
Þú átt hjarta mitt! Hugsaðu svolítið til
mín!
undir þaki. — Flýttu þér, Alan, bað hún.
— Flýttu þér, elskan! En hún vissi að
hann gat ekki verið kominn aftur fyrr
en um sex leytið.
Frances byrjaði að gráta og Pinto gamli
reyndi að hugga hana. Enn sást engin
hreyfing við sólbjarta brúnina. Stella
velti því fyrir sér á hve löngu færi slíkt
skotvopn dræpi mann og henni varð flök-
urt við tilhugsunina.
Dagurinn leið hægt og enn sást ekkert
merki um Kikuyu mennina. Pinto sat við
vögguna og varir hans bærðust í þögulli
bæn, því Goabúar eru góðir kaþólikkar.
Stella þorði varla að vona að fyrirætlanir
hennar heppnuðust. Biðin tók á taugarnar,
svo þær urðu eins og ofstrengdir fiðlu-
strengir, að því komnir að bresta. Sólin
fór að síga í vestri.
Skyndilega var hin óheillavænlega þögn,
sem ríkt hafði allan daginn, rofin af véla-
dyn, og Stella vissi að þetta var Alan,
sem var að skipta í lággír um leið og
hann kom í lausa sandinn, sem lá upp að
húsinu.
— Pinto, sagði hún og augu hennar
ljómuðu. — Bwana er kominn. Bamið og
inum er þannig, að erfiðleikar og allskyns
ógnir vofa sífellt yfir. Ég vil helst ekki,
að karlmennimir í bókunum mínum verði
of miklir raunsæismenn, og ég vil ekki
að konurnar verði of harðlyndar. Ég vil
með einhverjum brögðum láta hina róm-
antísku ást lifa með sínum dramatísku
átökum og göfgandi mildi.
— DENISE ROBINS.
Framhald af bls. 8.
Um kvöldið flaug Adrian til Parísar.
I vasanum hafði hann tóbaksdósina, ásamt
heimilisfangi Miriam, sem hann hafði
fengið hjá Karrý. Hann hafði ekki einu
sinni þurft að biðja um hana.
— Svo þú ætlar til Parísar? hafði hún
sagt og gripið fram í fyrir honum eins
og venjulega. — Þá líturðu inn til Miriam,
er það ekki? Hún talaði í sínum venju-
lega viðskiptatón, en einhvern veginn
hafði hann það á tilfinningunni að hún
væri að hlægja að honum. Kannski hafði
hann haft rangt fyrir sér, þegar hann
hélt að hún hefði ekkert hugmyndaflug.
Snemma morguninn eftir tók hann bíl
að hótelinu, þar sem Miriam bjó. Aldrei
hafði honum fundizt París svona fögur.
Vetrarsólin skein á Signu, naktar grein-
ar trjánna, gráu brýrnar og svörtu hús-
þökin. Og hún skein á Miriam, sem kom
í sömu andránni út um dyrnar á hótelinu.
Hann tók undir handlegginn á henni og
þegjandi gengu þau saman niður mjóa
götuna, niður að ánni. Þau hölluðu sér
saman út yfir handriðið og horfðu niður
í glitrandi vatnið, eins og allir elskend-
ur í París gera — alveg steinþegjandi.
Adrian gat ekki komið upp nokkru orði.
Loks stakk hann hendinni í vasann og
dró upp tóbaksdósina. Þá fyrst leit Mir-
iam á hann og hann horfði á hana. Eftir
það augnatillit og brosið sem því fylgdi,
var ekki þörf fyrir nein orð.
gamli maðurinn byrjuðu bæði að gráta.
Þegar Alan kom, ásamt háa, unga ara-
biska þjóninum sem hann hafði með sér,
stóð Stella í dyrunum á bílskúrnum með
riffilinn í hendinni og skammbyssubeltið
um mittið. Hálfhlægjandi og hálfgrátandi
sagði hún frá komu konunnar og Kikuyu-
mönnunum þremur, sem hún hafði séð
uppi á hæðarbrúninni.
Alan lagði handlegginn utan um hana.
— Þú hefur staðið þig eins og hetja,
sagði hann. — Guði sé lof fyrir að þú
ert heil á húfi. Hann leit órólegur yfir
skjálfandi axlir hennar, upp á hæðina. —
Ég get ekki skilið, hversvegna þeir réð-
ust ekki á ykkur, meðan þeir höfðu tæki-
færi til þess.
Stella skríkti. — Kannski þeir hafi*sofið
yfir sig.
— Sofið yfir sig, elskan ? Maður hennar
leit rannsakandi á hana og velti því fyrir
sér hvort hún væri nú að fá taugaáfall
af áreynslunni.
— Ég steytti það sem eftir var af
svefnpillunum mínum og blandaði þeim
saman við niðursoðnu mjólkina, sagði hún
til skýringar.
Þögn er gulls ígildi
stundum
Ein kona cjecjn Hiau Mau
Framhald af bls. 5.
13